FH

HK tapaði og FH endurheimtir sæti í Bestu-deild kvenna
Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu í kvöld, en eftir úrslit kvöldsins er ljóst að FH mun leika í Bestu-deildinni á næsta tímabili þrátt fyrir að enn séu tvær umferðir eftir.

Sjáðu mörkin: Langþráður sigur FH, aukaspyrna Tryggva Hrafns og markaveisla í Breiðholti
Fjórtán mörk voru skoruð í þremur leikjum í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. FH vann þar sinn fyrsta deildarsigur eftir þjálfaraskipti í júní, sjö mörk voru skoruð í Breiðholti og fjögurra marka jafntefli var í Víkinni.

Umfjöllun,viðtöl og myndir: FH-Keflavík 3-0| Endurreisn FH hófst á sigri
Fyrir leikinn blésu FH-ingar í herlúðra. Boðið var meðal annars frítt á völlinn og var þetta leikurinn sem FH átti að snúa blaðinu við. Keflavík missti mann af velli á 6. mínútu. Einum fleiri skoruðu FH-ingar tvö mörk í fyrri hálfleik.Úlfur Ágúst Björnsson gerði þriðja mark FH í síðari hálfleik og gulltryggði fyrsta sigur Eiðs Smára í Bestu deildinni.

Úlfur: Búinn að vinna Keflavík með bæði FH og Njarðvík
FH vann sannfærandi 3-0 sigur á Keflavík. Þetta var fyrsti sigur FH-inga í Bestu deildinni síðan í 6. umferð. Úlfur Ágúst Björnsson, leikmaður FH, skoraði tvö mörk og var í skýjunum eftir leik.

Davíð Þór sendir ákall til FH-inga: Vill snúa hlutum við eftir óvægna gagnrýni og þunga umræðu
Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, sendi í dag opið bréf til stuðningsmanna FH og kallaði eftir stuðningi við liðið sem er í bráðri fallhættu í Bestu deild karla.

Engin uppgjöf á endurreisnarfundi FH-inga
FH-ingar voru með svokallaðan endurreisnarfund í Krikanum á fimmtudag en tilgangur fundarins var að þjappa stuðningsmönnum félagsins saman fyrir harða fallbaráttu sem blasir við liðinu.

Bikarmeistararnir fara í Kópavoginn og KA heimsækir Kaplakrika
Nú rétt í þessu var dregið í undanúrslit Mjólkurbikars karla, en drátturinn fór fram í hálfleikshléi í leik HK og Breiðabliks í átta liða úrslitum keppninnar.

Markalaust í toppslag Lengjudeildarinnar
FH og HK, liðin í efstu tveim sætum Lengjudeildar kvenna, gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í toppslag deildarinnar í kvöld.

FH boðar til endurreisnarkvölds með Eiði Smára
FH-ingar ætla annað kvöld að halda stuðningsmannakvöld til að þjappa saman raðirnar fyrir komandi átök í Bestu-deild karla þar sem liðið er á ókunnum slóðum, í fallbaráttu.

Atli Viðar kallar eftir símtali í einn mann: Það lélegasta hjá FH í tuttugu ár
Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar á Stöð 2 Sport, spilaði með FH-liðinu í næstum því tuttugu ár og er markahæsti og næstleikjahæsti leikmaður félagsins í efstu deild frá upphafi.

Unglingar gerðu aðsúg að Gísla eftir upptökuleikinn en Óli Jó grínaðist í honum
Fjöldi þjóðþekktra knattspyrnumanna kemur við sögu í upptöku frá leik KR og FH frá árinu 1991, þar sem dómari leiksins var með hljóðnema. Börn og ungmenni gerðu aðsúg að dómara eftir leik og létu ljót orð falla.

Utan vallar: Hugur manns er hjá þeim sem halda bæði með FH og Man. United
Að vera bæði FH og Manchester United stuðningsmaður í dag er algjört kvalræði og þau hin sömu hljóta að þurfa á miklum og jákvæðum stuðningi að halda eftir enn eina martraðarhelgina.

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-FH 4-1 | Stórsigur Eyjamanna á líflitlum Hafnfirðingum
Bæði lið þurftu nauðsynlega á sigri að halda þegar ÍBV tók á móti FH í fallslag. Eyjamenn höfðu betur og unnu sannfærandi 4-1 sigur á slökum FH-ingum.

FH styrkti stöðu sína á toppnum
FH-ingar styrktu stöðu sína á toppi Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu er liðið vann góðan 1-0 heimasigur gegn Augnabliki.

Lennon nú aðeins fimm mörkum frá markameti bikarkeppninnar
Steven Lennon skoraði þrjú mörk fyrir FH-inga í 4-2 sigri á Kórdrengjum í átta liða úrslitum Mjólkursbikars karla í gærkvöldi og stók stórt stökk á listanum yfir þá markahæstu í sögu bikarsins.

