Innlent

Fréttamynd

Greiða kostnað vegna kynsjúkdóma

Veikist íslenskir sjómenn af klamidíu, sárasótt, lekanda, herpes eða öðrum kynsjúkdómum er það skráð í lög að sameiginlegir sjóðir landsmanna skuli greiða ferða- og sjúkrakostnað þeirra. Kynsjúkdómur sjómanns í útlöndum er þannig ekkert einkamál hans heldur mál allra skattborgara. Ekki er vitað til að aðrar stéttir njóti slíkra sérkjara.

Innlent
Fréttamynd

Bessi Bjarnason látinn

Bessi Bjarnason leikari lést í gær, 75 ára að aldri. Bessi fæddist 5. september árið 1930 í Reykjavík. Hann lauk prófi frá leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1952 og var hann lengst af sínum starfsferli fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið, þar sem hann lék vel yfir tvö hundruð hlutverk.

Innlent
Fréttamynd

Ósakhæfur áfrýjar

Tekin hefur verið ákvörðun um að áfrýja til Hæstaréttar nýföllnum dómi þar sem maður var fundinn ósakhæfur og sendur á Sogn, eftir að hafa ráðist á prófessor í réttarlæknisfræði í vor.

Innlent
Fréttamynd

Lambakjötið í langþráðu jafnvægi

Í fyrsta sinn í áratugi eru ekki til byrgðir af eldra lambakjöti í upphafi sláturtíðar. Bændur eru bjartsýnni en áður á framtíð greinarinnar og huga sumir hverjir að framleiðsluaukningu. Þar spilar einnig inn í niðurskurður vegna riðu og brotthvarf úr greininni.

Innlent
Fréttamynd

Lágu í leigðum kojum í Herjólfi

Kojur sem farþegar Herjólfs höfðu pantað fyrsta laugardag í september voru margar uppteknar af starfsfólki Samskipa þegar farþegarnir komu um borð. Þetta kemur fram á <em>eyjafrettir.is</em>. Allt leit eðlilega út þegar farþegarnir komu að afgreiðslunni og engin fyrirstaða að koma bílum inn. Þeir sem áttu pantaðan klefa en fengu ekki segja starfsfólk Herjólfs hafa verið vandræðalegt og borið fyrir sig tvíbókunum.

Innlent
Fréttamynd

Guðný Hildur í 3. til 6. sæti

Guðný Hildur Magnúsdóttir félagsráðgjafi hefur ákveðið að gefa kost á sér í þriðja til sjötta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar.

Innlent
Fréttamynd

Verðbólgumörk Seðlabankans rofin

Verðbólgumörk Seðlabankans hafa verið rofin með áberandi hætti að mati greiningardeildar Íslandsbanka. Verðbólgan á landinu er 7,6 prósent miðað við vísitöluhækkun síðustu þriggja mánaða, en 4,8 prósent miðað við síðustu tólf mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Neysluverðsvísitala hækkar enn

Verðbólgan í landinu er 7,6 prósent á ári miðað við hækkun vísitölu neysluverðs síðustu þrjá mánuði. Vísitala neysluverðs í þessum mánuði hækkaði um 1,52 prósent frá því í ágúst. Hækkunin kemur meðal annars til af því að sumarútsölum er lokið og hefur verð á fatnaði og skóm hækkað um 13 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Verðbólgan rýkur upp

Hagfræðingur ASÍ segir kaupmátt launa hafa rýrnað á síðustu tólf mánuðum en Samtök atvinnulífsins segja kaupmáttinn of háan. Talið er víst að kjarasamningar verði endurskoðaðir í nóvember vegna hækkandi verðbólgu.

Innlent
Fréttamynd

Actavis með nýtt húðlyf í Evrópu

Actavis hefur hafið sölu á nýju húðlyfi á mörkuðum í Evrópu. Um er að ræða samheitalyfið Terbinafine, sem sett var á markað nýlega þegar einkaleyfisvernd þess rann út. Lyfið er selt til 15 Evrópulanda en fleiri lönd munu bætast við fyrir árslok. Fyrstu pantanir námu um 10 milljónum taflna og reiknað er með að Terbinafine verði söluhæsta húðlyf Actavis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Um 24 lög í forkeppni Eurovision

Sjónvarpið stefnir að því að 24 lög taki þátt í forkeppni fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. Jóhanna Jóhannsdóttir, aðstoðardeildarstjóri í innlendri dagskrárdeild hjá Ríkisútvarpinu, segir ekki fullmótað með hvaða hætti keppnin verði.

Innlent
Fréttamynd

Kjarasamningar séu í uppnámi

Kjarasamningar eru í uppnámi að mati ASÍ vegna gríðarlegrar verðbólgu og hækkunar á vísitölu neysluverðs. Verðbólgan hefur ekki verið meiri í 40 mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Ástandið verst í Kópavogi

Staða starfsmannamála í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu hefur heldur lagast frá síðustu mánaðamótum þó enn vanti talsvert upp á að skólarnir séu fullmannaðir. Ástandið er sýnu verst í Kópavogi þar sem vantar fólk í hátt í tuttugu stöðugildi en upplýsingar um ástandið í Reykjavík fengust ekki þar sem þær liggja ekki fyrir.

Innlent
Fréttamynd

21 rúða brotin í grunnskóla

Sautján ára piltur braut 21 rúðu í Grunnskólanum í Borgarnesi. Guðbergur Guðmundsson, varðstjóri lögreglunnar í Borgarnesi, segir ákveðin ummerki í kringum skólann hafa gefið vísbendingar um hver hafi verið að verki.

Innlent
Fréttamynd

Verðbólga mælist nú 4,8 prósent

Verðbólga mælist nú 4,8 prósent á ársgrundvelli og hefur farið yfir viðmiðunarmörk Seðlabankans. Samkvæmt kjarasamningum frá 2004 má endurskoða samninga eða segja þeim upp fari verðbólga yfir mörkin.

Innlent
Fréttamynd

Á­kveðið með frekari leit í dag

Maðurinn sem saknað er eftir að skemmtibátur steytti á Skarfaskeri er enn ófundinn. Ákveðið verður með frekari leit með morgninum. Í gær leitaði fjöldi fólks mannsins. Björgunarskip sigldu um sundin og björgunarsveitarmenn gengu fjörur, allt frá Gróttu að Kjalarnesi. Þá leitaði fjöldi fólks á tugum smábáta á sundunum fyrir utan Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Hafi bjargað lífi for­eldra sinna

Svo virðist sem snarræði tíu ára drengs hafi bjargað lífi foreldra hans í sjóslysinu við Skarfaklett aðfaranótt laugardags. Björgunarsveitarmenn leita enn manns sem er saknað eftir slysið en sambýliskona hans fórst þegar báturinn sökk.

Innlent
Fréttamynd

Samið á Suðurnesjum

Starfsmannafélag Suðurnesja og Launanefnd sveitarfélaga undirrituðu á föstudaginn nýjan kjarasamning sem gildir til 30. nóvember 2008. Samningurinn nær til um 450 starfsmanna sveitarfélaga og stofnana á Suðurnesjum. Á heimasíðu BSRB kemur fram að fyrir utan beinar launahækkanir sé tekið upp allt að tveggja prósenta mótframlag launagreiðenda vegna séreignarlífeyrissparnaðar launþega.

Innlent
Fréttamynd

Öllu flugi aflýst vegna veðurs

Öllu flugi til og frá Reykjavíkurflugvelli var aflýst eftir hádegi í dag vegna veðurs. Búist er við mikilli ísingu í þeim hæðum sem flogið er í. Um klukkan átta má búast við upplýsingum um hvort flogið verði á Akureyrar og Egilsstaði síðar í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Una María úr leiðtogahlutverkinu

Una María Óskarsdóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til formennsku áfram. Framsóknarkonur hittast á Landsþingi á Ísafirði um næstu helgi.

Innlent
Fréttamynd

Sættir sig við takmarkað rými

Foreldraráð í Korpuskóla hefur sætt sig við að nýi skólinn rúmi ekki öll börnin í hverfinu en þrír efstu árgangarnir þurfa að vera í þar til gerðum skúrum sem komið hefur verið fyrir við skólann. Foreldraráðið treystir á að formaður fræðsluráðs og skólastjórinn muni sjá til þess að betri skúrar verði fengnir í stað þeirra sem nú eru.

Innlent
Fréttamynd

Bjóða út næsta áfanga í mánuðinum

Næsti áfangi tvöföldunar Reykjanesbrautar, kaflinn milli Strandarheiðar og Njarðvíkur, verður boðinn út síðar í þessum mánuði. Miðað er við að framkvæmdir hefjist í vetur.

Innlent
Fréttamynd

Vísitala úthafsrækju hækkar aðeins

Lokið er árlegri stofnmælingu Hafrannsóknastofnunarinnar á úthafsrækju fyrir norðan og austan land. Vísitala stofnstærðar samkvæmt fyrstu útreikningum er aðeins hærri í ár miðað við árið 2004 ef litið er á svæðið í heild, en er þó enn þá 27 prósentum lægri en árið 1999 sem var lakasta árið á tíunda áratugnum.

Innlent
Fréttamynd

Verðbólga ekki meiri í 40 mánuði

Verðbólga hefur ekki meiri í 40 mánuði að því er fram kemur í vef Alþýðusambands Íslands. Verðbólga mælist 4,8 prósent nú í september og er komin langt yfir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans. Við þessar aðstæður ber bankanum að gera ríkisstjórninni opinberlega grein fyrir ástæðum verðbólgunnar og leiðum til úrbóta.

Innlent
Fréttamynd

Leita þar sem báturinn sökk

Leit að manninum sem saknað er eftir sjóslysið við Skarfaklett stendur enn yfir. Áherslan núna er á að leita neðansjávar þar sem báturinn sökk.

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta á Álftanesvegi

Ungur ökumaður slapp með minniháttar meiðsl þegar bíll valt á Álftanesvegi um áttaleytið í gærkvöldi. Bíllinn valt út af veginum skammt frá gatnamótunum við Reykjavíkurveg í Engidal og er talinn ónýtur eftir.

Innlent
Fréttamynd

Einn fékk reykeitrun í eldsvoðanum

Á annan tug manna björguðust út þegar eldur kom upp í svefnskála við Kárahnjúka í nótt. Einn maður var fluttur til Egilsstaða til meðferðar vegna reykeitrunar en öðrum varð ekki meint af. Sjálfvirkt viðvörunarkerfi sendi boð um eldinn um klukkan hálfeitt og um svipað leyti varð fólk á staðnum vart við eldsvoðann.

Innlent
Fréttamynd

Árleg söfnun aðventista

Um fimmtíu manns frá Hjálparstarfi aðventista ganga í dag og næstu daga í hús á höfuðborgarsvæðinu vegna árlegrar söfnunar fyrir ADRA, sem er þróunar- og líknarstofnun aðventista. Stofnunin styður einkum langtíma þrónarverkefni í baráttu gegn fátækt, með áherslu á menntun, heilsu, vatnsveitur og jarðrækt.

Lífið
Fréttamynd

Kviknaði í skála út frá kerti

Kona fékk reykeitrun er eldur kviknaði í svefnskála fjórtan kvenna á Kárahnjúkum rétt eftir miðnætti í fyrrinótt. Á annan tug manna, sumar kvennanna og gestir þeirra, voru í skálanum.

Innlent