Innlent Hæstiréttur staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í gær áframhaldandi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Litháa sem handtekinn var nýverið í tengslum við innflutning annars Litháa á fíkniefnum hingað til lands. Um var að ræða mikið magn amfetamíns í vökvaformi. Innlent 22.3.2006 08:09 Náttúruminjasafn Íslands eitt þriggja höfuðsafna Náttúruminjasafn Íslands verður eitt þriggja höfuðsafna á Íslandi ásamt Þjóðminjasafninu og Listasafni Íslands nái nýtt frumvarp menntamálaráðherra þar að lútandi fram að ganga. Í framhaldinu stendur svo til að finna Náttúrugripasafninu nýjan stað. Innlent 21.3.2006 22:49 Vill persónulega liðveislu fyrir fatlaða hér á landi Persónuleg liðsveisla fyrir fatlaða er hagkvæmara fyrir ríkið en rekstur stofnana fyrir fatlaða og skilar sér margfalt til þeirra sem hennar njóta. Reynsla af persónulegri liðveislu fyrir fatlaða hefur gefið góða raun í Danmörku en þar ráða fatlaðir sjálfir sína aðstoðarmenn. Innlent 21.3.2006 23:08 Ráðherra telur sig vanhæfan til að skipa hæstarréttardómara Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur sig vanhæfan til að skipa í embætti hæstarréttardómara sem auglýst hefur verið til umsóknar. Þetta kemur fram á heimasíðu ráðherrans. Innlent 22.3.2006 07:35 Glitnir birtir róandi upplýsingar Glitnir hefur fetað í fótspor KB banka og Landsbankans og sent frá sér frekari upplýsingar um fjármögnun og fjármögnunarþörf bankans. Er því ætlað að varpa ljósi á stöðu Glitnis og leiðrétta misskilning sem gætt hefur í umræðu um fjármögnun bankanna. Viðskipti innlent 21.3.2006 21:34 Áhlaup á bankana Þegar greiningardeild Merril Lynch gaf út skýrslu um íslensku bankana þann 7. mars hófst atburðarrás sem stóð í 10 daga og verður ekki líkt við neitt annað en bankaáhlaup (e. bank run), segir Ágeir Jónsson, hagfræðingur í grein sem hann ritar í Markaðinn í dag. Viðskipti innlent 21.3.2006 21:34 Engar óeðlilegar greiðslur Á aðalfundi FL Group spurði Vilhjálmur Bjarnason hluthafi hvort þriggja milljarða greiðsla hefði verið millifærð af reikningum fyrirtækisins í lok júní í þágu annarra aðila en félagsins. Viðskipti innlent 21.3.2006 21:21 Óánægja með söluferli EJS Group TM Software taldi sig fá að kaupa EJS eftir opnun tilboða í fyrirtækið. Söluferlið hélt hins vegar áfram og EJS selt Skýrr. Straumur-Burðarás sá um söluna. Viðskipti innlent 21.3.2006 21:34 deCode borgaði Kára 63 milljónir Launagreiðslur, auk bónusa og fríðinda, til dr. Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, námu 63,3 milljónum króna á síðasta ári, rúmri einni milljón Bandaríkjadala. Viðskipti innlent 21.3.2006 21:34 Innlend áhætta er minnsti hlutinn Ljóst er að starfsemi fjármálafyrirtækja hér stendur traustum fótum, segja Samtök banka og verðbréfafyrirtækja og benda á að næmni lánveitinga fjármálakerfisins fyrir sveiflum í íslenska hagkerfinu minnki eftir því sem atvinnulífið verði alþjóðlegra. Viðskipti innlent 21.3.2006 21:34 Grunur verður tilkynningaskyldur Í nýju lagafrumvarpi um peningaþvætti er hverjum sem tekur við greiðslu yfir 15.000 evrum gert skylt að krefjast skilríkja og halda gögn um viðskiptin í fimm ár. Viðskipti innlent 21.3.2006 21:34 Metár í sögu Kauphallarinnar Bjarni Ármannsson hefur látið af störfum sem stjórnarformaður Verðbréfaþings. Vænst er skráningar færeyskra félaga í Kauphöll Íslands á árinu. Viðskipti innlent 21.3.2006 21:34 Gengi krónu og bréfa féll Gengi krónunnar lækkaði um 2,25 prósent og úrvalsvísitala Kauphallar Íslands féll um 3,25 prósent í kjölfar svartrar skýrslu Danske bank um efnahagsástandið á Íslandi og mótvind sem íslenskir bankar eru sagðir standa frammi fyrir. Viðskipti innlent 21.3.2006 22:17 Sjávarútvegurinn vanmetinn Framlag sjávarútvegs til landsframleiðslu er mun meira en þjóðhagsreikningar gefa til kynna og er þýðing hans fyrir íslenskt hagkerfi vanmetið í opinberum gögnum. Viðskipti innlent 21.3.2006 21:34 Kaupir í Camillo Eitzen Straumur-Burðarás er orðinn þriðji stærsti hluthafinn í skipafélaginu Camillo Eitzen (CECO) sem er skráð í Kauphöllina í Osló. Markaðsverð félagsins er rétt um 27 milljarðar króna þannig að fimm prósenta hlutur Straums er um 1,4 milljarða virði. Viðskipti innlent 21.3.2006 21:34 Lausafé ekki vandinn Undirfyrirsögn litil Miðja:Credit Sights dregur í land en telur markað með skuldabréf bankanna hafa raskast að undanförnu. Viðskipti innlent 21.3.2006 21:34 Minni karfakvóti Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um að úthafskarfakvótinn á yfirstandandi almanaksári verði 28,6 þúsund tonn. Þetta er 17 prósentum minna en á síðasta ári en kvótinn stóð í 55.000 tonnum í nokkur ár þar á undan. Viðskipti innlent 21.3.2006 21:34 Ætluðu sér aukið hlutafé til frekari fyrirtækjakaupa Fyrrum stjórn Kögunar hafði sett niður á lista nokkur erlend hugbúnaðarfyrirtæki, sem félagið hafði áhuga að fjárfesta í, og átti að auka hlutafé fyrirtækisins til að fjármagna slík kaup. Viðskipti innlent 21.3.2006 21:34 Misvinsæl hlutabréf Hlutabréf í Fiskeldi Eyjafjarðar voru þau hlutabréf sem fóru sjaldnast í gegnum viðskiptakerfi Kauphallar Íslands á síðasta ári, aðeins þrisvar sinnum, og námu heildarviðskiptin alls 145 þúsund krónum. Til samanburðar voru 14.866 viðskipti með hlutabréf í KB banka í fyrra samkvæmt árbók Kauphallarinnar. Viðskipti innlent 21.3.2006 21:34 Danske Bank spáir kreppu hér á árinu Yfirvofandi er efnahagskreppa á Íslandi og samdráttur í hagvexti, ef marka má nýja greiningu Danske Bank. Óvenjulegt plagg með nálægt því rætnum vangaveltum, segir Ólafur Ísleifsson hagfræðingur. Krónan og hlutabréf lækkuðu í gær. Viðskipti innlent 21.3.2006 18:04 Einn dalur á hvern haus Fyrir aðalfund hátæknifyrirtækisins Flögu Group, sem er skráð í Kauphöllina, liggur fyrir tillaga að stjórnarmenn fái einn Bandaríkjadal í laun fyrir störf sín á síðasta ári. Einn dalur samsvarar um sjötíu krónum. Viðskipti innlent 21.3.2006 21:34 Nærri 58 þúsund manns hafa skilað inn framtölum á Netinu 57.656 höfðu skilað inn skattframtali á Netinu í kvöld klukkan níu en frestur til að skila inn framtölum til ríkisskattstjóra rennur út á miðnætti. Þetta kemur fram á heimasíðu ríkisskattstjóra, rsk.is. Innlent 21.3.2006 22:11 26 þúsund fermetra verlsunarhúsnæði í Reykjanesbæ Smáratorg, sem rekur meðal annars Rúmfatalagerinn, hyggst reisa tuttugu og sex þúsund fermetra verslunarhúsnæði