Heiðrún Lind Marteinsdóttir

Fréttamynd

Er ekki bara best að skrifa skýrslu?

Þrátt fyrir að stjórnmálamenn hugi lítt að verðmætasköpun í framtíð þegar kemur að sjávarútvegi hefur atvinnugreinin sjálf staðið sína plikt. Fjárfest hefur verið í vélum, tækjum, skipum og búnaði fyrir tugi milljarða króna á hverju ári, undanfarin ár. Sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi ætla ekki að bíða eftir því hvað framtíðin færir þeim.

Umræðan
Fréttamynd

Kjara­samningar sjó­manna – verk­efnið bíður

Í liðinni viku slitu stéttarfélög sjómanna kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Það voru vonbrigði. Þrjú stéttarfélaganna, Sjómannafélag Íslands, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og VM – félag vélstjóra og málmtæknimanna, birtu í kjölfarið auglýsingu og formenn þessara félaga skrifuðu grein hér á Vísi.

Skoðun
Fréttamynd

Daða Má svarað um skýrslu sem eldist vel

Á þriðjudag birtist á Vísi grein eftir mig, þar sem ég leitaði frekari skýringa á hugmyndum Viðreisnar um innköllun og uppboð aflaheimilda – og ekki síður á mögulegum áhrifum þessarar hugmyndar ef hún yrði að veruleika.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað er harka­leg hags­muna­gæsla?

Umliðna daga hefur töluvert verið rætt um hagsmunagæslu og sérhagsmunagæslu, ef á þessu tvennu er í reynd einhver munur. Er um það rætt að í samfélaginu séu hópar fólks sem komist upp með óútskýrð myrkraverk, sem virðast til þess fallin að skara eld að köku hópsins – þá væntanlega á kostnað annarra hópa eða jafnvel samfélagsins í heild. Ef rétt er, má hafa af þessu áhyggjur.

Skoðun
Fréttamynd

Vandlæting formanns VR

Fyrir nokkrum kynslóðum þótti það alsiða að uppnefna fólk eða gefa því viðurnefni. Úr mínum heimabæ á Skaganum þekki ég mýmörg dæmi. Tímarnir breytast þó blessunarlega og mennirnir (flestir) með. Þegar ég hugsa til þessara viðurnefna í dag finnst mér þau einstaklega kjánaleg, heimskuleg og ekki síður særandi fyrir þá sem þau þurftu að þola. Það er eitthvað smásálarlegt við þetta, ef svo má að orði komast.

Skoðun
Fréttamynd

Skattahækkun á mannamáli

Undanfarið hefur eitthvað borið á því að staðhæft sé að veiðigjald í sjávarútvegi hafi verið lækkað með breytingum sem gerðar voru á lögum um veiðigjald í lok síðasta árs.

Skoðun
Fréttamynd

Ekkert verður til af engu

Hvar eru Íslendingar um þessar mundir í forystu á alþjóðavísu og fyrirmynd? Í fljótu bragði er svarið ekki augljóst, en við nánari athugun sést að í þróun á lausnum og tækjum fyrir sjávarútveg og matvælavinnslu standa þeir fremstir í flokki. Reyndar svo að útflutningur á þessum vörum nemur tugum milljarða króna á ári.

Skoðun
Fréttamynd

Holur hljómur Bolla

Við hana má svo bæta góðu skipulagi við veiðar og eljusemi sjávarútvegsfyrirtækja og sjómanna.

Skoðun
Fréttamynd

Framandi framtíðarstörf

Fyrir nokkru birti PriceWaterhouseCoopers í Bretlandi skýrslu um efnahagshorfur þar í landi. Ein meginniðurstaða skýrslu þessarar var sú að 30% núverandi starfa í Bretlandi verði fyrir áhrifum sjálfvirkni á næstu 15 árum.

Skoðun
Fréttamynd

Fullu afnámi hafta vonandi fylgt eftir með vaxtalækkun

Á sunnudaginn tilkynntu stjórnvöld að öll fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verði að fullu afnumin í dag með nýjum reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál. Hér er verið að taka mikilvægt og kærkomið skref í endurreisn landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Tilraunir eru ekki ávísun á árangur

Hinn 3. október sl. kom út ítarleg skýrsla í Færeyjum, sem unnin var að skipan sjávarútvegsráðherra Færeyja, vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar á fiskveiðistjórnunarkerfi Færeyinga.

Skoðun
Fréttamynd

Sannleikurinn um sykurskatt

Um liðna helgi bárust fréttir af því að embætti landlæknis teldi nauðsynlegt að hækka virðisaukaskatt á sykraðar matvörur úr 11% í 24%.

Skoðun
Fréttamynd

Samkeppniseftirlit og biðin langa

Í liðinni viku birti Samkeppniseftirlitið ákvörðun nr. 1/2016, tengda samruna Gæðabaksturs ehf. og Brauðgerðar Kr. Jónssonar ehf. Í stuttu máli var niðurstaðan sú að samruninn var samþykktur.

Skoðun
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.