Innlent Rólegt hjá lögreglu í nótt Tiltölulega rólegt var hjá lögreglunni um land allt að öðru leyti á landinu í nótt en maður var þó stöðvaður grunaður um ölvun við akstur á Selfossi á fjórða tímanum í nótt. Innlent 23.10.2005 15:03 Rúta út af vegi Kalla þurfti á björgunarsveit þegar rúta með 50 grunnskólabörn frá Höfn í Hornafirði fór út af veginum við Oddsskarð, Eskifjarðarmegin, um tíuleytið í fyrrakvöld. Engin slys urðu á farþegunum. Innlent 23.10.2005 15:03 Meiri pening þarf í fæðingarorlof Sex milljarðarnir sem ætlaðir voru til að greiða foreldrum laun í fæðingarorlofi þetta árið duga ekki til. Farið er fram á 350 milljóna króna aukafjárveitingu í frumvarpi til fjáraukalaga og byggir sú beiðni á endurskoðaðri útgjaldaáætlun Fæðingarorlofssjóðs. Innlent 23.10.2005 15:03 1,3 milljónir söfnuðust 1,3 milljónir króna söfnuðust á vel heppnuðum styrktartónleikum sem voru haldnir fyrir strætóbílstjórann Björn Hafsteinsson sem missti báða fætur í alvarlegu bílslysi í lok ágúst. Innlent 23.10.2005 15:03 Stefnir í verkfall annað kvöld Viðræður um nýjan kjarasamning starfsmanna Akranesbæjar eru á viðkvæmu stigi segir Valdimar Þorvaldsson, formaður Starfsmannafélags Akraness. Innlent 23.10.2005 15:03 Eldur í Smáralind í nótt Eldur kom upp í plastdrasli við veitingastað Pizza Hut í Smáralind laust fyrir klukkan tvö í nótt. Öryggisverðir urðu varir við eldinn og náðu að slökkva hann áður en slökkvilið kom á staðinn. Innlent 23.10.2005 15:03 Gúmmíbátur vélarvana Lítill gúmmíbátur með tveimur mönnum um borð varð vélarvana um þrjá kílómetra suðvestur af Gróttu upp úr klukkan eitt í gær. Innlent 23.10.2005 15:03 Vill fimm milljónir Jónína Benediktsdóttir hefur stefnt Fréttablaðinu fyrir að birta upplýsingar upp úr einkatölvupósti sem Fréttablaðið hafði undir höndum. Innlent 23.10.2005 15:03 Fáir hafa kosið í Reykjanesbæ Kjörsókn vegna sameiningarkosninganna á Suðurnesjum hefur verið afar dræm í Reykjanesbæ. Klukkan þrjú höfðu 5,4 prósent íbúa kosið að sögn Ottós Jörgensens, formanns kjörstjórnar. Þá voru sex klukkutímar liðnir síðan kjörstaðir opnuðu. Rétt fyrir fjögur hafði hins vegar rúmur fjórðungur atkvæðabærra manna í Garðinum kosið. Innlent 23.10.2005 15:03 Ofstopafullar atlögur stjórnar Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, segist í grein á vef Bæjarins besta ekki geta orða bundist vegna yfirlýsingar stjórnar Félags framhaldsskólakennara sem hún kallar „ákæruskjal" gegn sér. Innlent 23.10.2005 16:58 Svipting ferðafrelsis ómannúðleg Rauði kross Íslands segir ómannúðlegt að svipta alla hælisleitendur ferðafrelsi, eins og hugmyndir eru uppi um, vegna þess að einhverjir glæpamenn kunni að misnota kerfið. Rauði krossinn mun lýsa áhyggjum sínum af þessu viðhorfi við stjórnvöld.</font /> Innlent 23.10.2005 15:03 Kosningaþáttaka misgóð í Eyjafirði Kosningaþátttaka í sameiningarkosningunum á Eyjafjarðarsvæðinu er misgóð eftir sveitarfélögum. Í stærsta sveitarfélaginu, Akureyri, er þáttakan minni en í sameiningarkosningunum 1993 en þá var hún 36 prósent. Innlent 23.10.2005 15:03 Eldur í Smáralind Allt tiltækt slökkvilið var kallað í Smáralind upp úr klukkan hálftvö í fyrrinótt eftir að tilkynnt var um að eldur hefði komið upp á veitingastaðnum Pizza Hut. Innlent 23.10.2005 15:03 Skallaði hurð Lögreglan í Reykjanesbæ handtók karlmann á þrítugsaldri í gærkvöldi en á honum fannst amfetamín og töflur sem taldar eru E-töflur að sögn lögreglunnar. Innlent 23.10.2005 15:03 Trúfélög fá 40 milljónir aukalega Þjóðkirkjan og önnur trúfélög fá fjörutíu og einni milljón króna meira í sóknargjöld frá ríkinu í ár en gert var ráð fyrir á fjárlögum ársins. Þar var gert ráð fyrir að sóknargjöld næmu sextán hundruð og þrjátíu milljónum króna. Innlent 23.10.2005 15:03 Ekki hjálparsveit til Pakistan Rauði Kross Íslands mun að öllum líkindum ekki senda hjálparsveitir til Pakistans. Þetta er vegna þess að pakistönsk stjórnvöld hafa ákveðið að þiggja hjálp frá þeim þjóðum sem hafa bein stjórnmálatengsl við landið. Hjálparsveitir fara frá Bretland, Japan og Þýskalandi til Pakistan í kvöld. Innlent 23.10.2005 16:58 Sameiningarkosningar í dag Þriðjungi kosningabærra manna í landinu gefst færi á að kjósa um sameiningu sveitarfélaga í dag. Kosið er um 16 sameiningartillögur í 61 sveitarfélagi í öllum landshlutum. Innlent 23.10.2005 15:03 Fellt í Vestur-Barðastrandarsýslu Ekkert verður af sameiningu Tálknafjarðar og Vesturbyggðar í eitt sveitarfélag. Þetta er ljóst eftir að íbúar beggja sveitarfélaga höfnuðu sameiningartillögunni. 72 prósent kjósenda í Tálknafirði höfnuðu sameiningu og 58 prósent kjósenda í Vesturbyggð. Innlent 23.10.2005 15:03 Misstu mótorinn í sjóinn Neyðarkall barst frá litlum báti sem staddur var um þrjá kílómetra suður af Gróttu laust eftir hádegið í dag. Innlent 23.10.2005 15:03 Fólk með lífsskrá gefur líffæri Milli fimmtíu og sextíu manns hafa nú lagt inn undirritaða lífsskrá hjá landlæknisembættinu þar sem þeir lýsa yfir hinsta vilja sínum. Flestir þeirra vilja gefa líffæri sín að sér gengnum. Innlent 23.10.2005 15:03 Hóta verkfalli Sjúkraliðar hóta verkfalli á elli- og hjúkrunarheimilum. Á fundi sjúkraliða sem starfa hjá Samtökum fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu í gær var lýst megnri óánægju með hve lengi hafi dregist að ganga frá kjarasamningum. Innlent 23.10.2005 15:03 Sameiningarkosningar í dag Kosið er um 16 sameiningartillögur í 61 sveitarfélagi í dag. Ólíklegt þykir að af sameiningu verði flestum þessara staða en bæjarstjórar og oddvitar hafa margir hverjir verið duglegir við að hvetja sitt fólk til að kjósa gegn sameiningu. Innlent 23.10.2005 15:03 Vill hætta við skattalækkanir Formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, vill hætta við skattalækkanir sem ríkisstjórnin hefur boðað til og nota þá fjármuni til að lækka matarskattinn sem hefði áhrif á vísitölu neysluverðs. Innlent 23.10.2005 16:58 Enginn beigur í friðargæsluliðum Ekki er talin mikil hætta á, að árás verði gerð á íslensku friðargæsluliðana sem hefja störf í Afganistan í vikunni. Hópurinn verður við störf í landinu næstu fjóra mánuði. Íslensku friðargæsluliðarnir fara til Osló á miðvikudag og þaðan með norska hernum til Kabúl í Afganistan. Innlent 23.10.2005 15:03 Vilja skattfrjálsan grunnlífeyri Eldri borgarar í Kópavogi krefjast þess af stjórnvöldum að grunnlífeyrir ellilífeyris verði undanþeginn tekjuskatti. Ályktun þessa efnis var samþykkt á félagsfundi í Félagi eldri borgara í Kópavogi í dag. Þar segir að þetta séu sjálfsagðar mannréttindakröfur eldri borgara. Innlent 23.10.2005 15:03 Þjóðleikhúsið fær mest Lista- og menningarstofnanir fá fjögur hundruð og þrjátíu milljónir króna á fjáraukalögum samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra. Mest rennur til Þjóðleikhússins, sem fær annars vegar tvö hundruð og fimmtíu milljónir vegna endurbóta og viðhalds, og hins vegar tuttugu og fimm milljónir vegna hallareksturs. Innlent 23.10.2005 15:03 Sýknaður af 94 milljóna kröfu Fyrrverandi forstjóri Atlanta, Arngrímur Jóhannsson, var sýknaður af 94 milljón króna kröfu norsks eiganda flugfélags í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Innlent 23.10.2005 15:03 Konur og lýðræði Tuttugu og tveggja manna íslensk sendinefnd tekur nú þátt í ráðstefnunni konur og lýðræði, sem fer fram í St. Pétursborg í Rússlandi. Þetta er fjórða og síðasta ráðstefnan í ráðstefnuröð sem ber sama heitið. Erlent 23.10.2005 15:02 178 hluthafar í Skúlason Ltd Hundrað sjötíu og átta hluthafar eru í breska fyrirtækinu Skúlason Limited sem á meirihluta í Skúlason ehf. Það félag sætir nú rannsókn bresku lögreglunnar vegna gruns um peningaþvætti. Innlent 23.10.2005 15:02 Stækkun kostar tæpan milljarð Tæpan milljarð króna kostar að stækka Bláa lónið. Framkvæmdir eru hafnar og er ráðgert að þeim ljúki vorið 2007. Innlent 23.10.2005 15:03 « ‹ ›
Rólegt hjá lögreglu í nótt Tiltölulega rólegt var hjá lögreglunni um land allt að öðru leyti á landinu í nótt en maður var þó stöðvaður grunaður um ölvun við akstur á Selfossi á fjórða tímanum í nótt. Innlent 23.10.2005 15:03
Rúta út af vegi Kalla þurfti á björgunarsveit þegar rúta með 50 grunnskólabörn frá Höfn í Hornafirði fór út af veginum við Oddsskarð, Eskifjarðarmegin, um tíuleytið í fyrrakvöld. Engin slys urðu á farþegunum. Innlent 23.10.2005 15:03
Meiri pening þarf í fæðingarorlof Sex milljarðarnir sem ætlaðir voru til að greiða foreldrum laun í fæðingarorlofi þetta árið duga ekki til. Farið er fram á 350 milljóna króna aukafjárveitingu í frumvarpi til fjáraukalaga og byggir sú beiðni á endurskoðaðri útgjaldaáætlun Fæðingarorlofssjóðs. Innlent 23.10.2005 15:03
1,3 milljónir söfnuðust 1,3 milljónir króna söfnuðust á vel heppnuðum styrktartónleikum sem voru haldnir fyrir strætóbílstjórann Björn Hafsteinsson sem missti báða fætur í alvarlegu bílslysi í lok ágúst. Innlent 23.10.2005 15:03
Stefnir í verkfall annað kvöld Viðræður um nýjan kjarasamning starfsmanna Akranesbæjar eru á viðkvæmu stigi segir Valdimar Þorvaldsson, formaður Starfsmannafélags Akraness. Innlent 23.10.2005 15:03
Eldur í Smáralind í nótt Eldur kom upp í plastdrasli við veitingastað Pizza Hut í Smáralind laust fyrir klukkan tvö í nótt. Öryggisverðir urðu varir við eldinn og náðu að slökkva hann áður en slökkvilið kom á staðinn. Innlent 23.10.2005 15:03
Gúmmíbátur vélarvana Lítill gúmmíbátur með tveimur mönnum um borð varð vélarvana um þrjá kílómetra suðvestur af Gróttu upp úr klukkan eitt í gær. Innlent 23.10.2005 15:03
Vill fimm milljónir Jónína Benediktsdóttir hefur stefnt Fréttablaðinu fyrir að birta upplýsingar upp úr einkatölvupósti sem Fréttablaðið hafði undir höndum. Innlent 23.10.2005 15:03
Fáir hafa kosið í Reykjanesbæ Kjörsókn vegna sameiningarkosninganna á Suðurnesjum hefur verið afar dræm í Reykjanesbæ. Klukkan þrjú höfðu 5,4 prósent íbúa kosið að sögn Ottós Jörgensens, formanns kjörstjórnar. Þá voru sex klukkutímar liðnir síðan kjörstaðir opnuðu. Rétt fyrir fjögur hafði hins vegar rúmur fjórðungur atkvæðabærra manna í Garðinum kosið. Innlent 23.10.2005 15:03
Ofstopafullar atlögur stjórnar Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, segist í grein á vef Bæjarins besta ekki geta orða bundist vegna yfirlýsingar stjórnar Félags framhaldsskólakennara sem hún kallar „ákæruskjal" gegn sér. Innlent 23.10.2005 16:58
Svipting ferðafrelsis ómannúðleg Rauði kross Íslands segir ómannúðlegt að svipta alla hælisleitendur ferðafrelsi, eins og hugmyndir eru uppi um, vegna þess að einhverjir glæpamenn kunni að misnota kerfið. Rauði krossinn mun lýsa áhyggjum sínum af þessu viðhorfi við stjórnvöld.</font /> Innlent 23.10.2005 15:03
Kosningaþáttaka misgóð í Eyjafirði Kosningaþátttaka í sameiningarkosningunum á Eyjafjarðarsvæðinu er misgóð eftir sveitarfélögum. Í stærsta sveitarfélaginu, Akureyri, er þáttakan minni en í sameiningarkosningunum 1993 en þá var hún 36 prósent. Innlent 23.10.2005 15:03
Eldur í Smáralind Allt tiltækt slökkvilið var kallað í Smáralind upp úr klukkan hálftvö í fyrrinótt eftir að tilkynnt var um að eldur hefði komið upp á veitingastaðnum Pizza Hut. Innlent 23.10.2005 15:03
Skallaði hurð Lögreglan í Reykjanesbæ handtók karlmann á þrítugsaldri í gærkvöldi en á honum fannst amfetamín og töflur sem taldar eru E-töflur að sögn lögreglunnar. Innlent 23.10.2005 15:03
Trúfélög fá 40 milljónir aukalega Þjóðkirkjan og önnur trúfélög fá fjörutíu og einni milljón króna meira í sóknargjöld frá ríkinu í ár en gert var ráð fyrir á fjárlögum ársins. Þar var gert ráð fyrir að sóknargjöld næmu sextán hundruð og þrjátíu milljónum króna. Innlent 23.10.2005 15:03
Ekki hjálparsveit til Pakistan Rauði Kross Íslands mun að öllum líkindum ekki senda hjálparsveitir til Pakistans. Þetta er vegna þess að pakistönsk stjórnvöld hafa ákveðið að þiggja hjálp frá þeim þjóðum sem hafa bein stjórnmálatengsl við landið. Hjálparsveitir fara frá Bretland, Japan og Þýskalandi til Pakistan í kvöld. Innlent 23.10.2005 16:58
Sameiningarkosningar í dag Þriðjungi kosningabærra manna í landinu gefst færi á að kjósa um sameiningu sveitarfélaga í dag. Kosið er um 16 sameiningartillögur í 61 sveitarfélagi í öllum landshlutum. Innlent 23.10.2005 15:03
Fellt í Vestur-Barðastrandarsýslu Ekkert verður af sameiningu Tálknafjarðar og Vesturbyggðar í eitt sveitarfélag. Þetta er ljóst eftir að íbúar beggja sveitarfélaga höfnuðu sameiningartillögunni. 72 prósent kjósenda í Tálknafirði höfnuðu sameiningu og 58 prósent kjósenda í Vesturbyggð. Innlent 23.10.2005 15:03
Misstu mótorinn í sjóinn Neyðarkall barst frá litlum báti sem staddur var um þrjá kílómetra suður af Gróttu laust eftir hádegið í dag. Innlent 23.10.2005 15:03
Fólk með lífsskrá gefur líffæri Milli fimmtíu og sextíu manns hafa nú lagt inn undirritaða lífsskrá hjá landlæknisembættinu þar sem þeir lýsa yfir hinsta vilja sínum. Flestir þeirra vilja gefa líffæri sín að sér gengnum. Innlent 23.10.2005 15:03
Hóta verkfalli Sjúkraliðar hóta verkfalli á elli- og hjúkrunarheimilum. Á fundi sjúkraliða sem starfa hjá Samtökum fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu í gær var lýst megnri óánægju með hve lengi hafi dregist að ganga frá kjarasamningum. Innlent 23.10.2005 15:03
Sameiningarkosningar í dag Kosið er um 16 sameiningartillögur í 61 sveitarfélagi í dag. Ólíklegt þykir að af sameiningu verði flestum þessara staða en bæjarstjórar og oddvitar hafa margir hverjir verið duglegir við að hvetja sitt fólk til að kjósa gegn sameiningu. Innlent 23.10.2005 15:03
Vill hætta við skattalækkanir Formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, vill hætta við skattalækkanir sem ríkisstjórnin hefur boðað til og nota þá fjármuni til að lækka matarskattinn sem hefði áhrif á vísitölu neysluverðs. Innlent 23.10.2005 16:58
Enginn beigur í friðargæsluliðum Ekki er talin mikil hætta á, að árás verði gerð á íslensku friðargæsluliðana sem hefja störf í Afganistan í vikunni. Hópurinn verður við störf í landinu næstu fjóra mánuði. Íslensku friðargæsluliðarnir fara til Osló á miðvikudag og þaðan með norska hernum til Kabúl í Afganistan. Innlent 23.10.2005 15:03
Vilja skattfrjálsan grunnlífeyri Eldri borgarar í Kópavogi krefjast þess af stjórnvöldum að grunnlífeyrir ellilífeyris verði undanþeginn tekjuskatti. Ályktun þessa efnis var samþykkt á félagsfundi í Félagi eldri borgara í Kópavogi í dag. Þar segir að þetta séu sjálfsagðar mannréttindakröfur eldri borgara. Innlent 23.10.2005 15:03
Þjóðleikhúsið fær mest Lista- og menningarstofnanir fá fjögur hundruð og þrjátíu milljónir króna á fjáraukalögum samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra. Mest rennur til Þjóðleikhússins, sem fær annars vegar tvö hundruð og fimmtíu milljónir vegna endurbóta og viðhalds, og hins vegar tuttugu og fimm milljónir vegna hallareksturs. Innlent 23.10.2005 15:03
Sýknaður af 94 milljóna kröfu Fyrrverandi forstjóri Atlanta, Arngrímur Jóhannsson, var sýknaður af 94 milljón króna kröfu norsks eiganda flugfélags í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Innlent 23.10.2005 15:03
Konur og lýðræði Tuttugu og tveggja manna íslensk sendinefnd tekur nú þátt í ráðstefnunni konur og lýðræði, sem fer fram í St. Pétursborg í Rússlandi. Þetta er fjórða og síðasta ráðstefnan í ráðstefnuröð sem ber sama heitið. Erlent 23.10.2005 15:02
178 hluthafar í Skúlason Ltd Hundrað sjötíu og átta hluthafar eru í breska fyrirtækinu Skúlason Limited sem á meirihluta í Skúlason ehf. Það félag sætir nú rannsókn bresku lögreglunnar vegna gruns um peningaþvætti. Innlent 23.10.2005 15:02
Stækkun kostar tæpan milljarð Tæpan milljarð króna kostar að stækka Bláa lónið. Framkvæmdir eru hafnar og er ráðgert að þeim ljúki vorið 2007. Innlent 23.10.2005 15:03