Kaup og sala fyrirtækja

Fréttamynd

Kaup KS á Gunnars ógild

Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun sinni í dag ógilt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars ehf., sem framleiðir meðal annars Gunnars mæjónes. Segir í ákvörðuninni að samruni fyrirtækjanna myndi leiða til alvarlegrar röskunar á samkeppni í framleiðslu og sölu á mæjónesi og köldum sósum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hafa keypt Stein­smiðjuna Rein

Tvær ungar fjölskyldur – þau Arnar Freyr Magnússon og Íris Blöndahl ásamt Fanneyju Sigurgeirsdóttur og Steinari Þór Ólafssyni – hafa keypt Steinsmiðjuna Rein við Viðarhöfða í Reykjavík.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ó­víst með skráningu Arctic Adventures eftir kaup fjár­festa á nærri helmings­hlut

Hópur fjárfesta, leiddur af fyrrverandi forstjóra Arctic Adventures, er að kaupa rúmlega 40 prósenta hlut í íslenska ferðaþjónustufyrirtækinu eftir að hafa nýtt sér forkaupsrétt og gengið inn í tilboð sem fjárfestingafélagið PT Capital frá Alaska gerði í byrjun desember. Kaupsamkomulagið er með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar en ólíklegt þykir, samkvæmt heimildum Innherja, að boðuð skráning Arctic Adventures á hlutabréfamarkað síðar á árinu verði að veruleika með þeim breytingum sem nú verða á hluthafahópnum.

Innherji
Fréttamynd

Ingibjörg og eigendur Eskju kaupa Hótel Selfoss

Hið nýstofnaða eignarhaldsfélag JAE, sem er meðal annars í eigu Ingibjargar Pálmadóttur fjárfestis og eigenda útgerðarfyrirtækisins Eskju, hefur gengið frá kaupum á Hótel Selfoss. Áður hafði sama félag fyrr á árinu einnig eignast Hótel Vestmannaeyjar.

Innherji
Fréttamynd

Áforma að ganga inn í tilboð PT Capital og stækka stöðu sína í Arctic Adventures

Fjárfestingafélagið PT Capital frá Alaska, sem er meðal annars stór hluthafi í Nova og Keahótelum, hefur gert tilboð í eignarhlut þriggja hluthafa í Arctic Adventures, samanlagt tæplega helmingshlut. Aðrir hluthafar í félaginu stefna hins vegar að því að nýta sér forkaupsrétt og ganga inn í tilboð PT Capital og þannig stækka umtalsvert við eignarhlut sinn í íslenska ferðaþjónustufyrirtækinu.

Innherji
Fréttamynd

For­stjór­a 66°Norð­ur tókst með harð­fylg­i að fá Rotch­ilds til að fund­a í New York

Starfsmenn fjárfestingabankans Rothchilds & Co voru tregir til að fara til Bandaríkjanna til að kynna fjárfestingu á tæplega helmingshlut í 66°Norður. Þeir töldu að verkefnið hentaði betur evrópskum fjárfestum og því var fundað með mögulegum fjárfestum í Lundúnum og París. Helgi Rúnar Óskarsson, annar eiganda 66°Norður, tókst þó að sannfæra bankann um að kynna fyrirtækið í Bandaríkjunum sem leiddi til þess að Mousse Partners, fjárfestingafélag í eigu fjölskyldunnar sem á tískuhúsið Chanel, keypti 49 prósenta hlut í íslenska fyrirtækinu. 

Innherji
Fréttamynd

Kaupir Stál­smiðjuna-Fram­tak

Samkomulag hefur náðst um kaup Vélsmiðju Orms og Víglundar á Stálsmiðjunni-Framtak. Eru kaupin gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlits.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ásdís og Katla taka við rekstri Lovísu

Ásdís Bjarkadóttir og Katla Sif Friðriksdóttir hafa gengið frá kaupum á kynlífstækjaversluninni Lovísu. Þær taka við rekstrinum af stofnanda verslunarinnar, Jóni Þór Ágústssyni, sem ætlar að einbeita sér að öðrum verkefnum. 

Viðskipti innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.