í Reykjanesbæ. Félagið hefur þegar fest kaup á lóð í bænum en áætlað er að framkvæmdir hefjist strax á næsta ári og að verslunarhúsnæðið verði tilbúið árið 2008. Innlent 21.3.2006 22:07 Mikill áhugi á matreiðslu í Rimaskóla Matreiðsluáhugi í Rimaskóla er með því mesta sem þekkist í grunnskólum landsins en árlega taka tugir nemenda þátt í kokkakeppni skólans. Kokkameistarakeppnin var haldin í þriðja skiptið í dag og óhætt er að segja að þar leynist margur meistarakokkurinn. Heimilisfræði er valfag í 9. og 10. bekk og er fagið vinsælasta valfag skólans en 89 nemendur eru í matreiðslu. Innlent 21.3.2006 21:15 Eigum að berjast gegn stríðsvélinni Stjórn Ungra vinstri grænna fagnar því að Bandaríkjaher skuli loksins vera á förum og krefst þess að stjórnvöld hugsi gáfulega og taki forystu sem friðelskandi þjóð. Í á´lyktun sem stjórnin sendi frá sér segir að þrátt fyrir að Ísland sé að losna við stríðstól úr landi þá sé ætlun Bandaríkjahers að nota þessi tól til að myrða fólk í öðrum löndum. Segir ennfremur að Ísland eigi að berjast gegn stríðsvélinni en ekki verahuglaust, sérhlífið og sjálfselskt. Innlent 21.3.2006 21:01 Þjónusta fjölmennasta atvinnugreinin á Íslandi Framlag þjónustu til landsframleiðslu eykst ár frá ári og þjónusta er fjölmennasta atvinnugreinin á Íslandi. Iðnaðar-og viðskiptaráðherra segir mikilvægt að efla ólíkar starfsgreinar til að auka sveigjanleika í efnahagslífinu. Innlent 21.3.2006 19:45 Hvatti til að tollum yrði aflétt af íslenskum fiski Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra heimsótti í dag fyrirtæki í sjávarútvegi á Humberside svæðinu í Bretlandi og hitti að máli bæði borgarstjórann í Hull og bæjarstjórann í Grimsby. Á fundi með hagsmunaaðilum í sjávarútvegi hvatti sjávarútvegsráðherra þá til að leggja Íslendingum lið í að þrýsta á Evrópusambandið að aflétta tollum sem eru á nokkrum íslenskum sjávarafurðum, sem fluttar eru út til sambandslandanna. Jafnframt því að aflétt yrði útflutningsálagi á ferskan fisk frá Íslandi. Innlent 21.3.2006 20:46 Stjórnarliðar gengu út af fundi franska þingsins Mikil dramatík ríkti á vikulegum fundi franska þingsins í dag en stjórnarliðar gengu út af honum þegar nýja vinnulöggjöfin var rædd. Reiði braust út þegar þingmaður sósíalistaflokksins sakaði forsætisráðherrann um sjálfselsku í þessu máli. Evrópsk málefni áttu upphaflega að vera umræða þingfundarins. Þingmenn stjórnarandstöðunnar vildu hins vegar halda áfram umræðunni um nýju vinnulöggjöfina. Erlent 21.3.2006 20:36 Hagkaup greiði starfsmanni bætur vegna slyss Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Hagkaup til þess að greiða starfsmanni bætur vegna slyss sem hann varð fyrir á lager verslunarinnar í Kringlunni. Maðurinn féll til jarðar þegar álstigi sem hann notaði við tiltekt gaf sig með þeim afleiðingum af maðurinn handleggsbrotnaði og hlaut varanlegt heilsutjón. Innlent 21.3.2006 19:05 Hátt í 55 þúsund hafa skilað framtölum á Netinu Frestur til að skila inn skattframtölum til ríkisskattstjóra rennur út á miðnætti í kvöld en klukkan sex höfðu 54.780 skilað inn framtali á Netinu samkvæmt upplýsingum á heimasíðu ríkisskattstjóra, rsk.is. Innlent 21.3.2006 19:01 « ‹ ›
Hæstiréttur staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í gær áframhaldandi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Litháa sem handtekinn var nýverið í tengslum við innflutning annars Litháa á fíkniefnum hingað til lands. Um var að ræða mikið magn amfetamíns í vökvaformi. Innlent 22.3.2006 08:09
Náttúruminjasafn Íslands eitt þriggja höfuðsafna Náttúruminjasafn Íslands verður eitt þriggja höfuðsafna á Íslandi ásamt Þjóðminjasafninu og Listasafni Íslands nái nýtt frumvarp menntamálaráðherra þar að lútandi fram að ganga. Í framhaldinu stendur svo til að finna Náttúrugripasafninu nýjan stað. Innlent 21.3.2006 22:49
Vill persónulega liðveislu fyrir fatlaða hér á landi Persónuleg liðsveisla fyrir fatlaða er hagkvæmara fyrir ríkið en rekstur stofnana fyrir fatlaða og skilar sér margfalt til þeirra sem hennar njóta. Reynsla af persónulegri liðveislu fyrir fatlaða hefur gefið góða raun í Danmörku en þar ráða fatlaðir sjálfir sína aðstoðarmenn. Innlent 21.3.2006 23:08
Ráðherra telur sig vanhæfan til að skipa hæstarréttardómara Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur sig vanhæfan til að skipa í embætti hæstarréttardómara sem auglýst hefur verið til umsóknar. Þetta kemur fram á heimasíðu ráðherrans. Innlent 22.3.2006 07:35
Glitnir birtir róandi upplýsingar Glitnir hefur fetað í fótspor KB banka og Landsbankans og sent frá sér frekari upplýsingar um fjármögnun og fjármögnunarþörf bankans. Er því ætlað að varpa ljósi á stöðu Glitnis og leiðrétta misskilning sem gætt hefur í umræðu um fjármögnun bankanna. Viðskipti innlent 21.3.2006 21:34
Áhlaup á bankana Þegar greiningardeild Merril Lynch gaf út skýrslu um íslensku bankana þann 7. mars hófst atburðarrás sem stóð í 10 daga og verður ekki líkt við neitt annað en bankaáhlaup (e. bank run), segir Ágeir Jónsson, hagfræðingur í grein sem hann ritar í Markaðinn í dag. Viðskipti innlent 21.3.2006 21:34
Engar óeðlilegar greiðslur Á aðalfundi FL Group spurði Vilhjálmur Bjarnason hluthafi hvort þriggja milljarða greiðsla hefði verið millifærð af reikningum fyrirtækisins í lok júní í þágu annarra aðila en félagsins. Viðskipti innlent 21.3.2006 21:21
Óánægja með söluferli EJS Group TM Software taldi sig fá að kaupa EJS eftir opnun tilboða í fyrirtækið. Söluferlið hélt hins vegar áfram og EJS selt Skýrr. Straumur-Burðarás sá um söluna. Viðskipti innlent 21.3.2006 21:34
deCode borgaði Kára 63 milljónir Launagreiðslur, auk bónusa og fríðinda, til dr. Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, námu 63,3 milljónum króna á síðasta ári, rúmri einni milljón Bandaríkjadala. Viðskipti innlent 21.3.2006 21:34
Innlend áhætta er minnsti hlutinn Ljóst er að starfsemi fjármálafyrirtækja hér stendur traustum fótum, segja Samtök banka og verðbréfafyrirtækja og benda á að næmni lánveitinga fjármálakerfisins fyrir sveiflum í íslenska hagkerfinu minnki eftir því sem atvinnulífið verði alþjóðlegra. Viðskipti innlent 21.3.2006 21:34
Grunur verður tilkynningaskyldur Í nýju lagafrumvarpi um peningaþvætti er hverjum sem tekur við greiðslu yfir 15.000 evrum gert skylt að krefjast skilríkja og halda gögn um viðskiptin í fimm ár. Viðskipti innlent 21.3.2006 21:34
Metár í sögu Kauphallarinnar Bjarni Ármannsson hefur látið af störfum sem stjórnarformaður Verðbréfaþings. Vænst er skráningar færeyskra félaga í Kauphöll Íslands á árinu. Viðskipti innlent 21.3.2006 21:34
Gengi krónu og bréfa féll Gengi krónunnar lækkaði um 2,25 prósent og úrvalsvísitala Kauphallar Íslands féll um 3,25 prósent í kjölfar svartrar skýrslu Danske bank um efnahagsástandið á Íslandi og mótvind sem íslenskir bankar eru sagðir standa frammi fyrir. Viðskipti innlent 21.3.2006 22:17
Sjávarútvegurinn vanmetinn Framlag sjávarútvegs til landsframleiðslu er mun meira en þjóðhagsreikningar gefa til kynna og er þýðing hans fyrir íslenskt hagkerfi vanmetið í opinberum gögnum. Viðskipti innlent 21.3.2006 21:34
Kaupir í Camillo Eitzen Straumur-Burðarás er orðinn þriðji stærsti hluthafinn í skipafélaginu Camillo Eitzen (CECO) sem er skráð í Kauphöllina í Osló. Markaðsverð félagsins er rétt um 27 milljarðar króna þannig að fimm prósenta hlutur Straums er um 1,4 milljarða virði. Viðskipti innlent 21.3.2006 21:34
Lausafé ekki vandinn Undirfyrirsögn litil Miðja:Credit Sights dregur í land en telur markað með skuldabréf bankanna hafa raskast að undanförnu. Viðskipti innlent 21.3.2006 21:34
Minni karfakvóti Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um að úthafskarfakvótinn á yfirstandandi almanaksári verði 28,6 þúsund tonn. Þetta er 17 prósentum minna en á síðasta ári en kvótinn stóð í 55.000 tonnum í nokkur ár þar á undan. Viðskipti innlent 21.3.2006 21:34
Ætluðu sér aukið hlutafé til frekari fyrirtækjakaupa Fyrrum stjórn Kögunar hafði sett niður á lista nokkur erlend hugbúnaðarfyrirtæki, sem félagið hafði áhuga að fjárfesta í, og átti að auka hlutafé fyrirtækisins til að fjármagna slík kaup. Viðskipti innlent 21.3.2006 21:34
Misvinsæl hlutabréf Hlutabréf í Fiskeldi Eyjafjarðar voru þau hlutabréf sem fóru sjaldnast í gegnum viðskiptakerfi Kauphallar Íslands á síðasta ári, aðeins þrisvar sinnum, og námu heildarviðskiptin alls 145 þúsund krónum. Til samanburðar voru 14.866 viðskipti með hlutabréf í KB banka í fyrra samkvæmt árbók Kauphallarinnar. Viðskipti innlent 21.3.2006 21:34
Danske Bank spáir kreppu hér á árinu Yfirvofandi er efnahagskreppa á Íslandi og samdráttur í hagvexti, ef marka má nýja greiningu Danske Bank. Óvenjulegt plagg með nálægt því rætnum vangaveltum, segir Ólafur Ísleifsson hagfræðingur. Krónan og hlutabréf lækkuðu í gær. Viðskipti innlent 21.3.2006 18:04
Einn dalur á hvern haus Fyrir aðalfund hátæknifyrirtækisins Flögu Group, sem er skráð í Kauphöllina, liggur fyrir tillaga að stjórnarmenn fái einn Bandaríkjadal í laun fyrir störf sín á síðasta ári. Einn dalur samsvarar um sjötíu krónum. Viðskipti innlent 21.3.2006 21:34
Nærri 58 þúsund manns hafa skilað inn framtölum á Netinu 57.656 höfðu skilað inn skattframtali á Netinu í kvöld klukkan níu en frestur til að skila inn framtölum til ríkisskattstjóra rennur út á miðnætti. Þetta kemur fram á heimasíðu ríkisskattstjóra, rsk.is. Innlent 21.3.2006 22:11
