„Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Kári Mímisson skrifar 14. mars 2025 21:57 Borce Ilievski, þjálfara ÍR, er langt kominn með að koma liðinu í úrslitakeppnina. Vísir/Hulda Margrét Það mátti sjá ákveðinn létti í andliti Borce Ilievski, þjálfara ÍR eftir dramatískan sigur liðsins gegn Hetti nú í kvöld. ÍR-ingar voru yfir nánast allan leikinn þar til á lokamínútunni þegar Höttur komst yfir. Borce segist vissulega vera ánægður með sigurinn þó svo að hann sé vissulega ekki sáttur með það hvernig hann kom til. „Þetta er sennilega einn af mikilvægustu sigrum á ferlinum mínum þar sem ég er bara alls ekki ánægður í leikslok. Það er óásættanlegt hvernig liðið mitt spilar þessa síðustu eina og hálfa mínútu með þetta sjö, átta stiga forystu og tapa því niður með heimskulegum ákvörðunum sóknarlega og töpuðum boltumi,“ sagði Borce. Tilfinningarnar eru frekar blendnar „Við komum okkur á stuttum tíma í stöðu þar sem við erum ansi nálægt því að tapa leiknum. Í ljósi þessa er tilfinningarnar frekar blendnar, ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður. Þetta var samt mjög mikilvægur sigur fyrir okkur til að komast í úrslitakeppnina. Núna tökum við nokkra daga í pásu, reynum að læra af þessu og vonandi komum við sterkir til baka gegn Haukum í síðustu umferðinni,“ sagði Borce. Ertu með einhverja skýringu á því hvað gerist hjá liðinu þegar innan við tvær mínútur eru eftir af leiknum? Alltaf að hugsa um andlega þáttinn líka „Það kemur einhver hræðsla yfir okkur á þessum lokamínútum og við náum ekki að halda rónni. Við þjálfararnir erum alltaf að hugsa um andlega þáttinn í þessu líka en það sem var svona extra slæmt við þennan kafla í dag er hvað þetta gerist fljótt og í raun átti enginn af okkur von á þessu. En eins og ég segi þá hafðist þetta með smá heppni hér undir lokin,“ sagði Borce. Spurður út hinar 38 mínúturnar segir Borce að þær hafi verið stórgóðar en óskar þess þó ekki að vinna fleiri leiki á þennan hátt. Liðið þurfi að skoða þennan leik betur og læra af honum og reyna að forðast að breyta þægilegum leik í spennutrylli. „Við stjórnuðum leiknum hinar 38 mínúturnar, náum ágætri forystu sem okkur tekst að halda í kringum tíu stig. Reynd lið þurfa að kunna að klára leikina á sem bestan en ekki á þann hátt að áhorfendur fái hjartaáfall. Við þurfum að vera klárari í framtíðinni, horfa aftur á þennan leik, greina hann og læra af þessu,“ sagði Borce. Ég er mjög stoltur þjálfari Staðan hjá ÍR var vissulega ekki góð þegar Borce tók við liðinu í lok nóvember. Liðið hafði aðeins unnið einn leik og ekki neitt sem benti til þess að liðið yrði í baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Borce segist vera stoltur af liðinu og þeim stíganda sem það hefur sýnt gegn liðum sem geta sett meiri peninga í leikmenn heldur en ÍR. „Ég sagði við leikmennina fyrir leik að hugsa aðeins út í það hvar við erum núna miða við hvar við vorum fyrir þremur til fjórum mánuðum síðan. Okkur hefur tekist að komast úr fallsæti og erum núna í baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Ég er ánægður að við séum í þessari baráttu og að við höfum átt alla þessa frábæru leiki gegn liðum sem hafa miklu meira fjármagn heldur en við. Ég er mjög stoltur þjálfari en við þurfum að einbeita okkur áfram. Það er enn ein umferð eftir og svo úrslitakeppninni sem er bara nýtt mót þar sem allt getur gerst,“ sagði Borce. Bónus-deild karla ÍR Höttur Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Sjá meira
„Þetta er sennilega einn af mikilvægustu sigrum á ferlinum mínum þar sem ég er bara alls ekki ánægður í leikslok. Það er óásættanlegt hvernig liðið mitt spilar þessa síðustu eina og hálfa mínútu með þetta sjö, átta stiga forystu og tapa því niður með heimskulegum ákvörðunum sóknarlega og töpuðum boltumi,“ sagði Borce. Tilfinningarnar eru frekar blendnar „Við komum okkur á stuttum tíma í stöðu þar sem við erum ansi nálægt því að tapa leiknum. Í ljósi þessa er tilfinningarnar frekar blendnar, ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður. Þetta var samt mjög mikilvægur sigur fyrir okkur til að komast í úrslitakeppnina. Núna tökum við nokkra daga í pásu, reynum að læra af þessu og vonandi komum við sterkir til baka gegn Haukum í síðustu umferðinni,“ sagði Borce. Ertu með einhverja skýringu á því hvað gerist hjá liðinu þegar innan við tvær mínútur eru eftir af leiknum? Alltaf að hugsa um andlega þáttinn líka „Það kemur einhver hræðsla yfir okkur á þessum lokamínútum og við náum ekki að halda rónni. Við þjálfararnir erum alltaf að hugsa um andlega þáttinn í þessu líka en það sem var svona extra slæmt við þennan kafla í dag er hvað þetta gerist fljótt og í raun átti enginn af okkur von á þessu. En eins og ég segi þá hafðist þetta með smá heppni hér undir lokin,“ sagði Borce. Spurður út hinar 38 mínúturnar segir Borce að þær hafi verið stórgóðar en óskar þess þó ekki að vinna fleiri leiki á þennan hátt. Liðið þurfi að skoða þennan leik betur og læra af honum og reyna að forðast að breyta þægilegum leik í spennutrylli. „Við stjórnuðum leiknum hinar 38 mínúturnar, náum ágætri forystu sem okkur tekst að halda í kringum tíu stig. Reynd lið þurfa að kunna að klára leikina á sem bestan en ekki á þann hátt að áhorfendur fái hjartaáfall. Við þurfum að vera klárari í framtíðinni, horfa aftur á þennan leik, greina hann og læra af þessu,“ sagði Borce. Ég er mjög stoltur þjálfari Staðan hjá ÍR var vissulega ekki góð þegar Borce tók við liðinu í lok nóvember. Liðið hafði aðeins unnið einn leik og ekki neitt sem benti til þess að liðið yrði í baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Borce segist vera stoltur af liðinu og þeim stíganda sem það hefur sýnt gegn liðum sem geta sett meiri peninga í leikmenn heldur en ÍR. „Ég sagði við leikmennina fyrir leik að hugsa aðeins út í það hvar við erum núna miða við hvar við vorum fyrir þremur til fjórum mánuðum síðan. Okkur hefur tekist að komast úr fallsæti og erum núna í baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Ég er ánægður að við séum í þessari baráttu og að við höfum átt alla þessa frábæru leiki gegn liðum sem hafa miklu meira fjármagn heldur en við. Ég er mjög stoltur þjálfari en við þurfum að einbeita okkur áfram. Það er enn ein umferð eftir og svo úrslitakeppninni sem er bara nýtt mót þar sem allt getur gerst,“ sagði Borce.
Bónus-deild karla ÍR Höttur Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Sjá meira