Metár í sögu Kauphallarinnar 22. mars 2006 00:01 Horft til framtíðar. Bjarni Ármannsson, fráfarandi stjórnarformaður Verðbréfaþings hf., og Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands og framkvæmdastjóri Verðbréfaþings, horfa yfir sviðið á aðalfundi Verðbréfaþings sem haldinn var á fimmtudaginn var. MYND/E.Ól. Á aðalfundi Verðbréfaþings hf. sem haldinn var 16. mars kom fram að síðasta ár hefði verði metár í sögu Kauphallar íslands. Verðbréfaþing er eignarhaldsfélag sem stofnað var sumarið 2002, en undir það heyra Kauphöll Íslands hf. og Verðbréfaskráning Íslands hf. Bjarni Ármannsson, fráfarandi stjórnarformaður Verðbréfaþings, upplýsti að hlutabréfaviðskipti hefðu verið fyrir 1.202 milljarða króna, meiri en nokkru sinni fyrr. Úrvalsvísitalan hækkaði um 65 prósent og sló með því fyrra met frá árinu 1996. Þá var heildarvelta skuldabréfa sú næstmesta frá upphafi, 1.322 milljarðar króna, og velta á einum ársfjórðungi sú mesta frá byrjun, 507 milljarðar króna. Kosin var ný stjórn Verðbréfaþings hf. Við stjórnarformennskunni tók Friðrik Jóhannsson, varaformaður er Ingólfur Helgason og ritari stjórnar Þorgeir Eyjólfsson. Auk þeirra voru kosin í stjórn Tryggvi Pálsson, Óttar Pálsson, Finnur Sveinbjörnsson, Yngvi Örn Kristinsson, Halla Tómasdóttir og Gylfi Magnússon. Varamenn eru Björgólfur Jóhannsson, Jafet Ólafsson, Haukur Hafsteinsson, Tómas Örn Kristinsson, Helgi Sigurðsson, Finnur Reyr Stefánsson, Sævar Helgason, Ágúst H. Leósson og Vilhjálmur Bjarnason. Samþykkt var á fundinum að stjórnarmenn fengju greiddar fyrir setuna 60.000 krónur á mánuði og stjórnarformaður 120.000 krónur. Varamenn fá greiddar 30.000 krónur fyrir hvern fund sem þeir sitja. Auk Bjarna létu af stjórnarsetu Þorkell Sigurjónsson og Ragnhildur Geirsdóttir. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir stefnt að frekari vexti og að því að laða til viðskipta fleiri erlend fyrirtæki og fjárfesta. Meðal helstu verkefni sem fyrir liggja á þessu ári segir hann vera frekari samhæfingu innlends fjármálaumhverfis því sem algengast er erlendis og stofnun lánamarkaðar með verðbréf í samstarfi við Verðbréfaskráninguna og kauphallaraðila, sem vænst sé að muni stuðla að auknum seljanleika á markaðnum. Þá segir hann verið að hleypa af stokkunum iSEC nýjum markaði fyrir smá og millistór félög, auk þess sem áfram verði unnið að því að efla NOREX-samstarfið og að styrkja samstarfið við Færeyjar. Hann segir nýrra skráninga færeyskra félaga að vænta á næstu misserum. Innlent Viðskipti Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Á aðalfundi Verðbréfaþings hf. sem haldinn var 16. mars kom fram að síðasta ár hefði verði metár í sögu Kauphallar íslands. Verðbréfaþing er eignarhaldsfélag sem stofnað var sumarið 2002, en undir það heyra Kauphöll Íslands hf. og Verðbréfaskráning Íslands hf. Bjarni Ármannsson, fráfarandi stjórnarformaður Verðbréfaþings, upplýsti að hlutabréfaviðskipti hefðu verið fyrir 1.202 milljarða króna, meiri en nokkru sinni fyrr. Úrvalsvísitalan hækkaði um 65 prósent og sló með því fyrra met frá árinu 1996. Þá var heildarvelta skuldabréfa sú næstmesta frá upphafi, 1.322 milljarðar króna, og velta á einum ársfjórðungi sú mesta frá byrjun, 507 milljarðar króna. Kosin var ný stjórn Verðbréfaþings hf. Við stjórnarformennskunni tók Friðrik Jóhannsson, varaformaður er Ingólfur Helgason og ritari stjórnar Þorgeir Eyjólfsson. Auk þeirra voru kosin í stjórn Tryggvi Pálsson, Óttar Pálsson, Finnur Sveinbjörnsson, Yngvi Örn Kristinsson, Halla Tómasdóttir og Gylfi Magnússon. Varamenn eru Björgólfur Jóhannsson, Jafet Ólafsson, Haukur Hafsteinsson, Tómas Örn Kristinsson, Helgi Sigurðsson, Finnur Reyr Stefánsson, Sævar Helgason, Ágúst H. Leósson og Vilhjálmur Bjarnason. Samþykkt var á fundinum að stjórnarmenn fengju greiddar fyrir setuna 60.000 krónur á mánuði og stjórnarformaður 120.000 krónur. Varamenn fá greiddar 30.000 krónur fyrir hvern fund sem þeir sitja. Auk Bjarna létu af stjórnarsetu Þorkell Sigurjónsson og Ragnhildur Geirsdóttir. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir stefnt að frekari vexti og að því að laða til viðskipta fleiri erlend fyrirtæki og fjárfesta. Meðal helstu verkefni sem fyrir liggja á þessu ári segir hann vera frekari samhæfingu innlends fjármálaumhverfis því sem algengast er erlendis og stofnun lánamarkaðar með verðbréf í samstarfi við Verðbréfaskráninguna og kauphallaraðila, sem vænst sé að muni stuðla að auknum seljanleika á markaðnum. Þá segir hann verið að hleypa af stokkunum iSEC nýjum markaði fyrir smá og millistór félög, auk þess sem áfram verði unnið að því að efla NOREX-samstarfið og að styrkja samstarfið við Færeyjar. Hann segir nýrra skráninga færeyskra félaga að vænta á næstu misserum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira