Skattpíning Sjálfstæðisflokksins á börnum afnumin Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 1. mars 2012 07:00 Matthías Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og leiðtogi í Sjálfstæðisflokknum, ritaði grein sem birt var á þessum stað í Fréttablaðinu í gær undir fyrirsögninni „Ríkisstjórn Jóhönnu og skattpíning barna". Það er rétt hjá Matthíasi að ég hef á löngum stjórnmálaferli fjallað um skattlagningu barna. Má þar nefnda hróplegt óréttlæti sem fólst í því að fyrir meira en áratug í tíð sjálfstæðismanna greiddu 15 ára unglingar fjórfalt hærri skatt af tekjum sínum en 16 ára unglingar vegna undarlegra skattareglna. Það er hins vegar alrangt hjá Matthíasi að ríkisstjórn mín hafi staðið fyrir hækkun á sköttum barna og unglinga eða almennings yfirleitt þegar kemur að vaxtatekjum af bankabókum og innstæðum í fjármálastofnunum. Reyndar má fullyrða að í langflestum tilvikum hafa skattar á þessa hópa lækkað vegna breytinga ríkisstjórnarinnar á fjármagnstekjuskatti. Samhliða hækkun skatthlutfallsins í 20 prósent var innleitt frítekjumark að upphæð 100.000 kr á ári fyrir einstaklinga og 200.000 kr fyrir hjón. Í tíð sjálfstæðismanna höfðu vaxtatekjur af bankainnstæðum alls almennings verið skattlagðar frá fyrstu krónu. Öllum almennum sparnaði, ekki síst hjá börnum og unglingum, var því hlíft við skattlagningu eftir að ríkisstjórn mín hafði breytt skattkerfinu ólíkt því sem áður var í tíð Sjálfstæðisflokksins. Nú er reyndin sú að ríkir fjármagnseigendur greiða bróðurpartinn af þeim fjármagnstekjuskatti sem innheimtur er í landinu. Matthías ætti einnig að íhuga hvaða sögu eftirfarandi staðreyndir segja um það þjóðfélag sem við búum nú í. Árið 2010 var fjármagnstekjuskattur lagður á tæplega 183 þúsund einstaklinga. Á síðasta ári var fjármagnstekjuskattur lagður á rétt um 47 þúsund einstaklinga. Á einu ári fækkaði þeim sem greiddu fjármagnstekjuskatt um 136 þúsund, ekki síst vegna þess skattfrelsis sem núverandi ríkisstjórn innleiddi fyrir allan minniháttar sparnað, m.a. hjá börnum og unglingum. Við jafnaðar- og vinstrimenn, sem nú stýrum landinu, beitum skattkerfinu gegn ójöfnuðinum sem flokkur Matthíasar stuðlaði að árum saman með ívilnandi hætti fyrir hina ríku. Við erum stolt af því að hafa snúið af óheillabraut ójöfnuðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Matthías Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og leiðtogi í Sjálfstæðisflokknum, ritaði grein sem birt var á þessum stað í Fréttablaðinu í gær undir fyrirsögninni „Ríkisstjórn Jóhönnu og skattpíning barna". Það er rétt hjá Matthíasi að ég hef á löngum stjórnmálaferli fjallað um skattlagningu barna. Má þar nefnda hróplegt óréttlæti sem fólst í því að fyrir meira en áratug í tíð sjálfstæðismanna greiddu 15 ára unglingar fjórfalt hærri skatt af tekjum sínum en 16 ára unglingar vegna undarlegra skattareglna. Það er hins vegar alrangt hjá Matthíasi að ríkisstjórn mín hafi staðið fyrir hækkun á sköttum barna og unglinga eða almennings yfirleitt þegar kemur að vaxtatekjum af bankabókum og innstæðum í fjármálastofnunum. Reyndar má fullyrða að í langflestum tilvikum hafa skattar á þessa hópa lækkað vegna breytinga ríkisstjórnarinnar á fjármagnstekjuskatti. Samhliða hækkun skatthlutfallsins í 20 prósent var innleitt frítekjumark að upphæð 100.000 kr á ári fyrir einstaklinga og 200.000 kr fyrir hjón. Í tíð sjálfstæðismanna höfðu vaxtatekjur af bankainnstæðum alls almennings verið skattlagðar frá fyrstu krónu. Öllum almennum sparnaði, ekki síst hjá börnum og unglingum, var því hlíft við skattlagningu eftir að ríkisstjórn mín hafði breytt skattkerfinu ólíkt því sem áður var í tíð Sjálfstæðisflokksins. Nú er reyndin sú að ríkir fjármagnseigendur greiða bróðurpartinn af þeim fjármagnstekjuskatti sem innheimtur er í landinu. Matthías ætti einnig að íhuga hvaða sögu eftirfarandi staðreyndir segja um það þjóðfélag sem við búum nú í. Árið 2010 var fjármagnstekjuskattur lagður á tæplega 183 þúsund einstaklinga. Á síðasta ári var fjármagnstekjuskattur lagður á rétt um 47 þúsund einstaklinga. Á einu ári fækkaði þeim sem greiddu fjármagnstekjuskatt um 136 þúsund, ekki síst vegna þess skattfrelsis sem núverandi ríkisstjórn innleiddi fyrir allan minniháttar sparnað, m.a. hjá börnum og unglingum. Við jafnaðar- og vinstrimenn, sem nú stýrum landinu, beitum skattkerfinu gegn ójöfnuðinum sem flokkur Matthíasar stuðlaði að árum saman með ívilnandi hætti fyrir hina ríku. Við erum stolt af því að hafa snúið af óheillabraut ójöfnuðarins.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar