Bandarískir gagnaversrisar kljást um að kaupa atNorth fyrir nærri 700 milljarða
Tvö af stærstu gagnaversrekstrarfélögum heimsins eru nú í baráttu um að kaupa atNorth, sem starfrækir meðal annars þrjú gagnaver hér á landi, en líklegt er að norræna fyrirtækið verði selt fyrir nærri sjö hundruð milljarða.
Tengdar fréttir
Nánast allur viðskiptahalli þessa árs er vegna mikilla fjárfestinga gagnavera
Veruleg fjárfestingarumsvif vegna uppbyggingar gagnavera hér á landi, fjármögnuð af erlendum sjóðum, hefur leitt af sér mikinn innflutning á tölvubúnaði sem skýrir nánast alfarið þann talsverða viðskiptahalla sem spáð er á þessu ári.
Tekjur stærsta gagnaversins jukust um milljarð en rekstrarafkoman versnaði
Umsvif atNorth, sem starfrækir meðal annars þrjú gagnaver á Íslandi, héldu áfram að aukast á liðnu ári sem birtist meðal annars í liðlega sextán prósenta veltuaukningu en rekstrarhagnaður félagsins minnkaði hins vegar lítillega á sama tíma. Gagnaverið hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu í því skyni að fá hnekkt þeirri ákvörðun Skattsins að atNorth beri að greiða virðisaukaskatt hér á landi af þjónustu sem félagið veitir erlendum viðskiptavinum.