Lífið

Fréttamynd

Bænastund í hádeginu

Bæna- og minningarstund hefst í Árbæjarkirkju klukkan tólf. Þar verður beðið fyrir fórnarlömbum náttúruhamfaranna við Indlandshaf, fyrir látnum, týndum og aðstandendum fólks á hörmungarsvæðunum. Í tilkynningu frá séra Þór Haukssyni segir að þetta verði kyrrlát stund með söng, ritningarlestri og bæn.

Menning
Fréttamynd

Bænarstund í Árbæjarkirkju

Bæna- og minningarstund verður í Árbæjarkirkju í hádeginu á morgun og hefst klukkan tólf. Þar verður beðið fyrir fórnarlömbum náttúruhamfaranna við Indlandshaf, fyrir látnum, týndum og aðstandendum fólks á hörmungarsvæðunum. Í tilkynningu frá séra Þór Haukssyni verður þetta kyrrlát stund með söng, ritningarlestri og bæn.

Menning
Fréttamynd

Fékk 16 milljónir

Íslenska lottóið færði einum Íslendingi jólagjöf í stærri kantinum í gærkvöld. Aðeins einn var með allar tölur réttar og fær fyrsta vinning óskiptan eða réttar 16 milljónir króna. Fjórir voru með fjórar tölur og bónustöluna og fær hver þeirra hundrað og ellefu þúsund krónur. Lottótölur jólanna voru 3, 7, 10, 11, 29. Bónustalan var 21.

Menning
Fréttamynd

Pantað í gríð og erg

Um þessi jól fá óvenju margir jólagjafir, sem keyptar eru í Bandaríkjunum og í Kandada og sköpuðust um tíma vandræði við að koma þeim öllum heim með flugi í tæka tíð. Sprenging varð í netverslun fyrir þessi jól, einkum í gegnum e-bay. Þá er dollarinn óvenju hagstæður þannig að íslendingar fá mikið fyrir krónur í Bandaríkjunum um þesar mundir.

Menning
Fréttamynd

Bænastund frestað í Eyjum

Bænastund sem vera átti í kirkjugarðinum í Vestmannaeyjum klukkan tvö hefur verið frestað og verður hún haldin eftir messu á morgun, Jóladag. Að sögn Kristjáns Björnssonar sóknarprests hefur verið venjan sú að fólk hefur haft logandi á kertum í kirkjugarðinum en nú gusti það mikið að það slökknar jafnharðan á kertunum.

Menning
Fréttamynd

Joga-motta á toppnum

Heilbrigð sál í hraustum líkama með fallegt andlit, virðist vera íbúm hinna norðurlandanna efst í huga þegar þeir óska sér jólagjafar í ár. Þetta er niðurstaða sænsks fyrirtækis, sem gerir markaðsrannsóknir fyrir jólin í Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Efst á óskalistanum er motta til joga-iðkunar, gjafakort hjá lýtalæknum og ýmsar heilsuvörur.

Menning
Fréttamynd

Guðfinna hlýtur viðskiptaverðlaun

Guðfinnu S. Bjarnadóttur, rektor Háskólans í Reykjavík, voru í dag veitt Viðskiptaverðlaunin 2004, sem Viðskiptablaðið stendur að. Aðalheiður Héðinsdóttir stofnandi Kaffitárs hlýtur viðurkenningu sem Frumkvöðull ársins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ósáttir við að undankeppnina vanti

Eurovisionfari án undankeppni rýrir atvinnuvettvang tónlistarmanna, segir Björn Th. Árnason, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna. Stöðugt hafi dregið saman hjá tónlistardeild Ríkisútvarpsins á síðustu árum.

Innlent
Fréttamynd

Samstarfsverkefni sagt gleymt

Samstarfsverkefni Fjölmenntar og Geðhjálpar er "algjörlega í uppnámi," að sögn Helga Jósefssonar verkefnisstjóra. Fjármunir til vorannar eru ekki fyrir hendi og engin loforð þar um.

