Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Biðlistastjóri ríkisins
Undir þessari ríkisstjórn hefur opinberum störfum fjölgað um 8000 eða um tvö þúsund störf á ári samkvæmt tölum Hagstofunnar. Ef árangurinn væri sjáanlegur hjá ríkinu í formi betri þjónustu og öflugri velferð væri vart hægt að mæla því mót.

„Ef“ er orðið
Það var hressandi að lesa nýlega Morgunblaðsgrein þeirra Árna Sigurjónssonar formanns Samtaka iðnaðarins og Sigurðar Hannessonar framkvæmdastjóra þeirra. Þeir fjölluðu þar skýrt og skilmerkilega um nýja sókn atvinnulífsins og endurreisn hagkerfisins.

Geðheilbrigðisþjónusta er lífsspursmál
Mér þykir vænt um stjórnmál. Ánægjan felst meðal annars í samstarfi við gott fólk í öllum flokkum. Sjá hugsjónir og hluti raungerast sem barist hefur verið fyrir. En ekki síður vegna samtalsins við alls konar einstaklinga þvert yfir samfélagið um margvíslegar langanir, óskir, þarfir. Hin mikilvæga tenging við raunveruleika fólks.

Vond saga
Í kjölfar þess að krónan hrundi og bankarnir féllu fyrir meir en tólf árum var gripið til umfangsmestu gjaldeyrishafta í manna minnum. Þetta var skammtíma neyðarráðstöfun, sem aðeins átti að gilda í nokkra mánuði. Heita má að einhugur hafi ríkt um þau ráð. Nær allir töldu þó að við yrðum að losna við höftin sem fyrst því til lengri tíma hindruðu þau sókn atvinnulífsins og héldu niðri lífskjörum. Eigi að síður tók fullan áratug að vinda ofan af þessum neyðaraðgerðum.

Milliliður okkar allra
Það fer misjafnt orð af milliliðum. Sagt hefur verið að gjaldmiðillinn sé milliliður allra milliliða. Hann á að vera okkar allra. En hvernig þjónar krónan því hlutverki að vera milliliður okkar allra?

Boðskortið í brúðkaupið er stjórnarskráin
Eftir venju segjast allir flokkar ganga til kosninga óbundnir um stjórnarsamstarf. Formlega er það svo. En auðlindaákvæðið í stjórnarskrárfrumvarpi VG veldur því efnislega að stjórnarflokkarnir eru um leið að skuldbinda sig til áframhaldandi samstarfs.

Grýlur, mýtur og stjórnarmyndun
Ég tek eftir því að skeggræður eru hafnar um það hvernig ríkisstjórn menn vilja sjá að kosningum loknum. Þetta er ágæt umræða þótt enn flokkist hún undir samkvæmisleik, enda langt til kosninga.

Útgöngubann – aldrei án aðkomu Alþingis
Ég skaust með grímuna út í Fjarðarkaup um daginn. Einu sinni sem oftar. Þegar ég kem að kjötborðinu stoppar maður mig með glaðsinna augu og grímuna á sínum stað og spyr hvernig það sé að vera á þingi á þessum tímum.

Spilað með öryggismál þjóðar
Við býsnumst nú yfir því að veturinn sé skollinn á af fullum krafti. Fyrstu stormviðvaranir komnar og fréttir um lítið ferðaveður heyrast nú reglulega. Við vitum að gular og appelsínugular viðvaranir verða tíðar á næstu mánuðum.

Pólitísk ábyrgð og biðlistar
Alma Möller, landlæknir lýsti þeirri skoðun sinni í dag að kórónuveirufaraldurinn hafi dregið fram veikleika heilbrigðiskerfisins.

Þess vegna viljum við jafnt atkvæðavægi
Baráttan fyrir jöfnu vægi íslenskra kjósenda hefur staðið lengi. Vægið hefur tekið breytingum en er nú fest í rétt tæplega tvöföldum mun milli þeirra sem vega þyngst og hinna sem vega minnst.

Vika í lífi ríkisstjórnar
Það er eins og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sé að missa fókus. Og það á versta tíma í þriðju bylgju heimsfaraldurs.

Bara lífsstíll?
Saga bænda á Íslandi er samofin við sögu íslenskrar þjóðar. Landbúnaðurinn er mikilvægur hlekkur í samfélagskeðjunni.

Varnarviðbrögð í stað svara
Hvert sem ég kem þessa dagana er fólk að velta fyrir sér sömu spurningum; hvernig verður haustið og veturinn? Á að halda landinu opnu eða auka takmarkanir sem gerðar eru til þeirra sem hingað koma? Hvaða áhrif mun þetta allt hafa á okkar daglega líf? Á skólagöngu barnanna okkar? Á fjölskyldu og vini á öldrunarheimilum? Efnahag og atvinnu?

Hin sterka samtenging
Ég les að Gunnari Smára finnist Viðreisn skrýtinn flokkur. Ég get svo sem skilið að ýmsir telji flokkinn sérstakan þar sem við tilheyrum ekki hinni gömlu pólitísku skilgreiningu um hægri og vinstri.

Frekur eða frjáls maður
Kári Stefánsson hefur reynst ríkisstjórninni haukur í horni en á sama tíma óþægur ljár í þúfu. Ástæðan er sú að hann er frjáls, fjárhagslega sjálfstæður og engum íslenskum öflum háður.

Óvæntur liðsauki?
Þverskurður hins pólitíska litrófs á Íslandi hefur með einum eða öðrum hætti komið að uppbyggingu fiskveiðistjórnunarkerfisins okkar á umliðnum áratugum.

Forysta og skýr svör!
Af hverju höfum við í Viðreisn rætt af fullum þunga stöðu efnahagsmála frá upphafi kjörtímabilsins og gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir frestunaráráttu og andvaraleysi? Það er fyrst og síðast vegna þess að efnahagsmálin snúast um heimilin, fyrirtækin og samfélagið allt.

Af lýðskrumi og loddurum
Það var nokkuð sérstakt að fylgjast með þinginu í gær þegar einföld skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og fyrir veiðirétt á Íslandi var rædd. Ekki að nálgun gömlu stjórnarflokkanna hafi þó komið ýkja á óvart.

Er eitthvað að fela?
Þegar starfað er í stjórnmálum skiptir miklu máli að taka hlutverk sitt alvarlega. Ekki síst til að ýta undir nauðsynlegt traust og langþráð gegnsæi í íslenskri stjórnsýslu.

Má bjóða þér heilan kosningarétt eða hálfan?
Landið á að verða eitt kjördæmi. Sú eindregna skoðun mín að tryggja jafnan kosningarétt undirstrikar grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi, óháð efnahag, kyni eða búsetu. Saga misvægis atkvæða er saga pólitískra hrossakaupa.

Katrín - Merkel - Pence
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tekur á móti Angelu Merkel kanslara Þýskalands í vikunni. Í september tekur stjórnin svo á móti Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna. Pólitísk þýðing heimsóknanna er rík og tilefni umræðu um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu.

Frjálslyndi fyrir hina fáu?
Sumir málsvarar ríkisstjórnarinnar kvarta nú sáran undan því að í almennri umræðu um pólitík er æ sjaldnar sett samasemmerki milli ríkisstjórnarinnar og frjálslyndra hugmynda, en því oftar milli hennar og fortíðar og milli hennar og gæslu sérhagsmuna.

Ræður Sjálfstæðisflokkurinn ekki við EES?
Fyrir þremur árum var ég í hópi fólks sem stóð andspænis þeirri þungu ákvörðun að láta leiðir skilja með Sjálfstæðisflokknum. Ástæðan var fyrst og fremst sú að okkur fannst að flokkurinn væri fastur í ákveðinni rörsýn.

1096 dagar
Í dag eru 1096 dagar síðan stjórnmálaaflið Viðreisn var stofnað.

Hugmyndafræðilegar jarðhræringar
Heimurinn stendur frammi fyrir ákveðnum kaflaskilum. Ég hef allt eins kosið að kalla þau flekaskil.

Hvert er planið?
Nú er orðið ljóst að tilraunir Theresu May til að ná fram meirihluta í breska þinginu fyrir þeim samningi sem hún gerði við Evrópusambandið eru fullreyndar.

Dæmið gengur ekki upp fyrir stúdenta
Það er löngu ljóst að stúdentar hafa beðið í alltof langan tíma eftir kjarabótum og að tekin verði endanleg ákvörðun um raunverulegt framtíðarskipulag á Lánasjóði íslenskra námsmanna

Flotið sofandi að feigðarósi
Á stuttum en lærdómsríkum tíma sem sjávarútvegsráðherra varð mér fljótt ljóst hve mikill metnaður einkennir sjávarútveginn sem atvinnugrein á heimsvísu.

Á forsendum barnsins
Valfrelsi er ekki eingöngu falleg hugmyndafræðileg nálgun heldur er það einn af lyklunum til þess að hver einstaklingur geti notið sín á eigin forsendum, það eykur lífsgæði hvers og eins og ýtir undir manneskjulegra samfélag, sem tekur tillit til fjölbreytileikans.