Innlent Vörubíll út í móa og á hlið Bílstjóri vörubíls var hætt kominn í gærmorgun við Lögbergsbrekku á Suðurlandsvegi. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi missti hann meðvitund með þeim afleiðingum að vörubíllinn fór út af veginum og valt á hliðina um það bil þrjátíu metrum utan vegar. Ökumanninn sakaði ekki. Grafa sem var á vinnusvæði skammt hjá var notuð til að toga bílinn á rétta hlið aftur. Innlent 26.10.2005 01:42 Konan og stúlkan fundnar Konan og stúlkan sem leitað hefur verið að á Austurlandi í dag eru komnar í leitirnar. Þær fundust inni á Möðrudalsöræfum rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld. Vegfarandi sem heyrt hafði tilkynningu lögreglu um að þeirra væri leitað keyrði fram á þær og lét lögreglu vita. Innlent 25.10.2005 23:21 Neyðarsendir skútunnar fundinn Þyrla frá danska varðskipinu Hvítabirninum fann í dag neyðarsendi skútunnar Vamos skammt undan strönd Grænlands. Þann 27. september björguðu áhafnir þyrlunnar Lífar og flugvélarinnar Synjar einum skipbrotsmanni af skútunni en félagi hans fórst. Innlent 25.10.2005 23:07 Íslandsbanki skilaði methagnaði Íslandsbanki skilaði methagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins 2005. Hagnaður á þriðja ársfjórðungi var um fjórir komma átta milljarðar króna eftir skatta. Innlent 25.10.2005 22:07 Konu og barns leitað Leit stendur yfir á öllu Austurlandi að konu og barni. Björgunarsveitir hafa leitað meðfram vegum á Austurlandi en eftirgrennslan er jafnframt hafin um allt land. Innlent 25.10.2005 21:55 Vinna saman gegn fuglaflensu Norðurlöndin fimm ætla að vinna saman að vörnum gegn fuglaflensu. Markmið þessarar samvinnu er bæði að koma í veg fyrir faraldur og bregðast við ef hann brýst út. Innlent 25.10.2005 19:12 Agavandamál í skólum hér á landi Stjórnvöld í Bretlandi ætla að gefa kennurum frekari lagaheimildir til að ráða við nemendur og refsa þeim sem haga sér illa. Agavandamál eru altöluð á meðal kennara hér á landi og getur tekið hátt í hálfa kennslustund að koma ró á bekkinn. Innlent 25.10.2005 19:05 Heimilin skulda 65 milljarðar króna í óverðtryggðum lánum Vextir óverðtryggðra lána hafa hækkað um fimmtíu prósent á innan við einu og hálfu ári, og geta farið yfir átján prósent. Heimilin skulda sextíu og fimm milljarða króna í óverðtryggðum lánum. Innlent 25.10.2005 19:08 Léleg laun fyrir umönnunarstörf Starfskona á sambýli er með 136 þúsund krónur í grunnlaun. Starfskona á leikskóla er með 125 þúsund krónur í grunnlaun og starfskona á elliheimili er með 116 þúsund krónur í grunnlaun. Þetta eru dæmi um mánaðartekjur kvenna í láglaunastörfum fyrir skatta. Innlent 25.10.2005 18:49 Geta ekki tekið upp evruna án þess að ganga í ESB Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, telur hvorki Ísland né Noreg hafa möguleika á að taka upp evruna án þess að ganga í Evrópusambandið. Innlent 25.10.2005 19:22 Þátttaka vonum framar Ekki komust allir sem vildu nálægt sviðinu sem sett var upp í tilefni af kvennafrídeginum. Skipuleggjendur hans óraði ekki fyrir því að þátttakan yrði jafn mikil og raun bar vitni. Innlent 25.10.2005 19:07 Sökk í Sandgerðishöfn Þilfarsbáturinn Ritur ÍS-22 sökk í höfninni í Sandgerði í dag. Báturinn, sem er tíu brúttórúmlestir, sökk á skammri stund þar sem hann var bundinn við flotbryggju í höfninni. Innlent 25.10.2005 18:34 Ægir á leið til hafnar með bát í togi Varðskipið Ægir er nú á leið til hafnar með síldveiðibátinn Hákon EA-148 í togi. Hákon fékk veiðarfærin í skrúfuna og þar sem ekki tókst að losa um þau tók Ægir síldveiðibátinn í tog. Innlent 25.10.2005 18:43 Fauk í Bandaríkjamenn Það fauk í Bandaríkjamenn í kjölfar viðræðufunda með Íslendingum um varnarmál í síðustu viku í Washington. Í bandaríska varnarmálaráðuneytinu er vilji fyrir því að loka Keflavíkurstöðinni og hörð samningatækni Íslendinga gerir þeim sem bera á móti erfitt fyrir. Innlent 25.10.2005 18:01 Héraðsdómur tekur fyrir tvö mál Hannesar í vikunni Tvö mál Hannesar Hólsteinar Gissurarsonar verða tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Innlent 25.10.2005 17:34 Vaxtabyrði heimilanna eykst Vaxtabyrði heimila er að aukast vegna hækkunar vaxta á óverðtryggðum lánum. Meira af ráðstöfunartekjum heimilanna fer nú í að borga vexti en áður. Innlent 25.10.2005 17:18 Grunuð um smygl á fíkniefnum Karl og kona hafa verið dæmt í tíu daga gæsluvarðhald vegna gruns um fíkniefnasmygl. Fólkið er grunað um að hafa smyglað fíkniefnum til landsins með póstsendingum. Innlent 25.10.2005 17:38 Olíufélagið hf. dæmt til að greiða skaðabætur Olíufélagið hf. var í dag dæmt í Hérðasdómi Reykjavíkur til að greiða fyrrum starfsmanni sínum tæpar fimm milljónir í skaðabætur, sökum vinnuslys sem átti sér stað á einni afgreiðslustöð Olíufélagsins hf. í Reykjavík í apríl árið 2003. Innlent 25.10.2005 17:35 Egeland gat ekki mætt á Norðurlandaráðsþingið Jan Egeland, yfirmaður neyðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna, sá sér ekki fært að mæta á þing Norðurlandaráðs, vegna þess hve illa hefur gengið að safna fé til hjálparstarfs á jarðskjálftasvæðinunum í Pakistan. Innlent 25.10.2005 17:05 Brýtur lög um erlenda starfsmenn Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ljóst að allir starfsmenn starfsmannaleigunnar 2B hér á landi, starfi hér ólöglega. Verkalýðsfélag Akraness kærði fyrirtækið í gær og vill að Sýslumaður stöðvi vinnu 10 Pólverja á Grundartanga sem Ístak hefur í vinnu í gegnum leiguna 2B. Innlent 25.10.2005 16:54 Íslenskar konur fyrirmynd annarra kvenna Konur á Norðurlöndum eru fyrirmynd kvenna sem berjast fyrir jafnrétti í öðrum löndum. Þetta var meðal þess sem fram kom í ræðu Rannveigar Guðmundsdóttur, forseta Norðurlandaráðs, við setningu Norðurlandaráðsþings klukkan þrjú í dag. Rannveig sagði að þrátt fyrir þetta væru enn mörg verkefni óunnin hér á landi, meðal annars þurfi að vinna bug á ofbeldi gegn konum og börnum. Innlent 25.10.2005 16:38 Ekkert laust í Fossvogskirkjugarði Engin legstæði eru laus í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík og því getur fólk á Reykjavíkursvæðinu látið grafa sig í Gufuneskirkjugarði, að þeim undanskildum sem eiga frátekið legstæði í öðrum kirkjugörðum í Reykjavík. Innlent 25.10.2005 16:16 Heimsýn vill eflingu norræns samstarfs Norrænu ríkin ættu að efla samstarf sitt en ekki láta draga sig inn í stofnun nýs stórríkis í Evrópu sem glímir nú við mikla kreppu. Þetta segja norrænar hreyfingar gegn aðild að Evrópusambandinu, en þær kynntu áherslur sínar í morgun í tengslum við fund Norðurlandaráðs hér á landi. Innlent 25.10.2005 16:13 Norræn samvinna ef fuglaflensufaraldur brýst út Heilbrigðisráðherrum Norðurlandanna hefur verið falið að finna hvar megi styrkja samvinnu norrænu landanna ef fuglaflensufaraldur brýst út á Norðurlöndum en yfirvöld í löndunum er öll vel á verði. Þetta kom fram á fundi forsætisráðherra norrænu ríkjanna í morgun. Innlent 25.10.2005 16:05 Tekið fyrir um miðjan nóvember hið fyrsta Jón Magnússon, lögmaður Fréttablaðsins, bíður enn eftir því að stefna Jónínu Benediktsdóttur gegn blaðinu fyrir að birta upplýsingar úr tölvupósti, og lögbann við birtingu frekari upplýsinga, verði tekin fyrir í Héraðsdómi. Innlent 25.10.2005 15:06 Embættum fækkar í fimmtán Lögregluumdæmum landsins fækkar um ellefu, úr 26 í fimmtán samkvæmt tillögum framkvæmdanefndar á vegum dómsmálaráðherra sem hefur nú samþykkt tillögur nefndarinnar. Innlent 25.10.2005 13:04 Vilja kynbæta kúna Eyfirskir kúabændur vilja að hafinn verði undirbúningur að innflutningi erfðavísa til að kynbæta íslenska kúakynið. Félagar í Búgreinaráði Búnaðarsambands Eyjafjarðar í nautgriparækt samþykktu ályktun þessa efnis á fundi sínum í gærkvöldi. Þar með slást þeir í hóp með borgfirskum bændum sem höfðu áður ályktað í sömu veru. Innlent 25.10.2005 12:53 Áfrýjaði úrskurði samkeppniseftirlits Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, áfrýjaði úrkskurði Samkeppniseftirlits til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, í máli klínískt starfandi sálfræðinga. En sálfræðingar hafa leitað eftir því í sex ár að sjúklingar þeirra fái endurgreiðslu til jafns við þá sem leita til geðlækna, sé um sambæirlega meðferð að ræða. Innlent 25.10.2005 13:25 Dæmdur fyrir fíkniefnasölu Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi mann í gær til tíu mánaða fangelsisvistar fyrir að selja fíkniefni. Sjö mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Innlent 25.10.2005 10:53 Ker reiðubúið að greiða borginni Ker, sem á Olíufélagið Essó, er reiðubúið að greiða Reykjavíkurborg þá upphæð, sem félagið þáði á laun af Skeljungi, fyrir að tryggja að Skeljungur fengi mikil olíuviðskipti við borgina, í útboði árið árið 1996. Innlent 25.10.2005 11:55 « ‹ ›
Vörubíll út í móa og á hlið Bílstjóri vörubíls var hætt kominn í gærmorgun við Lögbergsbrekku á Suðurlandsvegi. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi missti hann meðvitund með þeim afleiðingum að vörubíllinn fór út af veginum og valt á hliðina um það bil þrjátíu metrum utan vegar. Ökumanninn sakaði ekki. Grafa sem var á vinnusvæði skammt hjá var notuð til að toga bílinn á rétta hlið aftur. Innlent 26.10.2005 01:42
Konan og stúlkan fundnar Konan og stúlkan sem leitað hefur verið að á Austurlandi í dag eru komnar í leitirnar. Þær fundust inni á Möðrudalsöræfum rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld. Vegfarandi sem heyrt hafði tilkynningu lögreglu um að þeirra væri leitað keyrði fram á þær og lét lögreglu vita. Innlent 25.10.2005 23:21
Neyðarsendir skútunnar fundinn Þyrla frá danska varðskipinu Hvítabirninum fann í dag neyðarsendi skútunnar Vamos skammt undan strönd Grænlands. Þann 27. september björguðu áhafnir þyrlunnar Lífar og flugvélarinnar Synjar einum skipbrotsmanni af skútunni en félagi hans fórst. Innlent 25.10.2005 23:07
Íslandsbanki skilaði methagnaði Íslandsbanki skilaði methagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins 2005. Hagnaður á þriðja ársfjórðungi var um fjórir komma átta milljarðar króna eftir skatta. Innlent 25.10.2005 22:07
Konu og barns leitað Leit stendur yfir á öllu Austurlandi að konu og barni. Björgunarsveitir hafa leitað meðfram vegum á Austurlandi en eftirgrennslan er jafnframt hafin um allt land. Innlent 25.10.2005 21:55
Vinna saman gegn fuglaflensu Norðurlöndin fimm ætla að vinna saman að vörnum gegn fuglaflensu. Markmið þessarar samvinnu er bæði að koma í veg fyrir faraldur og bregðast við ef hann brýst út. Innlent 25.10.2005 19:12
Agavandamál í skólum hér á landi Stjórnvöld í Bretlandi ætla að gefa kennurum frekari lagaheimildir til að ráða við nemendur og refsa þeim sem haga sér illa. Agavandamál eru altöluð á meðal kennara hér á landi og getur tekið hátt í hálfa kennslustund að koma ró á bekkinn. Innlent 25.10.2005 19:05
Heimilin skulda 65 milljarðar króna í óverðtryggðum lánum Vextir óverðtryggðra lána hafa hækkað um fimmtíu prósent á innan við einu og hálfu ári, og geta farið yfir átján prósent. Heimilin skulda sextíu og fimm milljarða króna í óverðtryggðum lánum. Innlent 25.10.2005 19:08
Léleg laun fyrir umönnunarstörf Starfskona á sambýli er með 136 þúsund krónur í grunnlaun. Starfskona á leikskóla er með 125 þúsund krónur í grunnlaun og starfskona á elliheimili er með 116 þúsund krónur í grunnlaun. Þetta eru dæmi um mánaðartekjur kvenna í láglaunastörfum fyrir skatta. Innlent 25.10.2005 18:49
Geta ekki tekið upp evruna án þess að ganga í ESB Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, telur hvorki Ísland né Noreg hafa möguleika á að taka upp evruna án þess að ganga í Evrópusambandið. Innlent 25.10.2005 19:22
Þátttaka vonum framar Ekki komust allir sem vildu nálægt sviðinu sem sett var upp í tilefni af kvennafrídeginum. Skipuleggjendur hans óraði ekki fyrir því að þátttakan yrði jafn mikil og raun bar vitni. Innlent 25.10.2005 19:07
Sökk í Sandgerðishöfn Þilfarsbáturinn Ritur ÍS-22 sökk í höfninni í Sandgerði í dag. Báturinn, sem er tíu brúttórúmlestir, sökk á skammri stund þar sem hann var bundinn við flotbryggju í höfninni. Innlent 25.10.2005 18:34
Ægir á leið til hafnar með bát í togi Varðskipið Ægir er nú á leið til hafnar með síldveiðibátinn Hákon EA-148 í togi. Hákon fékk veiðarfærin í skrúfuna og þar sem ekki tókst að losa um þau tók Ægir síldveiðibátinn í tog. Innlent 25.10.2005 18:43
Fauk í Bandaríkjamenn Það fauk í Bandaríkjamenn í kjölfar viðræðufunda með Íslendingum um varnarmál í síðustu viku í Washington. Í bandaríska varnarmálaráðuneytinu er vilji fyrir því að loka Keflavíkurstöðinni og hörð samningatækni Íslendinga gerir þeim sem bera á móti erfitt fyrir. Innlent 25.10.2005 18:01
Héraðsdómur tekur fyrir tvö mál Hannesar í vikunni Tvö mál Hannesar Hólsteinar Gissurarsonar verða tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Innlent 25.10.2005 17:34
Vaxtabyrði heimilanna eykst Vaxtabyrði heimila er að aukast vegna hækkunar vaxta á óverðtryggðum lánum. Meira af ráðstöfunartekjum heimilanna fer nú í að borga vexti en áður. Innlent 25.10.2005 17:18
Grunuð um smygl á fíkniefnum Karl og kona hafa verið dæmt í tíu daga gæsluvarðhald vegna gruns um fíkniefnasmygl. Fólkið er grunað um að hafa smyglað fíkniefnum til landsins með póstsendingum. Innlent 25.10.2005 17:38
Olíufélagið hf. dæmt til að greiða skaðabætur Olíufélagið hf. var í dag dæmt í Hérðasdómi Reykjavíkur til að greiða fyrrum starfsmanni sínum tæpar fimm milljónir í skaðabætur, sökum vinnuslys sem átti sér stað á einni afgreiðslustöð Olíufélagsins hf. í Reykjavík í apríl árið 2003. Innlent 25.10.2005 17:35
Egeland gat ekki mætt á Norðurlandaráðsþingið Jan Egeland, yfirmaður neyðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna, sá sér ekki fært að mæta á þing Norðurlandaráðs, vegna þess hve illa hefur gengið að safna fé til hjálparstarfs á jarðskjálftasvæðinunum í Pakistan. Innlent 25.10.2005 17:05
Brýtur lög um erlenda starfsmenn Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ljóst að allir starfsmenn starfsmannaleigunnar 2B hér á landi, starfi hér ólöglega. Verkalýðsfélag Akraness kærði fyrirtækið í gær og vill að Sýslumaður stöðvi vinnu 10 Pólverja á Grundartanga sem Ístak hefur í vinnu í gegnum leiguna 2B. Innlent 25.10.2005 16:54
Íslenskar konur fyrirmynd annarra kvenna Konur á Norðurlöndum eru fyrirmynd kvenna sem berjast fyrir jafnrétti í öðrum löndum. Þetta var meðal þess sem fram kom í ræðu Rannveigar Guðmundsdóttur, forseta Norðurlandaráðs, við setningu Norðurlandaráðsþings klukkan þrjú í dag. Rannveig sagði að þrátt fyrir þetta væru enn mörg verkefni óunnin hér á landi, meðal annars þurfi að vinna bug á ofbeldi gegn konum og börnum. Innlent 25.10.2005 16:38
Ekkert laust í Fossvogskirkjugarði Engin legstæði eru laus í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík og því getur fólk á Reykjavíkursvæðinu látið grafa sig í Gufuneskirkjugarði, að þeim undanskildum sem eiga frátekið legstæði í öðrum kirkjugörðum í Reykjavík. Innlent 25.10.2005 16:16
Heimsýn vill eflingu norræns samstarfs Norrænu ríkin ættu að efla samstarf sitt en ekki láta draga sig inn í stofnun nýs stórríkis í Evrópu sem glímir nú við mikla kreppu. Þetta segja norrænar hreyfingar gegn aðild að Evrópusambandinu, en þær kynntu áherslur sínar í morgun í tengslum við fund Norðurlandaráðs hér á landi. Innlent 25.10.2005 16:13
Norræn samvinna ef fuglaflensufaraldur brýst út Heilbrigðisráðherrum Norðurlandanna hefur verið falið að finna hvar megi styrkja samvinnu norrænu landanna ef fuglaflensufaraldur brýst út á Norðurlöndum en yfirvöld í löndunum er öll vel á verði. Þetta kom fram á fundi forsætisráðherra norrænu ríkjanna í morgun. Innlent 25.10.2005 16:05
Tekið fyrir um miðjan nóvember hið fyrsta Jón Magnússon, lögmaður Fréttablaðsins, bíður enn eftir því að stefna Jónínu Benediktsdóttur gegn blaðinu fyrir að birta upplýsingar úr tölvupósti, og lögbann við birtingu frekari upplýsinga, verði tekin fyrir í Héraðsdómi. Innlent 25.10.2005 15:06
Embættum fækkar í fimmtán Lögregluumdæmum landsins fækkar um ellefu, úr 26 í fimmtán samkvæmt tillögum framkvæmdanefndar á vegum dómsmálaráðherra sem hefur nú samþykkt tillögur nefndarinnar. Innlent 25.10.2005 13:04
Vilja kynbæta kúna Eyfirskir kúabændur vilja að hafinn verði undirbúningur að innflutningi erfðavísa til að kynbæta íslenska kúakynið. Félagar í Búgreinaráði Búnaðarsambands Eyjafjarðar í nautgriparækt samþykktu ályktun þessa efnis á fundi sínum í gærkvöldi. Þar með slást þeir í hóp með borgfirskum bændum sem höfðu áður ályktað í sömu veru. Innlent 25.10.2005 12:53
Áfrýjaði úrskurði samkeppniseftirlits Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, áfrýjaði úrkskurði Samkeppniseftirlits til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, í máli klínískt starfandi sálfræðinga. En sálfræðingar hafa leitað eftir því í sex ár að sjúklingar þeirra fái endurgreiðslu til jafns við þá sem leita til geðlækna, sé um sambæirlega meðferð að ræða. Innlent 25.10.2005 13:25
Dæmdur fyrir fíkniefnasölu Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi mann í gær til tíu mánaða fangelsisvistar fyrir að selja fíkniefni. Sjö mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Innlent 25.10.2005 10:53
Ker reiðubúið að greiða borginni Ker, sem á Olíufélagið Essó, er reiðubúið að greiða Reykjavíkurborg þá upphæð, sem félagið þáði á laun af Skeljungi, fyrir að tryggja að Skeljungur fengi mikil olíuviðskipti við borgina, í útboði árið árið 1996. Innlent 25.10.2005 11:55