Innlent Samþykktu kjarasamning Nýr kjarasamningur milli SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu og SFH - Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu var samþykktur í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna SFR. Talning atkvæða fór fram síðastliðinn mánudag. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var um 56%. Já sögðu 71% en nei sögðu 28%. Innlent 23.10.2005 15:00 Bræla víða við strendur landsins Bræla er víðast hvar við strendur landsins og sárafá skip á sjó. Nokkrir bátar, sem héldu í róður frá Norðurlandi í morgun, sneru við vegna óveðurs og spáin er afleit þegar líður á daginn. Ekki er vitað um nein óhöpp á sjónum þrátt fyrir veðrið. Innlent 23.10.2005 15:00 Gagnrýnir fyrningu Formaður Lögmannafélags Íslands, Helgi Jóhannesson hæstaréttarlögmaður, segir mjög baglegt ef sakir fyrnist í málum sem til rannsóknar eru hjá yfirvöldum vegna tafa á rannsóknum. Helgi segir það bagalegt fyrir hvort tveggja fórnarlömb brota og ekki síst fyrir meinta sakamenn ef mál fyrnist í meðförum lögreglu, eins og nú sé raunin í máli Lífeyrissjóðs Austurlands. Innlent 23.10.2005 15:00 Víða hált á vegum Hálka er á heiðum og sums staðar einnig á láglendi á Norðurlandi og snjóþekja með ströndinni á Norðausturlandi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hálkublettir eru á Fróðarheiði og Holtavörðuheiði og í Bröttubrekku. Hálka og hálkublettir eru á vestfirskum fjallavegum og einhver hálka á velflestum heiðum á Norðaustur- og Austurlandi. Innlent 23.10.2005 15:00 Hestasundlaug nauðsyn Það bráðvantar hestasundlaug hér á landi. Þetta hljómar kannski eins og grín en hestamönnum er dauðans alvara. Reykjavíkurborg mun væntanlega breyta deiliskipulagi í Víðidal svo þar megi gera eina slíka. Innlent 23.10.2005 15:00 Greiddi 226 þúsund fyrir fæðingu Hjónum á Akureyri var gert að greiða tæpar 226 þúsund krónur fyrir fæðingarhjálp á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Konan er frá Filippseyjum og er enn utan almannatryggingakerfisins. Tryggingafélag neitar að greiða kostnaðinn. Innlent 23.10.2005 15:00 Baugsmál: Búið að skipa dómara Fimm dómarar munu fjalla um Baugsmálið þegar frávísun Héraðsdóms í málinu verður tekin fyrir í Hæstarétti. Dómararnir eru Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Innlent 23.10.2005 15:00 Skandall á Bifröst Rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst hefur áminnt sex nemendur skólans fyrir að halda úti heimasíðu þar sem dreift var óhróðri um aðra nemendur. Heimasíðunni hafði verið haldið úti um nokkurt skeið og bar heitið skandalar. Þar var aðfinna slúður og fleira um aðra nemendur skólans. Upplýsingafulltrúi skólafélagsins á Bifröst var meðal þeirra sem hélt úti síðunni, og sagði hann af sér í kjölfarið á áminningunni. Innlent 23.10.2005 15:00 Vodafone býður nú Mobile Connect Og Vodafone hefur hafið sölu á Vodafone Mobile Connect, gagnaflutningskorti, fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Gagnaflutningskortið býr yfir SIM korti sem gerir fartölvunotendum mögulegt að tengjast Netinu þráðlaust, óháð stað og stund. Með þessum hætti getur fólk ávallt haft aðgang að þeim gögnum og hugbúnaði sem á þarf að halda. Innlent 23.10.2005 15:00 Sakarefni hafa fyrnst Hluti sakarefna í málum Lífeyrissjóðs Austurlands hefur fyrnst í meðförum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á síðustu mánuðum, samkvæmt svörum embættisins til fjögurra sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði Austurlands sem