Innlent Nauðgaði stúlku á stigapalli Innlent 31.10.2005 22:19 Hetjur óskast til blóðgjafar Blóðbankinn hefur hrint af stað kynningarátaki í samvinnu við Og Vodafone undir heitinu. "Hetjur óskast". Í dag eru níu til tíu þúsund virkir blóðgjafar á Íslandi. Síðustu áratugina hefur Ísland verið sjálfu sér nægt um blóðhluta. Innlent 31.10.2005 22:19 Óánægja með háskólatorg "Við skiljum ekkert í því af hverju þetta torg á að tengja saman einar deildir en ekki aðrar," segir Höskuldur Þráinsson, prófessor við hugvísindadeild Háskóla Íslands. Í þeirri sömu deild hafa menn lýst yfir óánægju sinni með hönnun nýs háskólatorgs sem reist verður milli Odda og Lögbergs og tengir þau hús saman. Innlent 31.10.2005 22:19 Drengur fór á sleða í höfnina Drengur á sleða náði ekki að stöðva sig við smábátahöfnina í Gróf í Keflavík og lenti úti í sjó laust eftir klukkan tvö á sunnudag. Lögreglu barst tilkynning um slysið klukkan 14.16 og var sjúkrabíll sendur á staðinn. Drengurinn hafði náð að synda yfir að smábátabryggjunni og komist þar á þurrt. Innlent 31.10.2005 22:19 Nýjar veðurspár birtar strax Breytingar á útgáfutíma veðurspáa hjá Veðurstofu Íslands taka gildi í dag. "Breytingar eru gerðar til að laga gerð og miðlun veðurspáa að þeim tímum sem nýjustu tölvureiknaðar veðurspár eru tilbúnar," segir á vef stofnunarinnar. Nýjar spár eru birtar strax á vef Veðurstofunnar, www.vedur.is, á textavarpi Ríkisútvarpsins og í símsvara Veðurstofunnar (902-0600). Innlent 31.10.2005 22:19 Ríkið launi nýrnagjöf Ríkið á að greiða nýrnagjöfum laun meðan þeir eru frá vinnu vegna nýrnagjafar. Þetta segir yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Innlent 31.10.2005 22:19 Staðnað form brotið upp Árni Mathiesen, fjármálaráðherra og fyrsti þingmaður Suðvesturkjördæmis, segist ekkert hafa vitað um óánægju sveitarstjórnarmanna með breytt fyrirkomulag á árvissum fundi þingmanna kjördæmisins með þeim í kjördæmaviku. Í gær kom fram að sumir hugðust sniðganga fund með þingmönnunum sem haldinn var í Kópavogi. Innlent 31.10.2005 22:19 Aðgangur að vatni telst til mannréttinda Á laugardag var haldin ráðstefna undir yfirskriftinni Vatn fyrir alla. BSRB, Kennarasamband Íslands, Landvernd, MFÍK, Náttúruverndarsamtök Íslands, SÍB og Þjóðkirkjan, sem stóðu að ráðstefnunni, gáfu frá sér sameiginlega ályktun þar sem fram kom að nauðsynlegt væri að fest yrði í stjórnarskrá Íslands ákvæði um skyldur og réttindi stjórnvalda og almennings hvað varðar réttindi, verndun og nýtingu vatns. Innlent 31.10.2005 22:19 Á að bjarga bágum fjárhag Meirihluti bæjarstjórnar Ólafsfjarðar hefur samþykkt að selja hitaveitu bæjarins til Norðurorku á Akureyri fyrir 535 milljónir króna. Nokkur andstaða hefur verið meðal bæjarbúa við þessi áform, en rök bæjarstjórnar fyrir sölunni eru að fyrir megnið af söluandvirðinu verður hægt að greiða niður skuldir bæjarins. Innlent 31.10.2005 22:19 Fangaflutningar um Keflavík Flugvél leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, sem flutti fanga og meinta hryðjuverkamenn þangað sem leyfilegt er að pynta við yfirheyrslur lenti á Keflavíkurflugvelli í mars og hafði þar sólarhrings viðdvöl. Flugmálayfirvöld staðfestu þetta við fréttastofu Útvarpsins að því er fram kom í útvarpsfréttum í gær. Innlent 31.10.2005 22:19 Reykingabann á Íslandi árið 2007 Siv Friðleifsdóttir lagði fram frumvarp síðasta vor um bann við reykingum á veitinga- og skemmtistöðum. Víða í Evrópu sem og í mörgum fylkjum Bandaríkjanna hefur slíkt bann verið lagt á. Kaliforníubúar eru frumkvöðlarnir í þessum efnum. Þar var slíkt bann leitt í lög árið 1994. Innlent 31.10.2005 22:19 Tengivagn féll á fólksbíl Ung kona á fólksbíl var hætt komin í gærkvöldi þegar stór tengivagn, sem flutningabill dró, valt undan vindhviðu og varð fólksbíllinn undir tengivagninum. Fólksbíllinn var kyrrstæður vel úti í kanti þegar flutningabíllinn kom akandi sömu megin vegar og fólksbíllinn. Innlent 1.11.2005 07:23 Draga af launum kvenna Nokkur fyrirtæki í landinu draga af launum þeirra starfsmanna sem gengu út klukkan 14.08 á kvennafrídaginn. Verslunarmannafélag Reykjavíkur skoðar málið. Innlent 1.11.2005 18:26 Fólksbíll valt Fólksbíll fór út af Ólafsfjarðarvegi við Ársskógsskóla um tvö-leytið í dag. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í krapi og bíllinn fór út af og valt á hliðina. Ökumaðurinn slapp ómeiddur. Bíllinn er nánast óskemmdur. Innlent 31.10.2005 22:01 Sendibíll valt í Vatnsskarði Óhapp varð í Vatnsskarði í kvöld þegar sendibíll með fimm farþegum valt út af. Engin slys urðu á fólki. Björgunarsveitir aðstoðuðu við að ná bílnum upp á veginn aftur og hélt hann svo för sinni áfram. Innlent 31.10.2005 21:59 Slys í Skorholtsbrekku Slys varð í Skorholtsbrekkunni í Borgarfirðinum í gær þegar dráttarbíll með gámavagn rann út af í vindhviðu og valt ofan á fólksbíl sem hafði fokið út af nokkru áður. Þetta gerðist upp úr sex í gærkvöld. Umferðin stöðvaðist á þessum stað en bílum var beint niður Melasveitaveginn. Veður var vont fram eftir kvöldi í gær. Innlent 31.10.2005 21:56 Gabríela fékk heiðursverðlaun Myndstefs Gabríela Friðriksdóttir myndlistarmaður fékk í dag heiðursverðlaun Myndstefs. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt, en það var forseti Íslands sem afhenti þau. Innlent 31.10.2005 21:52 Neita að fara án launaseðla Starfsmannaleigan 2B gerði í dag tilraun til þess að senda átján pólska starfsmenn sína úr landi. Starfsmennirnir neita að fara fyrr en þeir fá launaseðla og staðfestingu á vinnu sinni. Innlent 31.10.2005 20:18 Eiga allt sitt undir blóði úr blóðbankanum Nýburarar á vökudeild og fólk sem berst við krabbamein getur átt sitt undir því að nóg sé til af blóði í Blóðbankanum. Bankinn er að hrinda af stað átaki til blóðsöfununar og segir yfirlæknir bankans nauðsynlegt að heilbrigðisyfirvöld tryggi fjármuni til kynningarstarfs. Innlent 31.10.2005 20:14 Eldur í fjölbýlishúsi í Álftamýri Verið er að reykræsta í kjallara í fjölbýlishúsi í Álftamýrinni. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kvatt á svæðið eftir að elds varð vart. Ekki er vitað til þess að neinn hafi sakað Innlent 31.10.2005 20:18 Snarvitlaust veður á Norðurlandi í allan dag Snælduvitlaust veður hefur verið í allan dag á Norðurlandi. Um hundrað og þrjátíu manns þurftu að yfirgefa bíla sína á þjóðveginum milli Laugarbakka í Miðfirði og Blönduóss í gærkvöld. Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð fyrir fólkið og björgunarsveitir hafa unnið baki brotnu síðan um kvöldmatarleytið í gær. Innlent 31.10.2005 19:37 Meðalhiti á Íslandi mun hækka Hækkun meðalhita á Íslandi um tvær til þrjár gráður á næstu hundrað árum mun einkum koma fram í fækkun kuldakasta að vetri fremur en hærri sumarhita. Samkvæmt nýjum tölvuútreikningum mun hlýna meira inn til landsins en út við ströndina. Þá mun úrkoma aukast. Innlent 31.10.2005 19:31 CIA hafi hugsanlega flogið með fanga um íslenska lofthelgi Hugsanlegt er að bandaríska leyniþjónustan hafi flogið um íslenska lofthelgi með grunaða hryðjuverkamenn. Allt bendir til að slík vél hafi lent í Keflavík. Innlent 31.10.2005 19:18 Ekkert útboð Byggingaverktakar undrast að ein verðmætasta lóð Reykjavíkur skuli ekki boðin út. Borgin hefur hafið samningaviðræður við dótturfélag Íslandsbanka um lóð Strætós á Kirkjusandi. Innlent 31.10.2005 18:00 Skipar nefnd um hollara mataræði og meiri hreyfingu Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur skipað nefnd sem greina á vanda sem tengist óhollu mataræði, offitu, átröskun og hreyfingarleysi og koma með tillögur að samræmdum aðgerðum til að taka á vandamálum sem tengjast þessu. Innlent 31.10.2005 16:56 Samtök framleiðenda frumlyfja stofnuð Samtök framleiðenda frumlyfja á Íslandi hafa verið stofnuð. Formaður er Hjörleifur Þórarinsson hjá GlaxoSmithKline. Tilgangur samtakanna er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og gæta hagsmuna framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu. Innlent 31.10.2005 16:52 Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs staðfestar Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur staðfest lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs á langtímaskuldbindingum í erlendri mynt AA- og AA+ fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum. Um leið hefur fyrirtækið staðfest lánshæfiseinkunnina A-1+ fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum og segir að horfur um lánshæfismat séu stöðugar. Innlent 31.10.2005 17:03 Talsvert um smölun Þó nokkur smölun í Sjálfstæðisflokkinn hefur þegar átt sér stað vegna prófkjörs flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Þá hafa um 250 manns þegar greitt atkvæði utan kjörstaðar. Erlent 31.10.2005 16:40 Þörf á blóðgjöfum þar sem þjóðin eldist Þörf er á fleiri blóðgjöfum hér á landi þar sem íslenska þjóðin er að eldast. Með hækkandi meðalaldri þurfa fleiri á blóði að halda á meðan þeim fækkar hlutfallslega sem staðið geta undir blóðgjöfum. Þetta segir Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir hjá Blóðbankanum sem ætlar ásamt Og Vodafone að standa að auglýsingaherferð þar sem fjölga á blóðgjöfum og vekja fólk til umhugsunar um þessa áskorun framtíðarinnar. Innlent 31.10.2005 16:33 Búið að opna þjóðveginn Búið er að opna þjóðveg eitt milli Laugarbakka og Víðihlíðar. Búið er að losa meirihluta þeirra bíla sem fastir voru á veginum milli Laugarbakka og Víðihlíðar enn eru þó nokkrir bílar fastir en Ragnar Árnason, verkstjóri hjá Vegagerðinni, segir mikla hríð á svæðinu. Innlent 31.10.2005 15:34 « ‹ ›
Hetjur óskast til blóðgjafar Blóðbankinn hefur hrint af stað kynningarátaki í samvinnu við Og Vodafone undir heitinu. "Hetjur óskast". Í dag eru níu til tíu þúsund virkir blóðgjafar á Íslandi. Síðustu áratugina hefur Ísland verið sjálfu sér nægt um blóðhluta. Innlent 31.10.2005 22:19
Óánægja með háskólatorg "Við skiljum ekkert í því af hverju þetta torg á að tengja saman einar deildir en ekki aðrar," segir Höskuldur Þráinsson, prófessor við hugvísindadeild Háskóla Íslands. Í þeirri sömu deild hafa menn lýst yfir óánægju sinni með hönnun nýs háskólatorgs sem reist verður milli Odda og Lögbergs og tengir þau hús saman. Innlent 31.10.2005 22:19
Drengur fór á sleða í höfnina Drengur á sleða náði ekki að stöðva sig við smábátahöfnina í Gróf í Keflavík og lenti úti í sjó laust eftir klukkan tvö á sunnudag. Lögreglu barst tilkynning um slysið klukkan 14.16 og var sjúkrabíll sendur á staðinn. Drengurinn hafði náð að synda yfir að smábátabryggjunni og komist þar á þurrt. Innlent 31.10.2005 22:19
Nýjar veðurspár birtar strax Breytingar á útgáfutíma veðurspáa hjá Veðurstofu Íslands taka gildi í dag. "Breytingar eru gerðar til að laga gerð og miðlun veðurspáa að þeim tímum sem nýjustu tölvureiknaðar veðurspár eru tilbúnar," segir á vef stofnunarinnar. Nýjar spár eru birtar strax á vef Veðurstofunnar, www.vedur.is, á textavarpi Ríkisútvarpsins og í símsvara Veðurstofunnar (902-0600). Innlent 31.10.2005 22:19
Ríkið launi nýrnagjöf Ríkið á að greiða nýrnagjöfum laun meðan þeir eru frá vinnu vegna nýrnagjafar. Þetta segir yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Innlent 31.10.2005 22:19
Staðnað form brotið upp Árni Mathiesen, fjármálaráðherra og fyrsti þingmaður Suðvesturkjördæmis, segist ekkert hafa vitað um óánægju sveitarstjórnarmanna með breytt fyrirkomulag á árvissum fundi þingmanna kjördæmisins með þeim í kjördæmaviku. Í gær kom fram að sumir hugðust sniðganga fund með þingmönnunum sem haldinn var í Kópavogi. Innlent 31.10.2005 22:19
Aðgangur að vatni telst til mannréttinda Á laugardag var haldin ráðstefna undir yfirskriftinni Vatn fyrir alla. BSRB, Kennarasamband Íslands, Landvernd, MFÍK, Náttúruverndarsamtök Íslands, SÍB og Þjóðkirkjan, sem stóðu að ráðstefnunni, gáfu frá sér sameiginlega ályktun þar sem fram kom að nauðsynlegt væri að fest yrði í stjórnarskrá Íslands ákvæði um skyldur og réttindi stjórnvalda og almennings hvað varðar réttindi, verndun og nýtingu vatns. Innlent 31.10.2005 22:19
Á að bjarga bágum fjárhag Meirihluti bæjarstjórnar Ólafsfjarðar hefur samþykkt að selja hitaveitu bæjarins til Norðurorku á Akureyri fyrir 535 milljónir króna. Nokkur andstaða hefur verið meðal bæjarbúa við þessi áform, en rök bæjarstjórnar fyrir sölunni eru að fyrir megnið af söluandvirðinu verður hægt að greiða niður skuldir bæjarins. Innlent 31.10.2005 22:19
Fangaflutningar um Keflavík Flugvél leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, sem flutti fanga og meinta hryðjuverkamenn þangað sem leyfilegt er að pynta við yfirheyrslur lenti á Keflavíkurflugvelli í mars og hafði þar sólarhrings viðdvöl. Flugmálayfirvöld staðfestu þetta við fréttastofu Útvarpsins að því er fram kom í útvarpsfréttum í gær. Innlent 31.10.2005 22:19
Reykingabann á Íslandi árið 2007 Siv Friðleifsdóttir lagði fram frumvarp síðasta vor um bann við reykingum á veitinga- og skemmtistöðum. Víða í Evrópu sem og í mörgum fylkjum Bandaríkjanna hefur slíkt bann verið lagt á. Kaliforníubúar eru frumkvöðlarnir í þessum efnum. Þar var slíkt bann leitt í lög árið 1994. Innlent 31.10.2005 22:19
Tengivagn féll á fólksbíl Ung kona á fólksbíl var hætt komin í gærkvöldi þegar stór tengivagn, sem flutningabill dró, valt undan vindhviðu og varð fólksbíllinn undir tengivagninum. Fólksbíllinn var kyrrstæður vel úti í kanti þegar flutningabíllinn kom akandi sömu megin vegar og fólksbíllinn. Innlent 1.11.2005 07:23
Draga af launum kvenna Nokkur fyrirtæki í landinu draga af launum þeirra starfsmanna sem gengu út klukkan 14.08 á kvennafrídaginn. Verslunarmannafélag Reykjavíkur skoðar málið. Innlent 1.11.2005 18:26
Fólksbíll valt Fólksbíll fór út af Ólafsfjarðarvegi við Ársskógsskóla um tvö-leytið í dag. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í krapi og bíllinn fór út af og valt á hliðina. Ökumaðurinn slapp ómeiddur. Bíllinn er nánast óskemmdur. Innlent 31.10.2005 22:01
Sendibíll valt í Vatnsskarði Óhapp varð í Vatnsskarði í kvöld þegar sendibíll með fimm farþegum valt út af. Engin slys urðu á fólki. Björgunarsveitir aðstoðuðu við að ná bílnum upp á veginn aftur og hélt hann svo för sinni áfram. Innlent 31.10.2005 21:59
Slys í Skorholtsbrekku Slys varð í Skorholtsbrekkunni í Borgarfirðinum í gær þegar dráttarbíll með gámavagn rann út af í vindhviðu og valt ofan á fólksbíl sem hafði fokið út af nokkru áður. Þetta gerðist upp úr sex í gærkvöld. Umferðin stöðvaðist á þessum stað en bílum var beint niður Melasveitaveginn. Veður var vont fram eftir kvöldi í gær. Innlent 31.10.2005 21:56
Gabríela fékk heiðursverðlaun Myndstefs Gabríela Friðriksdóttir myndlistarmaður fékk í dag heiðursverðlaun Myndstefs. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt, en það var forseti Íslands sem afhenti þau. Innlent 31.10.2005 21:52
Neita að fara án launaseðla Starfsmannaleigan 2B gerði í dag tilraun til þess að senda átján pólska starfsmenn sína úr landi. Starfsmennirnir neita að fara fyrr en þeir fá launaseðla og staðfestingu á vinnu sinni. Innlent 31.10.2005 20:18
Eiga allt sitt undir blóði úr blóðbankanum Nýburarar á vökudeild og fólk sem berst við krabbamein getur átt sitt undir því að nóg sé til af blóði í Blóðbankanum. Bankinn er að hrinda af stað átaki til blóðsöfununar og segir yfirlæknir bankans nauðsynlegt að heilbrigðisyfirvöld tryggi fjármuni til kynningarstarfs. Innlent 31.10.2005 20:14
Eldur í fjölbýlishúsi í Álftamýri Verið er að reykræsta í kjallara í fjölbýlishúsi í Álftamýrinni. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kvatt á svæðið eftir að elds varð vart. Ekki er vitað til þess að neinn hafi sakað Innlent 31.10.2005 20:18
Snarvitlaust veður á Norðurlandi í allan dag Snælduvitlaust veður hefur verið í allan dag á Norðurlandi. Um hundrað og þrjátíu manns þurftu að yfirgefa bíla sína á þjóðveginum milli Laugarbakka í Miðfirði og Blönduóss í gærkvöld. Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð fyrir fólkið og björgunarsveitir hafa unnið baki brotnu síðan um kvöldmatarleytið í gær. Innlent 31.10.2005 19:37
