Áramót

Þessar breytingar tóku gildi um áramótin
Ýmsar breytingar í hinum ýmsu málaflokkum tóku gildi nú um áramótin. Gjöld voru víða hækkuð, til dæmis í sund, sorphirðu og strætó - en í sumum tilfellum lækkuð. Skattabreytingar voru innleiddar, fæðingarorlof lengt og plastpokar bannaðir.

Segir ekki réttlætanlegt að flugeldum sé skotið upp í miklu magni
Lungnalæknir segir ekki réttlætanlegt að flugeldum sé skotið upp í miklu magni með tilheyrandi svifryksmengun. Mikinn reykjarmökk lagði yfir höfuðborgarsvæðið vegna flugelda í gær og mældist hæsta gildið þrefalt yfir heilsuverndarmörkum.

Greinanleg aukning í sölu á flugeldum
Greinanleg aukning er í sölu á flugeldum í kringum nýliðin áramót að sögn formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Svifryksmengun mældist þrefalt yfir heilsuverndarmörkum í gær
Allar mælistöðvar á höfuðborgarsvæðinu nema ein mældu svifryksmengun yfir heilsuverndarmörkum í gær. Mikinn reykjarmökk lagði yfir höfuðborgarsvæðið vegna flugelda og mældist hæsta gildið þrefalt yfir mörkum.

Magnað drónamyndband af flugeldadýrðinni við Hallgrímskirkju
Duglega var skotið upp af flugeldum á höfuðborgarsvæðinu í tilefni áramóta í gærkvöldi. Skotgleðin við Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti náði hámarki í kringum miðnætti en Egill Aðalsteinsson tökumaður fréttastofu náði mögnuðum drónamyndum af flugeldadýrðinni í gær. Myndband Egils má sjá hér fyrir neðan.

Vísbendingar um að fólk hafi verið að gleyma sér
Yfirlögregluþjónn segir annríki hjá lögreglu og á bráðamóttöku í nótt áhyggjuefni þegar kemur að útbreiðslu kórónuveirunnar. Það gefi vísbendingu um að fólk hafi aðeins verið að gleyma sér sem gæti skilað sér í að fleiri smitist af veirunni.

Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag
Forseti Íslands sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega en óhefðbundna athöfn á Besstastöðum í dag, nýársdag. Á meðal þeirra sem fengu orðu eru Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands, Sigrún Edda Björnsdóttir leikkona og Bernd Ogrodnik, brúðumeistari.

„Það er í svona þáttum sem stjörnurnar verða til“
Í kvöld er áramótagigg á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 20:20 þar sem hinn eini sanni Ingó Veðurguð býður til sín einvala liði tónlistarfólks í sannkallaða áramótatónlistarveislu.

Lena dreif sig í heiminn til að vera fyrsta barn ársins
Fyrsta barn ársins hefur verið nefnd Lena. Hún fæddist á fæðingardeild Landspítala klukkan 00:24 í nótt.

Hópamyndun við Hallgrímskirkju í nótt tilkynnt til lögreglu
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um hópamyndun við Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti í Reykjavík um klukkan eitt í nótt.

Möguleg lausn að banna stórar skotkökur
Mikil svifryksmengun myndaðist á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna flugelda sem skotið var upp. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir slíka megun skaðlega heilsu fólks og að hugsanlega væri hægt að setja kvóta á hversu mikið magn megi flytja inn af flugeldum og banna ákveðnar tegundir flugelda.

Tveggja ára barn á meðal þeirra sem slösuðu sig á flugeldum
Um tíu manns leituð á bráðamóttöku Landspítalans í nótt eftir að hafa slasað sig á flugeldum. Fimm þeirra voru börn en það yngsta var tveggja ára.

Fimmtán marka stúlkubarn fyrsta barn ársins
Fyrsta barn ársins er stúlkubarn. Hún fæddist á fæðingardeild Landspítala klukkan 00:24 í nótt eða þegar tuttugu og fjórar mínútúr voru liðnar af nýju ári. Fjölskylda stúlkunnar er frá Hvammstanga samkvæmt upplýsingum frá fæðingarvaktinni.

Netverjar kveða upp dóm sinn um Skaupið
Áramótaskaupið, sem er á dagskrá RÚV á hverju gamlárskvöldi, fær iðulega misgóðar viðtökur, enda erfitt að gera öllum til geðs. Netverjar voru líkt og fyrri ár duglegir að segja sína skoðun á því á samfélagsmiðlinum Twitter. Heilt yfir virðist Skaupinu hafa verið vel tekið.

Gleðilegt nýtt ár, kæru lesendur
Vísir sendir lesendum sínum nær og fjær – til sjávar og sveita – bestu óskir um farsælt nýtt ár. Megi árið 2021 færa okkur öllum frið og hamingju í hjarta.

„Íslenskir stjórnmálamenn ákváðu að láta faraldurinn ekki snúast um sig“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra óskaði landsmönnum öllum ljóss og friðar á nýju ári sem nú fer í hönd í áramótaávarpi sínu í kvöld. Hún stiklaði á stóru yfir fordæmalaust ár, litað af heimsfaraldri, og kvað það „heilbrigðismerki“ að stjórnmálamenn á Íslandi hefðu ekki látið faraldurinn snúast um sig.

Svifryksmengun gæti kallað á heimsókn á bráðamóttöku
Yfirlæknir á bráðamóttöku hefur áhyggjur af því að fólk gæti þurft að leita á bráðamóttöku í nótt vegna mikillar svifryksmengunar.

Grímuklædd á síðasta ríkisráðsfundi ársins
Ríkisráð kom saman til fundar á Bessastöðum klukkan 11 í síðasta sinn á árinu. Löng hefð er fyrir því að ráðið, sem samanstendur af ráðherrum ríkisstjórnarinnar og forseta Íslands, komi saman til fundar á Bessastöðum á gamlársdag.

„Þetta ár má eiga sig“
Flugeldasala hefur verið með besta móti í ár en í dag er stærsti dagur ársins á sölustöðum björgunarsveitanna.

Katrín hvetur landsmenn til að fara varlega í kvöld
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist stolt af íslensku samfélagi nú þegar árið 2020 er senn á enda og hvetur landsmenn til að fara varlega í kvöld. Þetta segir Katrín í færslu á Twitter.