Innlent

Fréttamynd

Kvenfélag nefnt eftir Maggnúsi

Maggnús Víkingur Grímsson skrifar Magnúsarnafnið sitt með tveimur G-um. Hann hóf starfsævina í vélsmiðju í Þorlákshöfn en áformar nú að reisa millahverfi á Flúðum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Töluverð aukning í sölu nautakjöts

Í ágúst. varð töluverð söluaukning á nautakjöti miðað við sama tíma í fyrra og nam salan 281 tonnum miðað við 269 tonn á síðasta ári. Ef litið er til sölu síðustu tólf mánuði hefur orðið örlítil aukning í sölu miðað við sambærilegt tímabil árið á undan.

Innlent
Fréttamynd

Fær nafn sitt ekki skráð

Fimm ára gömul stúlka í Neskaupstað er ekki bara stúlka heldur er hún skráð sem Stúlka Steinþórsdóttir í þjóðskrá. Um árabil hefur faðir hennar barist fyrir því að fullt nafn hennar verði skráð í þjóðskrá en er sagt að það sé of langt.

Innlent
Fréttamynd

10 þúsund sæti á Laugardalsvelli

Borgarstjórinn í Reykjavík, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, og Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, undirrituðu í morgun samning um uppbyggingu og endurbætur á Laugardalsvelli en áætlaður kostnaður við verkið er einn milljarður og 38 milljónir króna. Eftir breytingarnar mun Laugardalsvöllur rúma 10.000 manns í sæti.

Sport
Fréttamynd

Allir andvígir sameiningu

Allir bæjarfulltrúar í Sandgerði eru andvígir því að sveitarfélagið sameinist Reykjanesbæ og Garði. Þetta varð ljóst eftir bæjarstjórnarfund í gær. Kjósa á um sameiningu sveitarfélaganna áttunda október.

Innlent
Fréttamynd

Dóms að vænta vegna græns skyrs

Næsta mánudag er dóms að vænta í máli Örnu Aspar Magnúsardóttur, en hún er ein þremenninganna sem slettu grænlituðu skyri á gesti álráðstefnu á hótel Nordica í sumar. Hún játar aðild sína en segir að ekki hafi vísvitandi verið slett á tæki eða húsmuni.

Innlent
Fréttamynd

Fimm ráðuneyti án kvenna

Af 222 forstöðumönnum ríkisins eru fimmtíu konur, jafnmargar og í febrúar 2004. Körlum hefur fækkað um þrjá. Engar konur eru forstöðumenn á vegum utanríkisráðuneytisins, landbúnaðarráðuneytisins, viðskiptaráðuneytisins, viðskiptaráðuneytisins og Hagstofu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Bænastund í stað hátíðar

Stjórn smábátafélagsins Snarfara hefur fallið frá afmælishátíð í tilefni af 30 ára afmæli félagsins sem halda átti næsta sunnudag. Báturinn sem fórst á Viðeyjarsundi aðfararnótt síðasta laugardags var í félaginu og er félögum því frekar boðið til bænastundar í félagsheimili Snarfara.

Innlent
Fréttamynd

Á móti sameiningu á Suðurnesjum

Meirihluti bæjarstjórna Sandgerðis og Garðs leggst gegn því að sveitarfélögin verði sameinuð Reykjanesbæ í almennri atkvæðagreiðslu 8. október næstkomandi og hefur andstaðan verið samþykkt í báðum bæjarstjórnum.

Innlent
Fréttamynd

Leikskólabörn send heim

Útlit er fyrir að senda þurfi allt að fjörutíu leikskólabörn heim daglega af leikskólanum Rjúpnahæð í Kópavogi frá og með næstu mánaðamótum. Ekkert hefur gengið að ráða starfsmenn í lausar stöður og nokkrir starfsmenn láta af störfum um mánaðamótin.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar með þeim stoltustu

Íslendingar, Austurríkismenn og Lúxemborgarar eru lang stoltastir Evrópubúa af þjóðerni sínu samkvæmt könnum sem Gallup vann í tuttugu og þremur Evrópulöndum fyrir breska ríkisútvarpið, BBC.

Innlent
Fréttamynd

25% lækkun á krónunni

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólgan fari upp undir átta prósent árið 2007 og að gengi krónunnar muni lækka um allt að 25 prósent á næstu tveimur árum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýr fjármálastjóri Samherja

Sigursteinn Ingvarsson var í dag ráðinn fjármálastjóri Samherja hf. og tekur við starfi fráfarandi fjármálastjóra, Guðmundar Baldvins Guðmundssonar. Undanfarin þrjú ár hefur Sigursteinn starfað að ýmsum sérverkefnum á vegum félagsins, s.s. við innleiðingu á nýju upplýsingakerfi og fjármál söludeildar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Esjan grá langt niður í hlíðar

Esjan gránaði af snjó langt niður í hlíðar í nótt sem er ótvíræður fyrirboði þess að haustið er gengið í garð. Víða gránaði á hálendinu en þó varla meira en svo að víðast mun snjóinn taka upp í dag.

Innlent
Fréttamynd

Formlega talinn látinn

Víðtæk leit að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni, sem saknað hefur verið síðan sjóslysið varð á Viðeyjarsundi á laugardag, bar engan árangur í gærkvöldi og er hann formlega talinn látinn. Leit verður haldið áfram og í gær stóð til að taka skýrslu af hjónunum sem komust af í slysinu.

Innlent
Fréttamynd

Spurt og svarað: Ríkissáttasemjari

Mikið hefur mætt á ríkissáttasemjara að undanförnu en deilu SFR og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu lauk með milligöngu hans í síðustu viku sem og deilum í kjaramálum Starfsmannafélags Suðurnesja og einnig flugumferðarstjóra. Á sama tíma heyrast þær raddir að launahækkanir geti komið þjóðfélaginu um koll á þessum þenslutímum. Ásmundur Stefánsson er ríkissáttasemjari.

Innlent
Fréttamynd

Viðræður hafnar um Enska boltann

Gunnar Björn Þórhallsson, framkvæmdastjóri Tengis á Akureyri segist ekki vita hvar eða hvernig Íslenska sjónvarpsfélagið afhendi Tengi sjónvarpsmerki félagsins vegna Enska boltans. Viðræður séu hafnar og hafi Tengir svarað spurningalista félagsins fyrir helgi. Nú sé beðið eftir viðbrögðum. 

Innlent
Fréttamynd

Bíll fór út af á Reykjanesbraut

Bíll fór út af veginum á Strandheiði á Reykjanesbraut, mitt á milli Voga og Kúagerðis, fyrir stundu að sögn lögreglunnar í Keflavík. Talið er að ökumaðurinn sé slasaður en ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um tildrög óhappsins að svo stöddu.

Innlent
Fréttamynd

Ásælast flugstjórnarsvæði Íslands

Kanadamenn eru farnir að ásælast hluta af flugstjórnarsvæði Íslands. Ástæða þess að Kanadamenn vilja fá stærri hluta er auðvitað fjárhagsleg - svæðinu fylgja miklar gjaldeyristekjur og fjöldi starfa.

Innlent
Fréttamynd

Hrosshúðarþjófar fundnir

Fimm Spánverjar sem í fyrrakvöld stálu hrosshúð á Hótel Valhöll á Þingvöllum voru gómaðir af lögreglunni á Egilsstöðum um hádegisbilið í gær á hóteli þar í bænum. Þeir fengust til að skila húðinni og verða því engir frekari eftirmálar.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert lögbann á bók

Sýslumaðurinn í Reykjavík vísaði í gær frá lögbannsbeiðni sem sett hafði verið fram á útgáfu bókarinnar Fiskisagan flýgur frá bókaútgáfunni Skruddu. Í úrskurðinum er vísað til þess að bókin sé komin út og sá gjörningur verði ekki aftur tekinn.

Innlent
Fréttamynd

Minnsta atvinnuleysi í fjögur ár

Atvinnuleysi hefur ekki verið minna á Íslandi síðan í nóvember 2001. 1,8% vinnubærra manna voru án vinnu í síðasta mánuði samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og er það rúmlega þriðjungi minna atvinnuleysi en í ágústmánuði í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

28 milljarða lækkun í dag

Markaðsvirði fyrirtækjanna fimmtán í úrvalsvísitölu Kauphallarinnar lækkaði um tuttugu og átta milljarða króna í dag. Þar af lækkaði verðmæti Landsbankans eins og sér um tæpa átta milljarða. Mest er þó lækkun hlutabréfa í Icelandic, sem áður hét Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, en verð þeirra bréfa lækkaði um tæp sjö prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Landsbankinn lækkaði um 6%

Talsverð niðursveifla varð á verði fyrirtækja í Kauphöllinni í morgun og lækkaði Landsbankinn tímabundið mest, eða um rösklega sex prósent. Að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallarinnar, eru þessar sveiflur eðlilegar í ljósi mikilla hækkana upp á síðkastið og megi sjálfsagt að hluta rekja til þess að einhverjir séu að innleysa hagnað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aðildarumsókn ekkert einkamál

"Eðlilega þrýsta Norðurlandaráðherrarnir á okkur. Það var samkomulag um að Ísland færi í þetta ekki aðeins fyrir okkar hönd heldur einnig fyrir hönd allra Norðurlandanna. Þetta eru því líka hagsmunir annarra en okkar," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um aðildarumsókn Íslendinga að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Innlent
Fréttamynd

Gröfuþjófurinn ófundinn

Þjófurinn sem braust inn í tölvuverslun í Kópavogi í fyrrinótt með því að beita traktorsgröfu er ófundinn og liggur enginn sérstakur undir grun eftir því sem fréttastofan best veit. Unnið var í allan gærdag að því að lagfæra framhlið verslunarinnar sem stórskemmdist og hleypur tjónið á mörg hundruð þúsundum króna.

Innlent
Fréttamynd

Óbreytt áætlun Iceland Express

Pálmi Haraldsson, einn aðaleiganda Iceland Express og Sterling, segir að ákvörðun Iceland Express um að fljúga til sex nýrra ákvörðunarstaða í Evrópu standi óbreytt þótt Sterling verði selt til FL Group. FL Group ætlar að taka upp viðræður við eignarhaldsfélagið Fons um kaup á Sterling-lágjaldaflugfélaginu, því fjórða stærsta í heimi.

Innlent
Fréttamynd

Athyglisvert val RÚV á viðmælendum

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík segir val stjórnenda Kastljóss á fulltrúa minnihluta gegn borgarstjóra, athyglisvert. Flugvallarmálið hafi verið til umræðu og stjórnendur Kastljóss hafi ákveðið að kalla til leiks varaborgarfulltrúa og prófkjörskandidat til að skiptast á skoðunum við borgarstjóra um málið í stað þess að kalla til oddvita minnihlutans til að skýra stefnu Sjálfstæðisflokks.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar reglur um lóðaúthlutun

Bæjarstjórn Kópavogs náði í gær samkomulagi um nýjar reglur um lóðaúthlutun en síðasta úthlutun var harðlega gagnrýnd fyrir ógegnsæi og klíkuskap. Þá bárust 2300 umsóknir um lóðir við Elliðavatn en bæjarráð handvaldi þá tvö hundruð sem fengu lóðirnar.

Innlent