Erlent

Sagðir áforma hermdarverk

Franskir öryggislögreglumenn leystu í gær upp hóp íslamskra öfgamanna sem talinn er hafa undirbúið hryðjuverkárásir. Alls voru 22 teknir fastir í aðgerðunum sem eru þær umfangsmestu landinu í nokkur misseri.

Lögregla hafði fylgst með mönnunum í París og í Oise-héraði norður af höfuðborginni síðan í vor. Að sögn heimildarmanna AP-fréttastofunnar hafa margir þeirra áður komist í kast við lögin. Hins vegar fylgdi ekki sögunni hvenær þeir hygðust láta til skarar skríða eða gegn hverjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×