Bláskógabyggð

Fréttamynd

Ekki mokað á þriðjudögum og laugardögum í Uppsveitum Árnessýslu

Íbúar í Uppsveitum Árnessýslu eru margir hverjir óánægðir með það staðreynd að Vegagerðin mokar ekki nokkra fjölfarna vegi svæðisins á þriðjudögum og laugardögum þó að það kafsnjói á þeim dögum. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segist ekki trúa öðru en að Vegagerðin breyti þessu verklagi sínu.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið sýknað í Geysis­máli

Íslenska ríkið var í gær sýknað af verðbótakröfu upp á rúmar 90 milljónir króna í máli hóps fyrrverandi landeigenda á Geysissvæðinu fyrir Landsrétti. Ríkið keypti landið á rúman milljarð króna árið 2019. Ríkið hafði áður verið sýknað í héraði.

Innlent
Fréttamynd

„Óskalög við orgelið“ hafa slegið í gegn í Skálholti

„Óskalög við orgelið“ er viðburður, sem hefur slegið í gegn í Skálholti í sumar en það mætir fólk í kirkjuna og fær óskalag á orgelið hjá Jóni Bjarnasyni, organisti í Skálholtsdómkirkju. Lög með Abba, Queen og Kaleo hafa verið vinsælust í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Að lágmarki 52 smitaðir eftir dansbúðir á Laugarvatni

Tvö Covid-smit í sumarbúðum Chantelle Carey á Laugarvatni hafa svo sannarlega dreift úr sér. Alls hafa 52 greinst smitaðir í tengslum við sumarbúðirnar þar sem börn frá tíu ára aldri og upp í tvítug ungmenni æfðu saman dans í eina viku.

Innlent
Fréttamynd

Rútuslys í Biskupstungum

Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting keyrði út af vegi í Biskupstungum á Suðurlandi. Um fimmtíu manns voru í rútunni.

Innlent
Fréttamynd

Nóg um að vera í uppsveitum Árnessýslu

Mikill fjöldi fólks er nú í Uppsveitum Árnessýslu þó engin skipulögð dagskrá sé þar í gangi. Ferðamálafulltrúi svæðisins segir þrátt fyrir það sé mikla afþreyingu í boði fyrir fólk. Miklar þrumur og eldingar voru á svæðinu síðdegis í gær og í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Fimm hross týnd á fjöllum í rúma viku

Fimm hross sem fældust og hlupu á fjöll hafa verið týnd í rúma viku. Hrossin týndust skammt frá Gatfelli á Uxahryggjaleið, suðvestur af Skjaldbreið, á þriðjudagsmorgun í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamenn streyma í Skálholt sem aldrei fyrr

Starfsfólk í Skálholti hefur varla haft undan í sumar að taka á móti ferðamönnum, sem koma og skoða staðinn, þó aðallega útlendingar. Framkvæmdastjóri staðarins finnst sérstakt að aðeins brot af íslensku þjóðinni hefur heimsótt Skálholt.

Innlent
Fréttamynd

Sælkerarölt í Reykholti í Biskupstungum í allt sumar

Heimagert konfekt, rúgbrauð bakað í hver og ný íslensk jarðarber, hindber og brómber er það sem gestir Sælkeraröltsins í Reykholti í Bláskógabyggð fá meðal annars að smakka á í göngu um þorpið alla föstudaga í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Borholan gaus eftir að bóndinn dældi upp úr henni

Goshverinn sem opnaðist á Reykjavöllum í Biskupstungum er í raun borhola frá 1947, sem áður var notuð til að hita upp gróðurhús á svæðinu. Jarðfræðingur segir að ekki sé um að ræða eitthvað sem gerist af náttúrunnar hendi, heldur hafi holan farið að gjósa heitu vatni þegar hreinsað var upp úr henni.

Innlent