Twitter

Fréttamynd

Twitter merkir reikninga ríkisfjölmiðla

Tístum frá ríkisfjölmiðlum verður ekki lengur haldið að notendum samfélagsmiðilsins Twitter og byrjar er að merkja reikninga miðlanna sérstaklega. Rússneski fjölmiðillinn RT og kínverska Xinhua-ríkisfréttastofan eru á meðal þeirra sem verða fyrir áhrifum af breytingunum.

Erlent
Fréttamynd

Trufluðu fyrirtöku í máli Twitter-hakkara með klámi

Stöðva þurfti fyrirtöku sem var haldinn í fjarfundi í máli tánings sem er grunaður um innbrot í tölvukerfi Twitter í dag eftir að boðflennur trufluðu hana ítrekað með klámi. Dómarinn féllst á endanum ekki á að lækka tryggingargjald sem pilturinn þarf að greiða til að losna úr fangelsi.

Erlent
Fréttamynd

Þrjótar komust í einkaskilaboð í innbrotinu hjá Twitter

Forstjóri Twitter staðfesti í gær að tölvuþrjótar sem brutust inn í innri kerfi samfélagsmiðilsins og tóku yfir reikninga heimþekktra notenda í síðustu viku hafi í sumum tilfellum komist í einkaskilaboð þeirra. Baðst hann afsökunar á að fyrirtækið hefði dregist aftur úr í öryggismálum upp á síðkastið.

Erlent
Fréttamynd

Óttast um öryggismál Twitter eftir meiriháttar innbrot

Tölvuöryggissérfræðingar hafa áhyggjur af öryggismálum samfélagsmiðilsins Twitter eftir að tölvuþrjótar náðu stjórn á reikningum fjölda þekktra einstaklinga til þess að svíkja út greiðslur í rafmynt. Þeir furða sig meðal annars á hversu lengi það tók Twitter að stöðva þrjótana.

Erlent
Fréttamynd

Twitter takmarkar aðgang að tísti forsetans

Samfélagsmiðillinn Twitter hefur dregið úr aðgangi að tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann hótar að beita hvern þann sem reynir að koma á fót sjálfstjórnarsvæði í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, valdi. Tístið birti forsetinn í dag.

Erlent
Fréttamynd

Samfélagsmiðlarisar ósammála um ábyrgð sína

Forstjórar Facebook og Twitter eru ekki á einu máli um hvaða ábyrgð samfélagsmiðlarnir bera á upplýsingafalsi sem þeir eru notaðir til þess að dreifa. Hvíta húsið heldur því fram að Donald Trump Bandaríkjaforseti ætli að gefa út tilskipun um samfélagsmiðla eftir að Twitter setti fyrirvara við fullyrðingar sem hann setti fram í tísti í vikunni.

Erlent
Fréttamynd

Trump hótar að loka samfélagsmiðlum

Ákvörðun Twitter um að setja fyrirvara við tíst Donalds Trump Bandaríkjaforseta um meint kosningasvik í gær urðu forsetanum tilefni til þess að hóta því að loka samfélagsmiðlum eða setja reglur á þá í dag. Þetta var í fyrsta skipti sem Twitter beitti slíkri merkingu á ósannindi sem Trump dreifði á miðlinum.

Erlent
Fréttamynd

Biður Twitter um að fjarlægja morðsamsærisóra Trump

Ekkill starfsmanns bandarísks fyrrverandi þingmanns sem Donald Trump forseta er í nöp við hefur beðið forstjóra Twitter um að fjarlægja tíst forsetans með samsæriskenningum um dauða konu sinnar. Trump forseti hefur ítrekað slengt fram rakalausum samsæriskenningum sem ýja að því að fyrrverandi þingmaðurinn hafi myrt konuna.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.