Erlent Dræm þátttaka í kosningum í Nepal Að minnsta kosti sex manns hafa látist í átökum tengdum héraðs- og bæjarstjórnarkosningum í Nepal sem fram fóru í dag. Kosningaþátttaka hefur verið dræm og því virðist sem almenningur hafi farið að ráðum stjórnarandstöðunnar og sniðgengið kosningarnar eða tekið hótanir skæruliða maóista um árásir á kjörstaði alvarlega. Erlent 8.2.2006 17:59 Leitað eftir aðstoð vegna þurrka í Kenía Stjórnvöld í Kenía hafa farið fram á 245 milljónir dollara, jafnvirði tæplega fimmtán milljarða króna, í neyðaraðstoð vegna þurrka í landinu fimmta árið í röð. Erlent 8.2.2006 17:21 Innbrotsþjófur ók burt á lögreglubíl Lögreglan í bænum Eschwege í Þýskalandi lenti í heldur neyðarlegu máli á dögunum eftir að hún handtók mann fyrir innbrot. Eftir yfirheyrslu var manninum sleppt en hann virtist lítið hafa lært því hann ók burt á lögreglubíl. Erlent 8.2.2006 16:14 Banvænn stofn fuglaflensu greinist í Nígeríu Banvæns stofns fuglaflensunnar hefur nú í fyrsta sinn orðið vart í Afríku. Í tilkynningu frá Alþjóðasamtökum um dýrasjúkdóma segir að hinn banvæni H5N1-stofn fuglaflensunnar hafi greinst í fiðurfénaði á stóru búi í norðurhluta Nígeríu. Erlent 8.2.2006 15:58 Þóttist vera Íslendingur Trúlega varð það norsku blaðakonunni Line Fransson til lífs að hún þóttis vera Íslendingur meðal æstra mótmælenda í Íran í fyrrakvöld. Line greinir frá þessu í pistli sínum á vefsíðu norska blaðsins Dagbladet. Fransson er nú stödd í Teherean og fylgist með mótmælum múslima þar vegna skopmyndanna af Múhameð spámanni sem Jótlandspósturinn birti fyrir nokkrum mánuðum. Erlent 8.2.2006 12:50 Viðræðum lauk án árangurs Viðræðum Japana og Norður-Kóreumanna, um að reyna að koma á nýju stjórnmálasambandi, lauk í morgun án árangurs. Japönsk stjórnvöld sögðust í gær ekki ætla að koma aftur á stjórnmálasambandi við Norður-Kóreu ef ekki finnist lausn á kjarnorkudeilunni við þá og upplýsingar fáist um alla þá japönsku ríkisborgara sem Norður-Kóreumenn rændu fyrir rúmum þrjátíu árum. Erlent 8.2.2006 12:37 Skopmyndasamkeppni um Helförina Íranskt dagblað ætlar að efna til skopmyndasamkeppni um Helförina. Forsvarsmenn blaðsins segja að með því ætli þeir að láta reyna á hversu mikilvægt Vesturlandabúar telji tjáningarfrelsið vera. Erlent 8.2.2006 12:28 Ísraelar og Palestínumenn aðskildir fyrir fullt og allt Forsætisráðherra Ísraels ætlar að skilja að Ísraelsmenn og Palestínumenn fyrir fullt og allt eftir kosningar sem fram fara í landinu í mars. Hann segir að það sé eina leiðin til að koma á friði milli þjóðanna tveggja. Erlent 8.2.2006 12:23 12 létust og 20 slösuðust í gassprengingu í herskála í Téténíu 12 hermenn létust og yfir 20 manns slösuðust þegar gassprenging varð í tveggja hæða herskála í Téténíu síðdegis í gær. Sprengingin varð á svæði sérstakra öryggissveita á vegum varnarmálaráðuneytis landsins í um 30 kílómetra fjarlægð frá Grosní, höfuðborg landsins. Erlent 8.2.2006 09:24 Mannfall í mótmælum í Afganistan Að minnsta kosti 2 Afganar létu lífið og 16 særðust í mótmælaaðgerðum í Zabul-héraði í Suður-Afganistan í morgun. Um það bil 600 múslimar höfðu komið þar saman til að mótmæla skopmyndum af Múhameð spámanni. Erlent 8.2.2006 09:13 Mannskæð sprengjuárás í Bagdad Einn féll og tveir særðust þegar bílasprengja sprakk nálægt bílalest menntamálaráðherra Íraks í miðborg Bagdad í morgun. Innanríkisráðuneyti landsins greinir frá þessu. Það var vegfarandi sem lét lífið í sprengjuárásinni og tveir lífverðir ráðherrans særðust. Erlent 8.2.2006 09:11 SÞ og ESB taka höndum saman til að lægja öldurnar meðal múslima Jótlandspósturinn greinir frá því á vefsíðu sinni í morgun að Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið hafi tekið höndum saman með 57 íslömskum ríkjum til að reyna að lægja öldurnar á meðal múslima. Erlent 8.2.2006 09:05 Íranar ætla ekki fara að reglum Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar Utanríkisráðherra Írans, Manouchehr Mottaki, sagði á blaðamannafundi í gær að Íran myndi ekki fara að reglum Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar. Þá verður efitirlitsmönnum stofnunarinnar ekki lengur heimilt að fylgjast með því sem fram fer í kjarnorkuverum landsins. Erlent 8.2.2006 07:13 Norðmenn varaðir við ferðum til sjö landa Norska utanríkisráðuneytið hefur varað fólk við að ferðast til sjö landa í mið-austurlöndum vegna þeirrar óvildar sem þar ríkir í garð Norðmanna og Dana um þessar mundir. Alls eru um 2800 Norðmenn skráðir í löndum þar sem múslimar eru meirihluti íbúa, þar af eru um 600 Norðmenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þá eru einnig fleiri hundruð Norðmenn búsettir í Marokkó, Egyptalandi, Pakistan og Malasíu. Erlent 8.2.2006 07:39 Tveir létust og yfir þrjátíu slöðuðust í gassprengingu í Grosní Tveir hermenn létust og yfir þrjátíu slösuðust þegar þegar gassprenging varð í tveggja hæða herskála í Tétsníu síðdegis í gær. Sprengingin varð á svæði sérstakra öryggissveita á vegum varnarmálaráðuneytis landsins í um 30 kílómetra fjarlægð frá Grosní, höfuðborg landsins. Erlent 8.2.2006 07:11 Landamærahugmynd Olmerts er sögð stangast á við alþjóðalög Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels sagði í fyrsta sjónvarpsviðtali sínu í gær að Ísraelsmenn muni halda allri Jerúsalemborg, öllum Jórdanár-dalnum og öllum stærstu landtökubyggðunum. Það verði endanleg landamæri Ísraels. Erlent 8.2.2006 07:06 Miklir skógareldar geysa í Kaliforníu Yfir tvö þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem geysa nú í um þrjátíu og fimm kílómetra frá Los Angeles í Kaliforníu að undanförnu. Yfir níu hundruð slökkviliðsmenn berjast nú dag sem nótt við að slökkva eldana sem hefur þó gengið brösulega vegna mikilla þurrka. Erlent 8.2.2006 07:17 Kosningum frestað vegna skorts á kjörseðlum Frestað hefur verið að loka kjörstöðum á Haítí vegna þess hve illa hefur verið staðið að þing- og forsetakosningunum en víða hefur vantað kjörseðla. Erlent 8.2.2006 07:04 Múslimar hvattir til að sýna stillingu Danska blaðið Jótlandspósturinn greinir frá því á vefsíðu sinni í morgun að Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið hafi tekið höndum saman með 57 íslömskum ríkjum til að reyna að lægja öldurnar í deilunni um skopmyndirnar af Múhameð spámanni sem Jótlandspósturinn birti fyrir nokkrum mánuðum. Samtökin tvö og ríkin fordæma ofbeldisfull mótmæli múslima og hvetja þá til að sýna stillingu. Erlent 8.2.2006 07:11 Árangurslaus fundur Japana og N-Kóreumanna Viðræðum milli Japana og Norður-Kóreumanna, sem fram hafa farið í Peking í Kína undanfarna fimm daga til að reyna að koma að nýju á stjórnmálasambandi á milli ríkjanna, lauk í morgun, án nokkurs árangurs að því er virðist. Erlent 8.2.2006 07:08 Ritstjórinn á að segja af sér Ritstjóra Jótlandspóstsins ber að segja af sér vegna skopmynda sem blaðið birti af Múhameð spámanni fyrir nokkrum mánuðum. Þetta segir Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráaðherra Dana og fyrrum leiðtogi Venstre, í viðtali við danska útvarpið. Erlent 8.2.2006 07:02 Ráðist að sendiráði Noregs í Tehran Um eitt hundrað manns réðust að sendiráði Noregs í Tehran í Íran í gærkvöld. Rúður voru brotnar og slagorð voru hrópuð gegn Noregi. Íranskir lögreglumenn umkringdu húsið til að koma í veg fyrir að brotist yrði inn í það. Erlent 8.2.2006 07:02 Framkvæmdarstjórn ESB fordæmir ákvörðun Íransstjórnar Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, hefur fordæmt ákvörðun Íransstjórnar að hætta viðskiptum við fyrirtæki í Danmörku í mótmælaskyni við birtingu skopteikninga af Múhameð spámanni, sem birtust í danska dagblaðinu Jyllands-Posten í septemberlok á síðasta ári. Erlent 8.2.2006 07:00 Of lítið af Omega 3 hefur skaðleg áhrif Börn sem fá of lítið af Omega þrír fitusýrum í móðurkviði, eru með lægri greindarvísitölu og er hættara við félagslegum vandamálum á grunnskólaaldri. Þetta eru niðurstöður breskrar rannsóknar sem tekið hefur fimmtán ár og náði til fjórtán þúsund barna. Erlent 7.2.2006 21:04 Framtíð NATO í húfi Aðgerðir Atlantshafsbandalagsins í hættulegustu héröðum Afganistans á næstunni gætu ráðið úrslitum um framtíð bandalagsins sem hernaðarafls. Stefnt er að því að NATO sjái um öryggisgæslu í þrem fjórðu hlutum landsins fyrir árslok. Starfsemi Íslendinga í landinu verður áfram þar sem ástandið er best. Erlent 7.2.2006 20:47 Öngþveiti á kjörstöðum á Haití Öngþveiti myndaðist á kjörstöðum á Haítí í dag þegar landsmenn kusu sér nýjan forseta og þing. Einn er sagður hafa dáið þegar hann tróðst undir og fjöldi fólks er slasaður. Erlent 7.2.2006 19:35 Fundu urmul áður óþekktra dýrategunda Paradísarfugl, trjákengúra og urmull áður óþekktra froskategunda er á meðal þess sem fjölþjóðlegt lið vísindamanna hefur fundið í regnskógum eyjarinnar Papúa Nýju-Gíneu. Enginn virðist áður hafa farið um þessar slóðir því dýrin voru með öllu óhrædd þegar vísindamennirnir nálguðust þau. Erlent 7.2.2006 19:37 Fangarnir ekki fundnir Ekkert hefur spurst til tuttugu og þriggja fanga sem strkuku úr fangelsi í Jemen á föstudaginn. Óttast er að þeir hyggist fremja hryðjuverk á næstunni. Erlent 7.2.2006 15:53 Fjórir fallnir í átökum vegna skopmyndanna Fjórir hafa látist og átján eru slasaðir eftir uppþot meira en þrjú þúsund múslima við búðir norskra friðargæsluliða í Afghanistan í dag. Erlent 7.2.2006 15:51 Öryggisgæslu ábótavant Rannsókn yfirvalda á Filipseyjum hefur leitt í ljós að öryggisgæslu við íþróttaleikvang í höfuðborginni, Maníla, hafi verið ábótavant þegar 75 létu lífið og rúmlega 500 slösuðust í miklum troðningi í síðustu viku. Erlent 7.2.2006 12:27 « ‹ ›
