Skotið á bíl borgarstjóra

Fréttamynd

Samfylkingin í Reykjavík fordæmir árásirnar

Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík fordæmir þær árásir sem starfsstöðvar stjórnmálaflokka á Íslandi hafa orðið fyrir síðustu misserin sem og skotárás sem gerð var á einkabíl borgarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að frekari upplýsingar þurfi að liggja fyrir áður en ákvarðanir um hertar öryggisráðstafanir verða teknar, í kjölfar skotárásarinnar á bíl borgarstjóra og húsnæði stjórnmálaflokkanna. Hún segir of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur.

Innlent
Fréttamynd

VG fordæmir skotárásirnar

Flokkráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fordæmir árásir við heimili borgarstjóra og höfuðstöðvar stjórnmálasamtaka.

Innlent
Fréttamynd

Tveir verið handteknir í kjölfar skotárásarinnar

Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við skotárásina á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Sá fyrri var handtekinn um miðja viku en á heimili hans fannst töluvert magn skotvopna, líkt og fréttastofa greindi frá í dag. Sá síðari er á fimmtugsaldri og var handtekinn í gær.

Innlent
Fréttamynd

Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð

„Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur.

Innlent
Fréttamynd

„Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull“

„Ég fordæmi þessa árás og finnst hún alvarleg, því þarna er verið að beita skotvopnum fyrir utan heimili stjórnmálamanns. Ég lít þetta alvarlegum augum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárás á bíl borgarstjóra um liðna helgi sem lögregla hefur til skoðunar.

Innlent
Fréttamynd

Borgarstjóri fellur ekki undir lög um vernd æðstu stjórnar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hafa rætt við og fundað með Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra vegna skotárásar á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra sem lögregla hefur til rannsóknar. Áslaug Arna lítur málið alvarlegum augum.

Innlent
Fréttamynd

Degi afar brugðið vegna skotárásarinnar

Degi B. Eggertssyni borgarstjóra er afar brugðið vegna skotárásarinnar. Lögreglan hefur vaktað hús borgarstjóra frá því málið kom upp en hún hefur fundið byssukúlur í hurð bíls hans.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.