26 þúsund fermetra verlsunarhúsnæði í Reykjanesbæ Smáratorg, sem rekur meðal annars Rúmfatalagerinn, hyggst reisa tuttugu og sex þúsund fermetra verslunarhúsnæði í Reykjanesbæ. Félagið hefur þegar fest kaup á lóð í bænum en áætlað er að framkvæmdir hefjist strax á næsta ári og að verslunarhúsnæðið verði tilbúið árið 2008. Innlent 21.3.2006 22:07
Mikill áhugi á matreiðslu í Rimaskóla Matreiðsluáhugi í Rimaskóla er með því mesta sem þekkist í grunnskólum landsins en árlega taka tugir nemenda þátt í kokkakeppni skólans. Kokkameistarakeppnin var haldin í þriðja skiptið í dag og óhætt er að segja að þar leynist margur meistarakokkurinn. Heimilisfræði er valfag í 9. og 10. bekk og er fagið vinsælasta valfag skólans en 89 nemendur eru í matreiðslu. Innlent 21.3.2006 21:15
Eigum að berjast gegn stríðsvélinni Stjórn Ungra vinstri grænna fagnar því að Bandaríkjaher skuli loksins vera á förum og krefst þess að stjórnvöld hugsi gáfulega og taki forystu sem friðelskandi þjóð. Í á´lyktun sem stjórnin sendi frá sér segir að þrátt fyrir að Ísland sé að losna við stríðstól úr landi þá sé ætlun Bandaríkjahers að nota þessi tól til að myrða fólk í öðrum löndum. Segir ennfremur að Ísland eigi að berjast gegn stríðsvélinni en ekki verahuglaust, sérhlífið og sjálfselskt. Innlent 21.3.2006 21:01
Þjónusta fjölmennasta atvinnugreinin á Íslandi Framlag þjónustu til landsframleiðslu eykst ár frá ári og þjónusta er fjölmennasta atvinnugreinin á Íslandi. Iðnaðar-og viðskiptaráðherra segir mikilvægt að efla ólíkar starfsgreinar til að auka sveigjanleika í efnahagslífinu. Innlent 21.3.2006 19:45
Hvatti til að tollum yrði aflétt af íslenskum fiski Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra heimsótti í dag fyrirtæki í sjávarútvegi á Humberside svæðinu í Bretlandi og hitti að máli bæði borgarstjórann í Hull og bæjarstjórann í Grimsby. Á fundi með hagsmunaaðilum í sjávarútvegi hvatti sjávarútvegsráðherra þá til að leggja Íslendingum lið í að þrýsta á Evrópusambandið að aflétta tollum sem eru á nokkrum íslenskum sjávarafurðum, sem fluttar eru út til sambandslandanna. Jafnframt því að aflétt yrði útflutningsálagi á ferskan fisk frá Íslandi. Innlent 21.3.2006 20:46
Stjórnarliðar gengu út af fundi franska þingsins Mikil dramatík ríkti á vikulegum fundi franska þingsins í dag en stjórnarliðar gengu út af honum þegar nýja vinnulöggjöfin var rædd. Reiði braust út þegar þingmaður sósíalistaflokksins sakaði forsætisráðherrann um sjálfselsku í þessu máli. Evrópsk málefni áttu upphaflega að vera umræða þingfundarins. Þingmenn stjórnarandstöðunnar vildu hins vegar halda áfram umræðunni um nýju vinnulöggjöfina. Erlent 21.3.2006 20:36
Hagkaup greiði starfsmanni bætur vegna slyss Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Hagkaup til þess að greiða starfsmanni bætur vegna slyss sem hann varð fyrir á lager verslunarinnar í Kringlunni. Maðurinn féll til jarðar þegar álstigi sem hann notaði við tiltekt gaf sig með þeim afleiðingum af maðurinn handleggsbrotnaði og hlaut varanlegt heilsutjón. Innlent 21.3.2006 19:05
Hátt í 55 þúsund hafa skilað framtölum á Netinu Frestur til að skila inn skattframtölum til ríkisskattstjóra rennur út á miðnætti í kvöld en klukkan sex höfðu 54.780 skilað inn framtali á Netinu samkvæmt upplýsingum á heimasíðu ríkisskattstjóra, rsk.is. Innlent 21.3.2006 19:01