Grótta

Fréttamynd

Öðrum leik í Olís-deildinni frestað

Leik Gróttu og HK í Olís-deild karla sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað. Í gær var greint frá því að leik Fram og Vals, sem einnig átti að fara fram í dag, hafi einnig verið frestað.

Handbolti
Fréttamynd

Leik Selfoss og Gróttu frestað vegna veirunnar

Kórónaveiran hefur sett strik í reikning Olís-deildar karla í handbolta eftir að smit greindist í herbúðum Selfyssinga. Leik liðsins gegn Gróttu sem átti að fara fram á morgun hefur verið frestað.

Handbolti
Fréttamynd

ÍBV yfirgefur Lengjudeildina með sigri

Grótta tók á móti ÍBV í lokaumferð Lengjudeildar karla í dag. Sigurður Arnar Magnússon tryggði Eyjamönnum 3-2 sigur þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka eftir að liðið hafði lent 2-1 undir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ég vil að það sé borin virðing fyrir mér á vellinum“

„Mér líður nákvæmlega eins og mér leið alltof oft í fyrra. Ég sagði við strákana að ef frammistaðan yrði góð, þá yrði ég sáttur. Við þurfum að fara breyta þeirri hugsun miðað við spilamennsku okkar og hvernig við spiluðum í dag,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, eftir eins marks tap á móti Val í dag. Lokatölur 22-21. 

Handbolti
Fréttamynd

Grótta skoraði átta gegn Aftur­eldingu

Grótta gerði sér lítið fyrir og skoraði átta mörk er liðið vann 8-0 sigur á Aftureldingu í Lengjudeild karla í kvöld. Hvorugt lið hefur að neinu að keppa og ljóst að gestirnir úr Mosfellsbæ eru farnir í vetrarfrí.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hádramatískar lokamínútur í Lengjudeild karla

Öllum fimm leikjum dagsins í Lengjudeild karla er nú lokið eftir að flautað var til leiksloka í leikjum Gróttu og Grindavíkur annars vegar, og Þróttar og Fram hinsvegar. Grótta vann 2-1 með sigurmarki á sjöttu mínútu uppbótartíma og Þróttur tryggði sér 2-2 jafntefli með marki á fjórðu mínútu uppbótartíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Framarar tryggðu sér sæti í Pepsi Max deild karla

Framarar munu leika í deild þeirra bestu á næsta tímabili, en liðið tryggði sér sæti í Pepsi Max deildinni að ári með 2-1 sigri gegn Selfyssingum. Þá unnu tíu leikmenn Grindavíkur 2-1 sigur gegn Þrótti R. og Grótta vann einnig 2-1 sigur gegn Kórdrengjum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH með tveggja stiga forskot á toppi Lengjudeildarinnar

Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. FH náði tveggja stiga forskoti á toppnum með 1-0 sigri gegn ÍA á meðan að KR gerði 3-3 jafntefli gegn Grindavík. Afturelding fer upp í annað ætið eftir 4-2 sigur gegn Gróttu og HK lyfti sér upp úr fallsæti með 2-1 sigri gegn Haukum.

Íslenski boltinn