Meðalhiti á Íslandi mun hækka Hækkun meðalhita á Íslandi um tvær til þrjár gráður á næstu hundrað árum mun einkum koma fram í fækkun kuldakasta að vetri fremur en hærri sumarhita. Samkvæmt nýjum tölvuútreikningum mun hlýna meira inn til landsins en út við ströndina. Þá mun úrkoma aukast. Innlent 31.10.2005 19:31
CIA hafi hugsanlega flogið með fanga um íslenska lofthelgi Hugsanlegt er að bandaríska leyniþjónustan hafi flogið um íslenska lofthelgi með grunaða hryðjuverkamenn. Allt bendir til að slík vél hafi lent í Keflavík. Innlent 31.10.2005 19:18
Ekkert útboð Byggingaverktakar undrast að ein verðmætasta lóð Reykjavíkur skuli ekki boðin út. Borgin hefur hafið samningaviðræður við dótturfélag Íslandsbanka um lóð Strætós á Kirkjusandi. Innlent 31.10.2005 18:00
Skipar nefnd um hollara mataræði og meiri hreyfingu Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur skipað nefnd sem greina á vanda sem tengist óhollu mataræði, offitu, átröskun og hreyfingarleysi og koma með tillögur að samræmdum aðgerðum til að taka á vandamálum sem tengjast þessu. Innlent 31.10.2005 16:56
Samtök framleiðenda frumlyfja stofnuð Samtök framleiðenda frumlyfja á Íslandi hafa verið stofnuð. Formaður er Hjörleifur Þórarinsson hjá GlaxoSmithKline. Tilgangur samtakanna er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og gæta hagsmuna framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu. Innlent 31.10.2005 16:52
Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs staðfestar Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur staðfest lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs á langtímaskuldbindingum í erlendri mynt AA- og AA+ fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum. Um leið hefur fyrirtækið staðfest lánshæfiseinkunnina A-1+ fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum og segir að horfur um lánshæfismat séu stöðugar. Innlent 31.10.2005 17:03
Talsvert um smölun Þó nokkur smölun í Sjálfstæðisflokkinn hefur þegar átt sér stað vegna prófkjörs flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Þá hafa um 250 manns þegar greitt atkvæði utan kjörstaðar. Erlent 31.10.2005 16:40
Þörf á blóðgjöfum þar sem þjóðin eldist Þörf er á fleiri blóðgjöfum hér á landi þar sem íslenska þjóðin er að eldast. Með hækkandi meðalaldri þurfa fleiri á blóði að halda á meðan þeim fækkar hlutfallslega sem staðið geta undir blóðgjöfum. Þetta segir Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir hjá Blóðbankanum sem ætlar ásamt Og Vodafone að standa að auglýsingaherferð þar sem fjölga á blóðgjöfum og vekja fólk til umhugsunar um þessa áskorun framtíðarinnar. Innlent 31.10.2005 16:33
Búið að opna þjóðveginn Búið er að opna þjóðveg eitt milli Laugarbakka og Víðihlíðar. Búið er að losa meirihluta þeirra bíla sem fastir voru á veginum milli Laugarbakka og Víðihlíðar enn eru þó nokkrir bílar fastir en Ragnar Árnason, verkstjóri hjá Vegagerðinni, segir mikla hríð á svæðinu. Innlent 31.10.2005 15:34