Jóhanna Sigurðardóttir

Fréttamynd

Þjóðarsátt um nýjan gjaldmiðil

Stærsti vandi atvinnulífs og heimila í landinu um þessar mundir er veikburða króna. Ekkert hefur valdið jafn miklum búsifjum á síðari árum og gríðarlegt fall krónunnar samfara hruni bankanna haustið 2008. Þótt gengisskuldir heimilanna minnki hratt hefur fall krónunnar og hækkun verðlags í kjölfarið rýrt kaupmátt svo mjög að tvísýnt er um greiðslugetu stórra hópa af íbúðalánum.

Skoðun
Fréttamynd

Ungt fólk í fókus hjá Samfylkingunni

Þremur árum eftir hrun telur enn stór hluti ungs fólks á Íslandi að tækifærin séu fleiri og betri utan Íslands. Þeirri stöðu þurfum við að snúa við. Samfylkingin lítur á það sem lykilverkefni að setja fram skýra framtíðarsýn um heilbrigt og gott samfélag. Á nýafstöðum landsfundi flokksins var því samþykkt aðgerðaáætlun um málefni ungs fólks þar sem hagsmunir og tækifæri komandi kynslóðar er í brennidepil. Um helgina býður flokkurinn fulltrúum ungs fólks alls staðar af landinu til hugmyndasmiðju og samræðna um þær hugmyndir og lausnir sem brýnt er að vinna að í náinni framtíð.

Skoðun
Fréttamynd

Baráttan heldur áfram

Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars, eru þúsundir viðburða um allan heim um viðfangsefni jafnréttisbaráttunnar. Sameinuðu þjóðirnar helga daginn baráttunni gegn hungri og fátækt milljóna kvenna og stúlkubarna. Saga þessa dags spannar nú eina öld og eitt ár betur.

Skoðun
Fréttamynd

Réttlæti og raunsæi að leiðarljósi

Drjúgur hluti þjóðfélagsumræðunnar hefur að undanförnu snúist um skuldavanda heimilanna. Það er skiljanlegt. Gengislánadómur Hæstaréttar um miðjan mánuðinn setti málið í nýjan farveg og vakti spurningar um leið og hann gaf fyrirheit um frekari niðurfærslu lána á kostnað bankanna.

Skoðun
Fréttamynd

Réttur lánþega tryggður

Eitt helsta viðfangsefni ríkisstjórnar og Alþingis allt frá hruni hefur verið að leita leiða til að verja heimili landsins fyrir þeim skelfilegu afleiðingum sem hrunið hafði í för með sér fyrir íslenskt efnahagslíf.

Skoðun
Fréttamynd

Konur og samkeppnishæfni Evrópu

Efnahagssamdráttur, einkum í Evrópu, hefur verið efst á baugi nær allra alþjóðlegra funda á síðustu tveimur árum. Á fundum þessum höfum við einkum lagt áherslu á að ræða hvernig takast eigi á við efnahagsleg viðfangsefni, svo sem skuldsetningu banka og vaxandi fjárlagahalla. Sjaldan gefst tími til að horfa fram á veginn og ræða hvernig samfélögin geti búið sig undir viðfangsefni komandi tíma eða hvers konar langtíma stefnu við ættum að tileinka okkur til að tryggja börnum og barnabörnum okkar atvinnu, velsæld og sjálfbæran vöxt.

Skoðun
Fréttamynd

Betra samfélag

Í dag eru rétt þrjú ár liðin frá því minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og VG tók við völdum eftir alvarlegasta fjármálahrun í sögu lýðveldisins. Í þingkosningunum 25. apríl sama ár fengu þessir flokkar skýrt meirihlutaumboð frá kjósendum.

Skoðun
Fréttamynd

Við sníðum norræna velferðarsamfélagið að framtíðinni

Í dag hefst ársfundur SAMAK (samtaka norrænna jafnaðarmanna og verkalýðshreyfinga) í Stokkhólmi með bjartsýni inn í framtíðina að leiðarljósi. Jafnaðarmenn á Norðurlöndum sigra í kosningum, veita ríkisstjórnum forystu og standa að árangursríkum pólitískum bandalögum. Tíunda stærsta efnahagskerfi heims er á Norðurlöndum með rúmlega 25 milljónir íbúa. Hvers kyns samanburður á heimsvísu sýnir að Norðurlönd eru í fararbroddi hvað lífsgæði varðar.

Skoðun
Fréttamynd

Fækkun ráðuneyta og efling Stjórnarráðsins

Ríkisstjórnin hefur á liðnu kjörtímabili staðið fyrir umfangsmestu breytingum á Stjórnarráði Íslands í lýðveldissögunni. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kallaði á slíkar breytingar og í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna er að finna metnaðarfull áform um fækkun ráðuneyta.

