Innlent

Fréttamynd

Bótaskylda Vega­gerð­ar viðurkennd

Vegagerðin er bótaskyld við Íslenska aðalverktaka og NCC International vegna útboðs Héðinsfjarðarganga samkvæmt dómi Hæstaréttar. Hætt var við útboðið til að hamla gegn þenslu. Bótakrafa gæti hlaupið á hundruðum milljóna króna.

Innlent
Fréttamynd

Fimmti hver skilar auðu eða röngu

Einn af hverjum fimm framhaldskólanemendum sem tóku samræmt stúdentspróf í stærðfræði síðasta vor skilaði auðu eða kolröngum úrlausnum. Samræmd stúdentspróf í stærðfræði og ensku voru lögð fyrir framhaldsskólanemendur í fyrsta sinn síðastliðið vor en tvívegis áður hafði verið prófað í íslensku með þeim hætti.

Innlent
Fréttamynd

Verður næstu vik­ur á spítala

Búið er að komast að því hvert nafn mannsins er sem stórslasaðist þegar ekið var á hann á Miklubraut í Reykja­vík aðfaranótt sunnudags. Maður­inn, sem var skilríkjalaus, miss­ti meðvitund og var lagður inn á gjörgæslu. Maðurinn er 51 árs gamall ein­hleyp­ur Íslendingur. Fyrst í stað var talið að um útlending gæti ver­ið að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Kviknaði í bíl í miðbænum

Ökumanni brá heldur betur í brún þegar hann ók eftir Miðbakkanum um klukkan fimm síðdegis í gær en þá kom skyndilega upp eldur úr vél bílsins. Varð hann að koma sér úr bílnum hið fyrsta en slökkviliðið kom svo fljótlega og slökkti eldinn.

Innlent
Fréttamynd

Ekki forsenda fyrir rekstri herspítala

Herspítali varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli verður lagður niður innan tíðar. Varnarliðið á í viðræðum við Landspítala - háskólasjúkrahús um að LSH taki yfir alla heilbrigðisþjónustu við varnarliðsmenn nema í allra léttustu tilfellum.

Innlent
Fréttamynd

Húsið seldist á 980 milljónir

Reykjavíkurborg tók í gær tilboði Mark-húss ehf. í Heilsuverndarstöðina við Barónsstíg. Tilboðinu, sem hljóðar upp á 980 milljónir króna, er tekið með þeim fyrirvara að borgarráð samþykki það á fundi sínum næstkomandi fimmtudag.

Innlent
Fréttamynd

Lentu á milli steins og sleggju

Yngvi Harðarson, hjá Ráðgjöf og efnahagsspám ehf., segir það vel geta staðist að rætt hafi verið um kostnaðaráætlun upp á sjö milljónir króna á einhverju stigi viðræðna við vinnuhóp um Íbúðalánasjóð sem hafi starfað á vegum fjármála- og félagsmálaráðuneyta.

Innlent
Fréttamynd

Fékk sjö mán­aða fangelsi

Síbrotamaður var dæmdur í sjö mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Með honum var dæmd ung stúlka fyrir þátttöku í brotunum, en sökum aldurs var hún dæmd í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár.

Innlent
Fréttamynd

Annast og mennta munaðarlaus börn

"Það segir enginn nei við Njörð og þetta er nú þannig mál að það var ekki einu sinni freistandi að gera það þegar hann bað mig að taka þetta að mér," segir Össur Skarphéðinsson, nýskipaður formaður Íslandsdeildar SPES inter­national. Össur er fyrsti formaður samtakanna.

Innlent
Fréttamynd

Loðnuveiðar hafa bitnað á rækjunni

Fæðuskortur á miðum virðist vera helsta áhyggjumál útgerðar- og sjómanna víðast um landið og margir kenna loðnuveiðum um það ástand. Hafrannsóknastofnun hefur staðið fyrir opnum fundum á Vopnafirði, Norðfirði, Ísafirði, Tálknafirði, Grundarfirði og í Grindarvík.

Innlent
Fréttamynd

Litháar á þrælakjörum hjá íslensku þjónustufyrirtæki

Alþýðusamband Íslands rannsakar starfsemi fyrirtækis í Reykjavík og íslenskrar starfsmannaleigu í Litháen. Talið er að fyrirtækið hafi fengið þrjá Litháa hingað í gegnum þjónustuleiguna og borgi þeim 60 þúsund krónur í mánaðarlaun. Þetta er í fyrsta sinn sem svona mál kemur upp í verslun og þjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Verkfæri sem mun gagnast

Árni Magnússon félagsmálaráðherra lagði í gær fram á þingi frumvarp til laga um starfsmannaleigur og vonaðist ráðherrann til að frumvarpið yrði samþykkt fyrir jólahlé þingmanna. Frumvarpið gerir ráð fyrir að starfsemi starfsmannaleiga hérlendis verði í framtíðinni skylt að tilkynna Vinnumálastofnun sem hafi völd til að ganga reglulega úr skugga um að lögum og reglum í landinu væri fylgt hverju sinni.

Innlent
Fréttamynd

Rannsóknir á sviði lista grundvöllur frekari þróunar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, undirrituðuð í gær nýjan rekstrarsamning við skólann sem felur í sér vissar nýjungar. Kynntar voru tvær nýjar námsbrautir sem byrjuðu í leiklistardeild skólans í haust.

Innlent
Fréttamynd

Biðlistar heyra fortíðinni til

"Það er stórkostlegt að vera laus við þessa biðlistaumræðu sem heyrir í stórum dráttum til fortíðar," segir Jóhannes M. Gunnarsson framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Í nýjum stjórnunarupplýsingum um rekstur LSH frá áramótum til október á þessu ári kemur meðal annars fram, að biðlistar eru hverfandi á flestum sviðum nema í gerviliðaaðgerðir og hjartaþræðingar.

Innlent
Fréttamynd

Segir landinu fórnað undir bíla

Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að samtökin muni una niðurstöðu félagsmálaráðuneytisins um að ekki sé hægt að staðhæfa um vanhæfi Jóns Otta Sigurðssonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulagsnefnd Garðabæjar, enda sé dýrt að fara í dómsmál.

Innlent
Fréttamynd

Íþrótta- og fræðasetur rís

Kópavogsbær og Knattspyrnuakademía Íslands hafa náð samningi um uppbyggingu og rekstur íþrótta- og fræðsluseturs við Vallakór í Kópavogi. Framkvæmdir hefjast í upphafi næsta árs og lýkur árið 2008. Gert er ráð fyrir þremur útivöllum fyrir knattspyrnu, yfirbyggðum knattspyrnuvelli með áhorfendastúku fyrir tvö til þrjú þúsund manns.

Innlent
Fréttamynd

Talinn hæfur

Laufey Jóhannsdóttir, formaður skipulagsnefndar í Garðabæ, segir að nefndarmenn hafi rætt það hvort Jón Otti Sigurðsson, fulltrúi í nefndinni og félagi í Oddfellowreglunni, teldist hæfur til að fjalla um skipulagsmál Urriðaholts í Garðabæ. Hann hafi alla tíð verið talinn hæfur.

Innlent
Fréttamynd

Björn Friðrik ráðinn aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra

Björn Friðrik Brynjólfsson, fréttamaður á RÚV, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Einars Kristins Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra og hefur störf 1. desember. Björn Friðrik útskrifaðist úr stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1997 og hagnýtri fjölmiðlun ári síðar.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á stúlku við Hólabrekkuskóla

Ekið var á unga stúlku þar sem hún gekk yfir gangbraut við Hólabrekkuskóla í Breiðholti laust fyrir fjögur í dag. Ökumaðurinn talaði við stúlkuna en þar sem hún virtist ómeidd keyrði hann í burtu. Seinna kom í ljós að hún hafði meiðst og óskar lögregla eftir að ökumaðurinn og vitni hafi samband í síma 444 1000.

