Jól

15 metra hermaður

Það eru fleiri en Íslendingar sem fara stundum yfir um í jólaskreytingunum. 15 metra hár hermaður búinn til úr jólaseríum er risinn í Kaliforníu. Sjálfboðaliðar komu skreytingunni upp til heiðurs bandarískum hermönnum í Írak. Mörg hundruð metrar af jólaseríum fóru í verkið, og hver einasta pera var límd sérstaklega með límbandi. Sjálfboðaliðarnir segja þessa hermannaskreytingu eitt dásamlegasta verk sem þeir hafi unnið, og aðstandendur hermanna á staðnum voru gráti næst af þakklæti.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×