Þór rúllaði FH upp og mætir Atlantic í úrslitum Snorri Rafn Hallsson skrifar 24. mars 2023 23:41 Síðari undanúrslitaleikur Stórmeistaramóts Ljósleiðaradeildarinnar var á milli Þórs og FH Eftir æsispennandi viðureign Dusty og Atlantic þar sem Atlantic slógu ríkjandi meistara úr leik var röðin komin að Þór og FH að keppa um sæti í úrslitum. Þór valdi Mirage kortið, FH-ingar Ancient og Anubis varð úrslitakortið. Leikur 1: Mirage Þór byrjaði í sókn, vann skammbyssulotuna og næstu tvær eftir það. Þegar FH gat vopnast líka kræktu þeir í sitt fyrsta stig og jöfnuðu snarlega með góðum skotum. Þétt vörn kom þeim yfir og á meðan Allee og Minidegreez hittu illa fyrir Þór voru WZRD og Skoon í feiknar góðu formi. FH hélt góðri stjórn á miðjunni en bæði lið skiluðu góðum hálfleik og staðan nokkuð jöfn. Staðan í hálfleik: Þór 7 – 8 FH ADHD bjargaði skammbyssulotunni fyrir horn þegar hann felldi Peterrr sem var í miðjum klíðum við að aftengja sprengjuna. FH-ingar héldu góðum dampi og voru samheldnir í aðgerðum sínum. Þreföld fella frá DOM kom FH í 11–7. Peterrr, Clvr og Dell1 komust í gang eftir nokkrar lotur og gátu þétt vörnina umtalsvert til að minnka muninn en þar sem Minidegreez fann ekki taktinn vantaði þá stuðninginn sem þurfti til að ná yfirhöndinni. Þegar hann loks náði þrefaldri fellu náði Þór að jafna en þá var Allee tekinn við vappanum. Það reyndist góð ákvörðun sem kom Þór yfir í fyrsta sinn í síðari hálfleik, 13–12. Fjórföld fella frá Minidegreez með riffli kom Þórsurum í sigurstöðu, 15–12. Þórsarar sigldu sigrinum svo heim og komust yfir í einvíginu. Lokastaða: Þór 16 – 12 FH Leikur 2: Ancient Þórsarar byrjuðu í vörn en FH notaði tvo molla til að vinna skammbyssulotuna. Minidegreez opnaði aðra lotuna sem Þórsarar lokuðu með deiglum. Þórsarar lokuðu svo á sókn FH með sprengjum og Clvr felldi fjóra til að koma þeim yfir, Því næst felldi Allee fjóra og Þórsarar mættir til leiks af ótrúlegum krafti. Röðuðu þeir inn hverri lotunni á fætur annarri og lokuðu á allar aðgerðir FH-inga. Peterrr lék á als oddi og öll stemning var horfin úr liði FH. Allir leikmenn Þórs utan Dell1 stigu upp, áttu frábærar fellur og fléttur og voru Þórsarar í yfirburðastöðu þegar síðari hálfleikur gekk í garð. Staðan í hálfleik: Þór 12 – 3 FH Þórsarar tóku skammbyssulotuna og héldu uppteknum hætti. Dell1 komst í gang og kom Þór í sigurstöðu, 15–3, með þrefaldri fellu á síðustu stundu. Í lotunni þar á eftir átti hann heiðurinn að því að fella Wzrd og tryggja Þór sigurinn í leiknum og einvíginu. Þór mætir því Atlantic annað kvöld í úrslitaleik Stórmeistaramóts Ljósleiðaradeildarinnar. Lokastaða. Þór 16–3 FH Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin FH Þór Akureyri Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti
Eftir æsispennandi viðureign Dusty og Atlantic þar sem Atlantic slógu ríkjandi meistara úr leik var röðin komin að Þór og FH að keppa um sæti í úrslitum. Þór valdi Mirage kortið, FH-ingar Ancient og Anubis varð úrslitakortið. Leikur 1: Mirage Þór byrjaði í sókn, vann skammbyssulotuna og næstu tvær eftir það. Þegar FH gat vopnast líka kræktu þeir í sitt fyrsta stig og jöfnuðu snarlega með góðum skotum. Þétt vörn kom þeim yfir og á meðan Allee og Minidegreez hittu illa fyrir Þór voru WZRD og Skoon í feiknar góðu formi. FH hélt góðri stjórn á miðjunni en bæði lið skiluðu góðum hálfleik og staðan nokkuð jöfn. Staðan í hálfleik: Þór 7 – 8 FH ADHD bjargaði skammbyssulotunni fyrir horn þegar hann felldi Peterrr sem var í miðjum klíðum við að aftengja sprengjuna. FH-ingar héldu góðum dampi og voru samheldnir í aðgerðum sínum. Þreföld fella frá DOM kom FH í 11–7. Peterrr, Clvr og Dell1 komust í gang eftir nokkrar lotur og gátu þétt vörnina umtalsvert til að minnka muninn en þar sem Minidegreez fann ekki taktinn vantaði þá stuðninginn sem þurfti til að ná yfirhöndinni. Þegar hann loks náði þrefaldri fellu náði Þór að jafna en þá var Allee tekinn við vappanum. Það reyndist góð ákvörðun sem kom Þór yfir í fyrsta sinn í síðari hálfleik, 13–12. Fjórföld fella frá Minidegreez með riffli kom Þórsurum í sigurstöðu, 15–12. Þórsarar sigldu sigrinum svo heim og komust yfir í einvíginu. Lokastaða: Þór 16 – 12 FH Leikur 2: Ancient Þórsarar byrjuðu í vörn en FH notaði tvo molla til að vinna skammbyssulotuna. Minidegreez opnaði aðra lotuna sem Þórsarar lokuðu með deiglum. Þórsarar lokuðu svo á sókn FH með sprengjum og Clvr felldi fjóra til að koma þeim yfir, Því næst felldi Allee fjóra og Þórsarar mættir til leiks af ótrúlegum krafti. Röðuðu þeir inn hverri lotunni á fætur annarri og lokuðu á allar aðgerðir FH-inga. Peterrr lék á als oddi og öll stemning var horfin úr liði FH. Allir leikmenn Þórs utan Dell1 stigu upp, áttu frábærar fellur og fléttur og voru Þórsarar í yfirburðastöðu þegar síðari hálfleikur gekk í garð. Staðan í hálfleik: Þór 12 – 3 FH Þórsarar tóku skammbyssulotuna og héldu uppteknum hætti. Dell1 komst í gang og kom Þór í sigurstöðu, 15–3, með þrefaldri fellu á síðustu stundu. Í lotunni þar á eftir átti hann heiðurinn að því að fella Wzrd og tryggja Þór sigurinn í leiknum og einvíginu. Þór mætir því Atlantic annað kvöld í úrslitaleik Stórmeistaramóts Ljósleiðaradeildarinnar. Lokastaða. Þór 16–3 FH
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin FH Þór Akureyri Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti