
Elon Musk kaupir 9,2 prósenta hlut í Twitter
Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, hefur keypt 9,2 prósenta hlut í samfélagsmiðlarisanum Twitter.

Maturinn á Super Bowl: Vængirnir étnir í tonnatali
Eins og undanfarin ár fylgdust fjölmargir Íslendingar með Los Angeles Rams sigra Cincinnati Bengals í Super Bowl í gærkvöldi og í nótt. Það er þó ekki öllum auðvelt að vaka svona langt fram á nótt og til þess þarf oft mikla orku.

Netverjar elska Verbúðina og vilja sambærilega þætti fyrir önnur mál
Sjónvarpsþátturinn Verbúðin úr smiðju Vesturports hefur vakið mikla lukku meðal Íslendinga og velta netverjar nú fyrir sér hvaða íslensku mál þurfi að taka fyrir á sambærilegan hátt.

Twitter bregst við sigrinum: „Haltu kjafti hvað þetta var geggjað!“
Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu unnu gríðarlega mikilvægan eins marks sigur gegn Ungverjum í lokaleik riðlakeppninnar á EM í handbolta í kvöld og taka því tvö stig með sér í milliriðil. Stuðningsmenn liðsins létu vel í sér heyra á samfélagsmiðlinum Twitter.

Leyfir Twitter á ný
Forseti Nígeríu hefur nú tekið ákvörðun um að leyfa notkun samfélagsmiðilsins Twitter aftur. Bannið hafði varað í sjö mánuði eða síðan í júní á síðasta ári.

Þingkona bönnuð á Twitter vegna rangra upplýsinga um Covid
Bandaríska þingkonan Marjorie Taylor Greene hefur verið bönnuð á samfélagsmiðlinum Twitter, eftir að hafa ítrekað brotið reglur miðilsins um falsfréttir í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Greene hefur sagt bannið gegn sér til marks um að Twitter sé „óvinur Bandaríkjanna.“

Tíst um næturskjálftana: „Geðveikt næs að vera andvaka í miðjum heimsendi“
Tveir nokkuð kröftugir jarðskjálftar urðu klukkan 5:10 í morgun, 3,6 og 3,3 að stærð og mældust þeir báðir í grennd við Kleifarvatn á Reykjanesskaga. Svo virðist sem nokkur fjöldi fólks hafi vaknað af værum jólasvefni við skjálftana.

Forstjóri Twitter stígur til hliðar
Jack Dorsey, stofnandi samfélagsmiðilsins Twitter, steig til hliðar sem forstjóri fyrirtækisins í dag. Parag Agrawal, tæknistjóri Twitter, tekur við stöðunni af Dorsey.

Hægri slagsíða á Twitter
Twitter gerir tístum (e. tweets) frá hægri sinnuðum stjórnmálaflokkum og fréttaveitum hærra undir höfði en þeim sem halla til vinstri. Þetta hefur samfélagsmiðlarisinn rannsakað og staðfest sjálfur, en virðist ekki vita nákvæmlega hvers vegna.

Trump ætlar að opna eigin samfélagsmiðil
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann hyggist opna nýjan samfélagsmiðil, sem eigi að standa gegn „ofríki stórra tæknifyrirtækja“.

Þórðargleði og þjáningar Facebook-notenda á Twitter
Samfélagsmiðillinn Facebook og allir miðlar tengdir honum hafa legið niðri frá því á fjórða tímanum í dag. Af viðbrögðum netverja á samkeppnismiðlinum Twitter að dæma er ljóst að það hefur mikil áhrif á landann.

Trump krefst þess að komast aftur á Twitter
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar.

Birna Ben, Kiddi Jak, Ingvar Sæland og Sigrún Dagný vekja lukku
Þráður af myndum af oddvitum stjórnmálaflokkanna hefur farið eins og eldur í sinu á Twitter síðan í gær. Ekki er um neitt venjulegar myndir að ræða, því kyni oddvitanna hefur verið breytt á skemmtilegan hátt.

„Sumarkúlan“ fórnarkostnaður sem ekki sé metinn til launa
Heilbrigðisstarfsmenn hafa verið hvattir til þess að búa til eins konar „sumarkúlu“ vegna fjölgunar smitaðra. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir að um fórnarkostnað sé að ræða sem ekki sé metinn til launa.

Twitter lokar á þingkonu fyrir falsfréttir um Covid
Twitter hefur lokað tímabundið á bandarísku þingkonuna Marjorie Taylor Green fyrir að hafa tíst „villandi“ upplýsingum um kórónuveiruna. Aðeins verður hægt að skoða Twitter-aðgang hennar í 12 klukkustundir og hvorki verður hægt að svara eða endurtísta tístunum hennar.

Trump fer í mál við samfélagsmiðlarisa
Fyrrverandi Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur höfðað mál gegn samfélagsmiðlarisunum Facebook, Twitter og YouTube. Hann vill meina að brotið hafi verið á sér þegar hann var bannaður á miðlunum fyrr á árinu.

Skrýtið tíst frá Alþingi vekur lukku
Tíst frá opinberum aðgangi Alþingis á Twitter hefur vakið talsverða lukku meðal almennings í dag.

Íslendingar kvarta yfir aukaverkunum: „Jæja, þá er kominn smá Janssen skjálfti í mann“
Um tíu þúsund manns voru bólusett með bóluefni frá Janssen í Laugardalshöll í dag. Janssen er eina bóluefnið sem notað er hér á landi sem er aðeins gefið í einum skammti. Svo virðist sem aukaverkanir eftir bólusetninguna séu að færast yfir hjá mörgum.

Wolf í bann á Twitter fyrir að dreifa rangfærslum um bóluefni
Samfélagsmiðillinn Twitter setti bandaríska rithöfundinn Naomi Wolf í tímabundið bann fyrir að brjóta notendaskilmála með því dreifa ítrekað rangfærslum um bóluefni. Wolf, sem varð fyrst þekkt fyrir feminísk skrif, hefur deilt framandlegum samsæriskenningum um bóluefni trekk í trekk.

Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lokað bloggsíðu sinni sem hann opnaði í síðasta mánuði. Hann er sagður hafa verið fúll yfir litlum vinsældum bloggsíðunnar sem bar nafnið „From the desk of Donald J. Trump“, eða „frá skrifborði Donald J. Trump“.