Innlent Varað við gylliboðum í Karíbahaf Talsmaður neytenda varar Íslendinga við gylliboðum um ferðavinninga til Karíbahafsins sem birtast neytendum á Netinu og berast símleiðis. Norrænir neytendaumboðsmenn hafa sent bandaríska viðskiptaeftirlitinu sameiginlegt bréf vegna tíu fyrirtækja þar í landi sem náð hafa sambandi við neytendur á Norðurlöndum. Innlent 13.10.2005 19:45 Stór björg féllu úr Óshlíð Töluverðar skemmdir urðu á veginum um Óshlíð og varnargirðingum í hlíðinni þegar stór björg féllu úr hlíðinni í gær. Björgin féllu á þriðja tímanum og þykir mildi að björgin lentu ekki á bílum sem óku um Óshlíðina. Innlent 13.10.2005 19:45 Aðhald en velferð Geir Haarde fjármálaráðherra og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra fengu í gær heimild þingflokka sinna til þess að vinna áfram að gerð fjárlaga fyrir næsta ár á grundvelli sem kynntur hefur verið stjórnarþingmönnum. Innlent 13.10.2005 19:45 Bandaríkjamanns leitað á hálendinu Björgunarsveitir frá Höfn í Hornafirði og Egilsstöðum leituðu í nótt á hálendinu að bandarískum ferðamanni sem skilaði sér ekki til byggða á tilætluðum tíma. Að sögn lögreglu á Höfn var maðurinn á leið frá Snæfelli, en ætlaði að koma niður af hálendinu á Lónsöræfum við Illakamb um klukkan tvö í gær. Innlent 13.10.2005 19:45 Rætt um að hætta við hækkun Borgarráð er nú að ræða tillögu Alfreðs Þorsteinssonar um að hætta við að hækka leikskólagjöld námsmanna. Gera má ráð fyrir að mikil mannekla í leikskólum borgarinnar verði einnig rædd. Eins stefndi í að ekki tækist að manna frístundaheimili borgarinnar en Íþrótta- og tómstundaráð hefur náð að taka inn flest þau börn sem sóttu um fyrir auglýstan umsóknarfrest. Innlent 13.10.2005 19:45 Ofbeldisverkum í miðborg fækkar Ofbeldisverkum í miðborg Reykjavíkur hefur fækkað um 40 prósent frá árinu 2000 samkvæmt nýrri rannsókn. Stór hluti skýringarinnar er eftirlitsmyndavélar, frjáls afgreiðslutími skemmtistaða og það að ferðir næturvagna SVR voru aflagðar. Innlent 13.10.2005 19:45 Sjúkraliðalaust á sumum vöktum Svo mikill skortur er á fólki í umönnunarstörf að dæmi eru um að stofnanir sem sinna hjúkrun aldraðra geti ekki mannað allar vaktir sínar með sjúkraliðum, segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Innlent 13.10.2005 19:45 Lítið gert við athugasemdum Svo virðist sem lítið sem ekkert sé að gert þótt Persónuvernd geri athugasemdir við notkun öryggismyndavéla. Til dæmis hefur lögreglan ekki gengið úr skugga um að búið sé að fjarlægja myndavél úr búningsklefa líkamsræktarstöðvarinnar World Class. Innlent 13.10.2005 19:45 Takmarka innflutning litarefnis Umhverfisstofnun hefur takmarkað enn frekar innflutning á matvælum sem innihalda litarefnið súdan en það er talið krabbameinsvaldandi. Innlent 13.10.2005 19:45 Undirbúa atlögu að Alfreð Atlaga að Alfreð Þorsteinssyni oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavíkurborg er í undirbúningi fyrir næstu kosningar. Verið er að safna liði í kringum Önnu Kristinsdóttur borgarfulltrúa Framsóknarflokksins og íhugar hún að gefa kost á sér í efsta sæti listans. Innlent 13.10.2005 19:45 Vont ferðaveður á Austurlandi Mjög vont ferðaveður er nú á milli Hafnar í Hornafirði og Djúpavogs og hefur veðurstofan sent úr stormviðvörun. Þar er nú mikið rok og sviptivindasamt, en vegna veðursins var mikið um grjóthrun í Hvalnes- og Þvottaskriðum á milli Djúpavogs og Hafnar í nótt. Að sögn lögreglunnar á Höfn er enn þá