Grunnskólar

Fréttamynd

Mygla í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ

Mygla hefur fundist í Myllubakkaskóla í Keflavík. Nokkrir starfsmenn og nemendur eru sagðir hafa fundið fyrir verulegum einkennum. Lagfæringar hafa ekki skilað árangri.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar höfum hátt!

Umræðan hefur verið í gangi í samfélaginu undafarna daga með því að hafa leikskóla opna allan ársins hring og jafnvel allan sólarhringinn. Ég skil að vaktavinnufólk þurfi að eiga stað þar sem öryggi barna þeirra er gætt. Einnig felst í því að það séu ákveðin mannréttindi að berjast fyrir því að vaktavinnu fólk sem er oftast láglaunað og erfitt að finna pössun að nóttu til eigi verndarstað fyrir börnin sín. En svo kemur líka inn á þetta að það er val að eignast barn.

Skoðun
Fréttamynd

Aðgerðir gegn kulnun og streitu hjá kennurum – strax!

Á einni málstofu Menntakviku Háskóla Íslands var farið yfir rannsókn á algengi vinnutengdar streitu meðal leik- og grunnskólakennara og rannsókn á kulnun meðal grunnskólakennara á tímum Covid. Niðurstöður beggja rannsókna eru sláandi. Þær segja okkur m.a. að ríflega helmingu beggja starfsstétta voru yfir streituviðmiðum!

Skoðun
Fréttamynd

Eldur í hannyrðastofu Borgaskóla

Eldur kom upp í Borgaskóla í Grafarvogi í gærkvöldi. Þegar slökkvilið bar að garði var brunaviðvörunarkerfið í gangi og vatnsúðakerfi einnig í hluta skólans.

Innlent
Fréttamynd

Allt skólahald færist í Fossvogsdalinn næsta haust

Skólastarf í Fossvogsskóla mun allt fara fram í Fossvogsdal frá og með næsta skólaári. Ráðist verður í umfangsmiklar framkvæmdir á húsnæði skólans til þess að komast fyrir mygluvandræði sem plagað hafa skólastarfið að undanförnu.

Innlent
Fréttamynd

Alltaf til staðar

„Starf [kennara] er að vekja alt, sem í barnahug er bundið, og leiða það í spor þau, er liggja börnum til gleði og farsældar og þjóð allri til þrifa.“

Skoðun
Fréttamynd

Fjögur í fram­boði til formanns Kennara­sam­bandsins

Fjögur bjóða sig fram til formanns Kennarasambands Íslands, en frestur til að bjóða sig fram rann út á miðnætti í gær. Áður hafði verið greint frá því að formaðurinn Ragnar Þór Pétursson myndi ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku.

Innlent
Fréttamynd

Um eitt þúsund í sóttkví á Akureyri

Nærri eitt þúsund manns eru í sóttkví á Akureyri þar sem 78 hafa greinst með kórónuveiruna. Skólastarf hefur raskast mikið og íþróttamót sem halda átti um helgina hefur verið frestað. Heilbrigðisráðherra fer nú yfir nýtt minnisblað sem sóttvarnalæknir sendi honum í gær.

Innlent
Fréttamynd

Magnús sækist eftir formannsembættinu

Magnús Þór Jónsson, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, ætlar að gefa kost á sér í embætti formanns Kennarasambands Íslands. Magnús Þór segist hafa fengið áskoranir síðustu daga og vikur en hann hefur unnið við kennslu frá 1994.

Innlent
Fréttamynd

Skólabörnum boðið upp á hrikalegan veg í skólabílum

„Okkur finnst ástandið algjörlega óþolandi og við viljum fá skýr svör um endurbætur. Ástandið getur ekki verið svona lengur og sinnuleysi gagnvart svörum er komið að algjörum þolmörkum hjá okkur, það verður eitthvað að gerast í málinu,“ segir Guðrún Óska Steinbjörnsdóttir, bóndi á bænum Sauðadalsá í Húnaþingi vestra, en á bænum eru fimm börn á leik-og grunnskólaaldri.

Innlent
Fréttamynd

Menntun byggð á slæmum grunni

Hið íslenska grunnskólakerfi er úrelt. Virkar þetta kerfi ekki lengur? Jú, það gerir það en að mjög takmörkuðu leyti en það er hægt að gera svo miklu betur.

Skoðun
Fréttamynd

Fimm greindust smitaðir og skólastarf hefst aftur

Fimm greindust smitaðir af Covid-19 á Reyðarfirði í gær og allir voru í sóttkví. Rúmlega tvö hundruð sýni voru tekin og þar að auki rúmlega níutíu hraðpróf sem smitgátar sem reyndust öll neikvæð.

Innlent
Fréttamynd

Lærdómurinn af Fossvogsskólamálinu

Á fundi borgarráðs í mars var samþykkt tillagameirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur um að ráðast í vinnu við nýjan verkferil til framtíðar um viðbrögð og verklag og hvernig beri að bregðast við þegar koma upp raka- og myglumál í húsnæði borgarinnar. Sá verkferill er tilbúinn og mjög umfangsmikill og mun skipta verulegu máli. Hann var samþykktur í borgarráði í síðustu viku.

Skoðun