Líkamsræktarstöðvar

Fréttamynd

„Það er svo auðvelt að vera aumingi í dag“

Að hætta í nikótínpúðum, borða meira, fara í nokkra göngutúra - og ekki vera aumingi; þetta er á meðal þess sem Guðmundur Emil Jóhannsson einkaþjálfari, betur þekktur sem Gummi Emil, leggur til að fólk tileinki sér á nýju líkamsræktarári. Hann hefur áhyggjur af heilsu fólks sem hangir á samfélagsmiðlum daginn inn og út.

Lífið
Fréttamynd

Arnar Grant snúinn aftur

Arnar Grant hefur hafið störf sem einkaþjálfari hjá líkamsræktarstöðinni Pumping Iron. Verktakasamningi hans hjá World Class var sagt upp á seinasta ári eftir að Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson kærðu Arnar og Vítalíu Lazarevu til héraðssaksóknara fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot gegn friðhelgi einkalífsins. Þau hafa bæði hafnað ásökununum.

Lífið
Fréttamynd

Vatns­­­leki í World Class Laugum

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna vatnsleka í líkamsræktarstöðinni World Class Laugum í Laugardal í Reykjavík upp úr klukkan sex í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Þýskur líkams­ræktar­frömuður um borð í vélinni sem hvarf

Þýski líkamsræktarfrömuðurinn Rainer Schaller er talinn hafa verið um borð í flugvélinni sem hvarf í gærkvöldi. Förinni var heitið frá Mexíkó til Kosta ríka. Yfirvöld telja sig hafa fundið flak vélarinnar í Karíbahafi en hættu við leit í gær vegna slæms veðurs.

Erlent
Fréttamynd

Stytta af­greiðslu­tímann í Árbæ vegna mann­eklu

Afgreiðslutími líkamsræktarstöðvar World Class í Árbæ mun styttast frá og með í næstu viku. Mun stöðin loka klukkan 20 á virkum dögum í stað klukkan 22 og klukkan 13 á laugardögum í stað klukkan 16. Þá verður stöðin lokuð á sunnudögum en var áður opin til klukkan 13 þá daga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mömmuþjálfunaræði grípur nýbakaðar mæður

Gríðarleg eftirspurn er í svokallaða mömmuþjálfun þar sem nýbakaðar mæður æfa saman í hóp. Þær segja nauðsynlegt að komast út af heimilinu í fæðingarorlofi og svitna svolítið með öðrum mæðrum.

Innlent
Fréttamynd

Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi

Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 

Innlent
Fréttamynd

Þrí­háls­brotnaði lífs­hættu­lega en lætur nú drauminn rætast

Henning Jónasson hefur verið viðriðinn íþróttir og líkamsrækt frá æskuárum. Fyrir rúmum þremur árum lenti hann í lífshættulegu slysi þegar hann þríhálsbrotnaði við að stinga sér niður af kletti í Suður-Frakklandi. Hann hlaut þar slíka áverka að læknar töldu ljóst að einstaklega gott líkamlegt form hans hafi orðið honum til lífs.

Lífið
Fréttamynd

Skyndilega fáklædd fyrir utan Glæsibæ

Starfsfólk Hreyfingar og slökkvilið sýndu mikið snarræði þegar eldur kom upp í kjallara líkamsræktarstöðvarinnar í stórhýsinu Glæsibæ í morgun. Hundruð manna voru inni í Hreyfingu og mikill fjöldi fólks á hæðum læknamiðstöðvarinnar þar fyrir ofan.

Innlent
Fréttamynd

Gummi Emil trúir ekki á boð og bönn

„Alltof algeng mistök hjá fólki, sérstaklega núna, er að byrja of hratt. Það er kannski búið að fá sér bjór þrjá til fjóra daga í viku og fer svo beint í átak,“ segir einkaþjálfarinn Guðmundur Emil í samtali við Brennsluna á FM957.

Lífið
Fréttamynd

„Ég er feit og ég er einkaþjálfari“

„Það sem maður verður að hugsa fyrst er að álit annarra kemur manni ekkert við,“ segir Arna Vilhjálmsdóttir, sigurvegari Biggest Loser árið 2017. Arna hefur síðustu misseri unnið sem grunnskólakennari en í dag starfar hún sem þjálfari og notar samfélagsmiðla til þess að vera öðrum fyrirmynd.

Lífið
Fréttamynd

Þing­kona í ræktinni hjá systur sinni

Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, er gagnrýnin á Silju Dögg Gunnarsdóttur, þingmann Framsóknarflokksins. Sú síðarnefnda fór í líkamsræktarstöð systur sinnar í dag en líkamsræktarstöðvar hafa verið lokaðar síðan fyrir páska.

Innlent
Fréttamynd

„Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta“

„Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta í líkamsræktinni og snúa okkur alfarið að skemmtanabransanum. En eftir nokkur ár fattaði ég að skemmtanageirinn er eins og loðnuvertíð, en rekstur líkamsræktarstöðvar mun stöðugri,“ segir Björn Kr. Leifsson um það þegar hann og eiginkona hans, Hafdís Jónsdóttir, tóku ákvörðun um að selja tvo af vinsælustu skemmtistöðum borgarinnar laust eftir síðustu aldamót. Síðan þá hafa hjónin, sem best eru þekkt sem Bjössi og Dísa, einbeitt sér að uppbyggingu World Class og Lauga.

Atvinnulíf