Fótbolti

Fjórtán dagar í EM: „Ég á sjö frabær systkini“
Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Reynsluboltinn og harðhausinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er næst í röðinni.

Sjáðu Lindex-mótið á Selfossi: „Ekki leiðinlegt í marki en getur verið hræðilegt“
Það var nóg um að vera á Selfossi þegar Lindex-mótið fór þar fram á dögunum, þar sem stelpur í 6. flokki flokki léku listir sínar. Þær sýndu einnig tilþrif utan vallar og voru laufléttar í bragði í samtölum sínum við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, sem gerði mótinu góð skil í þætti á Stöð 2 Sport.

Þorleifur á skotskónum og valinn maður leiksins
Tveir Íslendingar léku í MLS-deildinni í fótbolta í nótt. Þorleifur Úlfarsson skoraði fyrra mark Houston Dynamo í 2-0 sigri og Róbert Orri Þorkelsson kom af bekknum í 2-1 sigri CF Montréal. Þá skoraði Óttar Magnús Karlsson í sigri Oakland Roots.

Elías Rafn kominn til baka eftir handleggsbrot
Elías Rafn Ólafsson, markvörður danska úrvalsdeildarliðsins Midtjylland, lék í dag sinn fyrsta leik í um það bil þrjá mánuði þega hann spilaði fyrri hálfleikinn í 3-2 sigri í æfingaleik liðsins gegn OB.

Chelsea boðið að bera víurnar í Ronaldo
Forráðamönnum Chelsea hefur verið boðið að gera tilboð í Cristiano Ronaldo, leikmann Manchester United, ef marka má frétt Telegraph.

West Ham gerir Lingard tilboð
West Ham United hefur gert enska sóknartengiliðnum Jesse Lingard samningstilboð. Það er Skysports sem greinir frá þessu.

Pogmentary fær verstu mögulegu einkunn á IMDB
The Pogmentary, ný heimildarmynd um lífshlaup franska fótboltamannsins Paul Pogba er með verstu mögulegu einkunn á kvikmyndavefnum IMDb þar sem mögulegt er að afla upplýsinga um kvikmyndir og gefa þeim einkunn.

Bale fylgir Chiellini til Los Angeles
Gareth Bale hefur samið við bandaríska MLS-liðið Los Angeles FC en Bale kemur til félagsins frá spænska stórveldinu Real Madrid.

Vestri kom til baka gegn Grindavík
Vestri hafði betur, 2-1, þegar liðið fékk Grindavík í heimsókn í áttundu umferð Lengjudeildar karla í fóbolta á Olísvellinum á Ísafirði í dag.

Samúel Kári skoraði í óvæntu tapi Viking
Samúel Kári Friðjónsson skoraði annað marka Viking Stavanger þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Haugasund í norsku efstu deildinni í fótbolta karla í dag.

Myndaveisla: Gríðarleg stemning á opinni æfingu Stelpnanna okkar
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er á leiðinni á EM á Englandi. Liðið er á leið til Póllands á mánudag í næsta fasa undirbúningsins. Íslenska liðið var með opna æfingu á Laugardalsvelli í dag.

Sjáðu Norðurálsmótið á Akranesi: Gleðin við völd er stjörnur framtíðarinnar stigu sín fyrstu skref
Það var nóg um að vera á Akranesi þegar Norðurálsmótið fór þar fram á dögunum, þar sem strákar í 7. flokki léku listir sínar. Þeir sýndu einnig tilþrif utan vallar og voru laufléttir í bragði í samtölum sínum við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, sem gerði mótinu góð skil í þætti á Stöð 2 Sport.

Fimmtán dagar í EM: Er að læra taugafræði í Harvard og elskar mjólkurgraut með súru slátri og rúsínum
Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Ungstirnið Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, leikmaður Breiðabliks og nemandi við Harvard háskóla, er næst í röðinni.

Stelpurnar okkar bjóða alla velkomna á æfingu í dag
Þeir Íslendingar sem vilja hitta Sveindísi, Söru Björk, Glódísi og aðra leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta geta mætt á opna æfingu í dag, í aðdraganda þess að hópurinn heldur af landi brott vegna Evrópumótsins í Englandi.

Sara er spennt fyrir uppbyggingunni hjá Juve: „Eitthvað sem ég vildi klárlega taka þátt í“
Landsliðskonana Sara Björk Gunnarsdóttir samdi í morgun við ítalska stórliðið Juventus til tveggja ára.

Íslensku stelpurnar unnu góðan sigur gegn Eistum
Íslenska U23-landsliðið í fótbolta kvenna vann góðan 0-2 sigur gegn A-landsliði Eistlands í vináttulandsleik í Pärnu í Eistlandi í dag.

Eftir smá hikst hefur allt gengið upp síðan Brynjar Björn fór til Svíþjóðar
Það fór um stuðningsfólk HK þegar Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari karlaliðs félagsins í knattspyrnu, hélt til Örgryte í Svíþjóð skömmu eftir að Íslandsmótið var farið af stað. Þær áhyggjur reyndust algjör óþarfi ef marka má síðustu leiki liðsins.

Mikil bjartsýni á meðal sérfræðinganna fyrir EM
Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum eru fullir bjartsýni fyrir hönd íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta sem hefur leik á EM í Englandi 10. júlí.

Yfirgefur Fram og fer til föður síns í Þorpinu
Framherjinn Alexander Már Þorláksson hefur samið við Þór Akureyri í Lengjudeildinni og mun færa sig um set þegar félagaskiptaglugginn opnar á næstu dögum. Hann kemur frá Fram í Bestu deildinni þar sem tækifæri hafa verið af skornum skammti.

Forseti PSG sýknaður í annað sinn
Nasser Al-Khelaifi, forseti Frakklandsmeistara París Saint-Germain, hefur verið sýknaður öðru sinni. Hann var ásakaður um að mútur og spillingu er kom að sölu sjónvarpsrétts HM í knattspyrnu sem fram fer í Katar síðar á þessu ári.