Innlent

Fréttamynd

Metanpóstbíll brann á gatnamótum

Lítil póstflutningabifreið brann á gatnamótum Laugavegs og Nóatúns um klukkan hálf tvö í gær og er ónýt eftir. Ökumaður bifreiðarinnar slapp, en vegfarandi lét hann vita af reyk undir bílnum.

Innlent
Fréttamynd

Refsimál ekki höfðað

Þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi dæmt þrjá nauðgara til að greiða fórnarlambi sínu bætur þykir saksóknara ekki efni til að höfða refsimál á hendur þeim.

Innlent
Fréttamynd

Vinnum óháð pólitísku ástandi

Starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra telja að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hafi hvorki svarað því hvaða veiðileyfi hafi verið gefið út á Baug né á hvern hátt upphafi rannsóknar máls á hendur fyrirtækinu hafi verið háttað.

Innlent
Fréttamynd

Höfðu samráð um kæru gegn Baugi

Styrmir Gunnarsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Kjartan Gunnarsson funduðu um Baugsmálið mánuðum áður en það var kært til lögreglu. Ritstjóri Morgunblaðsins og Jónína Benediktsdóttir voru í sambandi við Jón Gerald ítrekað áður en kæran var lögð fram.

Innlent
Fréttamynd

Sinntu ekki rannsókninni

Rannsókn á hópnauðgun konu í ágúst 2002 var ýtt til hliðar vegna alvarlegrar líkamsárásar sem upp kom sömu helgi. Þetta kemur fram í skýringum lögreglu í Reykjavík til Ríkissaksóknara eftir að verjandi konunnar hafði óskað eftir frekari upplýsingum um rannsóknina.

Innlent
Fréttamynd

Aron Pálmi enn í rútunni

Aron Pálmi Ágústsson komst um borð í rútu á vegum Rauða krossins í gær og er enn í þeirri rútu á leið burt frá hættusvæðinu. Hann segist vera þreyttur á langsetu í rútu en nær tuttugu tímar eru síðan hann lagði af stað frá heimili sínu í Beaumont.

Innlent
Fréttamynd

Biðlistar standa í stað

Biðlistar á Landspítala - Háskólasjúkrahúsi standa nánast í stað miðað við sama tíma í fyrra. Þó hafa þeir lengst í sumum sérgreinum. Yfirstjórn spítalans er ánægð með stöðuna.

Innlent
Fréttamynd

Síminn misnotaði ekki stöðu sína

Samkeppniseftirlitið hefur úrskurðað að Síminn hafi ekki misnotað markaðsráðandi stöðu sína í tengslum við tilboð á svokölluðum ADSL-pakka og þráðlausu interneti. Tilboðið var auglýst fyrir tveimur árum og kvartaði fjarskiptafyrirtækið Inter í kjölfarið yfir þessu til Samkeppniseftirlitsins.

Innlent
Fréttamynd

Sannleiksgildið enn í rannsókn

Lögreglan í Reykjavík rannsakar enn sannleiksgildi frásagnar átta ára stúlku sem greindi frá því á miðvikudag að maður hefði tælt hana upp í bíl, farið með hana í verslun þar sem hann tók af henni myndir og skilað henni svo aftur.

Innlent
Fréttamynd

Síðasta afkvæmi Guttorms

Kýrin Búkolla bar kálf í Húsdýragarðinum í Laugardal í morgun og heilsast bæði kálfi og kú vel. Kálfurinn er tuttugasta og fimmta afkvæmi naustins Guttorms, og jafnframt síðasta afkvæmi hans, því honum var lógað í síðustu viku vegna lasleika og borinn til grafar að Hurðarbaki í Kjós.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á 12 ára dreng

Ekið var á tólf ára dreng á reiðhjóli á mótum Strandgötu og Ásbrautar í Hafnarfirði í gærkvöldi. Hann var fluttur á slysadeild Landspítalans en mun ekki vera alvarlega meiddur. Tildrög slyssins eru óljós en talsvert sér á bílnum sem ók á drenginn.

Innlent
Fréttamynd

Takk gerir það gott

Nýjasta plata Sigur Rósar,<em> Takk</em>, hefur gert það gott um allan heim. Í fyrstu vikunni eftir að platan kom út fór hún beint í fyrsta sæti hér á landi. Í Bretlandi hoppaði hún í sextánda sæti og í Bandaríkjunum í það tuttugasta og sjöunda.

Lífið
Fréttamynd

D-listi fengi hreinan meirihluta

Sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meirihluta og níu fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur ef kosið yrði núna, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups fyrir Ríkisútvarpið. Liðlega 56 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn, tæp 28 prósent Samfylkinguna, 11,5 prósent Vinstri græna, tæp þrjú prósent Framsóknarflokkinn og tvö prósent Frjálslynda flokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Eyddu fingraförum Morgunblaðsins

Ritstjóri Morgunblaðsins lét blaðamann þýða texta fyrir Jón Gerald Sullenberger og bað Jónínu Benediktsdóttur að eyða fingraförum Morgunblaðsins af verkinu. Jón Gerald var lengi að taka ákvörðun um að fara að ráðum þeirra Styrmis og Jónínu um að leita aðstoðar Jóns Steinars Gunnlaugssonar varðandi hugsanlega kæru á hendur Baugsfeðgum.

Innlent
Fréttamynd

ESB-búar vilja Ísland í sambandið

Sjö af hverjum tíu íbúum Evrópusambandslandanna 25 vilja að Ísland fái aðild að sambandinu. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýjustu Eurobarometer-könnunarinnar, viðhorfskönnunar sem tölfræðistofnun ESB, Eurostat, gerir reglulega í öllum aðildarríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Mótmæli við álverin

Mótmæli eru fyrirhuguð við álverin í Straumsvík og á Grundartanga í dag. Þá munu þátttakendur á álráðstefnu í Reykjavík heimsækja álverin tvö. Í tilkynningu frá samtökunum Saving Iceland segir að á ráðstefnunni hafi lítill gaumur hefur verið gefinn neikvæðum og heilsuspillandi áhrifum sem álbræðsla og tengd vinnsla hafi.

Innlent
Fréttamynd

Útför þeirra sem fórust í sjóslysi

Útför Matthildar Victoríu Harðardóttur og Friðriks Ásgeirs Hermannssonar fór fram frá Hallgrímskirkju í dag. Þau fórust í sjóslysi á Viðeyjarsundi fyrir tveimur vikum, en þrír aðrir komust lífs af úr slysinu.

Innlent
Fréttamynd

Umferð á næstunni um Svínahraun

Nýi vegurinn um Svínahraun verður opnaður fyrir umferð á næstu dögum. Vonast er til að um helgina takist að ljúka malbikun en hún hefur tafist vegna kulda síðustu daga.

Innlent
Fréttamynd

Aron Pálmi enn í Beaumont

Nýjustu fréttir af Aroni Pálma eru þær að hann enn staddur í Beumont. Rútuferðinni til Austin hefur verið frestað og er hann nú í umsjón Rauða krossins í borginni og er verið að skipuleggja brottflutning fjölda manns. Ekki er vitað hvert farið verður með fólkið.

Erlent
Fréttamynd

Ræningjar gripnir á tíu mínútum

Tveir menn vopnaðir hnífum rændu Laugarnesapótek við Kirkjuteig í Reykjavík eftir hádegið í gær. Mennirnir, sem huldu andlit sitt með hettum, ruddust inn í apótekið og ógnuðu starfsfólki, án þess þó að meiða nokkurn og höfðu á brott með sér bæði bæði peninga og lyf.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla bregst við innbrotum

Lögregla í Kópavogi hefur tekið upp sérstakt eftirlit í Hvarfa- og Kórahverfi vegna hrinu innbrota í nýbyggingar og vinnuskúra þar að undanförnu. "Talsverðum verðmætum hefur verið stolið, aðallega verkfærum," segir Friðrik S. Björgvinsson yfirlögregluþjónn.

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald staðfest

Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem réðst á fyrrum sambýliskonu sína á heimili hennar á Akranesi í lok ágúst og barði ítrekað í höfuðið með felgujárnslykli. Hann flúði af vettvangi þegar konan komst upp á aðra hæð hússins, en 14 ára gömul dóttir hennar kallaði til lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Svikapar laug til nafns í fyrstu

Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni mál pars sem með ávísanafalsi sveik tæpa milljón króna út úr Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis og tæpar 60.000 krónur út úr KB banka í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Vill ekki tjá sig um stefnu ÖBÍ

Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra vill ekki tjá sig um fyrirhugaða stefnu Öryrkjabandalags Íslands á hendur ríkisstjórninni vegna vanefnda á samningum um hækkun lífeyris frá árinu 2003.

Innlent
Fréttamynd

Kona fær bætur eftir nauðgun

Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl þar sem þrír menn voru dæmdir til að greiða konu 1,1 milljón króna í bætur fyrir að hafa brotið gegn kynfrelsi hennar og nauðgað henni. Konan höfðaði sjálf mál á hendur mönnunum eftir að ríkissaksóknari ákvað í ársbyrjun 2003 að falla frá saksókn á hendur mönnunum.

Innlent
Fréttamynd

Beraði á sér bossann

Fjórtán ára drengur var handtekinn við Ráðhúsið í gær, þar sem Náttúruvaktin hélt mótmæli, vegna ráðstefnu um áliðnað sem haldin er hér á landi þessa dagana.

Innlent
Fréttamynd

Varað við hálkublettum

Ótvíræð merki þess að vetur sé að ganga í garð eru farin að sjást. Vegagerðin varar við hálkublettum á Hellisheiði, í Þrengslum, á Bröttubrekku og á Holtavörðuheiði. Víða annars staðar er hálka á vegum og rétt er að vara vegfarendur við og brýna fyrir þeim að fara öllu með gát. Einnig voru hálkublettir í efri byggðum borgarinnar í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Gagn­rýnir Ríkis­lög­reglu­stjóra hart

Það liggur fyrir að hjá Ríkislögreglustjóraembættinu eru stunduð óvönduð og óheiðarleg vinnubrögð sem nú hitta fyrir yfirmenn stofnunarinnar og þeir kveinka sér undan í fjölmiðlum. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, í harðorðri yfirlýsingu sem barst fjölmiðlum fyrir stundu.

Innlent
Fréttamynd

Skiptar skoðanir um sænsku leiðina

Vonast er til að nefnd um mismunandi löggjöf um vændi, klámiðnað og mansal í Evrópu muni skila af sér niðurstöðum fyrir lok mánaðarins. Líklegt þykir að nefndin skili af sér fleiri en einu áliti þar sem skiptar skoðanir eru innan hennar um ágæti sænsku leiðarinnar um að gera kaup á vændi refsiverð. 

Innlent