Innlent
Fréttamynd

Ritstjóri Læknablaðsins rekinn

Vilhjálmur Rafnsson hefur verið leystur frá störfum sem ritstjóri og ábyrgðarmaður Læknablaðsins. Stjórnir Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur hafa ákveðið að skipa nýja ritnefnd fyrir blaðið og að Vilhjálmur verði ekki hluti af henni.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarpið birtist fyrst næsta vor

Menntamálaráðherra hefur boðað frumvarp um styttingu námstíma til stúdentsprófs. Það mun þó ekki líta dagsins ljós, fyrr en í fyrsta lagi á vori komanda. Ráðherrann ætlar að taka sérstakt tillit til framhaldsskóla með bekkjarkerfi með því að breyta námsskrá - en í slíkum skólum hefur gagnrýnin verið háværust.

Innlent
Fréttamynd

Jón óttast ekki dómstóla

Stefna Öryrkjabandalagsins á hendur ríkisstjórninni vegna vanefnda á samkomulagi við öryrkja verður þingfest á morgun. Heilbrigðisráðherra segist ekki óttast dómstóla. Öryrkjar telja að fimmhundruð milljónir vanti upp á til að samkomulagið sem gert var í mars árið 2003, sé að fullu efnt.

Innlent
Fréttamynd

Valgerður segir Kristin H. vera andstæðing sinn

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar stilla þingmönnum í sífellu upp við vegg, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Viðskipta- og iðnaðarráðherra, flokksystir Kristins, kallar hann andstæðing í pistli á heimasíðu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Ósáttir við frumvarp um starfsmannaleigur

Stjórnarandstæðingar fögnuðu frumvarpi félagsmálaráðherra um starfsmannaleigur á Alþingi, sem mælt var fyrir í dag, en töldu ekki nægilega langt gengið. Formaður vinstri - grænna sagðist ennfremur ekki sannfærður um að íslenska þjóðin þyrfti yfirhöfuð að sætta sig við slíkt fyrirbæri á íslenskum vinnumarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Contalgin hið íslenska heróín

Yfirmaður fíkniefnalögreglunnar í Reykjavík segir að kalla megi morfínlyfið Contalgin hið íslenska heróín - svo vinsælt er það orðið á fíkniefnamarkaðnum. Hann segir að fréttaskýring Kompáss í gær hafi ekki síst fært lögreglunni heim sanninn um að nauðsynlegt sé að huga betur að baráttunni gegn læknadópinu en áður.

Innlent
Fréttamynd

Lagagrein ofnotuð til óhagræðis fyrir starfsmenn

Forstjórar ríkisstofnana ofnota í æ ríkara mæli 19. grein laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þar er kveðið á um að leyfilegt sé að breyta vinnutíma og verksviði og að starfsmönnum beri að hlíta því. Stéttarfélög eiga erfitt með að bregðast við þar sem oft er um mál einstakra starfsmanna að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Fær 500 milljónir á ári hverju

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskólans, undirrituðu í dag nýjan samning um rekstur listmenntunar á háskólastigi og uppbyggingu þekkingar á sviðum lista. Samningurinn gildir til fjögurra ára og samkvæmt honum greiðir ráðuneytið um 500 milljónir á ári til reksturs Listaháskólans.

Innlent
Fréttamynd

Hefur hækkað um tvo þriðju

Árlegt framlag ríkissjóðs vegna hvers nemanda á framhaldsskólastigi hefur hækkað um 65 prósent síðasta áratuginn. Árið 1995 voru greiddar 400 þúsund krónur á hvern nemanda að núvirði en í dag er upphæðin komin í 665 þúsund krónur.

Innlent