Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 20. mars 2025 11:31 Ein er sú stofnun á vegum ríkisins sem notar mikið af olíu. Það er Landhelgisgæslan sem gerir út sín varðskip og siglir þeim öðru hvoru til Færeyja til þess að taka olíu. Fram kom í Morgunblaðinu í nóvember í fyrra að gæslan hefði sparað yfir 100 milljónir króna á árinu með olíukaupum í Færeyjum. Ef stofnun á vegum stjórnvalda, sem þó er ekki í neinum samkeppnisrekstri, treystir sér ekki til þess að kaupa olíu hér á landi vegna kostnaðar, er þá ekki ástæða til að staldra við og spyrja hvort ekki sé of langt gengið? Aftur og aftur Kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti var hækkað enn einn ganginn um áramótin, um 60%. Það dugði stjórnvöldum skammt því nú er búið að leggja til að gjaldið verði hækkað enn á ný, nú um 27,6%. Hætt er við að hrollur hafi farið um forstjóra Landhelgisgæslunnar við þessi tíðindi og ferðunum til Færeyja gæti hæglega fjölgað. Íslensk fiskiskip geta reyndar fæst leyft sér þann munað að sigla til Færeyja eftir olíu, en þau sem það geta munu vafalaust fara að fordæmi Landhelgisgæslunnar í auknum mæli. Löskuð samkeppnisstaða Afleiðing hærri gjalda er veikari samkeppnisstaða íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á alþjóðlegum mörkuðum. Hér verður að geta þess að um 98% af íslensku sjávarfangi eru seld á alþjóðlegum markaði. Ef íslenskur sjávarútvegur á að rísa undir skyldum sínum sem ein helsta stoð efnahagslegrar hagsældar á Íslandi, verður hann að vera samkeppnishæfur þar. Og þar er ekki hægt að velta olíukostnaði út í verðlag sjávarafurða. Afstaða stjórnvalda í Danmörku og Noregi er mjög áhugaverð í þessu samhengi, en bæði ríki hafa nýlega ákveðið að undanskilja fiskiskip að mestu leyti frá slíku gjaldi vegna þess að það skerðir samkeppnisstöðu, eykur svokallaðan kolefnisleka og minnkar verðmætasköpun heima fyrir. Það er meðal annars gert vegna þess að engin lausn er í boði eins og sakir standa þegar kemur að því að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir grænni orkugjafa. Hærra gjald – lægri tekjur Fyrirséð er að hækkun á kolefnisgjaldi leiði til erlendrar olíutöku og losunin flyst því til annarra landa (kolefnisleki) vegna hærri gjalda í heimalandi, eins og reynsla Norðmanna sýnir og hin íslenska Landhelgisgæsla er líka að feta þann veg. Norðmenn áætla að áður en þeir ákváðu að falla frá gjaldinu hafi kolefnisleki þar verið 50% vegna hærri gjalda en hjá samkeppnisþjóðum. Útgerðir geta í dag fengið olíu í Færeyjum á 28% lægra verði en hér á landi. Með fyrirhugaðri breytingu eykst munurinn í 34%. Verði olía sótt til annarra landa eru jafnframt mun meiri líkur á að skip landi afla sínum þar – eins og SFS vöruðu stjórnvöld við fyrir áramót. Afleiðingin er augljós, verðmæti flytjast úr landi og olíukaup líka. Þar með gæti hækkun á kolefnisgjaldi skilað aukinni olíunotkun en samt skilað minna í ríkissjóð þegar upp væri staðið, svo ekki sé talað um áhrif á vinnslur og afkomu fólks víða um land. SFS hafa fullan skilning á nauðsyn þess að lögfesta nýtt tekjuöflunarkerfi fyrir ökutæki og eldsneyti, meðal annars með upptöku kílómetragjalds. Það helgast að sjálfsögðu af því að stjórnvöld þurfa að huga í auknum mæli að endurbótum á vegakerfinu. Slíku er ekki fyrir að fara úti á rúmsjó. Því er ótækt að blanda slíku gjaldi saman við frekari hækkun kolefnisgjalds á skipagasolíu eins og gert er nú. Það er óþarfi að hafa orð SFS fyrir því að of langt sé gengið; hægt er að spyrja forsvarsmenn Landhelgisgæslunnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Landhelgisgæslan Færeyjar Bensín og olía Rekstur hins opinbera Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ein er sú stofnun á vegum ríkisins sem notar mikið af olíu. Það er Landhelgisgæslan sem gerir út sín varðskip og siglir þeim öðru hvoru til Færeyja til þess að taka olíu. Fram kom í Morgunblaðinu í nóvember í fyrra að gæslan hefði sparað yfir 100 milljónir króna á árinu með olíukaupum í Færeyjum. Ef stofnun á vegum stjórnvalda, sem þó er ekki í neinum samkeppnisrekstri, treystir sér ekki til þess að kaupa olíu hér á landi vegna kostnaðar, er þá ekki ástæða til að staldra við og spyrja hvort ekki sé of langt gengið? Aftur og aftur Kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti var hækkað enn einn ganginn um áramótin, um 60%. Það dugði stjórnvöldum skammt því nú er búið að leggja til að gjaldið verði hækkað enn á ný, nú um 27,6%. Hætt er við að hrollur hafi farið um forstjóra Landhelgisgæslunnar við þessi tíðindi og ferðunum til Færeyja gæti hæglega fjölgað. Íslensk fiskiskip geta reyndar fæst leyft sér þann munað að sigla til Færeyja eftir olíu, en þau sem það geta munu vafalaust fara að fordæmi Landhelgisgæslunnar í auknum mæli. Löskuð samkeppnisstaða Afleiðing hærri gjalda er veikari samkeppnisstaða íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á alþjóðlegum mörkuðum. Hér verður að geta þess að um 98% af íslensku sjávarfangi eru seld á alþjóðlegum markaði. Ef íslenskur sjávarútvegur á að rísa undir skyldum sínum sem ein helsta stoð efnahagslegrar hagsældar á Íslandi, verður hann að vera samkeppnishæfur þar. Og þar er ekki hægt að velta olíukostnaði út í verðlag sjávarafurða. Afstaða stjórnvalda í Danmörku og Noregi er mjög áhugaverð í þessu samhengi, en bæði ríki hafa nýlega ákveðið að undanskilja fiskiskip að mestu leyti frá slíku gjaldi vegna þess að það skerðir samkeppnisstöðu, eykur svokallaðan kolefnisleka og minnkar verðmætasköpun heima fyrir. Það er meðal annars gert vegna þess að engin lausn er í boði eins og sakir standa þegar kemur að því að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir grænni orkugjafa. Hærra gjald – lægri tekjur Fyrirséð er að hækkun á kolefnisgjaldi leiði til erlendrar olíutöku og losunin flyst því til annarra landa (kolefnisleki) vegna hærri gjalda í heimalandi, eins og reynsla Norðmanna sýnir og hin íslenska Landhelgisgæsla er líka að feta þann veg. Norðmenn áætla að áður en þeir ákváðu að falla frá gjaldinu hafi kolefnisleki þar verið 50% vegna hærri gjalda en hjá samkeppnisþjóðum. Útgerðir geta í dag fengið olíu í Færeyjum á 28% lægra verði en hér á landi. Með fyrirhugaðri breytingu eykst munurinn í 34%. Verði olía sótt til annarra landa eru jafnframt mun meiri líkur á að skip landi afla sínum þar – eins og SFS vöruðu stjórnvöld við fyrir áramót. Afleiðingin er augljós, verðmæti flytjast úr landi og olíukaup líka. Þar með gæti hækkun á kolefnisgjaldi skilað aukinni olíunotkun en samt skilað minna í ríkissjóð þegar upp væri staðið, svo ekki sé talað um áhrif á vinnslur og afkomu fólks víða um land. SFS hafa fullan skilning á nauðsyn þess að lögfesta nýtt tekjuöflunarkerfi fyrir ökutæki og eldsneyti, meðal annars með upptöku kílómetragjalds. Það helgast að sjálfsögðu af því að stjórnvöld þurfa að huga í auknum mæli að endurbótum á vegakerfinu. Slíku er ekki fyrir að fara úti á rúmsjó. Því er ótækt að blanda slíku gjaldi saman við frekari hækkun kolefnisgjalds á skipagasolíu eins og gert er nú. Það er óþarfi að hafa orð SFS fyrir því að of langt sé gengið; hægt er að spyrja forsvarsmenn Landhelgisgæslunnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun