Erlent

Fréttamynd

Páfagarður harmar aftöku Stanley W. Tookie

Páfagarður harmaði í dag að morðinginn Stanley Tookie Williams skyldi hafa verið tekinn af lífi í Bandaríkjunum. Fjölmargir aðrir hafa fordæmt aftökuna, en Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri í Kaliforníu, neitaði að náða Tookie.

Innlent
Fréttamynd

Eldar slokknaðir í olíubirgðastöðinni í Buncefield

Slökkt hefur verið í öllum 20 eldsneytistönkum í Buncefield olíubirgðastöðinni og búast slökkviliðsmenn við að ljúka slökkvistarfi í kvöld. Raddir eru uppi um að slökkvilið staðarins hafi ekki verið nægilega undirbúið fyrir bruna af þessari stærðargráu og mun það líklega vera rannsakað nánar.

Erlent
Fréttamynd

Sprenging í fjölbýlishúsi í New Jersey

Eins er saknað og fjölmargir slasaðir eftir sprengingu í fjölbýlishúsi í New Jersey í Bandaríkjunum snemma í morgun að bandarískum tíma. Ekki er ljóst hvers vegna sprengingin varð en lögregla segir hugsanlegt að hana megi rekja til gasleka.

Erlent
Fréttamynd

Reyna að slökkva síðustu eldana

Breskir slökkviliðsmenn reyna nú að ráða niðurlögum þriggja síðustu eldanna sem enn loga í olíubirgðastöðinni í Buncefield og vonast til að það takist jafnvel í dag.

Erlent
Fréttamynd

Gætu þurft að fresta kosningunum

Vopnaðir menn réðust til inngöngu í nokkrar stærstu skrifstofur palestínsku yfirkjörstjórnarinnar í dag og ráku starfsmenn kjörstjórnar á dyr. Allri starfsemi var hætt í kjölfarið og óvíst hvenær hún hefst á ný.

Erlent
Fréttamynd

Dregur úr ótta við fuglaflensu

Þýsk stjórnvöld hafa ákveðið að slaka á reglugerðum sem voru settar til að sporna við hættu á útbreiðslu fuglaflensu. Nú verður heimilt að halda hænsfugla utandyra en slíkt var bannað um miðjan október þegar farfuglar báru fuglaflensu til Rússlands, Tyrklands og Rúmeníu.

Erlent
Fréttamynd

Settu upp jólaskreytingar innan um hákarla

Það er ekki aðeins í verslunargötum og á heimilum sem fólk keppist við að setja upp jólaskreytingar. Kafarar voru í morgun fengnir til að setja upp jólaskreytingar í stóru fiskabúri í sædýrasafninu í Madríd.

Erlent
Fréttamynd

Sosoliso svipt flugleyfi

Olusegun Obasanjo, forseti Nígeríu, tilkynnti rétt í þessu að flugfélagið Sosoliso hefði verið svipt flugleyfi. Flugvél félagsins hrapaði í Port Harcourt síðasta laugardag og þá létust 106.

Erlent
Fréttamynd

Verði að læra dönsku áður en þeir flytja til Danmerkur

Útlendingar sem hyggjast flytja til ættingja sinna sem búsettir eru í Danmörku skulu hafa staðist próf í dönsku og danskri menningu áður en þeir flytja. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju lagafrumvarpi Venstre-flokksins í Danmörku, og sem íhaldsmenn og danski Þjóðflokkurinn virðast ætla að styðja.

Erlent
Fréttamynd

Þrír Palestínumenn særðust á Vesturbakkanum

Þrír særðust þegar ísraelskir hermenn skutu á hóp palestínskra mótmælenda í borginni Nablus á Vesturbakkanum í morgun. Tveir mannanna eru alvarlega særðir, að sögn palestínskra sjúkraflutningamanna.

Erlent
Fréttamynd

Óeirðir í Sidney annan daginn í röð

Sjö slösuðust og tugir bíla voru eyðilagðir í óeirðum sem geisuðu í Sidney í Ásralíu í gærkvöldi, annað kvöldið í röð. Ólætin byrjuðu á sunnudagseftirmiðdag þegar um 5000 manns gerðu aðsúg að hópi fólks af arabískum uppruna.

Erlent
Fréttamynd

Williams verður tekinn af lífi

Arnold Schwarzenegger, fylkisstjóri Kaliforníuríkis, ætlar ekki að náða Stanley Williams sem eftir stundarfjórðung verður tekinn af lífi með banvænni sprautu. Willams, sem stofnaði glæpagengið Crips, var fundinn sekur um fjögur morð árið 1979.

Erlent
Fréttamynd

Þrjár hryðjuverkaárásir stöðvaðar í London

Lögreglan í Lundúnum hefur komið í veg fyrir þrjár hryðjuverkaárásir síðan tilraun til hryðjuverkaárása var gerð þann 21. júlí síðastliðinn. Þetta sagði Ian Blair, lögreglustjóri borgarinnar, á blaðamannafundi í gær.

Erlent
Fréttamynd

Bretaprins yfirheyrður

Karl Bretaprins var kallaður til yfirheyrslu í síðustu viku en yfirheyrslan var liður í óháðri rannsókn á dauða Díönu prinsessu, fyrrverandi eiginkonu Karls, og Dodis al-Fayed, ástmanns hennar árið 1997. Að því er dagblaðið Sunday Times hermir stóð yfirheyrslan yfir í fjölda klukkustunda.