Dræm þátttaka í kosningum í Nepal Að minnsta kosti sex manns hafa látist í átökum tengdum héraðs- og bæjarstjórnarkosningum í Nepal sem fram fóru í dag. Kosningaþátttaka hefur verið dræm og því virðist sem almenningur hafi farið að ráðum stjórnarandstöðunnar og sniðgengið kosningarnar eða tekið hótanir skæruliða maóista um árásir á kjörstaði alvarlega. Erlent 8.2.2006 17:59
Leitað eftir aðstoð vegna þurrka í Kenía Stjórnvöld í Kenía hafa farið fram á 245 milljónir dollara, jafnvirði tæplega fimmtán milljarða króna, í neyðaraðstoð vegna þurrka í landinu fimmta árið í röð. Erlent 8.2.2006 17:21
Innbrotsþjófur ók burt á lögreglubíl Lögreglan í bænum Eschwege í Þýskalandi lenti í heldur neyðarlegu máli á dögunum eftir að hún handtók mann fyrir innbrot. Eftir yfirheyrslu var manninum sleppt en hann virtist lítið hafa lært því hann ók burt á lögreglubíl. Erlent 8.2.2006 16:14
Banvænn stofn fuglaflensu greinist í Nígeríu Banvæns stofns fuglaflensunnar hefur nú í fyrsta sinn orðið vart í Afríku. Í tilkynningu frá Alþjóðasamtökum um dýrasjúkdóma segir að hinn banvæni H5N1-stofn fuglaflensunnar hafi greinst í fiðurfénaði á stóru búi í norðurhluta Nígeríu. Erlent 8.2.2006 15:58
Þóttist vera Íslendingur Trúlega varð það norsku blaðakonunni Line Fransson til lífs að hún þóttis vera Íslendingur meðal æstra mótmælenda í Íran í fyrrakvöld. Line greinir frá þessu í pistli sínum á vefsíðu norska blaðsins Dagbladet. Fransson er nú stödd í Teherean og fylgist með mótmælum múslima þar vegna skopmyndanna af Múhameð spámanni sem Jótlandspósturinn birti fyrir nokkrum mánuðum. Erlent 8.2.2006 12:50
Viðræðum lauk án árangurs Viðræðum Japana og Norður-Kóreumanna, um að reyna að koma á nýju stjórnmálasambandi, lauk í morgun án árangurs. Japönsk stjórnvöld sögðust í gær ekki ætla að koma aftur á stjórnmálasambandi við Norður-Kóreu ef ekki finnist lausn á kjarnorkudeilunni við þá og upplýsingar fáist um alla þá japönsku ríkisborgara sem Norður-Kóreumenn rændu fyrir rúmum þrjátíu árum. Erlent 8.2.2006 12:37
Skopmyndasamkeppni um Helförina Íranskt dagblað ætlar að efna til skopmyndasamkeppni um Helförina. Forsvarsmenn blaðsins segja að með því ætli þeir að láta reyna á hversu mikilvægt Vesturlandabúar telji tjáningarfrelsið vera. Erlent 8.2.2006 12:28
Ísraelar og Palestínumenn aðskildir fyrir fullt og allt Forsætisráðherra Ísraels ætlar að skilja að Ísraelsmenn og Palestínumenn fyrir fullt og allt eftir kosningar sem fram fara í landinu í mars. Hann segir að það sé eina leiðin til að koma á friði milli þjóðanna tveggja. Erlent 8.2.2006 12:23
12 létust og 20 slösuðust í gassprengingu í herskála í Téténíu 12 hermenn létust og yfir 20 manns slösuðust þegar gassprenging varð í tveggja hæða herskála í Téténíu síðdegis í gær. Sprengingin varð á svæði sérstakra öryggissveita á vegum varnarmálaráðuneytis landsins í um 30 kílómetra fjarlægð frá Grosní, höfuðborg landsins. Erlent 8.2.2006 09:24
Mannfall í mótmælum í Afganistan Að minnsta kosti 2 Afganar létu lífið og 16 særðust í mótmælaaðgerðum í Zabul-héraði í Suður-Afganistan í morgun. Um það bil 600 múslimar höfðu komið þar saman til að mótmæla skopmyndum af Múhameð spámanni. Erlent 8.2.2006 09:13
Mannskæð sprengjuárás í Bagdad Einn féll og tveir særðust þegar bílasprengja sprakk nálægt bílalest menntamálaráðherra Íraks í miðborg Bagdad í morgun. Innanríkisráðuneyti landsins greinir frá þessu. Það var vegfarandi sem lét lífið í sprengjuárásinni og tveir lífverðir ráðherrans særðust. Erlent 8.2.2006 09:11
SÞ og ESB taka höndum saman til að lægja öldurnar meðal múslima Jótlandspósturinn greinir frá því á vefsíðu sinni í morgun að Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið hafi tekið höndum saman með 57 íslömskum ríkjum til að reyna að lægja öldurnar á meðal múslima. Erlent 8.2.2006 09:05
Íranar ætla ekki fara að reglum Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar Utanríkisráðherra Írans, Manouchehr Mottaki, sagði á blaðamannafundi í gær að Íran myndi ekki fara að reglum Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar. Þá verður efitirlitsmönnum stofnunarinnar ekki lengur heimilt að fylgjast með því sem fram fer í kjarnorkuverum landsins. Erlent 8.2.2006 07:13
Norðmenn varaðir við ferðum til sjö landa Norska utanríkisráðuneytið hefur varað fólk við að ferðast til sjö landa í mið-austurlöndum vegna þeirrar óvildar sem þar ríkir í garð Norðmanna og Dana um þessar mundir. Alls eru um 2800 Norðmenn skráðir í löndum þar sem múslimar eru meirihluti íbúa, þar af eru um 600 Norðmenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þá eru einnig fleiri hundruð Norðmenn búsettir í Marokkó, Egyptalandi, Pakistan og Malasíu. Erlent 8.2.2006 07:39
Tveir létust og yfir þrjátíu slöðuðust í gassprengingu í Grosní Tveir hermenn létust og yfir þrjátíu slösuðust þegar þegar gassprenging varð í tveggja hæða herskála í Tétsníu síðdegis í gær. Sprengingin varð á svæði sérstakra öryggissveita á vegum varnarmálaráðuneytis landsins í um 30 kílómetra fjarlægð frá Grosní, höfuðborg landsins. Erlent 8.2.2006 07:11
Landamærahugmynd Olmerts er sögð stangast á við alþjóðalög Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels sagði í fyrsta sjónvarpsviðtali sínu í gær að Ísraelsmenn muni halda allri Jerúsalemborg, öllum Jórdanár-dalnum og öllum stærstu landtökubyggðunum. Það verði endanleg landamæri Ísraels. Erlent 8.2.2006 07:06
Miklir skógareldar geysa í Kaliforníu Yfir tvö þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem geysa nú í um þrjátíu og fimm kílómetra frá Los Angeles í Kaliforníu að undanförnu. Yfir níu hundruð slökkviliðsmenn berjast nú dag sem nótt við að slökkva eldana sem hefur þó gengið brösulega vegna mikilla þurrka. Erlent 8.2.2006 07:17
Kosningum frestað vegna skorts á kjörseðlum Frestað hefur verið að loka kjörstöðum á Haítí vegna þess hve illa hefur verið staðið að þing- og forsetakosningunum en víða hefur vantað kjörseðla. Erlent 8.2.2006 07:04
Múslimar hvattir til að sýna stillingu Danska blaðið Jótlandspósturinn greinir frá því á vefsíðu sinni í morgun að Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið hafi tekið höndum saman með 57 íslömskum ríkjum til að reyna að lægja öldurnar í deilunni um skopmyndirnar af Múhameð spámanni sem Jótlandspósturinn birti fyrir nokkrum mánuðum. Samtökin tvö og ríkin fordæma ofbeldisfull mótmæli múslima og hvetja þá til að sýna stillingu. Erlent 8.2.2006 07:11
Árangurslaus fundur Japana og N-Kóreumanna Viðræðum milli Japana og Norður-Kóreumanna, sem fram hafa farið í Peking í Kína undanfarna fimm daga til að reyna að koma að nýju á stjórnmálasambandi á milli ríkjanna, lauk í morgun, án nokkurs árangurs að því er virðist. Erlent 8.2.2006 07:08
Ritstjórinn á að segja af sér Ritstjóra Jótlandspóstsins ber að segja af sér vegna skopmynda sem blaðið birti af Múhameð spámanni fyrir nokkrum mánuðum. Þetta segir Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráaðherra Dana og fyrrum leiðtogi Venstre, í viðtali við danska útvarpið. Erlent 8.2.2006 07:02
Ráðist að sendiráði Noregs í Tehran Um eitt hundrað manns réðust að sendiráði Noregs í Tehran í Íran í gærkvöld. Rúður voru brotnar og slagorð voru hrópuð gegn Noregi. Íranskir lögreglumenn umkringdu húsið til að koma í veg fyrir að brotist yrði inn í það. Erlent 8.2.2006 07:02
Framkvæmdarstjórn ESB fordæmir ákvörðun Íransstjórnar Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, hefur fordæmt ákvörðun Íransstjórnar að hætta viðskiptum við fyrirtæki í Danmörku í mótmælaskyni við birtingu skopteikninga af Múhameð spámanni, sem birtust í danska dagblaðinu Jyllands-Posten í septemberlok á síðasta ári. Erlent 8.2.2006 07:00
Of lítið af Omega 3 hefur skaðleg áhrif Börn sem fá of lítið af Omega þrír fitusýrum í móðurkviði, eru með lægri greindarvísitölu og er hættara við félagslegum vandamálum á grunnskólaaldri. Þetta eru niðurstöður breskrar rannsóknar sem tekið hefur fimmtán ár og náði til fjórtán þúsund barna. Erlent 7.2.2006 21:04
Framtíð NATO í húfi Aðgerðir Atlantshafsbandalagsins í hættulegustu héröðum Afganistans á næstunni gætu ráðið úrslitum um framtíð bandalagsins sem hernaðarafls. Stefnt er að því að NATO sjái um öryggisgæslu í þrem fjórðu hlutum landsins fyrir árslok. Starfsemi Íslendinga í landinu verður áfram þar sem ástandið er best. Erlent 7.2.2006 20:47
Öngþveiti á kjörstöðum á Haití Öngþveiti myndaðist á kjörstöðum á Haítí í dag þegar landsmenn kusu sér nýjan forseta og þing. Einn er sagður hafa dáið þegar hann tróðst undir og fjöldi fólks er slasaður. Erlent 7.2.2006 19:35
Fundu urmul áður óþekktra dýrategunda Paradísarfugl, trjákengúra og urmull áður óþekktra froskategunda er á meðal þess sem fjölþjóðlegt lið vísindamanna hefur fundið í regnskógum eyjarinnar Papúa Nýju-Gíneu. Enginn virðist áður hafa farið um þessar slóðir því dýrin voru með öllu óhrædd þegar vísindamennirnir nálguðust þau. Erlent 7.2.2006 19:37
Fangarnir ekki fundnir Ekkert hefur spurst til tuttugu og þriggja fanga sem strkuku úr fangelsi í Jemen á föstudaginn. Óttast er að þeir hyggist fremja hryðjuverk á næstunni. Erlent 7.2.2006 15:53
Fjórir fallnir í átökum vegna skopmyndanna Fjórir hafa látist og átján eru slasaðir eftir uppþot meira en þrjú þúsund múslima við búðir norskra friðargæsluliða í Afghanistan í dag. Erlent 7.2.2006 15:51
Öryggisgæslu ábótavant Rannsókn yfirvalda á Filipseyjum hefur leitt í ljós að öryggisgæslu við íþróttaleikvang í höfuðborginni, Maníla, hafi verið ábótavant þegar 75 létu lífið og rúmlega 500 slösuðust í miklum troðningi í síðustu viku. Erlent 7.2.2006 12:27