Sjálfræðisbarátta Britney Spears

Fréttamynd

Fyrr­verandi eigin­maður Brit­n­ey Spears opnar sig

Jason Alexander, fyrrverandi eiginmaður stórstjörnunnar Britney Spears, tjáði sig nýlega í hlaðvarpsþættinum „Toxic: The Britney Spears Story“. Hann segir teymið á bak við Britney hafa platað hjónin til þess að skilja.

Lífið
Fréttamynd

Brit­n­ey vill kæra pabba sinn fyrir mis­notkun

Tónlistarkonan Britney Spears hefur lýst því yfir að hún vilji kæra föður sinn, Jamie Spears, fyrir að hafa misnotað vald sitt yfir henni en hann hefur haft forræði yfir henni, ásamt öðrum, undanfarin 13 ár. Þetta sagði stjarnan í yfirlýsingu fyrir dómi í gær.

Lífið
Fréttamynd

Lög­maður Brit­n­ey hættir

Lögmaður Britney Spears hefur sagt sig frá forræðismáli hennar en hann var skipaður lögmaður hennar af dómstólum. Hann mun formlega hætta sem lögmaður Britney á morgun en ástæðan er sú að hann lagði ekki fram gögn máli hennar til stuðnings til að enda forræði föður Britney yfir henni.

Lífið
Fréttamynd

Vilja segja sig frá umsjón fjármála Spears

Fjármálafyrirtækið Bessemer Trust, sem fer með umboð yfir fjármálum poppstjörnunar Britney Spears í sameiningu með föður hennar, hefur farið fram á það við dómstóla að losna undan fyrirkomulaginu.

Lífið
Fréttamynd

Brit­n­ey verður á­fram á valdi föður síns

Dómari í sjálfræðismáli söngkonunnar Britney Spears tilkynnti í gær að faðir hennar, Jamie Spears, verði áfram með fjárhagslegt vald yfir henni. Vika er síðan Britney flutti tilfinningaríka ræðu fyrir dómara í Los Angeles og var niðurstaðan kveðin upp í gær.

Lífið
Fréttamynd

Samsæriskenningin sem reyndist sönn

„Þetta var bara bomba,“ segir Elva Björk Ágústsdóttir sálfræðingur um vitnisburð söngkonunnar Britney Spears fyrir helgi. Elva Björg heldur úti hlaðvarpinu Poppsálin og fór hún yfir Britney málið í Bítinu á Bylgjunni í dag.

Lífið
Fréttamynd

Brit­n­ey segist hrædd við pabba sinn og vill sjálf­ræði

Britney Spears hefur hvatt dómstóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum til að gera breytingar á því hver fari með fjárhald yfir henni. Faðir hennar hefur verið fjárhaldsmaður hennar í þrettán ár og hefur einnig, á tíma, farið með forræði yfir henni.

Lífið
Fréttamynd

Ó­sátt með heimildar­myndir um líf hennar

Tónlistarkonan Britney Spears hefur gagnrýnt tvær heimildarmyndir sem komu nýlega út og fjalla um líf hennar. Myndirnar fjalla meðal annars um afskipti fjölmiðla af henni og segir hún aðstandendur myndanna gerast sekir um slíkt hið sama.

Lífið
Fréttamynd

Britney mun ávarpa dómara í júní

Söngkonan víðfræga Britney Spears mun ávarpa dómara sjálf í júní, vegna viðleitni hennar til að öðlast aukið sjálfræði og frelsi frá föður sínum. Ekki liggur þó fyrir hvað hún stefnir á að segja fyrir dómi.

Erlent
Fréttamynd

Það var enginn með henni í liði

Heimildarmyndin Framing Britney Spears, sem kom út í síðasta mánuði, hefur beint kastljósinu að róstusömu, og oft og tíðum harmþrungnu, lífshlaupi söngkonunnar Britney Spears, sem hefur verið undir forræði föður síns síðan árið 2008. Mánuðina á undan hafði andlegri heilsu Britney hrakað verulega – nánast í beinni útsendingu í fjölmiðlum sem fylgdu henni hvert fótmál.

Lífið
Fréttamynd

Britney Spears varð ekki að ósk sinni

Dómstóll í Bandaríkjunum vísaði í nótt frá kröfu frá söngkonunni Britney Spears þess efnis að faðir hennar, Jamie Spears, verði ekki lengur fjárhaldsmaður hennar.

Erlent