Umfjöllun og viðtöl: Kórdrengir - FH 2-4 | Lennon með þrennu í hálfleik og FH fer í undanúrslit
Kórdrengir geta gengið stoltir frá borði þrátt fyrir að hafa tapað fyrir FH í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Leikar enduðu 2-4 fyrir FH en Kórdrengir sýndu stórveldinu enga virðingu og komust tvisvar yfir í fyrri hálfleik. Gæði Steven Lennon og örlítil heppni gerðu það að verkum að FH-ingar komust þó yfir og sigldu svo leiknum heim.

Eiður Smári: „Verðum að hætta að bjóða sjálfum okkur upp á að gera okkur lífið svona erfitt“
Þjálfara FH, Eið Smára Guðjohnsen, var skiljanlega létt eftir að hans menn náðu að klára verkefnið í kvöld þegar liðið lagði Kórdrengi 2-4 í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Hann var ánægður með ýmislegt í kvöld en biðlaði til sinna manna hætta að koma sér í klandur.

Vont verður verra fyrir FH: Tímabilinu lokið hjá Loga
Logi Hrafn Róbertsson, einn besti leikmaður FH, hefur leikið sinn síðasta leik á þessu tímabili. Hann gekkst undir aðgerð í gær vegna ristarbrots.

Fylkir nældi í stig gegn toppliðinu
Fylkir og FH skildu jöfn, 1-1, þegar liðin áttust við í 13. umferð Lengjudeildar kvenna í fótbolta á Würth-vellinum í Árbænum í kvöld.

Leiknir getur sent FH í fallsæti með sigri á Keflavík
Leiknir Reykjavík tekur á móti Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Fari svo að heimamenn landi sigri þá fara þeir upp fyrir FH í töflunni og senda Hafnfirðinga þar með í fallsæti.

Umfjöllun og viðtöl: FH 0-3 KA | KA eykur kvalir Hafnfirðinga
FH-ingar eru búnir að skrá sig inn í fallbaráttu Bestu-deildarinnar eftir 0-3 tap gegn KA á heimavelli í kvöld. FH bíður enn þá eftir fyrsta sigur undir stjórn Eiðs Smára en liðið hefur nú leikið sjö leiki undir stjórn Eiðs án sigurs.

Eiður Smári: „Það er pressa á okkur öllum“
Eftir 0-3 tap gegn KA á heimavelli eru FH-ingar að stimpla sig inn í fallbaráttu Bestu-deildarinnar, staða sem Hafnfirðingar eru ekki vanir að sjá. Í sjö leikjum undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen hefur FH einungis safnað 0,43 stigum á leik.

Furðuðu sig á valdapýramídanum hjá FH: „Þetta er rosalega íslenskt“
Í Stúkunni í gær furðaði Guðmundur Benediktsson sig á valdapýramídanum hjá FH sem hefur átt afar erfitt sumar.

Umfjöllun og viðtal: Valur-FH 2-0 | Óli Jó lagði fyrrverandi lærisveina sína að velli
Valur bar sigur úr býtum þegar liðið fékk FH í heimsókn á Origo-völlinn að Hlíðarenda Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Guðmundur Andri Tryggvason skoraði bæði mörk Vals í 2-0 sigri liðsins.

Helgi Sigurðsson: Við getum farið allt sem við viljum
Valsmenn unnu góðan 2-0 sigur á FH í Bestu deild karla í kvöld. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, hafnaði því að mæta í viðtöl eftir leik af virðingu við leikmenn FH sem hann þjálfaði aðeins fyrir nokkrum vikum. Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari, var gríðarlega sáttur í leikslok.

Sögðu Val, FH og KR hafa gert verstu kaupin
Að mati Kristjáns Óla Sigurðssonar gerði Valur verstu kaupin í Bestu deild karla fyrir tímabilið. Mikael Nikúlásson sagði hins vegar að FH og KR hefðu keypt köttinn í sekknum.

FH styrkir stöðu sína á topp Lengjudeildar
FH-ingar unnu sigur á sameinuðu liði austurlands, Fjarðab/Höttur/Leiknir, í lokaleik kvöldsins í Lengjudeild kvenna, 2-1. Fyrr í kvöld vann Augnablik 3-0 sigur á Fjölni á meðan Fylkir og Haukar gerðu 2-2 jafntefli.

Daninn sem Óli Jóh elskar: Búinn að ná í Lasse tvisvar á þremur mánuðum
Lasse Petry er orðinn leikmaður Vals á ný eftir tæpa þriggja mánaða dvöl hjá FH. Það þarf ekki að koma mikið á óvart því Ólafur Jóhannesson er tekinn við Valsliðinu á ný.

Sjáðu dramatískan sigur KA í Keflavík og rauða spjaldið í Kaplakrika
Tveir leikir voru á dagskrá í Bestu-deild karla í knattspyrnu í gær þegar Keflavík tók á móti KA annars vegar og topplið Breiðabliks heimsótti FH-inga.

Umfjöllun og viðtöl: FH - Breiðablik 0-0 | FH-ingar náðu ekki að nýta liðsmuninn gegn Blikum
FH gerði markakaust jafntefli við topplið Breiðabliks í Bestu deild karla í fótbolta þegar liðin mættust á Kaplakrikavelli í kvöld.