Að leita langt yfir skammt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 26. október 2024 08:02 Það var merkilegt að fylgjast með fréttum um þing ASÍ þar sem norskur hagfræðingur, Karen Ulltveit Moe, flutti erindi um skattheimtu á fiskeldi í Noregi. Í sjálfu sér var ekkert við erindið hennar að athuga, enda margt áhugavert sem þar kom fram. Það sem vakti athygli var hin þráhyggjulega afneitun þingsins á því að á Íslandi sé greitt auðlindagjald af sjókvíaeldi. Einnig sú hugmynd að það myndi skila meiri tekjum til hins opinbera að taka upp norsku leiðina, að skattleggja hagnað. Svo er ekki. Til að útskýra þetta aðeins betur er rétt að fara yfir grunninn af gjaldtöku í sjókvíaeldi á Íslandi. Í fyrsta lagi greiða íslensku fyrirtækin auðlindagjald, sem kallað er fiskeldisgjald. Þetta gjald hefur tuttugufaldast undanfarin fjögur ár og á eftir að hækka meira áður en það nær hámarki 2026. Gjaldið rennur að tveimur þriðju hlutum til ríkisins en einn þriðji fer til sveitarfélaga í formi styrkja til uppbyggingar innviða á svæðum þar sem fiskeldi er stundað. Í öðru lagi er lagt á umhverfisgjald, sem er ætlað að greiða kostnað við rannsóknir, vöktun og önnur verkefni sem hafa það að markmiði að lágmarka umhverfisáhrif sjókvíaeldis. Með sama hætti og á við um fiskeldisgjaldið, rennur meginþorri gjaldsins í ríkissjóð en restin fer í sjálfstæðan sjóð í eigu ríkisins sem sér um að úthluta til umhverfisverkefna. Í þriðja lagi greiða íslensku fyrirtækin hafnargjöld, sem á ekki við um flestar aðrar þjóðir, a.m.k. ekki í sama mæli og tíðkast á Íslandi. Samtals skiluðu þessir liðir um 1,2 milljörðum króna til ríkis og sveitarfélaga í fyrra og áætla má að sú upphæð verði tæplega 2 milljarðar króna á þessu ári. Eru þá ótaldir almennir skattar og gjöld sem fiskeldisfyrirtæki greiða líkt og öll önnur fyrirtæki, s.s. tekjuskattur, tryggingagjald, kolefnisgjald o.fl. Það er því þegar búið að greiða auðlindagjald, áður en nokkur vinnsla hefst. Ólíkt því sem á við um norska auðlindaskattinn, sem er háður því að fyrirtæki skili hagnaði, er íslenska gjaldtakan algjörlega óháð afkomu fyrirtækjanna, ástandi afurðanna og því verði sem fyrirtækin raunverulega fá á mörkuðum. Í Noregi er lagður á 25% sérstakur auðlindaskattur á fiskeldisfyrirtæki. Hann er lagður á hluta af hagnaði þegar búið er að draga frá frítekjumark sem nemur um einum milljarði króna á hvert fyrirtæki. Norsk stjórnvöld áætluðu af þeirri ástæðu einni að um 70% norskra fiskeldisfyrirtæki yrðu þar með alfarið undanþegin skattheimtu. Það segir þó ekki alla söguna. Skatturinn er aðeins lagður á þann virðisauka sem myndast þegar laxinn er í sjónum. Mögulega vita það ekki allir, en fiskeldi í sjó er aðeins hluti af framleiðslu- og sölukeðju fiskeldisfyrirtækja, sem getur m.a. falið í sér fóðurframleiðslu, seiðaeldi, áframvinnslu, sölu og flutninga. Þannig hefur verið áætlað að raunskatthlutfall auðlindaskattsins í Noregi sé um 10% af hagnaði stórra og lóðrétt samþættra fyrirtækja. Norsku fyrirtækin, sem eru minnihlutaeigendur í íslensku sjókvíaeldi, greiða þó mun hærri gjöld í heimalandi sínu heldur en á Íslandi, enda hefur sjókvíaeldi þar fengið að þróast í lengri tíma og hefur skilað hagnaði um langt skeið.Áðurnefnd Moe sagði í erindi sínu hjá ASÍ, að mikilvægt væri að skattleggja á réttum tíma. Það er ekki síður mikilvægt að gera það ekki of snemma, þegar íslensku fyrirtækin eru enn að koma undir sig fótunum og fjárfestingaþörf er veruleg. Það er sjálfsagt að ræða sjókvíaeldi á Íslandi. Það er hins vegar mikilvægt að leyfa þessari grein að vaxa og dafna, skapa mikilvæg störf og skila áfram tekjum til íslensku þjóðarinnar, eins og það hefur gert með opinberum gjöldum undanfarinn áratug. Og það er óþarfi að finna upp ný auðlindagjöld – þau eru nú þegar til staðar! Höfundur er framkvæmdastjóri