Innlent

Fréttamynd

Hæfur til ritstjórnar

Á tveggja klukkustunda fundi í gær gerði Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins starfsmönnum blaðsins grein fyrir afskiptum sínum af Baugsmálinu og afstöðu sinni til upplýsinga sem Fréttablaðið hefur birt undanfarna daga um meðferð hans á gögnum sem málinu tengjast. 

Innlent
Fréttamynd

Styrmir nýtur trausts starfsfólks

Aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins segir Styrmi Gunnarsson, ritstjóra blaðsins, njóta óskoraðs trausts starfsfólks Morgunblaðsins í tengslum við Baugsmálið og aðdraganda þess. Tveggja tíma löngum fundi Styrmis með starfsfólki sínu lauk nú fyrir stundu.

Innlent
Fréttamynd

Hafi bréf yfir kröfur Jónínu

Arnþrúður Karlsdóttir útvarpskona segist hafa undir höndum bréf frá Jónínu Benediktsdóttur til Jóhannesar Jónssonar, þar sem Jónína útlistar hvað hún vilji fá frá Jóhannesi eftir að þau slitu samvistum.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan á margt eftir ólært

Atli Gíslason lögmaður, telur yfirlýsingu lögreglunnar í Reykjavík vegna nauðgunarmáls sem aldrei var ákært í, sýna að lögreglan eigi margt eftir ólært í rannsóknum á kynferðisbrotamálum. Í yfirlýsingu frá lögreglustjóranum í Reykjavík segir að lögreglan hafi gert allt sem í hennar valdi stóð til að upplýsa hópnauðgun sem framin var um verslunarmannahelgina árið 2002.

Innlent
Fréttamynd

Breytingar í ríkisstjórninni

Davíð Oddsson utanríkisráðherra lætur af embætti á ríkisráðsfundi, sem haldinn verður á Bessastöðum klukkan tvö í dag. Geir H. Haarde fjármálaráðherra tekur við embætti utanríkisráðherra af Davíð, en hann hefur verið ráðinn seðlabankastjóri til næstu sjö ára og tekur við því embætti 20. október næstkomandi. 

Innlent
Fréttamynd

Álag á netþjóna

Vegna gríðarlegs álags á netþjóna Vísis hefur vefurinn verið mjög hægvirkur í morgun. Notkun fréttahluta Vísis hefur verið margfalt meiri í morgun en gengur og gerist og hefur það valdið álaginu. Unnið er að því að bæta úr og eru lesendur Vísis beðnir velvirðingar á óþægindunum..

Innlent
Fréttamynd

Aðrar leiðir verði kannaðar

Undirbúningshópur stofnunar íbúasamtaka í Laugardalshverfum telur að þó svo að það virðist sem að svokölluð „innri leið“ hafi verið valin við skipulagningu Sundabrautar í Reykjavík, þá sé ekki fullreynt að kanna aðrar leiðir.

Innlent
Fréttamynd

Hótaði, barði og skar konu

Rúmlega fertugur karlmaður neitaði sök í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þegar tekið var fyrir heimilisofbeldismál á hendur honum. Manninum er gefið að sök að hafa svipt konu frelsi sínu með því að halda henni fanginni á heimili sínu frá því klukkan fimm að morgni sunnudagsins 19. september í fyrra til klukkan tíu þegar henni tókst að komast út.

Innlent
Fréttamynd

Jaxlinn seldur úr landi

"Við erum ekki í neinni uppgjöf. Það hefur sýnt sig að það eru forsendur fyrir því að halda úti strandflutningum hér á landi og nú er þetta bara spurning um að hafa úthald," segir Ragnar Traustason, tannlæknir og útgerðarmaður Jaxlsins.

Innlent
Fréttamynd

Styrmir ræðir við starfsmenn

Starfsmannafundur hófst klukkann tvö í húsakynnum <em>Morgunblaðsins</em> þar sem Styrmir Gunnarsson ritstjóri hyggst kynna starfsfólki <em>Morgunblaðsins</em> aðkomu sína að Baugsmálinu. Hann hyggst líka svara spurningum starfsfólks sem kunna að hafa vaknað í kjölfar frétta af því að Styrmir hafði milligöngu um að Jón Steinar Gunnlaugsson tæki að sér mál Jóns Geralds Sullenberger gegn Baugi og ræddi þá ráðstöfun meðal annars við Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Ýjar að því að hafa gögn um Baug

Ritstjóri Morgunblaðsins lætur óbeint að því liggja í blaðinu í dag að hann hafi undir höndum gögn sem sýni að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi gefið lögfræðingum sínum fyrirmæli um að ganga á milli bols og höfuðs á Jóni Gerald Sullenberger, bæði fjárhagslega og viðskiptalega.

Innlent
Fréttamynd

Jón Gerald hitti einkaspæjarann

Jón Gerald Sullenberger segist vita með vissu að Baugur hafi ráðið einkaspæjara til að njósna um hann og konu hans. Hann neitar því að Jón Steinar Gunnlaugsson hafi sent gögn úr Baugsmálinu til ritstjóra Morgunblaðsins að sér forspurðum, eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Aron Pálmi handtekinn í nótt

Lögreglan í Texas handtók Aron Pálma Ágústsson þar sem hann var staddur í neyðarskýli Rauða krossins í nótt. Að sögn Arons sögðust lögreglumennirnir ekki vera að taka hann formlega fastan en þeir námu hann á brott úr búðunum og fluttu hann í fangelsi í smábæ fyrir utan Dallas.

Erlent
Fréttamynd

Svikafyrirtæki eykur umsvifin hér

Svikafyrirtækið European City Guide er enn að auka umsvif sín hér á landi. Forráðamenn fyrirtækja eru gabbaðir til að samþykkja skráningu í gagnabanka án endurgjalds en síðan rukkaðir um tugi þúsunda.

Innlent
Fréttamynd

Mál Auðar Laxness tekið fyrir

Mál Auðar Laxness gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málinu var vísað frá Héraðsdómi fyrr á árinu vegan ýmissa annmnarka á stefnunni að mati dómsins, m.a. að lýsing málsástæðna væri ágripskennd. Hæstiréttur vísaði svo málinu aftur í hérað í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Sakir aðeins fyrndar að hluta

Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra rannsakar enn möguleg brot stjórnenda Lífeyrissjóðs Austurlands þó svo að sakir stjórnarmanna vegna eftirlitsábyrgðar kunni að vera fyrndar. Aðstandendur kæru hafa eftir lögreglu að hylli undir lok rannsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Áhugi á tungumálum minnkar eilítið

Áhugi grunn- og framhaldsskólanema á erlendum tungumálum virðist hafa minnkað ef marka má nýjar tölur sem Hagstofa Íslands birtir á degi tungumála í Evrópu, sem er í dag. Þar kemur fram að skólaárið 2003-2004 lögðu 73,9 prósent nemenda á framhaldsskóla stund á nám í einhverju erlendu tungumáli en ári síðar hafði hlutfallið lækkað í 73,0 prósent. Frá árinu 1999 hefur nemendum sem læra erlend tungumál fækkað um 2,8 prósentustig.

Innlent
Fréttamynd

Ríkislögreglustjóri útskýri tafir

Ríkislögreglustjóri verður að útskýra hvers vegna embættið hefur lítið eða ekkert aðhafst í nokkrum stórum málum á sama tíma og miklum tíma var varið í rannsókn Baugsmálsins segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, í pistli á heimasíðu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Aftur fjallað um Halldór

Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur mál Auðar Laxness á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni fyrir höfundarréttarbrot við ritun á bókinni Halldór, um Nóbelsskáldið Halldór Kiljan Laxness. Málinu hafði áður verið vísað frá, en var aftur vísað heim í hérað af Hæstarétti.

Innlent
Fréttamynd

Yrði nefndin óháð?

Stjórnarskrá Íslands gerir ráð fyrir að Alþingismenn sitji í rannsóknarnefnd um Baugsmálið ef til þess kemur að slík nefnd verði skipuð. Sigurður Líndal lagaprófessor telur að það yrði mjög erfitt að sannfæra almenning um að nefndin yrði í raun og veru óháð. Slík nefnd var síðast skipuð fyrir fimmtíu árum.

Innlent
Fréttamynd

Spyr um einkaspæjara á vegum Baugs

Styrmir Gunnarsson, ritstjóri <em>Morgunblaðsins,</em> varpar í dag fram þeirri spurningu hvort satt sé að einhverjir aðilar á vegum fyrrverandi viðskiptafélaga Jóns Geralds Sullenbergers hjá Baugi hafi ráðið einkaspæjara í Bandaríkjunum til þess að rannsaka einkahagi hans og eiginkonu hans og líf þeirra allt.

Innlent
Fréttamynd

Nokkur óhöpp vegna illviðriðs

Slæm akstursskilyrði hafa verið á Hellisheiði og í Svínahrauni í morgun vegna krapa, hálku og hvassviðris. Bifreið fór út af og valt við Litlu-kaffistofuna, en ekki er vitað til að þar hafi orðið slys á fólki. Þá fór lítil fólksflutningabifreið út af veginum rétt ofan við Kamba. Fjórir farþegar voru í bifreiðinni og slasaðist einn lítils háttar.

Innlent
Fréttamynd

Yfirlýsing stangast á við viðtal

Í Fréttablaðinu í gær kom fram að Jón Steinar Gunnlaugsson, þá lögmaður Jóns Geralds Sullenberger í Baugsmálinu, hefði sent Styrmi Gunnarssyni gögn um málið án vitundar eða samþykkis Jóns Geralds. Jón Gerald staðfesti það í viðtali við Fréttablaðið, sunnudaginn 26. september, eins og fram kemur hér að neðan. 

Innlent
Fréttamynd

Styrmir svarar

Aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins vissi af afskiptum Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra blaðsins, af Baugsmálinu. Hann telur að ritstjórinn hafi gefið fullnægjandi skýringar á aðkomu sinni að málinu á starfsmannafundi sem haldinn var í dag. Ritstjóri Morgunblaðsins íhugar að birta gögn sem sýna innanhússsamskipti forsvarsmanna Baugs og viðskiptaaðila á Flórída.

Innlent
Fréttamynd

Verður ekki kærður fyrir neitt

Lögreglan í Texas handtók Aron Pálma Ágústsson í nótt, að íslenskum tíma, þar sem hann var í neyðarskýli Rauða krossins. Aron Pálmi segir lögreglumenn hafa beðið sig um að koma út fyrir neyðarskýlið og sagt honum þar að hann mætti ekki dvelja í skýlinu. Eftir það hafi hann verið fluttur í fangelsi og verið sagt að hann mætti ekki yfirgefa það þó hann yrði ekki kærður fyrir neitt.

Erlent
Fréttamynd

Hefði frekar haldið sig heima

Aron Pálmi Ágústsson segir að hann hefði frekar haldið sig heima þegar fellibylurinn Ríta reið yfir en að fara burt með Rauða krossinum hefði hann búist við að verða handtekinn.

Erlent
Fréttamynd

Beindi Jónínu til yfirvalda

Jónína Benediktsdóttir sagðist ætla að birta gögn frá Jóni Geraldi Sullenberger um Baug ef hún fengi ekki greiðslur sem hún taldi sig eiga inni hjá Baugi. Tryggvi Jónsson hvatti hana til að snúa sér til yfirvalda með gögnin. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Hádegisverður blásinn af

Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum í dag. Þungamiðja fundarins er brotthvarf Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra úr ríkisstjórninni og breytingar á skipan ráðherra af hálfu Sjálfstæðisflokksins samfara því.

Innlent
Fréttamynd

Stofna íbúasamtök við Laugardal

Íbúar í hverfunum sem liggja að Laugardal hyggjast stofna íbúasamtök sem hafa það að meginverkefni að fylgjast með undirbúningi að lagningu Sundabrautar. Forvígismenn að stofnun íbúasamtakanna segja ljóst að Sundabraut hafi töluverk rask í för með sér fyrir íbúa í Voga-, Langholts- og Laugarneshverfum enda fátítt að þjóðvegir séu lagðir þvert á gróin íbúahverfi.

Innlent
Fréttamynd

Notkunin Vísis tvöfaldaðist

"Um það bil þrjátíu þúsund notendur reyndu að fara samtímis inn á vefinn visir.is í hádeginu í gær," segir Þorsteinn Eyfjörð, forstöðumaður vefútgáfu Vísis.

Innlent