vont ferðaveður og vill lögreglan hvetja ökumenn til að fara varlega. Innlent 13.10.2005 19:45 Salmonella ekki aðeins í kjúklingi Innflutningur á fersku og frosnu grænmeti til landsins hefur verið takmarkaður vegna hættu á salmonellu. Slíkum tilfellum fjölgar stöðugt í heiminum að sögn forstöðumanns matvælasviðs Umhverfisstofu, sem segir fjarri því að veiran greinist einungis í kjúklingum. Innlent 13.10.2005 19:45 Ekki treyst til að skrifa fréttir Yfirmenn frétta á Ríkisútvarpinu treysta ekki lengur forstöðumanni svæðisútvarpsins á Suðurlandi til að skrifa fréttir eftir að hann úthúðaði forsvarsmönnum Baugs og bankastjórum KB banka á bloggsíðu sinni. Lögfræðingur Ríkisútvarpsins er að fara yfir málið. Innlent 13.10.2005 19:45 Haldnir til styrktar Björgu Fjöldi tónlistarmanna kemur fram á tónleikum sem haldnir verða í Kerinu í Grímsnesi klukkan tvö á morgun til styrktar björgunarsveitinni Björg á Eyrarbakka. Röð báta á vatni sprengigígsins myndar svið fyrir listamennina, en gestir tylla sér í gróna hlíð Kersins. Innlent 13.10.2005 19:45 Anna stefnir á efsta sætið Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, mun að öllum líkindum bjóða sig fram í efsta sæti listans fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Verið er að safna liði í kringum hana til að fella Alfreð Þorsteinsson sem hefur verið oddviti flokksins í borgarstjórn til fjölda ára. Innlent 13.10.2005 19:45 Sigurður formaður stjórnar ÞSÍ Utanríkisráðherra skipaði í dag Sigurð Helgason, fyrrverandi forstjóra Icelandair, formann stjórnar Þróunarsamvinnustofnunar Íslands til fjögurra ára. Sigurður tekur við af Birni Inga Hrafnssyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra, sem að eigin ósk hefur látið af því starfi. Þróunarsamvinnustofnunin var stofnuð með lögum árið 1981 og er ætlað að vinna að tvíhliða samstarfi Íslands við þróunarlönd. Innlent 13.10.2005 19:45 Hætt við hækkun leikskólagjalda Samþykkt var samhljóða á fundi borgarráðs, sem lauk nú fyrir skömmu, að hætta við að hækka leikskólagjöld hjá börnum námsmanna, að sögn Alfreðs Þorsteinssonar. Innlent 13.10.2005 19:45 Reksturinn nálægt jafnvægi 79 milljóna króna halli var á rekstri Landspítala - háskólasjúkrahúss fyrstu sex mánuði ársins. Uppsafnaður rekstrarhalli fyrri ára gerir greiðslustöðu Landspítalans erfiða, að því er fram kemur í hálfsársuppgjöri spítalans. Fyrsta hálfsársuppgjör Landspítalans var birt í gær. Innlent 13.10.2005 19:45 Athuga ný flugvallarstæði Borgarráð fól í dag framkvæmdasviði borgarinnar og skipulags- og byggingarsviði að hafa forgöngu um athugun á styttingu núverandi flugbrauta í Vatnsmýrinni og hugsanlegum nýjum flugvallarstæðum í samvinnu við stýrihóp um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar. Tillaga þessa efnis var samþykkt einróma í borgarráði í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá borgarstjórn. Innlent 13.10.2005 19:45 Aron til landsins í næstu viku Aron Pálmi Ágústsson, sem setið hefur í fangelsi í Texas síðustu átta ár, er væntanlegur til landsins í næstu viku. Fréttastofan ræddi við Aron Pálma í morgun. Innlent 13.10.2005 19:45 Vilja áfram flug til Narsarsuaq Vestnorræna ráðið hvetur ríkisstjórnir Vestur-Norðurlanda til að tryggja nú þegar að nýr samningur verði gerður um flugsamgöngur milli Narsarsuaq og Reykjavíkur. Ráðið leggur jafnframt til að samningur um flugsamgöngur milli Narsarsuaq og Reykjavíkur verði gerður til fleiri ára, en núverandi samkomulag milli Grænlands og Íslands rennur út þann 31. desember 2005. Innlent 13.10.2005 19:45 Mest útgjöld til félagsmála Útgjöld til félagsmála vega þyngst í útgjöldum ríkissjóðs og hefur hlutfall þeirra aukist um þrjú prósent síðustu fimm árin eða úr 62,1 prósenti í 65,1 prósent og eru því nálægt tveimur þriðju af heildarútgjöldum. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins. Skoðuð var fimm ára þróun útgjalda ríkissjóðs, frá árinu 1999 til og með árinu 2003. Innlent 13.10.2005 19:45 Allt að 100 þúsund fyrir fermetra Hesthúsaeigendum í Glaðheimum hafa undanfarið verið boðnar 80.000 eða 100.000 krónur á fermetrann fyrir hesthús sín sem er hærra fermetraverð en fæst fyrir góð einbýlishús víða á landsbyggðinni, en til að mynda fæst jafnvel tvöfalt hærra verð fyrir hesthúsin en íbúðarhús í Vestmannaeyjum eða Höfn í Hornafirði. Innlent 13.10.2005 19:45 Hraðakstur við grunnskóla Lögeglan í Keflavík hélt uppi eftirliti við grunnskóla á skólatíma í gær. Á Skólavegi voru fjórir kærðir fyrir hraðakstur þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund. Sá sem hraðast ók mældist á 70 kílómetra hraða. Innlent 13.10.2005 19:45 Fjögur sjúkraflug frá Akureyri Fjögur sjúkraflug voru farin frá Akureyri í gær. Sóttur var veikur maður til Grænlands og á Vopnafjörð þar sem slys hafði orðið. Þá var flogið með sjúkling frá Akureyri til Reykjavíkur þar sem hann þurfti að gangast undir aðgerð. Fjórða vélin var svo kölluð á Egilsstaði upp úr klukkan sex til að ná í sjúkling og flytja hann til Reykjavíkur. Innlent 13.10.2005 19:45 Lögfræðingur RÚV fer yfir skrif Markús Örn Antonsson útvarpssjóri segir lögfræðing stofnunarinnar fara yfir skrif Sigmundar Sigurgeirssonar, forstöðumanns svæðisútvarpsins á Suðurlandi, á bloggsíðu sína. Hann vildi að örðu leyti ekki tjá sig um skrif starfsmannsins. Sigmundur, sem starfað hefur við svæðisútvarpið um nokkurt skeið, hefur á bloggsíðu sinni beðist afsökunnar á skrifum sínum þar sem hann var mjög orðljótur í garð Baugsfjölskyldunnar. Innlent 13.10.2005 19:45 Heimsþing Ladies Circle sett í dag Árlegt heimsþing samtakanna Ladies Circle hefst í Reykjavík í dag. Er þetta í fyrsta skipti sem þingið er haldið á Íslandi en það sækja um 600 konur frá 28 þjóðlöndum. Að lokinni setningu þingsins í Hallgrímskrikju klukkan hálfsjö í kvöld verður gengið í skrúðgöngu að Kjarvalsstöðum og munu margar konurnar klæðast þjóðbúningum landa sinna. Innlent 13.10.2005 19:45 Einkafyrirtæki byggir hús og skóla Einkafyrirtæki mun, ef allt gengur eftir, byggja 400 íbúða hverfi í Mosfellsbæ. Það mun einnig leggja þar götur, byggja skóla og leikskóla. Innlent 13.10.2005 19:45 Kallaði Baugsfjölskyldu skítapakk Forstöðumaður svæðisstöðvar Ríkisútvarpsins á Suðurlandi, Sigmundur Sigurgeirsson, hefur á bloggsíðu sinni beðist afsökunnar á skrifum sínum þar sem hann var mjög orðljótur í garð Baugsfjölskyldunnar. Þar kallaði hann Jóhannes Jónsson og börn hans skítapakk og hét hann því að stíga aldrei fæti inn í verslanir þeirra í framtíðinni. Innlent 13.10.2005 19:45 Framlengja varðhald vegna morðs Gæsluvarðhald yfir Phu Tién Nguyen sem grunaður er um að hafa orðið Vu Van Pong að bana í Kópavogi í maí hefur verið framlengt til 5. október næstkomandi. Hann hefur játað á sig morðið og telur lögreglan í Kópavogi sig hafa lokið rannsókn málsins og verður það sent ríkissaksóknara til umfjöllunar á morgun eða í næstu viku. Innlent 13.10.2005 19:45 « ‹ ›
