Læknar bifvélavirki eyrnabólgu? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 4. maí 2023 08:00 Sjávarútvegur hefur verið samofinn lífskjarabaráttu þjóðarinnar í aldanna rás. Hvað sem því líður telur einungis fjórðungur þjóðarinnar sig búa yfir einhverri þekkingu á sjávarútvegsmálum. Þetta er niðurstaða nýlegrar könnunar sem Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, lét Félagsvísindastofnun framkvæma um viðhorf Íslendinga til sjávarútvegsmála. Úrtak könnunarinnar taldi 1.133 manns, sem jafngildir tæplega 0,4% landsmanna sem eru 18 ára og eldri. Þrátt fyrir takmarkaða þekkingu virðast hins vegar margir hafa sterka skoðun á sjávarútvegi. Það er ákveðið umhugsunarefni. Vissulega er hvorki til rétt né röng skoðun í þessum efnum, en almennt má telja skynsamlegra að byggja skoðun á rökum og réttum upplýsingum í stað tilfinninga og ágiskana. Mikilvægi hlutlægra upplýsinga Takmörkuð þekking á málefnum sjávarútvegs hér á landi er áhyggjuefni. Sjávarútvegur er einn mikilvægasti grunnatvinnuvegur þjóðarinnar. Verði breytingar á rekstrargrundvelli greinarinnar, hvort sem það er í jákvæða eða neikvæða átt, þá snertir það okkur öll, beint eða óbeint. Þessar breytingar hafa nefnilega keðjuverkandi áhrif á allt hagkerfið, ekki bara á einstaka samfélög í litlum sjávarþorpum. Rekstur í sjávarútvegi er mjög sveiflukenndur og háður ýmis konar óvissu sem við Íslendingar fáum ekki ráðið við. Má þar meðal annars nefna stærð nytjastofna, skilyrði í hafi og ástand efnahags- og stjórnmála á mörkuðum þar sem íslenskar sjávarafurðir eru seldar. Hvað marga aðra þætti snertir getum við hins vegar haft töluverð áhrif, líkt og við setningu laga og reglna sem um sjávarútveg gilda. Í þeim efnum þarf að vanda til verka og nauðsynlegt er að hafa til grundvallar hlutlægar upplýsingar og staðreyndir. Án þeirra er ekki hægt að taka upplýsta afstöðu sem stuðlað getur að framþróun í nýtingu sjávarauðlindarinnar. Að renna blint í sjóinn Velta má fyrir sér hvort það þjóni nokkrum tilgangi að spyrja þau sem búa ekki yfir þekkingu eða hafa takmarkaða þekkingu á tilteknu máli hverju þau vilji breyta? Kannski má telja það áþekka gagnlegt og að mæta til bifvélavirkja vegna eyrnaverkja barns í stað þess að leita til læknis. Í nefndri könnun var til að mynda spurt hvort fólk vildi fiskveiðar eða fiskvinnslu við öll sjávarpláss hér á landi. Flest erum við líklega sammála um mikilvægi öflugs atvinnulífs um allt land og raunar er engin atvinnugrein með jafnari dreifingu atvinnutekna um landið en einmitt sjávarútvegur. Það hlýtur hins vegar að skipta töluverðu máli að rekstrarlegar forsendur séu fyrir atvinnustarfsemi á tilgreindu svæði. Það hefði því verið gagnlegt ef fólk með litla þekkingu á sjávarútvegi hefði verið spurt hvort ríkissjóður ætti að greiða með slíkri atvinnustarfsemi og hvort fólk gæti sætt sig við minni tekjur þjóðarinnar af sjávarauðlindinni með aukinni óhagkvæmni. Í könnuninni var einnig spurt hvort að hækka ætti auðlindagjöld á sjávarútveg. Í því samhengi hefði sannanlega við upplýsandi að vita hvort afstaða þeirra, sem lítið sögðust þekkja til sjávarútvegs, væri óháð því hvort hin aukna gjaldtaka myndi á endanum skila minni tekjum til þjóðarinnar. Svo ef þessi sami hópur væri jafnframt spurður hvort að sú hækkun ætti einungis að beinast að stærri útgerðum, þá hefði verið gagnlegt að vita hvort afstaða hans væri sú sama ef hann væri meðvitaður um þá staðreynd að stærri útgerðir greiða