kærðu fyrrverandi stjórn, framkvæmdastjóra og endurskoðanda sjóðsins fyrir ólöglega meðferð á fjármunum sjóðsins. Innlent 23.10.2005 15:00 Skýr skilaboð Umboðsmanns Forsætisráðherra telur að ákvörðun umboðsmanns Alþingis um að kanna ekki hæfi hans við sölu Búnaðarbankans feli í sér skilaboð til stjórnarandstöðunnar um að grafa stríðsöxina. Hann segir að þau atriði sem umboðsmaður hafi spurt um séu þegar til skoðunar í ráðuneytinu. Innlent 23.10.2005 16:58 Morgunblaðið birti einkapósta Einkatölvupóstar Össurar Skarphéðinssonar og Gunnlaugs Sigmundssonar hafa birst án þeirra samþykkis á síðum Morgunblaðsins. Blaðið birti jafnframt bréfaskipti Norðurljósa og Landsbankans vegna fjárhagsstöðu Norðurljósa. Ritstjóri Morgunblaðsins hefur undanfarið gagnrýnt Fréttablaðið fyrir að birta tölvupósta manna. </font /></b /> Innlent 23.10.2005 15:00 Fiskistofa flytur í Hafnarfjörð Eitt síðasta verk Árna Mathiesen fráfarandi sjávarútvegsráðherra var að flytja Fiskistofu í heimabæ sinn Hafnarfjörð. Innlent 23.10.2005 15:00 Seldu til fagfjárfesta í BNA Íslandsbanki gekk í dag frá samningi um skuldabréfaútgáfur fyrir rúmlega 1 milljarð bandaríkjadollara, sem jafngildir um 66 milljörðum íslenskra króna. Um 40% útgáfanna voru seld til bandarískra langtímafjárfesta og er þetta í fyrsta sinn sem íslenskur banki selur skuldabréf til bandarískra fagfjárfesta. Innlent 23.10.2005 15:00 Látið verði af tortryggni Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis sjái ekki forsendu til þess að kanna hæfi hans við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum, sé orðið tímabært að stjórnarandstaðan láti af tortryggni sinni í garð hans og að þau atriði sem umboðsmaður spyrji um séu nú þegar til athugunar í ráðuneytinu. Innlent 23.10.2005 15:00 Sextán ára fangelsi staðfest Hæstiréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms frá því í mars yfir Hákoni Eydal, banamanni Sri Rahmawati. Hákon skal sæta fangelsi í sextán ár fyrir morð á fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður. Innlent 23.10.2005 15:00 Íbúðaverð yfir meðallagi Evrópu Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu virðist vera komið vel yfir meðallag íbúðaverðs í helstu höfuðborgum Evrópu. Þá býr rífur meirihluti landsmanna í eigin húsnæði ólíkt því sem gerist í Sviss. Innlent 23.10.2005 15:00 Umræðu ekki lokið Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir umræðuna um einkavæðinguna og hvernig að henni hafi verið staðið ekki lokið. Halldór Ásgrímsson sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, að í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis sjái ekki forsendu til þess að kanna hæfi hans við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum, sé orðið tímabært að stjórnarandstaðan láti af tortryggni sinni í garð hans. Innlent 23.10.2005 15:00 Sátt um Bílanaustsreit Borgarráð samþykkti í gær breytingu á deiliskipulagi Bílanaustsreitsins. Vegna deilna við íbúa í nærliggjandi hverfum hefur orðið töf á samþykkt deiliskipulagsins. Nú hefur verið ákveðið, í samráði við íbúa, að um 230-270 íbúðir muni rísa á reitnum. Innlent 23.10.2005 15:00 Barnahús opnað í Svíþjóð Fyrsta Barnahúsið í Svíþjóð verður opnað í Linköping á morgun með formlegri athöfn að viðstaddri Silvíu drottningu. Svíar hafa sótt fyrirmyndina til Íslands og að því er fram kemur í tilkynningu frá Barnahúsi hefur Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, verið boðið að vera viðstaddur opnunarathöfina ásamt sendiherra Íslands í Stokkhólmi. Erlent 23.10.2005 15:00 Íbúðaverð vel yfir meðallagi Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu er komið vel yfir meðallag íbúðaverðs í helstu höfuðborgum Evrópu. Í franskri könnun, sem reyndar nær ekki til Íslands, kemur í ljós að meðalverð íbúðarhúsnæðis er hæst í Lúxemborg, eða 35 milljónir króna, og næsthæst í Bern í Sviss, 31,5 milljónir. Samkvæmt fasteignamatinu hér er meðalverðið 22 til 23 milljónir en aðeins rúmar 14 milljónir í Aþenu og tæpar 14 milljónir í Brussel í Belgíu, svo nokkur dæmi séu tekin. Erlent 23.10.2005 15:00 Kornakrar fallnir víða um land Kornakrar féllu víðast á Norðurlandi og nokkuð á Vesturlandi í hretinu síðustu daga. Bændur stefna þó að því að reyna að þreskja það fyrir því, þó það taki mun meiri tíma. Tíðarfarið hefur verið erfitt fyrir kornbændur í þessum landshlutum í sumar. Innlent 23.10.2005 15:00 Geir hættir í stjórnarskrárnefnd Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur að ósk Geirs H. Haarde leyst hann undan skyldum sínum í stjórnarskrárnefnd. Í stað Geirs tekur Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, sæti í stjórnarskrárnefndinni. Geir tók í gær við starfi utanríkisráðherra þegar Davíð Oddsson hætti í ríkisstjórn eftir fjórtán ára ráðherratíð. Innlent 23.10.2005 15:00 Fordæmir vinnubrögð lögreglu Femínistafélag Íslands átelur vinnubrögð lögreglunnar í Reykjavík sem urðu til þess að saksóknari ákvað að láta niður falla mál þriggja manna sem sakaðir voru um hópnauðgun. Innlent 23.10.2005 15:00 Þórhallur ráðinn til Sjónvarpsins Þórhallur Gunnarsson hefur verið ráðinn ritstjóri nýs dægurmálaþáttar í Sjónvarpinu sem hefur haft vinnuheitið Opið hús og verður á dagskrá á eftir kvöldfréttum. Þórhallur, sem hefur unnið við Ísland í dag á Stöð 2 undanfarin misseri, kemur í stað Loga Bergmanns Eiðssonar sem flutti sig yfir á Stöð 2 í gær. Innlent 23.10.2005 15:00 Hótelherbergjum fjölgar um 38% Hótelherbergjum í Reykjavík mun fjölga um rúmlega 800 á næstu fjórum árum, ef fram heldur sem horfir, eða um þrjátíu og átta prósent. Þar vegur þyngst 400 herbergja fimm stjörnu hótel sem gert er ráð fyrir að opni árið 2009 í tengslum við nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsið. Innlent 23.10.2005 15:00 Ketamín einnig notað hér á landi Ketamín, staðdeyfilyf fyrir hesta sem Sky-sjónvarpsstöðin greindi í dag frá að sé notað á breskum næturklúbbum sem vímugjafi, hefur borist hingað til lands á síðustu árum í nokkrum mæli að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnalögreglunnar í Reykjavík Innlent 23.10.2005 15:00 Guðmundur bæjarstjóri á Akranesi Guðmundur Páll Jónsson tekur við starfi bæjarstjóra á Akranesi 1. nóvember næstkomandi, þetta var ákveðið á bæjarstjórnarfundi í gær. Guðmundur leysir Gísla Gíslason sem verið hefur bæjarstjóri í átján ár af hólmi en Gísli verður hafnarstjóri Faxaflóahafna sem reka hafnirnar í Reykjavík, Borgarnesi, á Akranesi og Grundartanga. Guðmundur Páll hefur setið í bæjarstjórn Akraness fyrir Framsóknarflokkinn frá árinu 1994, síðasta árið sem formaður bæjarstjórnar. Innlent 23.10.2005 15:00 Enn vantar starfsfólk Foreldrar þurfa bara að standa sína plikt. Þetta voru svörin sem foreldrar barna í leikskólanum Laufskálum í Grafarvogi fengu hjá borgarfulltrúum í gærkvöld. Innlent 23.10.2005 15:00 Skuldaaukning upp á 240 milljarða Heildarútlán bankakerfisins hafa aukist um nær áttahundruð og fimmtíu milljarða króna á einu ári. Sú útlánaaukning jafngildir nær þreföldum fjárlögum íslenska ríkisins. Innlent 23.10.2005 15:00 « ‹ ›
Samþykktu kjarasamning Nýr kjarasamningur milli SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu og SFH - Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu var samþykktur í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna SFR. Talning atkvæða fór fram síðastliðinn mánudag. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var um 56%. Já sögðu 71% en nei sögðu 28%. Innlent 23.10.2005 15:00
Bræla víða við strendur landsins Bræla er víðast hvar við strendur landsins og sárafá skip á sjó. Nokkrir bátar, sem héldu í róður frá Norðurlandi í morgun, sneru við vegna óveðurs og spáin er afleit þegar líður á daginn. Ekki er vitað um nein óhöpp á sjónum þrátt fyrir veðrið. Innlent 23.10.2005 15:00
Gagnrýnir fyrningu Formaður Lögmannafélags Íslands, Helgi Jóhannesson hæstaréttarlögmaður, segir mjög baglegt ef sakir fyrnist í málum sem til rannsóknar eru hjá yfirvöldum vegna tafa á rannsóknum. Helgi segir það bagalegt fyrir hvort tveggja fórnarlömb brota og ekki síst fyrir meinta sakamenn ef mál fyrnist í meðförum lögreglu, eins og nú sé raunin í máli Lífeyrissjóðs Austurlands. Innlent 23.10.2005 15:00
Víða hált á vegum Hálka er á heiðum og sums staðar einnig á láglendi á Norðurlandi og snjóþekja með ströndinni á Norðausturlandi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hálkublettir eru á Fróðarheiði og Holtavörðuheiði og í Bröttubrekku. Hálka og hálkublettir eru á vestfirskum fjallavegum og einhver hálka á velflestum heiðum á Norðaustur- og Austurlandi. Innlent 23.10.2005 15:00
Hestasundlaug nauðsyn Það bráðvantar hestasundlaug hér á landi. Þetta hljómar kannski eins og grín en hestamönnum er dauðans alvara. Reykjavíkurborg mun væntanlega breyta deiliskipulagi í Víðidal svo þar megi gera eina slíka. Innlent 23.10.2005 15:00
Greiddi 226 þúsund fyrir fæðingu Hjónum á Akureyri var gert að greiða tæpar 226 þúsund krónur fyrir fæðingarhjálp á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Konan er frá Filippseyjum og er enn utan almannatryggingakerfisins. Tryggingafélag neitar að greiða kostnaðinn. Innlent 23.10.2005 15:00
Baugsmál: Búið að skipa dómara Fimm dómarar munu fjalla um Baugsmálið þegar frávísun Héraðsdóms í málinu verður tekin fyrir í Hæstarétti. Dómararnir eru Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Innlent 23.10.2005 15:00
Skandall á Bifröst Rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst hefur áminnt sex nemendur skólans fyrir að halda úti heimasíðu þar sem dreift var óhróðri um aðra nemendur. Heimasíðunni hafði verið haldið úti um nokkurt skeið og bar heitið skandalar. Þar var aðfinna slúður og fleira um aðra nemendur skólans. Upplýsingafulltrúi skólafélagsins á Bifröst var meðal þeirra sem hélt úti síðunni, og sagði hann af sér í kjölfarið á áminningunni. Innlent 23.10.2005 15:00
Vodafone býður nú Mobile Connect Og Vodafone hefur hafið sölu á Vodafone Mobile Connect, gagnaflutningskorti, fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Gagnaflutningskortið býr yfir SIM korti sem gerir fartölvunotendum mögulegt að tengjast Netinu þráðlaust, óháð stað og stund. Með þessum hætti getur fólk ávallt haft aðgang að þeim gögnum og hugbúnaði sem á þarf að halda. Innlent 23.10.2005 15:00
Sakarefni hafa fyrnst Hluti sakarefna í málum Lífeyrissjóðs Austurlands hefur fyrnst í meðförum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á síðustu mánuðum, samkvæmt svörum embættisins til fjögurra sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði Austurlands sem kærðu fyrrverandi stjórn, framkvæmdastjóra og endurskoðanda sjóðsins fyrir ólöglega meðferð á fjármunum sjóðsins. Innlent 23.10.2005 15:00
Skýr skilaboð Umboðsmanns Forsætisráðherra telur að ákvörðun umboðsmanns Alþingis um að kanna ekki hæfi hans við sölu Búnaðarbankans feli í sér skilaboð til stjórnarandstöðunnar um að grafa stríðsöxina. Hann segir að þau atriði sem umboðsmaður hafi spurt um séu þegar til skoðunar í ráðuneytinu. Innlent 23.10.2005 16:58
Morgunblaðið birti einkapósta Einkatölvupóstar Össurar Skarphéðinssonar og Gunnlaugs Sigmundssonar hafa birst án þeirra samþykkis á síðum Morgunblaðsins. Blaðið birti jafnframt bréfaskipti Norðurljósa og Landsbankans vegna fjárhagsstöðu Norðurljósa. Ritstjóri Morgunblaðsins hefur undanfarið gagnrýnt Fréttablaðið fyrir að birta tölvupósta manna. </font /></b /> Innlent 23.10.2005 15:00
Fiskistofa flytur í Hafnarfjörð Eitt síðasta verk Árna Mathiesen fráfarandi sjávarútvegsráðherra var að flytja Fiskistofu í heimabæ sinn Hafnarfjörð. Innlent 23.10.2005 15:00
Seldu til fagfjárfesta í BNA Íslandsbanki gekk í dag frá samningi um skuldabréfaútgáfur fyrir rúmlega 1 milljarð bandaríkjadollara, sem jafngildir um 66 milljörðum íslenskra króna. Um 40% útgáfanna voru seld til bandarískra langtímafjárfesta og er þetta í fyrsta sinn sem íslenskur banki selur skuldabréf til bandarískra fagfjárfesta. Innlent 23.10.2005 15:00
Látið verði af tortryggni Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis sjái ekki forsendu til þess að kanna hæfi hans við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum, sé orðið tímabært að stjórnarandstaðan láti af tortryggni sinni í garð hans og að þau atriði sem umboðsmaður spyrji um séu nú þegar til athugunar í ráðuneytinu. Innlent 23.10.2005 15:00
Sextán ára fangelsi staðfest Hæstiréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms frá því í mars yfir Hákoni Eydal, banamanni Sri Rahmawati. Hákon skal sæta fangelsi í sextán ár fyrir morð á fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður. Innlent 23.10.2005 15:00
Íbúðaverð yfir meðallagi Evrópu Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu virðist vera komið vel yfir meðallag íbúðaverðs í helstu höfuðborgum Evrópu. Þá býr rífur meirihluti landsmanna í eigin húsnæði ólíkt því sem gerist í Sviss. Innlent 23.10.2005 15:00
Umræðu ekki lokið Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir umræðuna um einkavæðinguna og hvernig að henni hafi verið staðið ekki lokið. Halldór Ásgrímsson sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, að í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis sjái ekki forsendu til þess að kanna hæfi hans við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum, sé orðið tímabært að stjórnarandstaðan láti af tortryggni sinni í garð hans. Innlent 23.10.2005 15:00
Sátt um Bílanaustsreit Borgarráð samþykkti í gær breytingu á deiliskipulagi Bílanaustsreitsins. Vegna deilna við íbúa í nærliggjandi hverfum hefur orðið töf á samþykkt deiliskipulagsins. Nú hefur verið ákveðið, í samráði við íbúa, að um 230-270 íbúðir muni rísa á reitnum. Innlent 23.10.2005 15:00
Barnahús opnað í Svíþjóð Fyrsta Barnahúsið í Svíþjóð verður opnað í Linköping á morgun með formlegri athöfn að viðstaddri Silvíu drottningu. Svíar hafa sótt fyrirmyndina til Íslands og að því er fram kemur í tilkynningu frá Barnahúsi hefur Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, verið boðið að vera viðstaddur opnunarathöfina ásamt sendiherra Íslands í Stokkhólmi. Erlent 23.10.2005 15:00
Íbúðaverð vel yfir meðallagi Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu er komið vel yfir meðallag íbúðaverðs í helstu höfuðborgum Evrópu. Í franskri könnun, sem reyndar nær ekki til Íslands, kemur í ljós að meðalverð íbúðarhúsnæðis er hæst í Lúxemborg, eða 35 milljónir króna, og næsthæst í Bern í Sviss, 31,5 milljónir. Samkvæmt fasteignamatinu hér er meðalverðið 22 til 23 milljónir en aðeins rúmar 14 milljónir í Aþenu og tæpar 14 milljónir í Brussel í Belgíu, svo nokkur dæmi séu tekin. Erlent 23.10.2005 15:00
Kornakrar fallnir víða um land Kornakrar féllu víðast á Norðurlandi og nokkuð á Vesturlandi í hretinu síðustu daga. Bændur stefna þó að því að reyna að þreskja það fyrir því, þó það taki mun meiri tíma. Tíðarfarið hefur verið erfitt fyrir kornbændur í þessum landshlutum í sumar. Innlent 23.10.2005 15:00
Geir hættir í stjórnarskrárnefnd Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur að ósk Geirs H. Haarde leyst hann undan skyldum sínum í stjórnarskrárnefnd. Í stað Geirs tekur Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, sæti í stjórnarskrárnefndinni. Geir tók í gær við starfi utanríkisráðherra þegar Davíð Oddsson hætti í ríkisstjórn eftir fjórtán ára ráðherratíð. Innlent 23.10.2005 15:00
Fordæmir vinnubrögð lögreglu Femínistafélag Íslands átelur vinnubrögð lögreglunnar í Reykjavík sem urðu til þess að saksóknari ákvað að láta niður falla mál þriggja manna sem sakaðir voru um hópnauðgun. Innlent 23.10.2005 15:00
Þórhallur ráðinn til Sjónvarpsins Þórhallur Gunnarsson hefur verið ráðinn ritstjóri nýs dægurmálaþáttar í Sjónvarpinu sem hefur haft vinnuheitið Opið hús og verður á dagskrá á eftir kvöldfréttum. Þórhallur, sem hefur unnið við Ísland í dag á Stöð 2 undanfarin misseri, kemur í stað Loga Bergmanns Eiðssonar sem flutti sig yfir á Stöð 2 í gær. Innlent 23.10.2005 15:00
Hótelherbergjum fjölgar um 38% Hótelherbergjum í Reykjavík mun fjölga um rúmlega 800 á næstu fjórum árum, ef fram heldur sem horfir, eða um þrjátíu og átta prósent. Þar vegur þyngst 400 herbergja fimm stjörnu hótel sem gert er ráð fyrir að opni árið 2009 í tengslum við nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsið. Innlent 23.10.2005 15:00
Ketamín einnig notað hér á landi Ketamín, staðdeyfilyf fyrir hesta sem Sky-sjónvarpsstöðin greindi í dag frá að sé notað á breskum næturklúbbum sem vímugjafi, hefur borist hingað til lands á síðustu árum í nokkrum mæli að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnalögreglunnar í Reykjavík Innlent 23.10.2005 15:00
Guðmundur bæjarstjóri á Akranesi Guðmundur Páll Jónsson tekur við starfi bæjarstjóra á Akranesi 1. nóvember næstkomandi, þetta var ákveðið á bæjarstjórnarfundi í gær. Guðmundur leysir Gísla Gíslason sem verið hefur bæjarstjóri í átján ár af hólmi en Gísli verður hafnarstjóri Faxaflóahafna sem reka hafnirnar í Reykjavík, Borgarnesi, á Akranesi og Grundartanga. Guðmundur Páll hefur setið í bæjarstjórn Akraness fyrir Framsóknarflokkinn frá árinu 1994, síðasta árið sem formaður bæjarstjórnar. Innlent 23.10.2005 15:00
Enn vantar starfsfólk Foreldrar þurfa bara að standa sína plikt. Þetta voru svörin sem foreldrar barna í leikskólanum Laufskálum í Grafarvogi fengu hjá borgarfulltrúum í gærkvöld. Innlent 23.10.2005 15:00
Skuldaaukning upp á 240 milljarða Heildarútlán bankakerfisins hafa aukist um nær áttahundruð og fimmtíu milljarða króna á einu ári. Sú útlánaaukning jafngildir nær þreföldum fjárlögum íslenska ríkisins. Innlent 23.10.2005 15:00