Innlent Bæjarstjórn styður sameiningu Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir stuðningi sínum við sameiningu Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandarhrepps í kosningum 8. október í tilkynningu sem hún sendir frá sér í dag. Þá hvetur bæjarstjórnin íbúa í Hafnarfirði til að kynna sér vel þær upplýsingar sem liggja fyrir og jafnframt að taka þátt í kosningunum. Innlent 23.10.2005 15:00 Bolli endurkjörinn formaður Bolli Thoroddsen var á þriðjudaginn endurkjörinn formaður Heimdallar á aðalfundi félagsins. Yfir þúsund manns greiddu atkvæði á fundinum, sem mun vera sá fjölmennasti í sögu félagsins. Innlent 23.10.2005 15:00 Einkabílar stærri og kraftmeiri Einkabílum í Reykjavík hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár og mun hraðar en Reykvíkingum. Árið 2004 voru í borginni um 610 bílar á hverja þúsund íbúa, samanborið við 463 bíla árið 1996. "Það eru mörk sem eru miklu nær Norður-Ameríku en Norðurlöndunum," segir Hjalti J. Guðmundsson, yfirmaður Staðardagskrár 21. Innlent 23.10.2005 15:00 Sjötug kona beitt ofbeldi Kona á sjötugsaldri varð fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum aðfarafótt sunnudags eftir að hafa kvartað undan hávaða hjá nágrönnum. Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum er atburðarásin óljós, en konan virðist hafa bankað upp á í íbúðinni fyrir ofan hennar og gert athugasemdir við gleðskapinn. Innlent 23.10.2005 15:00 Háspennulína lögð í jörð Hitaveita Suðurnesja mun að öllum líkindum grafa rafstreng frá Reykjanesvirkjun í jörðu, en það kostar ríflega fimmfalt meira en að leggja loftlínu. Ástæðan er samkomulag við Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands sem höfðu áhyggjur af sjónmengun á svæðinu. Innlent 23.10.2005 15:00 Barin fyrir að kvarta undan látum Kona á sjötugsaldri varð fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum eftir að hún hafði kvartað undan partílátum og næturhávaða aðfararnótt sunnudags. Innlent 23.10.2005 15:00 Enn ekki skipað í Hæstaréttardóm Enn hefur dómurinn sem fjalla mun um Baugsmálið í Hæstarétti ekki verið skipaður, en það verður gert á allra næstu dögum, að sögn skrifstofustjóra Hæstaréttar. Það er forseti Hæstaréttar, Markús Sigurbjörnsson, sem ákveður hversu fjölmennur dómurinn skuli vera og hverjir skipi hann. Innlent 23.10.2005 15:00 Gera við rafmagnsstaura í dag Starfsmenn RARIK á Vesturlandi bíða þess nú að komast upp á Fróðárheiði í birtingu til þess að gera við rafmangnsstaura sem brotnuðu í veðurofsanum á Snæfellsnesi í gærmorgun. Vegna slæmra veðurskilyrða, ísingar og mikillar veðurhæðar reyndist ekki unnt að gera við bilunina í gær. Á meðan er íbúum í Ólafsvík, á Hellisandi og Rifi séð fyrir rafmagni með dísilvélum. Innlent 23.10.2005 15:00 Þurfti ekki aðstoð Morgunblaðsins Jón Gerald Sullenberger segist hafa haft efni á því að greiða fyrir þýðingu á skjali sem Morgunblaðið þýddi fyrir hann ókeypis. Hann hafi ekki þurft á fjárhagslegri aðstoð Morgunblaðsins að halda. Innlent 23.10.2005 15:00 Sjálfstæðir leikskólar fullmannaði "Vandamál við að manna leikskólana okkar eru óþekkt og enginn þeirra hefur staðið frammi fyrir því að þurfa að loka deildum," segir Margrét Pála Ólafsdóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla. Samtök sjálfstæðra skóla eru regnhlífarsamtök sjálfstætt rekinna leik- og grunnskóla. Innlent 23.10.2005 15:00 Akureyri, Ísafjörður, Egilsstaðir Stýrihópur um framtíðarskiplag í Vatnsmýrinni hefur uppi áform um að halda kynningarfundi á Ísafirði, Akureyri og Egilstöðum um hugsanlegan flutning Reykjavíkurflugvallar. Stefnt er að því að kynna málið fyrir notendum utan höfuðborgarsvæðisins. Fundina stendur til að halda í lok október. Innlent 23.10.2005 15:00 Vill sérstök viðbrögð Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur skipað Póst- og fjarskiptastofnun að bregðast sérstaklega við vegna frétta í Fréttablaðinu sem byggja á skjölum sem blaðið hefur komist yfir. Innlent 23.10.2005 15:00 Ekki einhugur um sameiningu Bæði bæjarstjórn Hafnarfjarðar og hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps hvetja íbúa sína til að taka þátt í kosningum um sameiningu þessara sveitarfélaga 8. október. Ekki ríkir þó einhugur um væntanlega sameiningu hjá hreppsnefnd Vatnleysustrandarhrepps. Innlent 23.10.2005 15:00 Vöruskiptahalli eykst enn Vöruskiptahalli við útlönd nam 11,8 milljörðum króna í ágústmánuði og jókst um sex milljarða frá sama tímabiliu í fyrra. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Fluttar út vörur fyrir 14,2 milljarða króna og inn fyrir 25,9 milljarða króna. Þetta þýðir að halli á vöruviðskiptum við útlönd fyrstu átta mánuði ársins nemur nú 59,2 milljörðum en hann var 24,8 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Viðskipti innlent 23.10.2005 15:00 Loka skóla vegna Danmerkurferðar Skólastarf liggur niðri í Nesskóla á Neskaupstað fram á þriðjudag meðan skólastjóri og flestir kennarar fara í fræðslu- og skemmtiferð til Esbjerg í Danmörku. Ólafur H. Sigurðsson skólastjóri segir tilganginn með ferðinni tvíþættan, annars vegar að kynna sér skólastarfið í Esbjerg, hins vegar sé þetta í og með skemmtiferð fyrir kennarana. Innlent 23.10.2005 15:00 Sigríður Anna samstarfsráðherra Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra er orðin samstarfsráðherra Norðurlanda og tekur við því starfi af Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Fyrsta verkefni Sigríðar Önnu verður að funda með samstarfsráðherrum Norðurlandanna vegna Norðurlandaráðsþings sem haldið verður í Reykjavík undir lok næsta mánaðar. Innlent 23.10.2005 15:00 Vill kosningabandalag á Ísafirði Vinstri - grænir á Ísafirði vilja bjóða fram sameiginlegan lista með Samfylkingunni og Frjálslynda flokknum við bæjarstjórnarkosningar næsta vor. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður Vinstri - grænna á Ísafirði, segir það mat Vinstri - grænna að sameiginlegt framboð hefði möguleika á að ná meirihluta í bæjarstjórn, en í dag mynda Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur meirihluta í bæjarstjórn. Innlent 23.10.2005 15:00 Kveiktu í gámum í Eyjum Ungir drengir kveiktu í óvitaskap í tveimur gámum í Vestmannaeyjum í gær með þeim afleiðingum að ýmis búnaður frjálsíþróttafélagsins Óðins, sem var í öðrum gámnum, stórskemmdist. Ekkert tjón varð í hinum gámnum. Drengirnir forðuðu sér en í gærkvöldi kom hið sanna í ljós og var rætt við foreldra drengjanna sem eru fullir iðrunar. Innlent 23.10.2005 15:00 Bolli endurkjörinn formaður Bolli Thoroddsen var í gærkvöld endurkjörinn formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, til eins árs. Bolli hlaut 528 atkvæði en mótframbjóðandi hans Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson fékk 458 atkvæði. Tæplega ellefu hundruð félagsmenn greiddu atkvæði á aðalfundinum í gærkvöldi sem Heimdellingar segja þann fjölmennasta í sögu félagsins. Innlent 23.10.2005 15:00 Yfirfullur Landsspítali "Það er mjög erfitt ástand um þessar mundir því við stjórnum ekki aðstreymi sjúklinga," segir Magnús Pétursson, forstjóri Landsspítala-Háskólasjúkrahúss. "Bæði er verið að taka á móti bráðveiku fólki en líka fólki sem hefur verið á biðlistum. Þetta er háannatími og það leiðir til þess að spítalinn er yfirfullur og rúmlega það." Innlent 23.10.2005 15:00 Ekki meiri vöruskiptahalli í 10 ár Gríðarlegur innflutningur og gengi krónunnar hefur leitt til þess að Íslendingum hefur tekist að slá nýtt met í vöruskiptahalla við útlönd sé miðað við undanfarin tíu ár. Innlent 23.10.2005 15:00 Skoðar ekki hæfi Halldórs Umboðsmaður Alþingis segist ekki ætla að skoða að eigin frumkvæði hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra vegna sölu ríkisins á Búnaðarbankanum. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi höfðu sent umboðsmanni erindi þar sem hann var hvattur til að kanna hæfi Halldórs í tengslum við sölu bankans. Innlent 23.10.2005 15:00 Óvíst hvort skútu verður bjargað Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort reyna á að bjarga skútunni Vamos sem nú rekur stjórnlaust í vonskuveðri um 160-170 kílómetra frá Straumnesi norðvestur af Vestfjörðum. Kristján Þ. Jónsson hjá Landhelgisgæslunni sagði að vonskuveður væri á þessu svæði sem er innan grænlenskrar lögsögu en þó innan leitar- og björgunarsvæðis Landhelgisgæslunnar. Innlent 23.10.2005 15:00 Baugur undirbýr skaðabótamál Stjórnendur Baugs Group undirbúa skaðabótamál og ætla að kanna hvort efni sé til opinberrar rannsóknar á gerðum fimm einstaklinga vegna aðdraganda Baugsmálsins. Þetta eru þau Styrmir Gunnarsson, Jónína Benediktsdóttir, Jón Gerald Sullenberger, Jón Steinar Gunnlaugsson og Kjartan Gunnarsson. Innlent 23.10.2005 15:00 Athuga ástæðu til rannsóknar Stjórnendur Baugs Group undirbúa skaðabótamál og ætla að kanna hvort efni sé til opinberrar rannsóknar á gerðum fimm einstaklinga vegna aðdraganda Baugsmálsins. Innlent 23.10.2005 15:00 Bregðist við fréttum Fréttablaðs Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur skipað Póst- og fjarskiptastofnun að bregðast sérstaklega við vegna frétta <em>Fréttablaðsins</em> sem byggja á tölvupóstum sem það hefur komist yfir. Stofnunin hefur eftirlit með fjarskiptafyrirtækjum og starfsmönnum þeirra. Sturla segir í bréfi sem hann hefur ritað stofnuninni að tölvupóstur og önnur gögn um einkamálefni fólks njóti ríkrar verndar í stjórnarskrá og fjarskiptalögum. Innlent 23.10.2005 15:00 Dregur úr bjartsýni landsmanna Nokkuð hefur dregið úr bjartsýni landsmanna á þróun efnahagsmála samkvæmt væntingavísitölu Gallup, mánuði eftir að hún mældist hæst síðan farið var að reikna út vísitöluna í mars árið 2001. Einkum hefur dregið úr bjartsýni fólks á hvernig efnahagurinn verður eftir hálft ár og tiltrú fólks á efnahagslífinu. Eftir sem áður eru þó fleiri bjartsýnir á framtíðina en svartsýnir. Innlent 23.10.2005 15:00 Skortur á skiptiborðum á salernum Einungis einn söluskáli við þjóðveg eitt býður upp á aðstöðu til umönnunnar ungbarna á karlasnyrtingu. Þetta kemur fram í könnun sem Jafnréttisráð og félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri stóðu að á nýliðnu sumri. Innlent 23.10.2005 15:00 Rúmt tonn af rusli Frá hverri fimm manna fjölskyldu í Reykjavík kemur rúmt tonn af rusli á hverju ári. Borgaryfirvöld kynntu í dag sérstakt átak sitt í umhverfismálum, eða vitundarvakningu eins og það er kallað. Innlent 23.10.2005 15:00 Nýr varafréttastjóri Þórir Guðmundsson var í gær ráðinn varafréttastjóri Stöðvar 2. Hann mun stýra gæða- og þróunarstarfi á fréttastofunni auk þess að flytja erlendar fréttir. Innlent 23.10.2005 15:00 « ‹ ›
Bæjarstjórn styður sameiningu Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir stuðningi sínum við sameiningu Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandarhrepps í kosningum 8. október í tilkynningu sem hún sendir frá sér í dag. Þá hvetur bæjarstjórnin íbúa í Hafnarfirði til að kynna sér vel þær upplýsingar sem liggja fyrir og jafnframt að taka þátt í kosningunum. Innlent 23.10.2005 15:00
Bolli endurkjörinn formaður Bolli Thoroddsen var á þriðjudaginn endurkjörinn formaður Heimdallar á aðalfundi félagsins. Yfir þúsund manns greiddu atkvæði á fundinum, sem mun vera sá fjölmennasti í sögu félagsins. Innlent 23.10.2005 15:00
Einkabílar stærri og kraftmeiri Einkabílum í Reykjavík hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár og mun hraðar en Reykvíkingum. Árið 2004 voru í borginni um 610 bílar á hverja þúsund íbúa, samanborið við 463 bíla árið 1996. "Það eru mörk sem eru miklu nær Norður-Ameríku en Norðurlöndunum," segir Hjalti J. Guðmundsson, yfirmaður Staðardagskrár 21. Innlent 23.10.2005 15:00
Sjötug kona beitt ofbeldi Kona á sjötugsaldri varð fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum aðfarafótt sunnudags eftir að hafa kvartað undan hávaða hjá nágrönnum. Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum er atburðarásin óljós, en konan virðist hafa bankað upp á í íbúðinni fyrir ofan hennar og gert athugasemdir við gleðskapinn. Innlent 23.10.2005 15:00
Háspennulína lögð í jörð Hitaveita Suðurnesja mun að öllum líkindum grafa rafstreng frá Reykjanesvirkjun í jörðu, en það kostar ríflega fimmfalt meira en að leggja loftlínu. Ástæðan er samkomulag við Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands sem höfðu áhyggjur af sjónmengun á svæðinu. Innlent 23.10.2005 15:00
Barin fyrir að kvarta undan látum Kona á sjötugsaldri varð fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum eftir að hún hafði kvartað undan partílátum og næturhávaða aðfararnótt sunnudags. Innlent 23.10.2005 15:00
Enn ekki skipað í Hæstaréttardóm Enn hefur dómurinn sem fjalla mun um Baugsmálið í Hæstarétti ekki verið skipaður, en það verður gert á allra næstu dögum, að sögn skrifstofustjóra Hæstaréttar. Það er forseti Hæstaréttar, Markús Sigurbjörnsson, sem ákveður hversu fjölmennur dómurinn skuli vera og hverjir skipi hann. Innlent 23.10.2005 15:00
Gera við rafmagnsstaura í dag Starfsmenn RARIK á Vesturlandi bíða þess nú að komast upp á Fróðárheiði í birtingu til þess að gera við rafmangnsstaura sem brotnuðu í veðurofsanum á Snæfellsnesi í gærmorgun. Vegna slæmra veðurskilyrða, ísingar og mikillar veðurhæðar reyndist ekki unnt að gera við bilunina í gær. Á meðan er íbúum í Ólafsvík, á Hellisandi og Rifi séð fyrir rafmagni með dísilvélum. Innlent 23.10.2005 15:00
Þurfti ekki aðstoð Morgunblaðsins Jón Gerald Sullenberger segist hafa haft efni á því að greiða fyrir þýðingu á skjali sem Morgunblaðið þýddi fyrir hann ókeypis. Hann hafi ekki þurft á fjárhagslegri aðstoð Morgunblaðsins að halda. Innlent 23.10.2005 15:00
Sjálfstæðir leikskólar fullmannaði "Vandamál við að manna leikskólana okkar eru óþekkt og enginn þeirra hefur staðið frammi fyrir því að þurfa að loka deildum," segir Margrét Pála Ólafsdóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla. Samtök sjálfstæðra skóla eru regnhlífarsamtök sjálfstætt rekinna leik- og grunnskóla. Innlent 23.10.2005 15:00
Akureyri, Ísafjörður, Egilsstaðir Stýrihópur um framtíðarskiplag í Vatnsmýrinni hefur uppi áform um að halda kynningarfundi á Ísafirði, Akureyri og Egilstöðum um hugsanlegan flutning Reykjavíkurflugvallar. Stefnt er að því að kynna málið fyrir notendum utan höfuðborgarsvæðisins. Fundina stendur til að halda í lok október. Innlent 23.10.2005 15:00
Vill sérstök viðbrögð Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur skipað Póst- og fjarskiptastofnun að bregðast sérstaklega við vegna frétta í Fréttablaðinu sem byggja á skjölum sem blaðið hefur komist yfir. Innlent 23.10.2005 15:00
Ekki einhugur um sameiningu Bæði bæjarstjórn Hafnarfjarðar og hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps hvetja íbúa sína til að taka þátt í kosningum um sameiningu þessara sveitarfélaga 8. október. Ekki ríkir þó einhugur um væntanlega sameiningu hjá hreppsnefnd Vatnleysustrandarhrepps. Innlent 23.10.2005 15:00
Vöruskiptahalli eykst enn Vöruskiptahalli við útlönd nam 11,8 milljörðum króna í ágústmánuði og jókst um sex milljarða frá sama tímabiliu í fyrra. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Fluttar út vörur fyrir 14,2 milljarða króna og inn fyrir 25,9 milljarða króna. Þetta þýðir að halli á vöruviðskiptum við útlönd fyrstu átta mánuði ársins nemur nú 59,2 milljörðum en hann var 24,8 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Viðskipti innlent 23.10.2005 15:00
Loka skóla vegna Danmerkurferðar Skólastarf liggur niðri í Nesskóla á Neskaupstað fram á þriðjudag meðan skólastjóri og flestir kennarar fara í fræðslu- og skemmtiferð til Esbjerg í Danmörku. Ólafur H. Sigurðsson skólastjóri segir tilganginn með ferðinni tvíþættan, annars vegar að kynna sér skólastarfið í Esbjerg, hins vegar sé þetta í og með skemmtiferð fyrir kennarana. Innlent 23.10.2005 15:00
Sigríður Anna samstarfsráðherra Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra er orðin samstarfsráðherra Norðurlanda og tekur við því starfi af Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Fyrsta verkefni Sigríðar Önnu verður að funda með samstarfsráðherrum Norðurlandanna vegna Norðurlandaráðsþings sem haldið verður í Reykjavík undir lok næsta mánaðar. Innlent 23.10.2005 15:00
Vill kosningabandalag á Ísafirði Vinstri - grænir á Ísafirði vilja bjóða fram sameiginlegan lista með Samfylkingunni og Frjálslynda flokknum við bæjarstjórnarkosningar næsta vor. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður Vinstri - grænna á Ísafirði, segir það mat Vinstri - grænna að sameiginlegt framboð hefði möguleika á að ná meirihluta í bæjarstjórn, en í dag mynda Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur meirihluta í bæjarstjórn. Innlent 23.10.2005 15:00
Kveiktu í gámum í Eyjum Ungir drengir kveiktu í óvitaskap í tveimur gámum í Vestmannaeyjum í gær með þeim afleiðingum að ýmis búnaður frjálsíþróttafélagsins Óðins, sem var í öðrum gámnum, stórskemmdist. Ekkert tjón varð í hinum gámnum. Drengirnir forðuðu sér en í gærkvöldi kom hið sanna í ljós og var rætt við foreldra drengjanna sem eru fullir iðrunar. Innlent 23.10.2005 15:00
Bolli endurkjörinn formaður Bolli Thoroddsen var í gærkvöld endurkjörinn formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, til eins árs. Bolli hlaut 528 atkvæði en mótframbjóðandi hans Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson fékk 458 atkvæði. Tæplega ellefu hundruð félagsmenn greiddu atkvæði á aðalfundinum í gærkvöldi sem Heimdellingar segja þann fjölmennasta í sögu félagsins. Innlent 23.10.2005 15:00
Yfirfullur Landsspítali "Það er mjög erfitt ástand um þessar mundir því við stjórnum ekki aðstreymi sjúklinga," segir Magnús Pétursson, forstjóri Landsspítala-Háskólasjúkrahúss. "Bæði er verið að taka á móti bráðveiku fólki en líka fólki sem hefur verið á biðlistum. Þetta er háannatími og það leiðir til þess að spítalinn er yfirfullur og rúmlega það." Innlent 23.10.2005 15:00
Ekki meiri vöruskiptahalli í 10 ár Gríðarlegur innflutningur og gengi krónunnar hefur leitt til þess að Íslendingum hefur tekist að slá nýtt met í vöruskiptahalla við útlönd sé miðað við undanfarin tíu ár. Innlent 23.10.2005 15:00
Skoðar ekki hæfi Halldórs Umboðsmaður Alþingis segist ekki ætla að skoða að eigin frumkvæði hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra vegna sölu ríkisins á Búnaðarbankanum. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi höfðu sent umboðsmanni erindi þar sem hann var hvattur til að kanna hæfi Halldórs í tengslum við sölu bankans. Innlent 23.10.2005 15:00
Óvíst hvort skútu verður bjargað Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort reyna á að bjarga skútunni Vamos sem nú rekur stjórnlaust í vonskuveðri um 160-170 kílómetra frá Straumnesi norðvestur af Vestfjörðum. Kristján Þ. Jónsson hjá Landhelgisgæslunni sagði að vonskuveður væri á þessu svæði sem er innan grænlenskrar lögsögu en þó innan leitar- og björgunarsvæðis Landhelgisgæslunnar. Innlent 23.10.2005 15:00
Baugur undirbýr skaðabótamál Stjórnendur Baugs Group undirbúa skaðabótamál og ætla að kanna hvort efni sé til opinberrar rannsóknar á gerðum fimm einstaklinga vegna aðdraganda Baugsmálsins. Þetta eru þau Styrmir Gunnarsson, Jónína Benediktsdóttir, Jón Gerald Sullenberger, Jón Steinar Gunnlaugsson og Kjartan Gunnarsson. Innlent 23.10.2005 15:00
Athuga ástæðu til rannsóknar Stjórnendur Baugs Group undirbúa skaðabótamál og ætla að kanna hvort efni sé til opinberrar rannsóknar á gerðum fimm einstaklinga vegna aðdraganda Baugsmálsins. Innlent 23.10.2005 15:00
Bregðist við fréttum Fréttablaðs Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur skipað Póst- og fjarskiptastofnun að bregðast sérstaklega við vegna frétta <em>Fréttablaðsins</em> sem byggja á tölvupóstum sem það hefur komist yfir. Stofnunin hefur eftirlit með fjarskiptafyrirtækjum og starfsmönnum þeirra. Sturla segir í bréfi sem hann hefur ritað stofnuninni að tölvupóstur og önnur gögn um einkamálefni fólks njóti ríkrar verndar í stjórnarskrá og fjarskiptalögum. Innlent 23.10.2005 15:00
Dregur úr bjartsýni landsmanna Nokkuð hefur dregið úr bjartsýni landsmanna á þróun efnahagsmála samkvæmt væntingavísitölu Gallup, mánuði eftir að hún mældist hæst síðan farið var að reikna út vísitöluna í mars árið 2001. Einkum hefur dregið úr bjartsýni fólks á hvernig efnahagurinn verður eftir hálft ár og tiltrú fólks á efnahagslífinu. Eftir sem áður eru þó fleiri bjartsýnir á framtíðina en svartsýnir. Innlent 23.10.2005 15:00
Skortur á skiptiborðum á salernum Einungis einn söluskáli við þjóðveg eitt býður upp á aðstöðu til umönnunnar ungbarna á karlasnyrtingu. Þetta kemur fram í könnun sem Jafnréttisráð og félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri stóðu að á nýliðnu sumri. Innlent 23.10.2005 15:00
Rúmt tonn af rusli Frá hverri fimm manna fjölskyldu í Reykjavík kemur rúmt tonn af rusli á hverju ári. Borgaryfirvöld kynntu í dag sérstakt átak sitt í umhverfismálum, eða vitundarvakningu eins og það er kallað. Innlent 23.10.2005 15:00
Nýr varafréttastjóri Þórir Guðmundsson var í gær ráðinn varafréttastjóri Stöðvar 2. Hann mun stýra gæða- og þróunarstarfi á fréttastofunni auk þess að flytja erlendar fréttir. Innlent 23.10.2005 15:00