Besta deild karla

Fréttamynd

Kristinn: Skil sáttur við Breiðablik

Kristinn Steindórsson hélt í gær utan til Svíþjóðar til að skrifa undir þriggja ára samning við Halmstad. Hann ákvað fyrr í haust að leita sér að liði utan landsteinanna og segir að fleiri lið hafi verið í myndinni. Forráðamenn Halmstad hafi hins vegar sýnt mestan áhuga sem réði úrslitum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Eyjamenn ætla að kaupa Gunnar Má frá FH

Gunnar Már Guðmundsson er á leiðinni í ÍBV og mun væntanlega gera þriggja ára samning við Eyjaliðið gangi allt saman upp. Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu í morgun og Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, staðfesti þetta við íþróttadeild.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Halmstad á eftir Guðjóni Baldvinssyni

Svo gæti farið að framherjinn Guðjón Baldvinsson reyni aftur fyrir sér erlendis en en sænska félagið Halmstad er með Guðjón undir smásjánni. Halmstad féll úr sænsku A-deildinni á síðasta tímabili. Ekki hefur formlegt tilboð borist til KR en Svíarnir sendu fyrirspurn um Guðjón Baldvinsson á dögunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Garðar Gunnlaugssson til ÍA

Garðar Gunnlaugsson er genginn til liðs við uppeldisfélagið sitt, ÍA, en hann skrifaði undir eins árs samning í dag. Þetta staðfesti hann í samtali við Vísi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Orri Freyr farinn heim í Þór

Orri Freyr Hjaltalín hefur ákveðið að spila með Þórsurum í 1. deildinni næsta sumar en Þór og Grindavík náðu samkomulagi um félagaskiptin í morgun eins og fram kemur á heimasíðu Þórsara.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Elfar Árni samdi við Breiðablik

Húsvíkingurinn Elfar Árni Aðalsteinsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Pepsi-deildarlið Breiðabliks. Elfar Árni kemur til félagsins frá Völsungi og verður því áfram í grænu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fjórir leikmenn hæstir í afreksstuðlakerfi KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands hefur uppfært afreksstuðla leikmanna fyrir næsta tímabil og má nú sjá lista yfir alla samningsbundna leikmenn og stuðla þeirra inn á heimasíðu KSÍ. Sambandið er hér að fylgja reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Krefjandi byrjun hjá KR-ingum næsta sumar

Íslands- og bikarmeistarar KR mæta liðunum í öðru til fimmta sæti í Pepsi-deildinni í sumar í fimm fyrstu umferðum Pepsi-deildar karla næsta sumar en dregið var í töfluröð um helgina. Það er óhætt að segja að byrjunin á titilvörninni sé krefjandi fyrir KR-inga.

Íslenski boltinn