Svanur Guðmundsson

Banaslys á sjó!
Árið 2021 er fimmta árið í röð án þess að það verði banaslys á sjó hér við Ísland. Því ber að fagna og við Íslendingar getum sannarlega glaðst yfir því hve mjög viðhorf til öryggismála hafa batnað á síðustu áratugum.

Brim leiðandi í nýrri fjármögnun sjávarútvegs
Brim hefur í samstarfi við Íslandsbanka lokið við útgáfu skuldabréfa sem falla undir sjálfbæran fjármögnunarramma félagsins og eru kennd við grænan og bláan lit. Hér er um talsverð tíðindi að ræða og augljóst að græn skuldabréfaútgáfa Brims er fjöður í hatt íslensks sjávarútvegs og stjórnenda Brims.

Bollaleggingar á villigötum
Það er eftirtektarvert að sjá hvernig hagfræðingurinn og yfirlýstur stuðningsmaður Samfylkingarinnar, Bolli Héðinsson, beitir hagfræðiþekkingu sinni.

Vinur minn Anfinn í tröllahöndum
Síðasta vetrardag, sá ég allt í einu minn gamla vin Anfinn Olsen birtast í sjónvarpinu hér heima. Eins og hann kom fyrir í sjónvarpinu þekki ég ekki minn mann. Hann var frekar utan við sig og tafsaði í svörum, eitthvað sem er ólíkt honum. Sá Anfinn sem ég þekki er skarpur og snar en þegir ef hann hefur ekkert til málanna að leggja.

Hagkvæmt kvótakerfi og nýliðun
Sókn í fiskistofna var breytt hér á landi seint á síðustu öld og útgerðarmönnum bannað að veiða meira en stofnar þoldu og urðu því að draga verulega úr sókn.

Smellumelir og popúlístar
Það er ekki nýtt að útgerðin í landinu liggi undir ósanngjarnri og illkvittinni umræðu en það er hins vegar fáheyrt að menn skuli grípa tækifærið í miðri baráttu við Covid-19 til þess að ráðast á grunnatvinnuveg þjóðarinnar.

Fákeppni á matvörumarkaði, samkeppni í sjávarútvegi
Samkeppni í sjávarútvegi er mörgum sinnum meiri en innan markaðar með matvöru og bankastarfsemi.

Brottkast, brottkast
Komin er út skýrsla Haf- og vatnarannsókna um mælingar á brottkasti þorsks og ýsu 2016 til 2018. Skýrslan er 11 síður að lengd og reikna skýrsluhöfundar sér til að brottkast á þorski árið 2017 sé um 5.658 tonn. Það er árið sem mest er hent af þorski af öllum þeim árum sem skýrslan tekur til.

Verðmunur á makríl
Enn á ný er verðmunur á makríl, sem landað er á Íslandi eða í Noregi og Færeyjum, til umræðu. Til að fá gleggri mynd af málinu fannst mér gagnlegt að skoða þær upplýsingar sem liggja fyrir um stöðu fyrirtækja sem vinna makríl í Noregi.

Rangfærslur Fréttastofu ríkisins
Komin eru fram gögn sem sýna greiningu á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009. Gögnin eru unnin af Verðlagsstofu skiptaverðs úr tölum frá Fiskistofu.

Hvað með hreindýrin?
Það var á fundi fyrir vestan sem einn fiskifræðingur var að útskýra stofnstærðarfræðin fyrir fundarmönnum.

Minni kvóti: Hver tekur höggið?
Hafrannsóknarstofnun hefur nýlega birt ráðgjöf sína um heildarafla fyrir næsta fiskveiðiár. Ljóst er að ráðgjöfin kemur til með að hafa nokkur áhrif á rekstrarstöðu sjávarútvegsins og lækka útflutningsverðmæti sjávarafurða.