„Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Kári Mímisson skrifar 14. mars 2025 21:57 Borce Ilievski, þjálfara ÍR, er langt kominn með að koma liðinu í úrslitakeppnina. Vísir/Hulda Margrét Það mátti sjá ákveðinn létti í andliti Borce Ilievski, þjálfara ÍR eftir dramatískan sigur liðsins gegn Hetti nú í kvöld. ÍR-ingar voru yfir nánast allan leikinn þar til á lokamínútunni þegar Höttur komst yfir. Borce segist vissulega vera ánægður með sigurinn þó svo að hann sé vissulega ekki sáttur með það hvernig hann kom til. „Þetta er sennilega einn af mikilvægustu sigrum á ferlinum mínum þar sem ég er bara alls ekki ánægður í leikslok. Það er óásættanlegt hvernig liðið mitt spilar þessa síðustu eina og hálfa mínútu með þetta sjö, átta stiga forystu og tapa því niður með heimskulegum ákvörðunum sóknarlega og töpuðum boltumi,“ sagði Borce. Tilfinningarnar eru frekar blendnar „Við komum okkur á stuttum tíma í stöðu þar sem við erum ansi nálægt því að tapa leiknum. Í ljósi þessa er tilfinningarnar frekar blendnar, ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður. Þetta var samt mjög mikilvægur sigur fyrir okkur til að komast í úrslitakeppnina. Núna tökum við nokkra daga í pásu, reynum að læra af þessu og vonandi komum við sterkir til baka gegn Haukum í síðustu umferðinni,“ sagði Borce. Ertu með einhverja skýringu á því hvað gerist hjá liðinu þegar innan við tvær mínútur eru eftir af leiknum? Alltaf að hugsa um andlega þáttinn líka „Það kemur einhver hræðsla yfir okkur á þessum lokamínútum og við náum ekki að halda rónni. Við þjálfararnir erum alltaf að hugsa um andlega þáttinn í þessu líka en það sem var svona extra slæmt við þennan kafla í dag er hvað þetta gerist fljótt og í raun átti enginn af okkur von á þessu. En eins og ég segi þá hafðist þetta með smá heppni hér undir lokin,“ sagði Borce. Spurður út hinar 38 mínúturnar segir Borce að þær hafi verið stórgóðar en óskar þess þó ekki að vinna fleiri leiki á þennan hátt. Liðið þurfi að skoða þennan leik betur og læra af honum og reyna að forðast að breyta þægilegum leik í spennutrylli. „Við stjórnuðum leiknum hinar 38 mínúturnar, náum ágætri forystu sem okkur tekst að halda í kringum tíu stig. Reynd lið þurfa að kunna að klára leikina á sem bestan en ekki á þann hátt að áhorfendur fái hjartaáfall. Við þurfum að vera klárari í framtíðinni, horfa aftur á þennan leik, greina hann og læra af þessu,“ sagði Borce. Ég er mjög stoltur þjálfari Staðan hjá ÍR var vissulega ekki góð þegar Borce tók við liðinu í lok nóvember. Liðið hafði aðeins unnið einn leik og ekki neitt sem benti til þess að liðið yrði í baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Borce segist vera stoltur af liðinu og þeim stíganda sem það hefur sýnt gegn liðum sem geta sett meiri peninga í leikmenn heldur en ÍR. „Ég sagði við leikmennina fyrir leik að hugsa aðeins út í það hvar við erum núna miða við hvar við vorum fyrir þremur til fjórum mánuðum síðan. Okkur hefur tekist að komast úr fallsæti og erum núna í baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Ég er ánægður að við séum í þessari baráttu og að við höfum átt alla þessa frábæru leiki gegn liðum sem hafa miklu meira fjármagn heldur en við. Ég er mjög stoltur þjálfari en við þurfum að einbeita okkur áfram. Það er enn ein umferð eftir og svo úrslitakeppninni sem er bara nýtt mót þar sem allt getur gerst,“ sagði Borce. Bónus-deild karla ÍR Höttur Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Sjá meira
„Þetta er sennilega einn af mikilvægustu sigrum á ferlinum mínum þar sem ég er bara alls ekki ánægður í leikslok. Það er óásættanlegt hvernig liðið mitt spilar þessa síðustu eina og hálfa mínútu með þetta sjö, átta stiga forystu og tapa því niður með heimskulegum ákvörðunum sóknarlega og töpuðum boltumi,“ sagði Borce. Tilfinningarnar eru frekar blendnar „Við komum okkur á stuttum tíma í stöðu þar sem við erum ansi nálægt því að tapa leiknum. Í ljósi þessa er tilfinningarnar frekar blendnar, ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður. Þetta var samt mjög mikilvægur sigur fyrir okkur til að komast í úrslitakeppnina. Núna tökum við nokkra daga í pásu, reynum að læra af þessu og vonandi komum við sterkir til baka gegn Haukum í síðustu umferðinni,“ sagði Borce. Ertu með einhverja skýringu á því hvað gerist hjá liðinu þegar innan við tvær mínútur eru eftir af leiknum? Alltaf að hugsa um andlega þáttinn líka „Það kemur einhver hræðsla yfir okkur á þessum lokamínútum og við náum ekki að halda rónni. Við þjálfararnir erum alltaf að hugsa um andlega þáttinn í þessu líka en það sem var svona extra slæmt við þennan kafla í dag er hvað þetta gerist fljótt og í raun átti enginn af okkur von á þessu. En eins og ég segi þá hafðist þetta með smá heppni hér undir lokin,“ sagði Borce. Spurður út hinar 38 mínúturnar segir Borce að þær hafi verið stórgóðar en óskar þess þó ekki að vinna fleiri leiki á þennan hátt. Liðið þurfi að skoða þennan leik betur og læra af honum og reyna að forðast að breyta þægilegum leik í spennutrylli. „Við stjórnuðum leiknum hinar 38 mínúturnar, náum ágætri forystu sem okkur tekst að halda í kringum tíu stig. Reynd lið þurfa að kunna að klára leikina á sem bestan en ekki á þann hátt að áhorfendur fái hjartaáfall. Við þurfum að vera klárari í framtíðinni, horfa aftur á þennan leik, greina hann og læra af þessu,“ sagði Borce. Ég er mjög stoltur þjálfari Staðan hjá ÍR var vissulega ekki góð þegar Borce tók við liðinu í lok nóvember. Liðið hafði aðeins unnið einn leik og ekki neitt sem benti til þess að liðið yrði í baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Borce segist vera stoltur af liðinu og þeim stíganda sem það hefur sýnt gegn liðum sem geta sett meiri peninga í leikmenn heldur en ÍR. „Ég sagði við leikmennina fyrir leik að hugsa aðeins út í það hvar við erum núna miða við hvar við vorum fyrir þremur til fjórum mánuðum síðan. Okkur hefur tekist að komast úr fallsæti og erum núna í baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Ég er ánægður að við séum í þessari baráttu og að við höfum átt alla þessa frábæru leiki gegn liðum sem hafa miklu meira fjármagn heldur en við. Ég er mjög stoltur þjálfari en við þurfum að einbeita okkur áfram. Það er enn ein umferð eftir og svo úrslitakeppninni sem er bara nýtt mót þar sem allt getur gerst,“ sagði Borce.
Bónus-deild karla ÍR Höttur Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Sjá meira