Skoðun
Fréttamynd

Úr vörn í sókn!

Þegar frá líður verður ársins 2011 líklega minnst sem árs mikilla umskipta í efnahagslífi Íslands. Ársins þegar þjóðin spyrnti sér kröftuglega frá botninum og hóf sjálfbæra lífskjarasókn. Þó enn glími allt of margir við erfiðleika var þetta árið sem umheimurinn og vaxandi fjöldi landsmanna fengu aftur trú á Íslandi og þeim óþrjótandi tækifærum og krafti sem býr í landi og þjóð.

Skoðun
Fréttamynd

Merkin sýna verkin

Það kemur nú æ betur í ljós að lífskjarasókn er hafin á Íslandi. Merkin um efnahagsbatann eru skýr og eftir þeim hefur verið tekið. Árangurinn á Íslandi hefur á undanförnum vikum ratað á síður stórblaða heimsins og um hann verið fjallað af alþjóðlegum matsfyrirtækjum og fremstu hagfræðingum heims. Sannarlega hafa menn mismunandi skoðanir um orsakir og afleiðingar í þessum efnum, en gömul íslensk hyggindi segja einfaldlega; merkin sýna verkin.

Skoðun
Fréttamynd

Aukinn jöfnuður og bætt kjör - Ísland á réttri leið!

Þrátt fyrir hrikalegar afleiðingar hrunsins kemur nú betur og betur í ljós hversu vel okkur Íslendingum hefur tekist til við björgunarstarfið þrátt fyrir allt. Þetta getum við nú betur greint þegar lífskjarasóknin er hafin og efnahagslífið hefur spyrnt sér frá botninum eftir umfangsmesta efnahagshrun sem dæmi eru um.

Skoðun
Fréttamynd

Jafnrétti er lífsgæði

Kynbundið ofbeldi og launamunur kynjanna eru þau svið jafnréttismála þar sem hvað mest er að vinna. Vissulega hefur grettistaki verið lyft. Með lögum hafa nektardansstaðir verið bannaðir, vændiskaup gerð refsiverð og úrræðum lögreglu til að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum komið á fót. Ísland var eitt 11 ríkja sem í upphafi árs undirrituðu nýjan samning Evrópuráðsins gegn kynbundnu ofbeldi. Aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi er í smíðum. Meirihluti aðgerða í áætlun gegn mansali hefur komið til framkvæmda.

Skoðun
Fréttamynd

Góður árangur og sóknarfæri Íslands

Hvert sem litið er blasa við skýr merki þess að Ísland er hröðum skrefum að vinna sig úr hruninu. Hagvöxtur er hafinn og vaxandi bjartsýni gætir í spám helstu greiningaraðila um hagvöxt næstu ára. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs bjó aðeins eitt land innan OECD við meiri hagvöxt en Ísland og ýmislegt bendir til þess að hagvöxtur ársins 2011 kunni að vera vanmetinn. Störfum fjölgar á ný og það dregur úr atvinnuleysi, en miðað við tölur í júlí hefur það ekki verið lægra síðan í desember 2008. Kaupmáttur launa hefur ekki verið hærri frá hruni og kaupmáttur lægstu launa hefur hækkað hlutfallslega mest þannig að jöfnuður í tekjuskiptingu hefur aukist. Þessar staðreyndir eru ótvíræður vitnisburður um að við Íslendingar erum á réttri leið.

Skoðun
Fréttamynd

Lífskjarasóknin er hafin

Þáttaskil hafa nú orðið í endurreisnarferli íslensks efnahagslífs. Tveggja ára samdráttarskeiði, eftir eitt alvarlegasta efnahagshrun hagsögunnar, er lokið og hagur landsmanna vænkast nú á ný. Vextir og verðbólga hafa ekki verið lægri í áraraðir og gengi krónunnar er stöðugt. Með undirritun kjarasamninga til þriggja ára á almennum vinnumarkaði hafa skapast mikilvægar forsendur til verja þennan góða árangur og hefja kraftmikla lífskjarasókn fyrir landsmenn.

Skoðun
Fréttamynd

Villandi umræða um upplýsingalög

Þegar ný ríkisstjórn tók við völdum 1. febrúar 2009 einsetti hún sér að auka aðgengi almennings að upplýsingum í stjórnsýslunni. Gagnsæ vinnubrögð eru enda besta leiðin til að endurreisa það traust til stjórnvalda sem hrundi ásamt bönkunum. Sjálf beitti ég mér fyrir því að svigrúm gildandi upplýsingalaga yrði nýtt til hins ítrasta, t.d. veitti forsætisráðuneytið fjölmiðlum aðgang að

Skoðun
Fréttamynd

Hendur fram úr ermum

Vatnaskil hafa nú orðið í þróun efnahags- og atvinnumála frá hruni. Rústabjörguninni er að mestu lokið og uppbyggingin hefur tekið við. Nú þurfa allir sem vettlingi geta valdið að láta hendur standa fram úr ermum og hefja atvinnuuppbyggingu af krafti.

