Þungunarrof

Fréttamynd

Mót­mælendur trufluðu messu­hald í Pól­landi

Mótmælendur í Póllandi hafa í dag haldið inn í kirkjur til þess að trufla messuhöld. Mótmælendur hafa síðastliðna viku mótmælt nýjum þungunarrofslögum í Póllandi, sem banna þungunarrof nær alveg.

Erlent
Fréttamynd

Þungunarrof nær algerlega bannað í Póllandi

Dómur stjórnlagadómstóls Póllands um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins þýðir að þungunarrof verður nú bannað í nær öllum tilfellum í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Andstæðingar þungunarrofs biðu ósigur fyrir hæstarétti

Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi lög sem sett voru í Louisiana og þrengdu verulega að möguleikum kvenna á þungunarrofi í dag. Hefðu lögin fengið að standa hefði aðeins ein heilbrigðisstofnun sem býður upp á þungunarrof verið eftir í ríkinu.

Erlent
Fréttamynd

Sagðist hafa fengið greitt fyrir að tala gegn þungunarrofi

Konan sem Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi að hefði rétt á þungunarrofi og lögleiddi þannig aðgerðina á 8. áratug síðustu aldar hélt því fram að hún hefði fengið greitt til að vinda kvæði sínu í kross og tala gegn þungunarrofi. Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd.

Erlent
Fréttamynd

Íhaldssöm ríki stöðva þungunarrof í faraldrinum

Yfirvöld í Texas og Ohio í Bandaríkjunum hafa ákveðið að þungunarrof sé ónauðsynleg aðgerð sem verði að fresta vegna kórónuveirufaraldursins. Ákvörðunin var tekin þrátt fyrir að samtök bandarískra kvensjúkdómalækna hafi kallað eftir því að þungunarrof nyti verndar í faraldrinum.

Erlent
Fréttamynd

Duterte blótar Íslendingum í sand og ösku og vonar að þjóðin frjósi í hel

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sparaði ekki stóru orðin um Ísland og Íslendinga í ræðu sem hann hélt í gær í Quezon-borg á Filippseyjum. Gagnrýndi hann stefnu Íslands hvað varðar þungunarrof harkalega. Kallaði hann Íslendinga drullusokka og fábjána, auk þess sem að hann sagðist vona að þjóðin frjósi í hel.

Erlent
Fréttamynd

Hvenær kviknar líf?

Jón Steinar Gunnlaugsson fjallar hér um umdeilt og viðkvæmt mál sem er frumvarp Svandísar Svavarsdóttur um þungunarrof sem samþykkt var á Alþingi á dögunum.

Skoðun
Fréttamynd

Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri

Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja.

Erlent
Fréttamynd

Lilja gefur ekki upp afstöðu til þungunarrofs

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill ekki gefa upp afstöðu sína til þungunarrofsfrumvarpsins sem samþykkt var í fyrradag þar sem konum er gert kleift að rjúfa þungun á 22. viku meðgöngu.

Innlent