Innlent
Fréttamynd

Hansína er nýi bæjarstjórinn

Hansína Á. Björgvinsdóttir tekur við sem bæjarstjóri í Kópavogi á fyrsta vinnudegi á nýju ári. Hún þurfti góðan umhugsunarfrest áður en hún ákvað að takast á við verkefnið. "Það hafði aldrei hvarflað að mér að þurfa að kljást við þetta verkefni," segir hún. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Jafnvel flogið beint til Japan

Sæmundur Pálsson heldur hugsanlega til Japan í dag til að fylgja Bobby Fischer til Íslands. Til greina kemur að fljúga beint til Tókýó og leigja til þess einkaþotu enda flugleiðin löng og hefðbundið farþegaflug tímafrekt.

Innlent
Fréttamynd

Nýi bæjarstjórinn í Kópavogi

Hansína Á. Björgvinsdóttir tekur við sem bæjarstjóri í Kópavogi á fyrsta vinnudegi á nýju ári. Hún þurfti góðan umhugsunarfrest áður en hún ákvað að takast á við verkefnið. "Það hafði aldrei hvarflað að mér að þurfa að kljást við þetta verkefni," segir hún. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Tíu þúsund skráðir á Tónlist.is

Nær tíu þúsund manns hafa skráð sig á vefmiðilinn Tónlist.is. Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir þessa miklu þátttaka ekki koma á óvart.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu pakkarnir afhentir

Fulltrúar frá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Fjölskylduhjálp Íslands fengu fyrstu pakkana sem safnast hafa undir jólatré Kringlunnar afhenta í dag. Kringlan og Bylgjan í samstarfi við Íslandspóst standa fyrir söfnuninni, undir jólatré Kringlunnar. Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpin sjá svo um að koma pökkunum til þeirra sem á þurfa að halda, svo allir geti haldið gleðileg jól.

Jól
Fréttamynd

Gleði á Barnaspítala Hringsins

Mikil gleði ríkti á Barnaspítala Hringsins í dag þegar jólasveinar komu þangað í heimsókn. Stekkjarstaur og félagar sungu og spjölluðu við börnin og var þeim að vonum vel tekið. Jólasveinarnir ætla ekki að láta þessa heimsókn nægja eina og sér, heldur ætla þeir að mæta á jólaball Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna

Jól
Fréttamynd

15 metra hermaður

Það eru fleiri en Íslendingar sem fara stundum yfir um í jólaskreytingunum. 15 metra hár hermaður búinn til úr jólaseríum er risinn í Kaliforníu. Sjálfboðaliðar komu skreytingunni upp til heiðurs bandarískum hermönnum í Írak. Mörg hundruð metrar af jólaseríum fóru í verkið, og hver einasta pera var límd sérstaklega með límbandi.

Jól
Fréttamynd

Love enn í basli

Leik- og söngkonan Courtney Love, á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Hún mætti fyrir rétt í Los Angeles, vegna ákæru fyrir vörslu fíkniefna í vikunni, en þessi fertuga ekkja Nirvana-söngvarans Kurt Cobain, þurfti að fresta tónleikaferðalagi vegna ákærunnar. Fyrr á árinu var hún dæmd í átján mánaða meðferð.

Menning
Fréttamynd

Pakkar afhentir á morgun

Pakkar sem safnast hafa undir jólatré Kringlunnar, til Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálpar Íslands verða afhentir á morgun klukkan 11 við jólatré Kringlunnar. Fulltrúar Kringlunnar, Bylgjunnar og Íslandspósts munu afhenda fulltrúum frá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Fjölskylduhjálpar Íslands fyrstu pakkana sem safnast hafa undir jólatré Kringlunnar.

Jól
Fréttamynd

Sýningarskálinn opnaður 2006

Sýningarskáli vegna fornminja við Aðalstræti 16 í Reykjavík verður opnaður almenningi vorið 2006. Í skálanum verður saga landnáms sögð og margmiðlunartækni notuð til að koma túlkunum fræðimanna á framfæri.

Menning
Fréttamynd

Alsæl með þessa ákvörðun

Rúmlega þrjú ár eru liðin frá því að Ingibjörg Pálmadóttir hætti sem heilbrigðisráðherra. Hún hafði þá verið 20 ár í stjórnmálum, fyrst í bæjarmálunum á Akranesi, síðan sem alþingismaður og loks sem ráðherra. Þetta voru því mikil viðbrigði.

Innlent
Fréttamynd

Nottla gegt gaman

Ekki er víst, og reyndar æði ólíklegt, að allir lesendur skilji fyrirsögnina hér að ofan. Stór hópur á hins vegar auðvelt með að lesa þetta og við honum blasir einfaldlega: "Náttúrlega geðveikt gaman". Fjöldi orða er nú stafsettur á nýstárlegan hátt í samskiptum unga fólksins með fjarskiptatækjum nútímans. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Fullkomið hljóðkerfi í Egilsbúð

Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað afhenti í gær Norðfirðingum að gjöf fullkomið hljóðkerfi. Hljóðkerfið hefur verið sett upp í Egilsbúð og notað þar undanfarnar vikur og segir Guðmundur Rafnkell Gíslason, veitingamaður í Egilsbúð, að sennilega sé þetta eitt besta hljóðkerfið á landinu.

Innlent
Fréttamynd

Teikningar Sigmunds á 18 milljónir

Ríkið mun greiða Sigmund Jóhannssyni átján milljónir króna fyrir skopteikningar sem birst hafa í Morgunblaðinu síðastliðna hálfa öld. Vefmiðilinn eyjar.net greinir frá þessu. Einnig kemur fram að sett verði á stofn sérstakt Sigmundssafn í Vestmannaeyjum.

Innlent
Fréttamynd

Brúðgumi í basli

Ísraelskur fráskilinn maður lenti heldur betur í því þegar hann gifti sig á ný um helgina. Fyrrverandi eiginkona hans sætti sig ekki við að maðurinn hafði ekki greitt henni lögboðna framfærslu. Hann hafði reynt að fara huldu höfði og tekist það í nær átta ár, þegar hún loks hafði upp á honum og varð sér úti um boðskort í brúðkaupsveislu hans.

Menning
Fréttamynd

Gengu í kringum jólatréð

Börn í þriðja bekk í Hlíðaskóla stóðustu ekki freistinguna og gengu nokkura stund í kringum jólatréð á Austurvelli þegar þau áttu leið framhjá. Tveir kennarar sjá um að kenna börnunum, annar þeirra er heyrnarlaus og talar bara táknmál.

Menning
Fréttamynd

100 þúsund eintök seld

Fyrsta íslenska tölvugerða teiknimyndin um Litlu lirfuna ljótu hefur nú náð þeim áfanga að seljast í yfir 100.000 eintökum frá því hún kom út fyrir tveimur árum hér á Íslandi. Lang stærstur hluti þessarar sölu er kominn til af útgáfu hennar á gagnvirku formi í Frakklandi og á Norðurlöndunum.

Menning
Fréttamynd

Stuðmaður á þing

Jakob Frímann Magnússon, tónlistar- og kvikmyndagerðarmaður lagðist til svefns undir morgun á fimmtudagsmorgni. Á dauða sínum átti hann von en ekk því að eftir sex tíma svefn myndi hann undirrita hátíðlegt drengskaparheit um að virða stjórnarskrá lýðveldisins sem alþingismaður.

Innlent
Fréttamynd

Draga úr sæðisframleiðslu

Ungir menn ættu alls ekki að sitja með fartölvur í kjöltunni. Þetta segja sérfræðingar og benda á að töluverður hiti stafi af slíkum tölvum. Hitinn frá tölvunni getur hitað upp pung karlmanna með þeim afleiðingum að stórdregur úr sæðisframleiðslu og þær sæðisfrumur sem þó verða til eru slappari en annars.

Innlent
Fréttamynd

Samningur um aldursmerkingar á tölvuleikjum

SMÁÍS (Samtök Myndrétthafa á Íslandi) og ISFE (Interactive Software Federation of Europe) hafa gert með sér samning, um að SMÁÍS verði aðili að PEGI, sem eru aldursmerkingar á tölvuleikjum. Allir nýir tölvuleikir verða merktir samkvæmt flokkunarkerfinu og er því ætlað að tryggja að ólögráða börn fari ekki í leiki sem eru ekki við hæfi þeirra aldurshóps.

Leikjavísir
Fréttamynd

Fékk verðlaun ársins

Íslenska fyrirtækið 3-Plus fékk verðlaun ársins hjá Mattel, stærsta leikfangafyrirtæki í heimi. 3-Plus framleiðir og markaðssetur þroskaleikfang á vegum Fisher Price í Bandaríkjunum og Evrópu.

Innlent