þegar til muna hærra veiðigjald en minni útgerðir þar sem þær síðargreindu njóta ríflegra afslátta. Og þar sem leitað var til þeirra sem litla þekkingu höfðu á sjávarútvegi og spurt hvort að þau væru sátt við fiskveiðistjórnunarkerfið, þá hefði verið upplýsandi að vita hvort svarið væri óháð því hvaða verðmæti verða til í íslensku samfélagi við núverandi fyrirkomulag og hvaða neikvæðu áhrif það hefði fyrir samfélagið yrði kerfinu breytt. Í ljósi fyrrgreindrar niðurstöðu um takmarkaða þekkingu fólks á því málefni sem um var spurt, verður því miður að telja óvarlegt að draga víðtækar ályktanir eða leiðsögn um leiðina fram veginn í sjávarútvegi. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að telja niðurstöðu könnunarinnar vera áfellisdóm yfir stjórn sjávarútvegsmála. Það er út af fyrir sig merkilegt í ljósi þess að þegar fólk er spurt hvaða kerfi samfélagsins er brýnast að bæta, þá er sjávarútvegur í næst neðsta sæti. Lang flestir telja mikilvægast að bæta heilbrigðiskerfið, svo velferðarkerfið, menntakerfið og samgöngukerfið. Leit að sátt á röngum stað Í viðtali við mbl.is sagði ráðherra að könnunin væri góður stuðningur við þá vinnu sem matvælaráðuneytið hefði verið að sinna undanfarin misseri í tengslum við stefnumótun í sjávarútvegi undir merkjum Auðlindin okkar. Sagði hún að þar væri meðal annars leitast við að skapa aukna sátt um sjávarútveg á grundvelli upplýstrar umræðu og endurskoðunar á kerfinu. Þetta er vissulega ekki í fyrsta og mun vafalaust ekki verða í síðasta sinn sem ráðherra sjávarútvegsmála ræðst í viðamikið verkefni með nefndum eða skýrslum í nafni aukinnar sáttar. Líklega hefur engin atvinnugrein verið kortlögð eins oft og ítarlega og sjávarútvegur í gegnum árin. Margar breytingar hafa verið gerðar á grundvelli slíkrar vinnu og oftsinnis hefur markmiðið verið um að ná aukinni sátt í sjávarútvegi. Má þar meðal annars nefna strandveiðar, byggðapotta, hámarkseign aflaheimilda og hið margumtalaða veiðigjald. Og nú skal enn reynt. Í fyrrgreindu viðtali nefndi ráðherra meðal annars að könnunin gæfi vísbendingar um að vilji fólks stæði til áframhaldandi stuðnings við strandveiðar og hækkandi gjaldtöku. Með vísan til þess sem áður sagði, má sannanlega hafa efasemdir um þessa leiðsögn. Staðreyndin er sú að allar fyrrgreindar breytingar undir formerkjum sáttar eiga það sammerkt að hafa unnið gegn efnahagslegri skilvirkni og þar með dregið úr því verðmæti sem þjóðin fær af nýtingu sjávarauðlindarinnar. Og það sem líklega verra er – breytingarnar hafa ekki náð fram aukinni sátt, að því er virðist. Með hliðsjón af þessu, þá væri það sannanlega þess virði að kanna nýjar leiðir – leiðir sem byggja á hlutlægri og upplýsandi umfjöllun um sjávarútveg. Aukin velferð og hagsæld þjóðar hlýtur að vera hið endanlega markmið með nýtingu sjávarauðlindarinnar. Því markmiði verður fyrst og síðast náð með aukinni verðmætasköpun – það þarf að búa til meiri verðmæti í dag en í gær, alla daga og um alla framtíð. Við það aukast ekki aðeins tekjur samfélagsins af sjávarauðlindinni, heldur einnig frá annarri atvinnustarfsemi sem reiðir sig á öflugan sjávarútveg. Því miður sýna fyrstu viðbrögð ráðherra að enn sé ætlunin að hjakka í sama fari með því að innleiða breytingar sem einmitt leiða til hins gagnstæða; minni verðmætasköpunar og þar með minni tekna fyrir samfélagið í bráð og lengd. Við svo búið má velta því fyrir sér hvort ekki hafi verið betur heima setið en af stað farið. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Sjávarútvegur hefur verið samofinn lífskjarabaráttu þjóðarinnar í aldanna rás. Hvað sem því líður telur einungis fjórðungur þjóðarinnar sig búa yfir einhverri þekkingu á sjávarútvegsmálum. Þetta er niðurstaða nýlegrar könnunar sem Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, lét Félagsvísindastofnun framkvæma um viðhorf Íslendinga til sjávarútvegsmála. Úrtak könnunarinnar taldi 1.133 manns, sem jafngildir tæplega 0,4% landsmanna sem eru 18 ára og eldri. Þrátt fyrir takmarkaða þekkingu virðast hins vegar margir hafa sterka skoðun á sjávarútvegi. Það er ákveðið umhugsunarefni. Vissulega er hvorki til rétt né röng skoðun í þessum efnum, en almennt má telja skynsamlegra að byggja skoðun á rökum og réttum upplýsingum í stað tilfinninga og ágiskana. Mikilvægi hlutlægra upplýsinga Takmörkuð þekking á málefnum sjávarútvegs hér á landi er áhyggjuefni. Sjávarútvegur er einn mikilvægasti grunnatvinnuvegur þjóðarinnar. Verði breytingar á rekstrargrundvelli greinarinnar, hvort sem það er í jákvæða eða neikvæða átt, þá snertir það okkur öll, beint eða óbeint. Þessar breytingar hafa nefnilega keðjuverkandi áhrif á allt hagkerfið, ekki bara á einstaka samfélög í litlum sjávarþorpum. Rekstur í sjávarútvegi er mjög sveiflukenndur og háður ýmis konar óvissu sem við Íslendingar fáum ekki ráðið við. Má þar meðal annars nefna stærð nytjastofna, skilyrði í hafi og ástand efnahags- og stjórnmála á mörkuðum þar sem íslenskar sjávarafurðir eru seldar. Hvað marga aðra þætti snertir getum við hins vegar haft töluverð áhrif, líkt og við setningu laga og reglna sem um sjávarútveg gilda. Í þeim efnum þarf að vanda til verka og nauðsynlegt er að hafa til grundvallar hlutlægar upplýsingar og staðreyndir. Án þeirra er ekki hægt að taka upplýsta afstöðu sem stuðlað getur að framþróun í nýtingu sjávarauðlindarinnar. Að renna blint í sjóinn Velta má fyrir sér hvort það þjóni nokkrum tilgangi að spyrja þau sem búa ekki yfir þekkingu eða hafa takmarkaða þekkingu á tilteknu máli hverju þau vilji breyta? Kannski má telja það áþekka gagnlegt og að mæta til bifvélavirkja vegna eyrnaverkja barns í stað þess að leita til læknis. Í nefndri könnun var til að mynda spurt hvort fólk vildi fiskveiðar eða fiskvinnslu við öll sjávarpláss hér á landi. Flest erum við líklega sammála um mikilvægi öflugs atvinnulífs um allt land og raunar er engin atvinnugrein með jafnari dreifingu atvinnutekna um landið en einmitt sjávarútvegur. Það hlýtur hins vegar að skipta töluverðu máli að rekstrarlegar forsendur séu fyrir atvinnustarfsemi á tilgreindu svæði. Það hefði því verið gagnlegt ef fólk með litla þekkingu á sjávarútvegi hefði verið spurt hvort ríkissjóður ætti að greiða með slíkri atvinnustarfsemi og hvort fólk gæti sætt sig við minni tekjur þjóðarinnar af sjávarauðlindinni með aukinni óhagkvæmni. Í könnuninni var einnig spurt hvort að hækka ætti auðlindagjöld á sjávarútveg. Í því samhengi hefði sannanlega við upplýsandi að vita hvort afstaða þeirra, sem lítið sögðust þekkja til sjávarútvegs, væri óháð því hvort hin aukna gjaldtaka myndi á endanum skila minni tekjum til þjóðarinnar. Svo ef þessi sami hópur væri jafnframt spurður hvort að sú hækkun ætti einungis að beinast að stærri útgerðum, þá hefði verið gagnlegt að vita hvort afstaða hans væri sú sama ef hann væri meðvitaður um þá staðreynd að stærri útgerðir greiða þegar til muna hærra veiðigjald en minni útgerðir þar sem þær síðargreindu njóta ríflegra afslátta. Og þar sem leitað var til þeirra sem litla þekkingu höfðu á sjávarútvegi og spurt hvort að þau væru sátt við fiskveiðistjórnunarkerfið, þá hefði verið upplýsandi að vita hvort svarið væri óháð því hvaða verðmæti verða til í íslensku samfélagi við núverandi fyrirkomulag og hvaða neikvæðu áhrif það hefði fyrir samfélagið yrði kerfinu breytt. Í ljósi fyrrgreindrar niðurstöðu um takmarkaða þekkingu fólks á því málefni sem um var spurt, verður því miður að telja óvarlegt að draga víðtækar ályktanir eða leiðsögn um leiðina fram veginn í sjávarútvegi. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að telja niðurstöðu könnunarinnar vera áfellisdóm yfir stjórn sjávarútvegsmála. Það er út af fyrir sig merkilegt í ljósi þess að þegar fólk er spurt hvaða kerfi samfélagsins er brýnast að bæta, þá er sjávarútvegur í næst neðsta sæti. Lang flestir telja mikilvægast að bæta heilbrigðiskerfið, svo velferðarkerfið, menntakerfið og samgöngukerfið. Leit að sátt á röngum stað Í viðtali við mbl.is sagði ráðherra að könnunin væri góður stuðningur við þá vinnu sem matvælaráðuneytið hefði verið að sinna undanfarin misseri í tengslum við stefnumótun í sjávarútvegi undir merkjum Auðlindin okkar. Sagði hún að þar væri meðal annars leitast við að skapa aukna sátt um sjávarútveg á grundvelli upplýstrar umræðu og endurskoðunar á kerfinu. Þetta er vissulega ekki í fyrsta og mun vafalaust ekki verða í síðasta sinn sem ráðherra sjávarútvegsmála ræðst í viðamikið verkefni með nefndum eða skýrslum í nafni aukinnar sáttar. Líklega hefur engin atvinnugrein verið kortlögð eins oft og ítarlega og sjávarútvegur í gegnum árin. Margar breytingar hafa verið gerðar á grundvelli slíkrar vinnu og oftsinnis hefur markmiðið verið um að ná aukinni sátt í sjávarútvegi. Má þar meðal annars nefna strandveiðar, byggðapotta, hámarkseign aflaheimilda og hið margumtalaða veiðigjald. Og nú skal enn reynt. Í fyrrgreindu viðtali nefndi ráðherra meðal annars að könnunin gæfi vísbendingar um að vilji fólks stæði til áframhaldandi stuðnings við strandveiðar og hækkandi gjaldtöku. Með vísan til þess sem áður sagði, má sannanlega hafa efasemdir um þessa leiðsögn. Staðreyndin er sú að allar fyrrgreindar breytingar undir formerkjum sáttar eiga það sammerkt að hafa unnið gegn efnahagslegri skilvirkni og þar með dregið úr því verðmæti sem þjóðin fær af nýtingu sjávarauðlindarinnar. Og það sem líklega verra er – breytingarnar hafa ekki náð fram aukinni sátt, að því er virðist. Með hliðsjón af þessu, þá væri það sannanlega þess virði að kanna nýjar leiðir – leiðir sem byggja á hlutlægri og upplýsandi umfjöllun um sjávarútveg. Aukin velferð og hagsæld þjóðar hlýtur að vera hið endanlega markmið með nýtingu sjávarauðlindarinnar. Því markmiði verður fyrst og síðast náð með aukinni verðmætasköpun – það þarf að búa til meiri verðmæti í dag en í gær, alla daga og um alla framtíð. Við það aukast ekki aðeins tekjur samfélagsins af sjávarauðlindinni, heldur einnig frá annarri atvinnustarfsemi sem reiðir sig á öflugan sjávarútveg. Því miður sýna fyrstu viðbrögð ráðherra að enn sé ætlunin að hjakka í sama fari með því að innleiða breytingar sem einmitt leiða til hins gagnstæða; minni verðmætasköpunar og þar með minni tekna fyrir samfélagið í bráð og lengd. Við svo búið má velta því fyrir sér hvort ekki hafi verið betur heima setið en af stað farið. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar