Þjóðareign eða einkaeign? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 18:01 Við rífumst um mismunandi leiðir til að stjórna fiskveiðum. Okkur greinir líka á um hversu hátt gjald eigi að koma fyrir veiðirétt. En í langan tíma hafa flestir verið á einu máli um að fiskveiðiauðlindin væri sameign þjóðarinnar. Teitur Björn Einarsson fyrrum alþingismaður og núverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra breytti þessari stöðu í grundvallaratriðum í umræðuþættinum á Sprengisandi síðasta sunnudag. Þar kom í fyrsta sinn fram það sjónarmið innan Sjálfstæðisflokksins að fiskimiðin væru einkaeign útgerðarinnar. Í þættinum gerði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður grein fyrir markaðsleið Viðreisnar. Andsvar aðstoðarmanns dómsmálaráðherra var að staðhæfa að í því fælist þjóðnýting. Markaðsleið Viðreisnar felst sem kunnugt er í því að selja á uppboðsmarkaði fjögur til fimm prósent aflaheimilda á hverju ári til tuttugu eða tuttugu og fimm ára í senn. Hugmyndafræðin er sú að kalla fram eðlilegt verð á tímabundnum veiðirétti með uppboði. Forsendan er sú að veiðirétturinn sé sameign þjóðarinnar, sem ekki verði framseldur nema til fyrir fram ákveðins tíma. Þegar talsmaður Sjálfstæðisflokksins staðhæfir að þetta sé þjóðnýting getur það ekki byggst á annarri hugsun en þeirri að núverandi kerfi feli í sér einkaeign útgerðanna á veiðiréttinum. Markaðslausn getur ekki verið þjóðnýting nema ótakmörkuð einkaeignarréttindi séu tekin af mönnum. Fram til þessa hefur enginn talsmaður Sjálfstæðisflokksins þorað að tala upphátt um þessa hugmyndafræði. Og ég trúi því vart að Teitur Björn Einarsson tali fyrir hönd allra sjálfstæðismanna. En það eru óneitanlega vatnaskil í umræðunni þegar svo áhrifamikill talsmaður Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum setur fram skoðanir sem byggja á þeirri hugmyndafræði að veiðirétturinn sé ótakmörkuð einkaeignarréttindi útgerðanna. Í vor sem leið stöðvaði Sjálfstæðisflokkurinn að stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra um þjóðareign auðlinda fengi þinglega meðferð. Viðreisn var tilbúin til að samþykkja frumvarpið að því tilskildu að nýtingarrétturinn yrði tímabundinn, eins og gildir um allar aðrar auðlindir í þjóðareign en sjávarauðlindina. Ummæli aðstoðarmanns dómsmálaráðherra benda til þess að í raun hafi ekki verið eining í Sjálfstæðisflokknum um að stjórnarskrárverja þjóðareignarhugtakið. VG kaus að fylgja fremur þeim öfgasjónarmiðum en gera málamiðlun gagnvart Viðreisn. Það segir kannski enn meiri sögu. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Sjávarútvegur Mest lesið Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Sjá meira
Við rífumst um mismunandi leiðir til að stjórna fiskveiðum. Okkur greinir líka á um hversu hátt gjald eigi að koma fyrir veiðirétt. En í langan tíma hafa flestir verið á einu máli um að fiskveiðiauðlindin væri sameign þjóðarinnar. Teitur Björn Einarsson fyrrum alþingismaður og núverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra breytti þessari stöðu í grundvallaratriðum í umræðuþættinum á Sprengisandi síðasta sunnudag. Þar kom í fyrsta sinn fram það sjónarmið innan Sjálfstæðisflokksins að fiskimiðin væru einkaeign útgerðarinnar. Í þættinum gerði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður grein fyrir markaðsleið Viðreisnar. Andsvar aðstoðarmanns dómsmálaráðherra var að staðhæfa að í því fælist þjóðnýting. Markaðsleið Viðreisnar felst sem kunnugt er í því að selja á uppboðsmarkaði fjögur til fimm prósent aflaheimilda á hverju ári til tuttugu eða tuttugu og fimm ára í senn. Hugmyndafræðin er sú að kalla fram eðlilegt verð á tímabundnum veiðirétti með uppboði. Forsendan er sú að veiðirétturinn sé sameign þjóðarinnar, sem ekki verði framseldur nema til fyrir fram ákveðins tíma. Þegar talsmaður Sjálfstæðisflokksins staðhæfir að þetta sé þjóðnýting getur það ekki byggst á annarri hugsun en þeirri að núverandi kerfi feli í sér einkaeign útgerðanna á veiðiréttinum. Markaðslausn getur ekki verið þjóðnýting nema ótakmörkuð einkaeignarréttindi séu tekin af mönnum. Fram til þessa hefur enginn talsmaður Sjálfstæðisflokksins þorað að tala upphátt um þessa hugmyndafræði. Og ég trúi því vart að Teitur Björn Einarsson tali fyrir hönd allra sjálfstæðismanna. En það eru óneitanlega vatnaskil í umræðunni þegar svo áhrifamikill talsmaður Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum setur fram skoðanir sem byggja á þeirri hugmyndafræði að veiðirétturinn sé ótakmörkuð einkaeignarréttindi útgerðanna. Í vor sem leið stöðvaði Sjálfstæðisflokkurinn að stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra um þjóðareign auðlinda fengi þinglega meðferð. Viðreisn var tilbúin til að samþykkja frumvarpið að því tilskildu að nýtingarrétturinn yrði tímabundinn, eins og gildir um allar aðrar auðlindir í þjóðareign en sjávarauðlindina. Ummæli aðstoðarmanns dómsmálaráðherra benda til þess að í raun hafi ekki verið eining í Sjálfstæðisflokknum um að stjórnarskrárverja þjóðareignarhugtakið. VG kaus að fylgja fremur þeim öfgasjónarmiðum en gera málamiðlun gagnvart Viðreisn. Það segir kannski enn meiri sögu. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun