„Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Siggeir Ævarsson skrifar 7. febrúar 2025 21:41 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, segir lið sitt vera bæði illa þjálfað og illa saman sett vísir/Hulda Margrét Hattarmenn máttu sætta sig við sitt sjötta tap í röð í Bónus-deild karla þegar liðið steinlá á Hlíðarenda 92-58. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari liðsins var gríðarlega ósáttur við hugarfar sinna manna eftir leik. „Andlegt og líkamlegt hrun þegar menn bara missa hausinn. Ég get sagt hvað gerðist, það er eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum. Gjörsamlega óásættanlegt helvítis kjaftæði.“ Það varð ákveðinn vendipunktur í leiknum þegar Nemanja Knezevic var vísað út úr húsi um miðjan fyrri hálfleik og vandaði Viðar honum ekki kveðjurnar. „Hann getur bara ekki hitt úr þessu sniðskoti þó það sé farið aðeins í hann. Lætur reka sig út, gæi sem á að vera lykilmaður hjá okkur. Þetta er bara hausleysi og kannski svona það sem hefur verið að elta okkur á tímabilinu. Við spilum bara eins og við séum heimskir. Tökum bara of mikið af röngum ákvörðunum.“ Viðar tók þó ábyrgðina á sig og sagði liðið hvorki vera vel þjálfað né vel saman sett. „Það er bara vandamálið okkar og það sem er búið að bíta okkur og kemur okkur í þessa stöðu. Liðið er ekki nógu öflugt. Ekki nógu vel sett saman og ekki nógu vel þjálfað, þá fer svona og það er bara á mína ábyrgð.“ Held ég vinni frekar í Víkingalottóinu þrjá miðvikudaga í röð Aðspurður um hvað væri til ráða og hvernig væri hægt að bæta þjálfun liðsins fyrir lokasprettinn taldi Viðar ólíklegt að það væri hægt að rétta kúrsinn af úr þessu, en liðið á fimm leiki eftir í deildinni „Við reynum að gera það en það er ósköp einfalt mál að það þarf eitthvað stórkostlegt að gerast. Ég held ég vinni frekar í Víkingalottóinu þrjá miðvikudaga í röð heldur en það gerist eitthvað stórkostlegt. En við verðum að trúa því og halda áfram að spila.“ „Svo mun Höttur í körfu halda áfram og halda áfram reyna að byggja upp öflugt starf. Eitthvað sem skiptir ekki öllu máli núna en við þurfum bara að reyna að klára þetta með reisn. Þetta var lélegt í dag og til skammar, maður hálf skammast sín að spila svona fyrir klúbbinn.“ Liðið var í brekku fyrir leik og hún er bara orðin brattari en Viðar ætlar að reyna að finna svör og þá leikmenn sem eru með rétt hugarfar til staðar, sem eru alls ekki allir að hans mati. „Við verðum bara að mæta í þá og reyna að leggja okkur fram og knýja fram sigur en það sést bara á hugarfarinu á hluta leikmanna hjá mér að það er bara djöfulsins uppgjöf og volæði. Við þurfum að finna þessa menn sem eru með hjartað á réttum stað og reyna að vinna okkur þannig áfram. Þannig höfum við náð árangri síðustu ár og það sem ég er mest ósáttur við að við höfum aðeins tapað okkar einkenni. Svona hægt og rólega, hvort það gerist á viku eða tveimur, eða þremur mánuðum, við þurfum bara að finna það aftur og halda áfram að spila körfu.“ Bónus-deild karla Körfubolti Höttur Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Sjá meira
„Andlegt og líkamlegt hrun þegar menn bara missa hausinn. Ég get sagt hvað gerðist, það er eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum. Gjörsamlega óásættanlegt helvítis kjaftæði.“ Það varð ákveðinn vendipunktur í leiknum þegar Nemanja Knezevic var vísað út úr húsi um miðjan fyrri hálfleik og vandaði Viðar honum ekki kveðjurnar. „Hann getur bara ekki hitt úr þessu sniðskoti þó það sé farið aðeins í hann. Lætur reka sig út, gæi sem á að vera lykilmaður hjá okkur. Þetta er bara hausleysi og kannski svona það sem hefur verið að elta okkur á tímabilinu. Við spilum bara eins og við séum heimskir. Tökum bara of mikið af röngum ákvörðunum.“ Viðar tók þó ábyrgðina á sig og sagði liðið hvorki vera vel þjálfað né vel saman sett. „Það er bara vandamálið okkar og það sem er búið að bíta okkur og kemur okkur í þessa stöðu. Liðið er ekki nógu öflugt. Ekki nógu vel sett saman og ekki nógu vel þjálfað, þá fer svona og það er bara á mína ábyrgð.“ Held ég vinni frekar í Víkingalottóinu þrjá miðvikudaga í röð Aðspurður um hvað væri til ráða og hvernig væri hægt að bæta þjálfun liðsins fyrir lokasprettinn taldi Viðar ólíklegt að það væri hægt að rétta kúrsinn af úr þessu, en liðið á fimm leiki eftir í deildinni „Við reynum að gera það en það er ósköp einfalt mál að það þarf eitthvað stórkostlegt að gerast. Ég held ég vinni frekar í Víkingalottóinu þrjá miðvikudaga í röð heldur en það gerist eitthvað stórkostlegt. En við verðum að trúa því og halda áfram að spila.“ „Svo mun Höttur í körfu halda áfram og halda áfram reyna að byggja upp öflugt starf. Eitthvað sem skiptir ekki öllu máli núna en við þurfum bara að reyna að klára þetta með reisn. Þetta var lélegt í dag og til skammar, maður hálf skammast sín að spila svona fyrir klúbbinn.“ Liðið var í brekku fyrir leik og hún er bara orðin brattari en Viðar ætlar að reyna að finna svör og þá leikmenn sem eru með rétt hugarfar til staðar, sem eru alls ekki allir að hans mati. „Við verðum bara að mæta í þá og reyna að leggja okkur fram og knýja fram sigur en það sést bara á hugarfarinu á hluta leikmanna hjá mér að það er bara djöfulsins uppgjöf og volæði. Við þurfum að finna þessa menn sem eru með hjartað á réttum stað og reyna að vinna okkur þannig áfram. Þannig höfum við náð árangri síðustu ár og það sem ég er mest ósáttur við að við höfum aðeins tapað okkar einkenni. Svona hægt og rólega, hvort það gerist á viku eða tveimur, eða þremur mánuðum, við þurfum bara að finna það aftur og halda áfram að spila körfu.“
Bónus-deild karla Körfubolti Höttur Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Sjá meira