Haukur Arnþórsson

Fréttamynd

Lögmætisregla og verðtrygging

Í flestum lýðræðisríkjum gildir sú meginregla að almenningur má gera allt sem ekki er bannað með lögum og að stjórnvöld mega einvörðungu gera það sem þeim er heimilað í lögum. Þessi nálgun er undirstaða lögmætisreglunnar sem er ein af undirstöðureglum íslenskrar stjórnskipunar.

Skoðun
Fréttamynd

Veiking stjórnmálaflokkanna

Staða stjórnmálaflokkanna hefur veikst mikið á umliðnum árum og mörg einkenni veiks flokkakerfis eru nú þegar staðreynd. Stjórnlagaráð, vel hvatt af almenningsálitinu og netverjum, gerir tillögur um enn frekari veikingu þeirra með nýjum tillögum sínum um kosningakerfi og val á frambjóðendum á lista, þar sem uppröðunarvald er tekið af flokkum og opnað fyrir persónukjör þar sem velja má stjórnmálamenn frá ólíkum flokksframboðum, sem gæti gert framboð flokkanna merkingarlítil. (Tillögur ráðsins um að kjósendur geti kosið frambjóðendur í öðrum kjördæmum verða varla teknar alvarlega. Kjördæmaskipting er úrræði lýðræðisins þegar fólk býr við mjög ólíkar aðstæður eftir búsetu).

Skoðun
Fréttamynd

Að skipta atkvæði

Stjórnlagaráð birti á vef sínum þann 9. júní 2011 tillögur um ákvæði í stjórnarskrá um kosningar. Þeim er ætlað að vera leiðbeinandi fyrir löggjafann við setningu nýrrar almennrar kosningalöggjafar og vera rammi fyrir breytingar á henni.

Skoðun
Fréttamynd

Er fækkun þingmanna raunhæf?

Í grein í www.visir.is þann 17. nóv. s.l. fjallaði prófessor dr Þorvaldur Gylfason um fækkun alþingismanna og er það í framhaldi af fyrri ábendingum hans í sömu átt. Hann

Skoðun
Fréttamynd

Styðjum fórnarlömbin

Með dómi Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar lána hafa augu margra smám saman opnast fyrir þeim veruleika sem íslensk fórnarlömb íslenska fjármálakerfisins hafa mátt búa við. Þau hafa ekki einvörðungu þurft að standa seljanda full skil á verði bifreiða sinna, íbúða eða húsa, heldur einnig átt að greiða fjármálastofnunum sem lánuðu þeim, jafnvel jafn háa eða enn hærri upphæð eða vera í skuldafjötrum þeirra það sem eftir lifir ævinnar ella.

Skoðun
Fréttamynd

Örugg netföng

Haukur Arnþórsson skrifar um netföng Unnið er að þeirri hugmynd hér á landi að tekin verði upp örugg netföng eða þjóðarnetföng. Það eru netföng sem standa í ákveðnu sambandi við kennitölur og nafn einstaklinga, þannig að ljóst er hver er hvað á netinu þegar þau eru notuð.

Skoðun
Fréttamynd

Endurnýjun stjórnsýslunnar

Margt bendir til þess að íslensk stjórnsýsla hafi veikst á margan hátt á síðustu árum. Hún er orðin verulega kostnaðarsamari en áður og skilvirkni hennar gæti verið ábótavant. Jafnvel kann að koma í ljós á næstu dögum að hún hafi veikst svo mikið að þegar á reyndi gat hún ekki sinnt hlutverki sínu. Hún á nokkuð óhjákvæmilega fyrir höndum endurnýjunartímabil og umræður um endurnýjun sína.

Skoðun
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.