SFS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjókvíaeldi Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Það var merkilegt að fylgjast með fréttum um þing ASÍ þar sem norskur hagfræðingur, Karen Ulltveit Moe, flutti erindi um skattheimtu á fiskeldi í Noregi. Í sjálfu sér var ekkert við erindið hennar að athuga, enda margt áhugavert sem þar kom fram. Það sem vakti athygli var hin þráhyggjulega afneitun þingsins á því að á Íslandi sé greitt auðlindagjald af sjókvíaeldi. Einnig sú hugmynd að það myndi skila meiri tekjum til hins opinbera að taka upp norsku leiðina, að skattleggja hagnað. Svo er ekki. Til að útskýra þetta aðeins betur er rétt að fara yfir grunninn af gjaldtöku í sjókvíaeldi á Íslandi. Í fyrsta lagi greiða íslensku fyrirtækin auðlindagjald, sem kallað er fiskeldisgjald. Þetta gjald hefur tuttugufaldast undanfarin fjögur ár og á eftir að hækka meira áður en það nær hámarki 2026. Gjaldið rennur að tveimur þriðju hlutum til ríkisins en einn þriðji fer til sveitarfélaga í formi styrkja til uppbyggingar innviða á svæðum þar sem fiskeldi er stundað. Í öðru lagi er lagt á umhverfisgjald, sem er ætlað að greiða kostnað við rannsóknir, vöktun og önnur verkefni sem hafa það að markmiði að lágmarka umhverfisáhrif sjókvíaeldis. Með sama hætti og á við um fiskeldisgjaldið, rennur meginþorri gjaldsins í ríkissjóð en restin fer í sjálfstæðan sjóð í eigu ríkisins sem sér um að úthluta til umhverfisverkefna. Í þriðja lagi greiða íslensku fyrirtækin hafnargjöld, sem á ekki við um flestar aðrar þjóðir, a.m.k. ekki í sama mæli og tíðkast á Íslandi. Samtals skiluðu þessir liðir um 1,2 milljörðum króna til ríkis og sveitarfélaga í fyrra og áætla má að sú upphæð verði tæplega 2 milljarðar króna á þessu ári. Eru þá ótaldir almennir skattar og gjöld sem fiskeldisfyrirtæki greiða líkt og öll önnur fyrirtæki, s.s. tekjuskattur, tryggingagjald, kolefnisgjald o.fl. Það er því þegar búið að greiða auðlindagjald, áður en nokkur vinnsla hefst. Ólíkt því sem á við um norska auðlindaskattinn, sem er háður því að fyrirtæki skili hagnaði, er íslenska gjaldtakan algjörlega óháð afkomu fyrirtækjanna, ástandi afurðanna og því verði sem fyrirtækin raunverulega fá á mörkuðum. Í Noregi er lagður á 25% sérstakur auðlindaskattur á fiskeldisfyrirtæki. Hann er lagður á hluta af hagnaði þegar búið er að draga frá frítekjumark sem nemur um einum milljarði króna á hvert fyrirtæki. Norsk stjórnvöld áætluðu af þeirri ástæðu einni að um 70% norskra fiskeldisfyrirtæki yrðu þar með alfarið undanþegin skattheimtu. Það segir þó ekki alla söguna. Skatturinn er aðeins lagður á þann virðisauka sem myndast þegar laxinn er í sjónum. Mögulega vita það ekki allir, en fiskeldi í sjó er aðeins hluti af framleiðslu- og sölukeðju fiskeldisfyrirtækja, sem getur m.a. falið í sér fóðurframleiðslu, seiðaeldi, áframvinnslu, sölu og flutninga. Þannig hefur verið áætlað að raunskatthlutfall auðlindaskattsins í Noregi sé um 10% af hagnaði stórra og lóðrétt samþættra fyrirtækja. Norsku fyrirtækin, sem eru minnihlutaeigendur í íslensku sjókvíaeldi, greiða þó mun hærri gjöld í heimalandi sínu heldur en á Íslandi, enda hefur sjókvíaeldi þar fengið að þróast í lengri tíma og hefur skilað hagnaði um langt skeið.Áðurnefnd Moe sagði í erindi sínu hjá ASÍ, að mikilvægt væri að skattleggja á réttum tíma. Það er ekki síður mikilvægt að gera það ekki of snemma, þegar íslensku fyrirtækin eru enn að koma undir sig fótunum og fjárfestingaþörf er veruleg. Það er sjálfsagt að ræða sjókvíaeldi á Íslandi. Það er hins vegar mikilvægt að leyfa þessari grein að vaxa og dafna, skapa mikilvæg störf og skila áfram tekjum til íslensku þjóðarinnar, eins og það hefur gert með opinberum gjöldum undanfarinn áratug. Og það er óþarfi að finna upp ný auðlindagjöld – þau eru nú þegar til staðar! Höfundur er framkvæmdastjóri SFS
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun