Höttur

Fréttamynd

Vildi spila í Kefla­vík í kvöld: „Geta bara farið í sturtu annars staðar“

Viðar Örn Haf­­steins­­son, þjálfari liðs Hattar í Subway deild karla í körfu­­bolta, hefði viljað sjá leik liðsins gegn Kefla­­vík færðan til Reykja­víkur eða spilaðan í Kefla­­vík fremur en að honum hafi verið frestað líkt og nú er raunin. Lið Hattar lenti í Reykja­­vík í morgun en nokkrum klukku­­stundum síðar var leiknum frestað um ó­­á­­kveðinn tíma.

Körfubolti
Fréttamynd

Stór­leikir í 8-liða úr­slitum bikarsins

Bikarmeistarar síðustu tveggja ára í körfubolta karla, Valur og Stjarnan, mætast í 8-liða úrslitum VÍS-bikarsins í næsta mánuði. Haukakonur, sem unnið hafa bikarinn þrjú ár í röð, fengu heimaleik gegn toppliði Subway-deildarinnar, Keflavík.

Körfubolti
Fréttamynd

Höttur og Tinda­stóll á­fram í bikarnum

Alls fóru þrír leikir fram í 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta í dag.Höttur og Tindastóll eru komin áfram eftir efstu deildarslagi gegn Hamri og Breiðabliki. Stjarnan vann einnig öruggan sigur á Ármanni.

Körfubolti
Fréttamynd

Ívar Ásgrímsson: Mun bjartsýnni en fyrir viku

Ívar Ásgrímsson, þjálfari liðs Breiðabliks í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, lýsti ánægju með framfarir síns liðs í annarri umferð tímabilsins þótt liðið tapaði 80-73 fyrir Hetti á Egilsstöðum í kvöld. Í fyrstu umferðinni steinlá liðið gegn Haukum, 83-127 á heimavelli.

Körfubolti
Fréttamynd

Viðar Örn: Buðum hættunni heim

Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, var ánægður með að hafa unnið Breiðablik 80-73 á Egilsstöðum í kvöld þótt frammistaða liðsins væri ekki góð. Höttur spilaði vel fyrsta kortérið og var þá komið með 10 stiga forskot en hrökk síðan í baklás. Það bjargaði sér svo í síðasta leikhluta.

Körfubolti