Erlendar

Fréttamynd

Hrafnhildur í 8. sæti í 50 metra bringusundi

Hrafnhildur Lúthersdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar hafnaði í áttunda sæti í 50 metra bringusundi á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi. Hrafnhildur synti úrslitasundið á 32.25 sekúndum.

Sport
Fréttamynd

Sarah Blake tryggði sér Ólympíusæti

Sarah Blake Bateman úr Ægi setti Íslandsmet, náði Ólympíulágmarki og tryggði sér sæti í úrslitum í 50 metra skriðsundi á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi í dag.

Sport
Fréttamynd

Árni Már komst ekki í undanúrslit

Árni Már Árnason úr Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar hafnaði i 24. sæti af 48 keppendum í undanrásum í 50 metra skriðsundi á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi í morgun.

Sport
Fréttamynd

Stórt tap gegn Svíum

Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik tapaði í dag 80-44 gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Noregi. Staðan í hálfleik var 42-24 Svíum í vil.

Körfubolti
Fréttamynd

Sjöundi sigur Nadal í Barcelona

Rafael Nadal tryggði sér sigur á Opna Barcelona-mótinu í tennis þegar hann lagði landa sinn David Ferrer að velli í tveimur settum, 7-6 og 7-5.

Sport
Fréttamynd

Guðmundur í stuði og Zoetermeer vann

Guðmundur Eggert Stephensen og félagar í liði Zoetermeer eru komnir með forystu í einvígi sínu gegn TTV Scyedam frá Amsterdam í undanúrslitum um hollenska meistaratitilinn í borðtennis.

Sport
Fréttamynd

Konungur leirvallanna sigraði efsta mann heimslistans í tennis

Rafael Nadal sem situr í öðru sæti heimslistans í tennis, gjörsigraði erkifjanda sinn og efsta mann heimslistans, Novak Djokovic í úrslitaleik á Monte Carlo Masters tennismótinu, sem kláraðist nú fyrr í dag. Nadal hefur verið stórkostlegur á leirvöllum í gegnum tíðina en þetta er í áttunda skiptið í röð sem hann vinnur mótið.

Sport
Fréttamynd

Lindsey Vonn skuldar skattinum 216 milljónir

Lindsey Vonn, besta skíðakona heims, skuldar skattinum 1,7 milljón dollara eða um 216 milljónir íslenskra króna. Vonn átti frábært tímabil í brekkunum þar sem hún tryggði sér Heimsmeistaratitilinn í samanlögðu og þremur öðrum greinum; risasvigi bruni og tvíkeppni.

Sport
Fréttamynd

Loksins kom að því að Federer tapaði

Eftir að hafa unnið sextán leiki í röð á þessu ári kom að því að Roger Federer tapaði tennisleik. Það var Andy Roddick sem stöðvaði hann á Miami Masters í þrem settum.

Sport
Fréttamynd

Meistaradeildardraumur Malaga í augsýn

Malaga styrkti stöðu í fjórða sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með góðum útisigri, 1-2 á Espanyol nú fyrr í dag. Espanyol komst yfir í leiknum með marki frá Philippe Coutinho en hollenska markamaskínan Ruud van Nistelrooy jafnaði leikinn á 75. mínútu. Það var svo aðeins tveimur mínútum síðar sem varnarmaðurinn Martin Demichelis tryggði sínum mönnum stigin þrjú.

Fótbolti
Fréttamynd

Fékk hjartaáfall í miðjum leik og lét lífið

Vigor Bovalenta 37 ára, blakspilari frá Ítalíu lést í gær vegna hjartaáfalls sem hann fékk í miðjum keppnisleik. Björgunaraðgerðir hófust samstundis en höfðu ekki árangur sem erfiði og var Bovalenta úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi stuttu síðar.

Sport
Fréttamynd

Björn Bergmann lofaður í hástert í Noregi

Magnus Haglund, þjálfari Lillestrøm var óánægður með leik sinna manna við Hønefoss í fyrstu umferð norsku deildarinnar sem hófst á föstudaginn. Hann ásamt landsliðsmiðverðinum Kristjáni Erni Sigurðssyni, leikmanni Hønefoss fóru fögrum orðum um Björn Bergmann Sigurðarson.

Fótbolti
Fréttamynd

Semenya langt frá Ólympíulágmarkinu

Caster Semenya, fyrrum heimsmethafi í 800 metra hlaupi kvenna, náði ekki Ólympíulágmarkinu á móti í Suður-Afríku í dag. Semenya hefur verið frá vegna bakmeiðsla en á greinilega töluvert í land.

Sport
Fréttamynd

Andy Murray vill skimun fyrir hjartasjúkdómum í tennis

Tenniskappinn Andy Murray vill að keppendur í tennis og öðrum íþróttum gangist undir reglulega skimun fyrir hjartasjúkdómum. Hann segir að skylda ætti keppendur í flestum íþróttagreinum til þess að gangast undir skimun áður en þeir fá að keppa í móti.

Sport