

Félagið í Toppformi ehf. sem heldur utan um fasteignir World Class á Íslandi hefur keypt bygginguna Sjáland í samnefndu hverfi í Garðabæ fyrir 710 milljónir króna.
Það er heldur betur gömul saga og ný að þjóðin ætlar sér alltaf að taka sig á í byrjun árs, koma sér í ræktina og missa nokkur kíló eftir hátíðirnar.
Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson var nánast búinn að gefa alla líkamsrækt upp á bátinn eftir Covid, enda með þrálátan verk í hnénu sem ágerðist jafnt og þétt. Þess í stað mætti hann til sjúkraþjálfara og í nálarstungumeðferðir til að reyna lina sársaukann, á meðan beið hann eftir að komast í hnéskiptaaðgerð.
Nýtt ár er gengið í garð og því fylgja að sjálfsögðu áramótaheit. Líkt og fyrri ár er fjöldi fólks sem strengir þess heit að sinna líkamsræktinni betur en árið á undan. Eigandi líkamsræktarstöðvar segir skemmtun lykilinn að árangri.
World Class er með samþykkt kauptilboð í fasteign sem hýsti veitingastaðinn Sjáland við sjávarsíðu í Garðabæ. Tilboðið er með fyrirvara um að það fáist byggingarleyfi til að stækka fasteignina umtalsvert, upplýsir framkvæmdastjóri líkamsræktarstöðvarinnar í samtali við Innherja.
„Á maður ekki alltaf að stefna á toppinn?“ segir Birgitta Líf Björnsdóttir markaðsstjóri World Class spurð hvort hún stefni á að verða næsta íþróttavörulínudrottning landsins. Nýlega setti hún á markað nýja íþróttavöru- og lífstílslínu undir heitinu WCGW.
Einkaþjálfarinn Hreinn Orri segir líkamsrækt og mikla sjálfsvinnu hafa hjálpað sér út úr harðri fíkniefnaneyslu. Síðastliðið ár hefur hann tekist á við erfiðar tilfinningar í kjölfar sjálfsvígs föður síns, á sama tíma og hann fótar sig sjálfur í nýju hlutverki sem stjúpfaðir.
Hafdís Björg Kristjánsdóttir einkaþjálfari sem fékk Porsche í jólagjöf frá unnusta sínum á dögunum þarf að greiða tíu milljónir króna vegna kaupa á fyrirtækinu Trimmform Berglindar.
Sænski húsgagnaframleiðandinn IKEA ætlar sér að breyta því hvernig fólk hugsar um líkamsræktarbúnað með nítján vörum sem nýtast á fleiri en einn hátt á heimilinu.
Íþróttafrömuðurinn Gerður Jónsdóttir, þekkt sem Gerða-In Shape eða Jane Fonda Íslands, kenndi síðasta tímann á námskeiðinu, In Shape, í World Class í dag. Hún segist ekki geta lýst þakklæti sínu til þeirra kvenna sem hún hefur myndað dýrmæt vináttutengsl við í gegnum árin.
„Já mér finnst lífið að mörgu leyti skemmtilegra eftir að samfélagsmiðlar komu til sögunnar,“ segir Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar.
Hin þriggja ára gamla Glódís Lea Ingólfsdóttir greindist með illvígt krabbamein í júlí síðastliðnum og í kjölfarið snerist líf hennar og fjölskyldunnar á hvolf. Undanfarna mánuði hefur Glódís þurft að gangast undir stranga lyfjameðferð til að vinna bug á meininu og baráttunni er enn ekki lokið.
Óhætt er að segja að Jóhanna Elínborg Sveinsdóttir sé lífsglöð og geislandi. Hún hefur alla tíð verið að dugleg að hreyfa sig og lætur aldurinn ekki draga úr þeirri löngun. Sem fyrr nýtur hún þess að synda, dansa og stunda golf og ræktar innri anda með að syngja í kór. Hún er í góðu formi og þakkar reglubundnum æfingum hjá Osteostrong fyrir aukinn styrk, betri vöðvamassa, bætta líkamsstöðu og síðast en ekki síst verkjaleysi í stoðkerfi.
Fyrirsætan og Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir stefnir á að hreppa titlana Ísdrottningin og Ungfrú Ísland fyrir fimmtugt ef marka má nýjustu færslu hennar á samfélagsmiðlum. Hún grínast þar með nýjar reglur í fegurðarsamkeppninni.
Crossfitæði hefur gripið um sig í Snæfellsbæ en ungar konur á staðnum setti upp stöð á Rifi, sem hefur algjörlega slegið í gegn. Vinsælast er þegar æfingarnar fara fram við bryggju staðarins með bátana og sjóinn við hlið líkamsræktartækjanna.
Kristgeir Kristinsson á Hellissandi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að gera armbeygjur og hnébeygjur því hann gerði þrjátíu þúsund slíkar í síðasta mánuði.
Benedikt Karlsson hefur verið ráðinn nýr íþróttastjóri Mjölnis. Hann hefur stundað líkamsrækt frá tólf ára aldri ásamt tvíburabróður sínum, Halldóri. Hér ræðir hann samkeppni við tvíburabróðurinn, mataræði, glænýtt föðurhlutverk og „langa leikinn“, sem lykil að árangri í líkamsrækt.
Benedikt Karlsson hefur verið ráðinn íþróttastjóri Mjölnis og tekur hann við starfinu af Böðvari Tandra Reynissyni og Gyðu Erlingsdóttur sem hafa sinnt stöðu íþróttastjóra Mjölnis undanfarin ár.
Nikótínpúðar gera starfsmönnum líkamsræktarstöðva lífið leitt þessa dagana. Að sögn stöðvarstjóra kvarta gestir ítrekað yfir því að fólk skilji púðana eftir hér og þar en ekki í ruslinu.
„Það er ekki gangur lífsins fyrir foreldra að missa barn og hvað þá tvö. Þetta er ótrúlega erfið lífsreynsla og að sama skapi að horfa á foreldra sína syrgja svona,“ segir íþróttafrömuðurinn Gerður Jónsdóttir í viðtali í Einkalífinu.
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir allan óleyfisakstur yfir göngustíg við líkamsræktarstöð World Class Laugum í Laugardal í Reykjavík. Borgarfulltrúar taka undir áhyggjur foreldra í hverfinu.
Sólum Jógastúdíói á Fiskislóð í Reykjavík hefur verið lokað eftir um átta ára starfsemi. Stöðin var lengst af í eigu Sólveigar Þórarinsdóttur, sjúkraþjálfara og jógakennara sem stofnaði Sólir eftir að hún hætti störfum sem verðbréfamiðlari og sneri sér alfarið að jóganu.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að líkamsræktarstöð World Class í Vatnsmýri í Reykjavík í morgun.
Móðir í Laugarneshverfi segir ökumenn ítrekað aka yfir göngustíg sem fjölfarin er af börnum til þess að komast að World Class í Laugum þrátt fyrir að merkingar sýni að það sé óheimilt. Hún kallar eftir því að Reykjavíkurborg setji upp hindranir fyrir almenna bílaumferð áður en stórslys verður.
Að hætta í nikótínpúðum, borða meira, fara í nokkra göngutúra - og ekki vera aumingi; þetta er á meðal þess sem Guðmundur Emil Jóhannsson einkaþjálfari, betur þekktur sem Gummi Emil, leggur til að fólk tileinki sér á nýju líkamsræktarári. Hann hefur áhyggjur af heilsu fólks sem hangir á samfélagsmiðlum daginn inn og út.
Arnar Grant hefur hafið störf sem einkaþjálfari hjá líkamsræktarstöðinni Pumping Iron. Verktakasamningi hans hjá World Class var sagt upp á seinasta ári eftir að Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson kærðu Arnar og Vítalíu Lazarevu til héraðssaksóknara fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot gegn friðhelgi einkalífsins. Þau hafa bæði hafnað ásökununum.
Á nýju ári er algengt að fólk setji sér markmið og strengi áramótaheit um að mæta vel í ræktina. Langflestir byrja af krafti sem sannast við heimsókn í líkamsræktarstöð á fyrsta mánudegi ársins.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna vatnsleka í líkamsræktarstöðinni World Class Laugum í Laugardal í Reykjavík upp úr klukkan sex í morgun.
Þýski líkamsræktarfrömuðurinn Rainer Schaller er talinn hafa verið um borð í flugvélinni sem hvarf í gærkvöldi. Förinni var heitið frá Mexíkó til Kosta ríka. Yfirvöld telja sig hafa fundið flak vélarinnar í Karíbahafi en hættu við leit í gær vegna slæms veðurs.
Fyrrum fótboltastjarnan Rúrik Gíslason er duglegur að birta myndir af lífi sínu og leik á Instagram en nóg virðist vera að gera hjá honum í módelstörfum, tónlist og ýmiskonar verkefnum.