Smellumelir og popúlístar Svanur Guðmundsson skrifar 29. október 2020 20:45 Það er ekki nýtt að útgerðin í landinu liggi undir ósanngjarnri og illkvittinni umræðu en það er hins vegar fáheyrt að menn skuli grípa tækifærið í miðri baráttu við Covid-19 til þess að ráðast á grunnatvinnuveg þjóðarinnar. Málefni tengd togaranum Júlíusi Geirmundssyni hafa hvatt óvildarmenn útgerðarinnar fram á ritvöllinn og fara þar fremstir í flokki, hinn landlausi fyrverandi formaður Viðreisnar; Benedikt Jóhannesson og ritstjóri Kjarnans, Þórður Snær Júlíusson. Þórður Snær skrifar í grein sinni „Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð” sem birtist í Kjarnanum 26. október eftirfarandi ummæli: „Þegar einstaklingar innan jaðarsettra hópa, sem glíma oftar en ekki við alvarlegan fíknivanda, svipta hvorn annan frelsi og/eða valda skaða eru þeir réttilega dæmdir til fangelsisvistar, líkt og lög gera ráð fyrir." Satt best að segja er erfitt að átta sig á því sem ritstjórinn er að skrifa. Er hann að ræða um útgerð og áhöfn togarans Júlíusar Geirmundssonar ÍS og líkja aðstæðum þar við við frelsissviptingu í heimi fíkniefnasjúklinga? Það er erfitt að taka svona ummæli alvarlega enda ekkert sem rennir stoðum undir slíkt. Ekki er hlutur Benedikts betri en hann hreinlega lýgur uppá framkvæmdastjóra fyrirtækisins sem gerir út togararann í grein sinni „Kvótakerfið og Covid-kerfið“ í Morgunblaðinu 28 október. Það er einfaldlega ósatt að framkvæmdastjórinn hafi skipað sjómönnum að „hætta að væla og halda áfram að vinna”. Ekki nóg með það, þá heldur Benedikt áfram með þvæluna um eiginfjárbata útgerðarinnar sem margsinnis er búið að hrekjaútskýra sem og aðra útreikninga hans og tengir þvaðrið við það sem átti sér stað um borð í togaranum. Hvað kemur kvótakerfið og auðlindagjald kórónaveirunni við? Hvernig getur maðurinn leyft sér að tengja þetta tvennt saman, það gera bara popúlistar eða lýðsleikjur. Ég verð að segja eins og er að ég á erfitt með að skilja hatur og óvild þessara manna í garð útgerðarinnar í landinu. Hvað þá árásir á skipstjórann sem þarf að dveljast í einangrun og getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Þetta eru rökþrota menn sem nota tækifærið til að níðast á þeim sem lenda í veirusmiti á vinnustað. Það er viðurkennt að gerð voru mistök í því hvernig tekið var á smitinu sem kom upp um borð í Júlíusi Geirmundssyni. Mistökin lágu í að ekki var talað við Landhelgisgæsluna einsog verkferlar sögðu til um en engin lög. Ekki er að sjá annað en að forráðamenn fyrirtækisins hafi margsinnis beðist afsökunar á því. En smellumelir halda áfram og skrækja eftir refsingum og rannsóknum af öllum þeim batteríum sem tiltæk eru til þess eins að halda umræðunni gangandi. Höfum í huga að það var rætt við heilbrigðisstarfsmenn í landi og metið hvort veikindi væru það alvarleg að það þyrfti að sigla í land. Skipið var aldrei meira en átta tíma stím frá næstu höfn. Fylgst var með ástandi sjómanna og þeir sem voru óvinnufærir ekki látnir vinna. Sem betur fer veiktust fáir illa af áhöfninni og veikindin ganga vonandi hratt yfir. En það er annar flötur á þessu máli. Ég veit að í samfélagi eins og í Hnífsdal og á Ísafirði er fólk sem er í sárum vegna þess sem þarna gerðist og veltir fyrir sér öryggi sinna sjómanna og hvernig þeim líður. Að þeim sárum er verið að hlúa að og þau þurfa að fá að gróa. Sjómennirnir eru eflaust ennþá veikir þarna og hef ég ekkert séð um hvernig þeirra heilsa er núnau líður. Sama á við um þá sjúklinga sem liggja veikir á sjúkrastofnunum eða heima hjá sér um allt land. Landið er allt í sárum vegna þessarar veiru sem tröllríður heimsbyggðinni og margir óttaslegnir með framhaldið. Það er ekki málið með þessa smellumeli, þeir hafa meiri áhuga á að sletta þurru á útgerð og velta upp algerlega ótengdu máli, auðlindagjaldi, öll meðul skulu notuð. Það myndi ekki standa á mér að mæta þeim til að ræða rekstrarumhverfi sjávarútvegs og allt það sem við gerum hér á landi á því sviði ef þeir vilja ræða málin af einhverri skynsemi. En ég tel að þessir menn séu ekki til þess fallnir að ræða viðbrögð við hópsýkingu um borð í frystitogara og hvað megi betur fara í þeim efnum. Úrlausn þeirra mála er betur komið í höndum þeirra sem fara með þau mál á hverjum tíma. Hvort við getum notað aðferðir heilbrigðiskerfisins eins og þær eru núna eða einhverjar aðrar aðferðir það veit ég ekki. En aðferðir Þórðar og Benedikts eru bara til að vekja upp öfund, hatur og gremju. Það virðist vera er þeirra markmið. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Það er ekki nýtt að útgerðin í landinu liggi undir ósanngjarnri og illkvittinni umræðu en það er hins vegar fáheyrt að menn skuli grípa tækifærið í miðri baráttu við Covid-19 til þess að ráðast á grunnatvinnuveg þjóðarinnar. Málefni tengd togaranum Júlíusi Geirmundssyni hafa hvatt óvildarmenn útgerðarinnar fram á ritvöllinn og fara þar fremstir í flokki, hinn landlausi fyrverandi formaður Viðreisnar; Benedikt Jóhannesson og ritstjóri Kjarnans, Þórður Snær Júlíusson. Þórður Snær skrifar í grein sinni „Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð” sem birtist í Kjarnanum 26. október eftirfarandi ummæli: „Þegar einstaklingar innan jaðarsettra hópa, sem glíma oftar en ekki við alvarlegan fíknivanda, svipta hvorn annan frelsi og/eða valda skaða eru þeir réttilega dæmdir til fangelsisvistar, líkt og lög gera ráð fyrir." Satt best að segja er erfitt að átta sig á því sem ritstjórinn er að skrifa. Er hann að ræða um útgerð og áhöfn togarans Júlíusar Geirmundssonar ÍS og líkja aðstæðum þar við við frelsissviptingu í heimi fíkniefnasjúklinga? Það er erfitt að taka svona ummæli alvarlega enda ekkert sem rennir stoðum undir slíkt. Ekki er hlutur Benedikts betri en hann hreinlega lýgur uppá framkvæmdastjóra fyrirtækisins sem gerir út togararann í grein sinni „Kvótakerfið og Covid-kerfið“ í Morgunblaðinu 28 október. Það er einfaldlega ósatt að framkvæmdastjórinn hafi skipað sjómönnum að „hætta að væla og halda áfram að vinna”. Ekki nóg með það, þá heldur Benedikt áfram með þvæluna um eiginfjárbata útgerðarinnar sem margsinnis er búið að hrekjaútskýra sem og aðra útreikninga hans og tengir þvaðrið við það sem átti sér stað um borð í togaranum. Hvað kemur kvótakerfið og auðlindagjald kórónaveirunni við? Hvernig getur maðurinn leyft sér að tengja þetta tvennt saman, það gera bara popúlistar eða lýðsleikjur. Ég verð að segja eins og er að ég á erfitt með að skilja hatur og óvild þessara manna í garð útgerðarinnar í landinu. Hvað þá árásir á skipstjórann sem þarf að dveljast í einangrun og getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Þetta eru rökþrota menn sem nota tækifærið til að níðast á þeim sem lenda í veirusmiti á vinnustað. Það er viðurkennt að gerð voru mistök í því hvernig tekið var á smitinu sem kom upp um borð í Júlíusi Geirmundssyni. Mistökin lágu í að ekki var talað við Landhelgisgæsluna einsog verkferlar sögðu til um en engin lög. Ekki er að sjá annað en að forráðamenn fyrirtækisins hafi margsinnis beðist afsökunar á því. En smellumelir halda áfram og skrækja eftir refsingum og rannsóknum af öllum þeim batteríum sem tiltæk eru til þess eins að halda umræðunni gangandi. Höfum í huga að það var rætt við heilbrigðisstarfsmenn í landi og metið hvort veikindi væru það alvarleg að það þyrfti að sigla í land. Skipið var aldrei meira en átta tíma stím frá næstu höfn. Fylgst var með ástandi sjómanna og þeir sem voru óvinnufærir ekki látnir vinna. Sem betur fer veiktust fáir illa af áhöfninni og veikindin ganga vonandi hratt yfir. En það er annar flötur á þessu máli. Ég veit að í samfélagi eins og í Hnífsdal og á Ísafirði er fólk sem er í sárum vegna þess sem þarna gerðist og veltir fyrir sér öryggi sinna sjómanna og hvernig þeim líður. Að þeim sárum er verið að hlúa að og þau þurfa að fá að gróa. Sjómennirnir eru eflaust ennþá veikir þarna og hef ég ekkert séð um hvernig þeirra heilsa er núnau líður. Sama á við um þá sjúklinga sem liggja veikir á sjúkrastofnunum eða heima hjá sér um allt land. Landið er allt í sárum vegna þessarar veiru sem tröllríður heimsbyggðinni og margir óttaslegnir með framhaldið. Það er ekki málið með þessa smellumeli, þeir hafa meiri áhuga á að sletta þurru á útgerð og velta upp algerlega ótengdu máli, auðlindagjaldi, öll meðul skulu notuð. Það myndi ekki standa á mér að mæta þeim til að ræða rekstrarumhverfi sjávarútvegs og allt það sem við gerum hér á landi á því sviði ef þeir vilja ræða málin af einhverri skynsemi. En ég tel að þessir menn séu ekki til þess fallnir að ræða viðbrögð við hópsýkingu um borð í frystitogara og hvað megi betur fara í þeim efnum. Úrlausn þeirra mála er betur komið í höndum þeirra sem fara með þau mál á hverjum tíma. Hvort við getum notað aðferðir heilbrigðiskerfisins eins og þær eru núna eða einhverjar aðrar aðferðir það veit ég ekki. En aðferðir Þórðar og Benedikts eru bara til að vekja upp öfund, hatur og gremju. Það virðist vera er þeirra markmið. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun