

Sjúkratryggingum hefur þegar borist 23 bótakröfur vegna gruns um alvarlega aukaverkun í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Lyfjastofnun hefur borist 35 tilkynningar um dauðsföll í kjölfar hennar. Forstjórinn segir að í einhverjum tilvikum sé hægt að tengja alvarlegar aukaverkanir við bóluefni.
Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur heimilað notkun á bóluefni Pfizer sem örvunarskammt fyrir börn á aldrinum tólf til fimmtán ára, og lækkað tímann sem þarf að líða frá annari bólusetningu til þeirra þeirra þriðju úr sex mánuðum í fimm.
Suður-Kóreu hefur gefið veirusýkingarlyfi Pfizer við Covid-19 neyðarleyfi en það er fyrsta lyfið af þessari tegund sem notað verður í Kóreu.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa nú veitt leyfi fyrir notkun lyfsins Paxlovid við kórónuveirunni. Lyfið er framleitt af fyrirtækinu Pfizer, sem áberandi hefur verið í framleiðslu á bóluefnum gegn Covid-19.
Evrópska lyfjastofnunin hefur hafnað því að veita bandaríska lyfjafyrirtækinu Biogen markaðsleyfi fyrir nýju en umdeildu Alzheimer-lyfi sem kom á markaðinn í Bandaríkjunum í sumar.
Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur ráðlagt notkun annarra bóluefna fram yfir bóluefnið frá Johnson & Johnson vegna blóðsegavandamála, sem eru talin hafa valdið níu dauðsföllum í Bandaríkjunum.
Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur heimilað heimsendingu lyfs sem stuðla að þungunarrofi. Konur hafa á þessu ári getað fengið lyfið send heim vegna kórónuveirufaraldursins en undanþágan hefur nú verið gerð varanleg.
Alvotech hefur fengið samþykki Lyfjastofnunar Evrópu fyrir markaðsleyfi á AVT02, samheitalyfi frumlyfsins Humira (adalimumab), og í hærri styrkleikaútgáfu (100mg/mL).
Breytt stjórnsýsluframkvæmd hjá Lyfjastofnun þyngir róður smærri apóteka í samkeppni þeirra við stóru lyfsölukeðjurnar. Á sama tíma og ríkið keppir við apótek um starfskrafta er smærri apótekum gert að ráða fleiri lyfjafræðinga en áður var gerð krafa um. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis vinnur nú að því að sækja sér samtals um 40 til 80 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 5 til rúmlega 10 milljarða íslenskra króna, í nýtt hlutafé í tengslum við áform félagsins um skráningu á hlutabréfamarkað í Svíþjóð eða Bandaríkjunum snemma á næsta ári.
Heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að kaupa nýtt lyf sem þykir gefa góða raun til að draga úr hættu á alvarlegum veikindum fólks vegna Covid-19 við vissar aðstæður.
Notkun á ópíóðum hér á landi stefnir hraðbyri í að verða að faraldri líkt og í löndunum í kringum okkur, að sögn yfirlæknis á Vogi. Hátt í 250 manns hafa farið í meðferð við ópíóðafíkn á þessu ári. .
Helena Sævarsdóttir hefur tekið við starfi deildarstjóra í lyfjaframleiðslu (e. Head of Drug Production) hjá líftæknilyfjafyrirtækinu Alvotech, auk þess að taka sæti í stýrihópi tækni- og framleiðslusviðs, þar sem hún mun leiða hóp sérfræðinga í að tryggja innleiðingu framleiðsluferla.
Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið grænt ljós á að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett gegn Covid-19. Á leyfið þó einungis við um bóluefni Pfizer en þegar hefur notkun þess verið heimiluð öllum tólf ára og eldri.
Stærstu lyfjaverslanakeðjur Bandaríkjanna hafa verið fundnar sekar um að hafa orðið til þess að auka magn ópíóíða í umferð. Bætur í málinu verða ákvarðaðar síðar en ein af keðjunum hefur þegar gefið út að dómnum verði áfrýjað.
Eigendur Lyfju, stærstu apótekskeðju landsins, hættu við áform sín um að selja allt hlutafé í félaginu í síðasta mánuði eftir að þau tilboð sem bárust í söluferli sem hafði verið sett af stað reyndust talsvert undir þeim væntingum sem hluthafar höfðu gert sér um virði fyrirtækisins. Stærsti eigandi Lyfju, með 70 prósenta hlut, er framtakssjóðurinn SÍA III sem er í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis.
Bandarísk heilbrigðsyfirvöld áætla að rúmlega 100 þúsund manns hafi látist af völdum ofneyslu fíkniefna og lyfja á tólf mánaða tímabili í heimsfaraldrinum. Þetta er mesti slíki fjöldinn á árstímabili í sögu Bandaríkjanna.
Íslenska líftæknifyrirtækið Alvotech er á lokametrunum með að tryggja sér samtals um 400 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 52 milljarða íslenskra króna, í nýtt hlutafé í tengslum við áformaða tvískráningu félagsins á markað í Bandaríkjunum og á Íslandi í byrjun næsta árs. Áætlað er að íslenskir fjárfestar muni þar af leggja félaginu til um 6 til 7 milljarða króna.
Blóðþrýstingslyf gætu komið í veg fyrir fjölda tilfella áunnar sykursýki en ný rannsókn leiddi í ljós að blóðþrýstingslækkun upp á 5 mmHg minnkar líkurnar á þróun sykursýkis 2 um 11 prósent.
Lyfjafyrirtækið Moderna og Heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna (NIH) hafa í eitt ár háð baráttu um það hverjir verðskulda höfundarrétt á bóluefninu gegn Covid-19. Niðurstaða deilnanna gætu haft mikla þýðingu fyrir það hvernig bóluefnið verður notað.
Ódýrast er að kaupa lyf í apóteki Costco og í Rimaapóteki en dýrast í Lyfjabúrinu og Lyfju. Þetta kemur fram í nýjum verðsamanburði ASÍ, sem kynntur var í gær.
Nýtt lyf gegn Covid-19 hefur talsverða þýðingu í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum að mati prófessors í smitsjúkdómalækningum. Margir hafa augastað á lyfinu en það jákvæða er að framleiðsla þess er auðveldari en framleiðsla bóluefna.
Forsvarsmenn lyfjafyrirtækisins Pfizer segja starfsmenn þess hafa þróað nýtt veirulyf sem dragi verulega úr alvarlegum veikindum og dauðsföllum vegna Covid-19. Pfizer segir rannsóknir starfsmanna fyrirtækisins sýna að lyfið hafi 89 prósenta virkni.
Bretland er fyrsta ríkið til að heimila notkun veirulyfsins molnupiravir gegn Covid-19 en rannsóknir sýna að notkun þess á fyrstu dögum sýkingar helmingar áhættuna á sjúkrahúsinnlögn og dauða af völdum SARS-CoV-2.
Lyfjarisinn Pfizer tilkynnti í dag að sölutekjur Covid-19 bóluefnisins, sem fyrirtækið þróaði með BioNTech, nemi 36 milljörðum Bandaríkjadala í ár. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri sem birt var í dag.
Læknir krafðist þess fyrr á árinu að honum yrði veitt heimild til að ávísa lyfinu Ivermectin sem meðferð gegn Covid-19. Heilbrigðisráðuneytið staðfesti ákvarðanir Lyfjastofnunar nýlega, sem gáfu lækninum ekki undanþáguheimild til að ávísa lyfinu.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur efnt til opins samráðs um endurskoðun á lyfjalöggjöf sambandsins. Norðurlöndin hafa farið þess á leit við sambandið að fylgiseðlar með lyfjum verði gerðir rafrænir.
„Þetta er nokkurn veginn í takt við það sem við höfum verið að gera hérna á Íslandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi umræða kemur upp og það hefur verið að skýrast á undanförnum árum að aspirín er ekki jafn hættulítið og ávinningurinn kannski ekki jafn mikill og talið var.“
Ný rannsókn vísindamanna við læknadeild Háskólans í Virginíu bendir til að þunglyndislyfið fluoxetine geti reynst áhrifaríkt til að koma í veg fyrir aldursbundna augnbotnahrörnun. Lyfið er þekkt í Bandaríkjunum undir heitinu Prozac.
Vopnað rán var framið í Apótekaranum við Vallakór í Kópavogi um klukkan hálf eitt í dag. Karlmaður ógnaði starfsfólki með dúkahníf og krafðist þess að fá afhent lyf.