Skoðun
Fréttamynd

Sanngjörn sátt

Samkomulag um víðtækar lausnir á skuldavanda heimilanna milli stjórnvalda og lánveitenda á íbúðalánamarkaði var gert þann 3.

Skoðun
Fréttamynd

Ísland árið 2020

Á vormánuðum 2009 efndi Ríkisstjórn Íslands til víðtæks samráðs undir forystu forsætisráðuneytisins um sóknaráætlanir fyrir alla landshluta til eflingar atvinnulífs og lífsgæða til framtíðar undir yfirskriftinni

Skoðun
Fréttamynd

Nú sækjum við fram!

Ísland stendur á tímamótum. Björgunarleiðangrinum vegna hrunsins er að mestu lokið og uppbyggingarstarfið tekur nú í vaxandi mæli við.

Skoðun
Fréttamynd

Sögulegar kosningar til stjórnlagaþings

Næstkomandi laugardag göngum við Íslendingar til sögulegra kosninga þar sem valdir verða fulltrúar á stjórnlagaþing. Kosningarnar eru mikilvægur þáttur í því merkilega lýðræðisferli sem nú fer fram við mótun nýrrar stjórnarskrár fyrir Ísland. Vil ég hvetja alla sem kosningarétt hafa til að nýta sér þetta einstæða tækifæri til að hafa áhrif á framtíð þjóðarinnar og taka þátt í að móta þann ramma eða grundvöll sem íslenskt samfélag mun byggja á.

Skoðun
Fréttamynd

Áfram nú!

Á mánudaginn, 25. október, munu konur um allt land leggja niður vinnu kl. 14.25 og safnast saman víða um land til fjölbreyttra aðgerða.

Skoðun
Fréttamynd

Göngum ábyrg til kosninga

Kosningar til sveitarstjórna verðskulda alla okkar athygli. Á vettvangi þeirra er fjallað um málefni daglegs lífs og umhverfið næst okkur sem hefur áhrif á alla velferð og þróun.

Skoðun
Fréttamynd

Jóhanna Sigurðardóttir: Tökum til á tíu ára afmælinu

Um helgina heldur Samfylkingarfólk um allt land upp á tíu ára afmæli flokksins. Efnt verður til tiltektardags á vegum allra framboða flokksins til sveitarstjórna þar sem áhersla verður lögð á að fegra og bæta umhverfið. Þannig er með táknrænum hætti haldið upp á afmælið og einnig minnt á að þörf er siðbótar og endurskoðunar á pólitísku umhverfi og forsendum stjórnmálabaráttu á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Jóhanna Sigurðardóttir: Endurbætur á traustum grunni

Öll ráðuneyti og stofnanir þeirra hafa tekist á við margvíslegar breytingar í umhverfi sínu í kjölfar hruns bankakerfisins. Í fyrri grein minni fjallaði ég um helstu úrbætur sem nú þegar hefur verið unnið að á vettvangi forsætisráðuneytisins og miða að því að gera umhverfi stjórnmála og stjórnsýslu lýðræðislegra, skilvirkara og traustara. Í þessari síðari g

Skoðun
Fréttamynd

Jóhanna Sigurðardóttir: Róttækar stjórnsýsluumbætur

Hrun bankakerfisins hefur kallað á grundvallarendurskoðun fjölmargra þátta í samfélagi okkar. Bankarnir brugðust, stjórnkerfið brást, stjórnmálin brugðust, eftirlitskerfið brást, fjölmiðlarnir brugðust, hugmyndakerfi hins frjálsa markaðar brást og á okkur öllum hvílir sú skylda að búa svo um hnúta við endurreisnina að slíkt gerist ekki aftur.

Skoðun
Fréttamynd

Sannleikurinn um sáttmálann

Jóhanna Sigurðardóttir skrifar um atvinnumál Á fundi um framgang stöðugleikasáttmálans, sem haldinn var sl. þriðjudag, voru fulltrúar allra aðila að samningnum mættir, nema frá Samtökum atvinnulífsins. Þar var skarð fyrir skildi, því fulltrúar SA eru allajafna bæði viðræðu- og tillögugóðir. Viðstaddir skoruðu á SA að koma aftur að borðinu og halda áfram mikilvægu samstarfi á vettvangi stöðugleikasáttmálans.

Skoðun