Varað við gylliboðum í Karíbahaf Talsmaður neytenda varar Íslendinga við gylliboðum um ferðavinninga til Karíbahafsins sem birtast neytendum á Netinu og berast símleiðis. Norrænir neytendaumboðsmenn hafa sent bandaríska viðskiptaeftirlitinu sameiginlegt bréf vegna tíu fyrirtækja þar í landi sem náð hafa sambandi við neytendur á Norðurlöndum. Innlent 13.10.2005 19:45
Stór björg féllu úr Óshlíð Töluverðar skemmdir urðu á veginum um Óshlíð og varnargirðingum í hlíðinni þegar stór björg féllu úr hlíðinni í gær. Björgin féllu á þriðja tímanum og þykir mildi að björgin lentu ekki á bílum sem óku um Óshlíðina. Innlent 13.10.2005 19:45
Aðhald en velferð Geir Haarde fjármálaráðherra og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra fengu í gær heimild þingflokka sinna til þess að vinna áfram að gerð fjárlaga fyrir næsta ár á grundvelli sem kynntur hefur verið stjórnarþingmönnum. Innlent 13.10.2005 19:45
Bandaríkjamanns leitað á hálendinu Björgunarsveitir frá Höfn í Hornafirði og Egilsstöðum leituðu í nótt á hálendinu að bandarískum ferðamanni sem skilaði sér ekki til byggða á tilætluðum tíma. Að sögn lögreglu á Höfn var maðurinn á leið frá Snæfelli, en ætlaði að koma niður af hálendinu á Lónsöræfum við Illakamb um klukkan tvö í gær. Innlent 13.10.2005 19:45
Rætt um að hætta við hækkun Borgarráð er nú að ræða tillögu Alfreðs Þorsteinssonar um að hætta við að hækka leikskólagjöld námsmanna. Gera má ráð fyrir að mikil mannekla í leikskólum borgarinnar verði einnig rædd. Eins stefndi í að ekki tækist að manna frístundaheimili borgarinnar en Íþrótta- og tómstundaráð hefur náð að taka inn flest þau börn sem sóttu um fyrir auglýstan umsóknarfrest. Innlent 13.10.2005 19:45
Ofbeldisverkum í miðborg fækkar Ofbeldisverkum í miðborg Reykjavíkur hefur fækkað um 40 prósent frá árinu 2000 samkvæmt nýrri rannsókn. Stór hluti skýringarinnar er eftirlitsmyndavélar, frjáls afgreiðslutími skemmtistaða og það að ferðir næturvagna SVR voru aflagðar. Innlent 13.10.2005 19:45
Sjúkraliðalaust á sumum vöktum Svo mikill skortur er á fólki í umönnunarstörf að dæmi eru um að stofnanir sem sinna hjúkrun aldraðra geti ekki mannað allar vaktir sínar með sjúkraliðum, segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Innlent 13.10.2005 19:45
Lítið gert við athugasemdum Svo virðist sem lítið sem ekkert sé að gert þótt Persónuvernd geri athugasemdir við notkun öryggismyndavéla. Til dæmis hefur lögreglan ekki gengið úr skugga um að búið sé að fjarlægja myndavél úr búningsklefa líkamsræktarstöðvarinnar World Class. Innlent 13.10.2005 19:45
Takmarka innflutning litarefnis Umhverfisstofnun hefur takmarkað enn frekar innflutning á matvælum sem innihalda litarefnið súdan en það er talið krabbameinsvaldandi. Innlent 13.10.2005 19:45
Undirbúa atlögu að Alfreð Atlaga að Alfreð Þorsteinssyni oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavíkurborg er í undirbúningi fyrir næstu kosningar. Verið er að safna liði í kringum Önnu Kristinsdóttur borgarfulltrúa Framsóknarflokksins og íhugar hún að gefa kost á sér í efsta sæti listans. Innlent 13.10.2005 19:45
Vont ferðaveður á Austurlandi Mjög vont ferðaveður er nú á milli Hafnar í Hornafirði og Djúpavogs og hefur veðurstofan sent úr stormviðvörun. Þar er nú mikið rok og sviptivindasamt, en vegna veðursins var mikið um grjóthrun í Hvalnes- og Þvottaskriðum á milli Djúpavogs og Hafnar í nótt. Að sögn lögreglunnar á Höfn er enn þá vont ferðaveður og vill lögreglan hvetja ökumenn til að fara varlega. Innlent 13.10.2005 19:45
Salmonella ekki aðeins í kjúklingi Innflutningur á fersku og frosnu grænmeti til landsins hefur verið takmarkaður vegna hættu á salmonellu. Slíkum tilfellum fjölgar stöðugt í heiminum að sögn forstöðumanns matvælasviðs Umhverfisstofu, sem segir fjarri því að veiran greinist einungis í kjúklingum. Innlent 13.10.2005 19:45
Ekki treyst til að skrifa fréttir Yfirmenn frétta á Ríkisútvarpinu treysta ekki lengur forstöðumanni svæðisútvarpsins á Suðurlandi til að skrifa fréttir eftir að hann úthúðaði forsvarsmönnum Baugs og bankastjórum KB banka á bloggsíðu sinni. Lögfræðingur Ríkisútvarpsins er að fara yfir málið. Innlent 13.10.2005 19:45
Haldnir til styrktar Björgu Fjöldi tónlistarmanna kemur fram á tónleikum sem haldnir verða í Kerinu í Grímsnesi klukkan tvö á morgun til styrktar björgunarsveitinni Björg á Eyrarbakka. Röð báta á vatni sprengigígsins myndar svið fyrir listamennina, en gestir tylla sér í gróna hlíð Kersins. Innlent 13.10.2005 19:45
Anna stefnir á efsta sætið Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, mun að öllum líkindum bjóða sig fram í efsta sæti listans fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Verið er að safna liði í kringum hana til að fella Alfreð Þorsteinsson sem hefur verið oddviti flokksins í borgarstjórn til fjölda ára. Innlent 13.10.2005 19:45
Sigurður formaður stjórnar ÞSÍ Utanríkisráðherra skipaði í dag Sigurð Helgason, fyrrverandi forstjóra Icelandair, formann stjórnar Þróunarsamvinnustofnunar Íslands til fjögurra ára. Sigurður tekur við af Birni Inga Hrafnssyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra, sem að eigin ósk hefur látið af því starfi. Þróunarsamvinnustofnunin var stofnuð með lögum árið 1981 og er ætlað að vinna að tvíhliða samstarfi Íslands við þróunarlönd. Innlent 13.10.2005 19:45
Hætt við hækkun leikskólagjalda Samþykkt var samhljóða á fundi borgarráðs, sem lauk nú fyrir skömmu, að hætta við að hækka leikskólagjöld hjá börnum námsmanna, að sögn Alfreðs Þorsteinssonar. Innlent 13.10.2005 19:45
Reksturinn nálægt jafnvægi 79 milljóna króna halli var á rekstri Landspítala - háskólasjúkrahúss fyrstu sex mánuði ársins. Uppsafnaður rekstrarhalli fyrri ára gerir greiðslustöðu Landspítalans erfiða, að því er fram kemur í hálfsársuppgjöri spítalans. Fyrsta hálfsársuppgjör Landspítalans var birt í gær. Innlent 13.10.2005 19:45
Athuga ný flugvallarstæði Borgarráð fól í dag framkvæmdasviði borgarinnar og skipulags- og byggingarsviði að hafa forgöngu um athugun á styttingu núverandi flugbrauta í Vatnsmýrinni og hugsanlegum nýjum flugvallarstæðum í samvinnu við stýrihóp um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar. Tillaga þessa efnis var samþykkt einróma í borgarráði í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá borgarstjórn. Innlent 13.10.2005 19:45
Aron til landsins í næstu viku Aron Pálmi Ágústsson, sem setið hefur í fangelsi í Texas síðustu átta ár, er væntanlegur til landsins í næstu viku. Fréttastofan ræddi við Aron Pálma í morgun. Innlent 13.10.2005 19:45
Vilja áfram flug til Narsarsuaq Vestnorræna ráðið hvetur ríkisstjórnir Vestur-Norðurlanda til að tryggja nú þegar að nýr samningur verði gerður um flugsamgöngur milli Narsarsuaq og Reykjavíkur. Ráðið leggur jafnframt til að samningur um flugsamgöngur milli Narsarsuaq og Reykjavíkur verði gerður til fleiri ára, en núverandi samkomulag milli Grænlands og Íslands rennur út þann 31. desember 2005. Innlent 13.10.2005 19:45
Mest útgjöld til félagsmála Útgjöld til félagsmála vega þyngst í útgjöldum ríkissjóðs og hefur hlutfall þeirra aukist um þrjú prósent síðustu fimm árin eða úr 62,1 prósenti í 65,1 prósent og eru því nálægt tveimur þriðju af heildarútgjöldum. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins. Skoðuð var fimm ára þróun útgjalda ríkissjóðs, frá árinu 1999 til og með árinu 2003. Innlent 13.10.2005 19:45
Allt að 100 þúsund fyrir fermetra Hesthúsaeigendum í Glaðheimum hafa undanfarið verið boðnar 80.000 eða 100.000 krónur á fermetrann fyrir hesthús sín sem er hærra fermetraverð en fæst fyrir góð einbýlishús víða á landsbyggðinni, en til að mynda fæst jafnvel tvöfalt hærra verð fyrir hesthúsin en íbúðarhús í Vestmannaeyjum eða Höfn í Hornafirði. Innlent 13.10.2005 19:45
Hraðakstur við grunnskóla Lögeglan í Keflavík hélt uppi eftirliti við grunnskóla á skólatíma í gær. Á Skólavegi voru fjórir kærðir fyrir hraðakstur þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund. Sá sem hraðast ók mældist á 70 kílómetra hraða. Innlent 13.10.2005 19:45
Fjögur sjúkraflug frá Akureyri Fjögur sjúkraflug voru farin frá Akureyri í gær. Sóttur var veikur maður til Grænlands og á Vopnafjörð þar sem slys hafði orðið. Þá var flogið með sjúkling frá Akureyri til Reykjavíkur þar sem hann þurfti að gangast undir aðgerð. Fjórða vélin var svo kölluð á Egilsstaði upp úr klukkan sex til að ná í sjúkling og flytja hann til Reykjavíkur. Innlent 13.10.2005 19:45
Lögfræðingur RÚV fer yfir skrif Markús Örn Antonsson útvarpssjóri segir lögfræðing stofnunarinnar fara yfir skrif Sigmundar Sigurgeirssonar, forstöðumanns svæðisútvarpsins á Suðurlandi, á bloggsíðu sína. Hann vildi að örðu leyti ekki tjá sig um skrif starfsmannsins. Sigmundur, sem starfað hefur við svæðisútvarpið um nokkurt skeið, hefur á bloggsíðu sinni beðist afsökunnar á skrifum sínum þar sem hann var mjög orðljótur í garð Baugsfjölskyldunnar. Innlent 13.10.2005 19:45
Heimsþing Ladies Circle sett í dag Árlegt heimsþing samtakanna Ladies Circle hefst í Reykjavík í dag. Er þetta í fyrsta skipti sem þingið er haldið á Íslandi en það sækja um 600 konur frá 28 þjóðlöndum. Að lokinni setningu þingsins í Hallgrímskrikju klukkan hálfsjö í kvöld verður gengið í skrúðgöngu að Kjarvalsstöðum og munu margar konurnar klæðast þjóðbúningum landa sinna. Innlent 13.10.2005 19:45
Einkafyrirtæki byggir hús og skóla Einkafyrirtæki mun, ef allt gengur eftir, byggja 400 íbúða hverfi í Mosfellsbæ. Það mun einnig leggja þar götur, byggja skóla og leikskóla. Innlent 13.10.2005 19:45
Kallaði Baugsfjölskyldu skítapakk Forstöðumaður svæðisstöðvar Ríkisútvarpsins á Suðurlandi, Sigmundur Sigurgeirsson, hefur á bloggsíðu sinni beðist afsökunnar á skrifum sínum þar sem hann var mjög orðljótur í garð Baugsfjölskyldunnar. Þar kallaði hann Jóhannes Jónsson og börn hans skítapakk og hét hann því að stíga aldrei fæti inn í verslanir þeirra í framtíðinni. Innlent 13.10.2005 19:45
Framlengja varðhald vegna morðs Gæsluvarðhald yfir Phu Tién Nguyen sem grunaður er um að hafa orðið Vu Van Pong að bana í Kópavogi í maí hefur verið framlengt til 5. október næstkomandi. Hann hefur játað á sig morðið og telur lögreglan í Kópavogi sig hafa lokið rannsókn málsins og verður það sent ríkissaksóknara til umfjöllunar á morgun eða í næstu viku. Innlent 13.10.2005 19:45