Vesturbyggð

Fréttamynd

Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng

Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag.

Innlent
Fréttamynd

Rann­saka líkams­á­rás á Bíldu­dal

Lögreglan á Vestfjörðum hefur til rannsóknar líkamsárás í heimahúsi á Bíldudal sem gerð var á aðfaranótt sunnudags. Maður sem kom heim til sín á laugardagskvöldið hitti þar fyrir tvo ókunnuga menn sem höfðu brotist inn á heimil hans.

Innlent
Fréttamynd

Nýi sunnudagsbíltúrinn að fossinum Dynjanda

Vestfirðingar eru að uppgötva fossinn Dynjanda á nýjan hátt, eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að það sé orðinn nýi sunnudagsbíltúrinn að aka að fossinum.

Innlent
Fréttamynd

Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði

Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Vegagerðin segir lög ekki hafa verið brotin

Vegagerðin segir að stofnunin hafi ekki brotið lög þegar gengið var frá samningum við Norlandair ehf. um flug til Bíldudals og Gjögurs. Ýmsar rangfærslur hafi þó verið á kreiki um málið.

Innlent
Fréttamynd

Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn

Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar.

Innlent
Fréttamynd

Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum

Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður mögulegt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega.

Innlent
Fréttamynd

Borgarverk fellst á ákvörðun Vegagerðar um Dynjandisheiði

„Við gerum ekki athugasemdir við ákvörðunina. Ákvörðunin er rétt miðað við forsendur útboðsins,“ segir Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks ehf., um þá ákvörðun Vegagerðarinnar að hafna tilboði fyrirtækisins í fyrsta áfanga Dynjandisheiðar.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu kaflarnir kláraðir á einu ári á Dynjandisheiði

Vegagerðin hefur boðið út tvo fyrstu kaflana í endurnýjun vegarins um Dynjandisheiði, samtals um tíu kílómetra langa. Góð sátt virðist ríkja um þessa áfanga og er ekki vitað til þess að neinn hafi lýst andstöðu við þær veglínur sem núna eru boðnar út.

Innlent
Fréttamynd

Segir vegabætur með styttingu leiðar valda auknum útblæstri

Skipulagsstofnun hafnar þeim rökum Vegagerðarinnar í umhverfismati vegna Dynjandisheiðar að stytting leiðar með þverun Vatnsfjarðar muni draga úr útblæstri. Stofnunin telur þvert á móti að samgöngubætur muni fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs.

Innlent