Erlent
Fréttamynd

Mökkurinn er yfir Normandí

Slökkviliðsmenn hófu í gær að slökkva eldana ógurlegu sem upp komu í Buncefield-olíubirgðastöðinni í Hertfordskíri, skammt norður af Lundúnum í gær. Sprengingarnar sem fylgdu eldunum gerðu að verkum að ekki var hægt að hefja slökkvistarf fyrr. Slökkviliðsmenn lögðu til atlögu við vítiseldana strax í gærmorgun en aðstæður voru nokkuð erfiðar þar sem bætt hafði í vindinn og áttin breyst.

Erlent
Fréttamynd

Skæruliðar afvopnast

Liðsmenn úr Bólívararmi Hinna sameinuðu varnarsamtaka Kólumbíu lögðu niður vopn í gær. Flestir fá sakaruppgjöf. Mannréttindasamtök eru ósátt.

Erlent
Fréttamynd

Kjörfundurinn hófst í gær

Fyrsti áfangi þingkosninganna í Írak hófst í gær. Stjórnvöld í Írak hafa gripið til víðtækra öryggisráðstafana í aðdraganda kosninganna þar sem óttast er að uppreisnarmenn geri fjölmargar árásir. Hermenn, lögreglumenn, sjúkl­ingar á sjúkrahúsum og fangar sem bíða dóms fengu fyrstir að greiða atkvæði.

Erlent
Fréttamynd

Böndin berast að Damaskus

Bílsprengja varð líbanska ritstjóranum og þingmanninum Gibran Tueni að aldurtila í gær. Hann var nýkominn frá Frakklandi þar sem hann dvaldi af því hann óttaðsti að setið væri um líf sitt. Áður óþekkt samtök hafa lýst ábyrgð á verknaðinum á hendur sér. Engu að síður hallast margir að aðild Sýrlendinga að tilræðinu þar sem Tueni barðist ötullega gegn íhlutun þeirra í líbönsk málefni.

Erlent
Fréttamynd

Gul segir engar yfirheyrslur eiga sér stað

Abdullah Gul, utanríkisráðherra Tyrklands staðfesti um helgina að flugvél, sem talin er vera í eigu bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hafi lent tvisvar í Istanbúl. Hins vegar hefði enginn farið í eða úr vélinni og því væri víst að engar yfirheyrslur hefðu átt sér stað í Tyrklandi.

Erlent
Fréttamynd

Svartsýni er ríkjandi fyrir ráðherrafundinn

Ekki er búist við að mikill árangur verði af ráðherrafundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar WTO sem fram fer í Hong Kong í vikunni. Ríku þjóðirnar ætla ekki að láta af niðurgreiðslum fyrr en fátæku löndin opna sína markaði frekar.

Erlent
Fréttamynd

Hópur barna á meðal látinna

Nú er ljóst að 107 manns fórust í flugslysi nærri borginni Port Harcourt í Nígeríu á laugardaginn. Þá hrapaði rúmlega þrjátíu ára gömul DC-9 farþegaþota til jarðar og komust einungis þrír lífs af úr slysinu. Á meðal þeirra sem fórust var hópur 71 skólabarns sem var á leið heim í jólaleyfi.

Erlent
Fréttamynd

Tíu sækja um hæli í Svíþjóð

Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Kaída hafa sótt um hæli sem pólitískir flóttamenn í Svíþjóð. Þetta eru bæði almennir félagar og menn sem sagðir eru hafa borið ábyrgð á þjálfunarbúðum al-Kaída í Afganistan.

Erlent
Fréttamynd

Engar færslur um fangaflug

Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í viðtali við BBC um helgina að engar embættisfærslur væri að finna um að bandarísk stjórnvöld hefðu sótt um leyfi til að flytja grunaða hryðjuverkamenn í vörslu bandarísku leyniþjónustunnar CIA um breska flugvelli.

Erlent
Fréttamynd

Kvaðst saklaus af öllum ákærum

Ante Gotovina, Króatinn sem grunaður er um stríðsglæpi gegn Serbum árið 1995, kom í fyrsta sinn fyrir stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag í gær. Gotovina var handtekinn á Kanaríeyjum á miðvikudaginn eftir ákafa leit undanfarin ár.

Erlent
Fréttamynd

Lögreglustjóri í gæsluvarðhald

Eftir að lögregla gekk á milli bols og höfuðs á mótmælendum í Dongzhou-héraði hafa kínversk stjórnvöld hneppt lögreglustjóra héraðsins í gæsluvarðhald. Ágreiningur er um hversu margir létust í mótmælunum í síðustu viku sem kviknuðu vegna byggingar orkuvers.

Erlent
Fréttamynd

Sagðir áforma hermdarverk

Franskir öryggislögreglumenn leystu í gær upp hóp íslamskra öfgamanna sem talinn er hafa undirbúið hryðjuverkárásir. Alls voru 22 teknir fastir í aðgerðunum sem eru þær umfangsmestu landinu í nokkur misseri.

Erlent
Fréttamynd

Írakar bjartsýnir á framtíðina

Viðhorfskönnun breska ríkisútvarpsins BBC sýnir að Írakar eru upp til hópa bjartsýnir á eigin hag, þrátt fyrir ofbeldið í landinu. Sautján hundruð Írakar tóku þátt í könnuninni og þar kom meðal annars fram að meirihluti spurðra vill sameinað Írak sem stýrt er af öflugri sambandsstjórn.

Erlent